Lífið

Græðir vel á brúðkaupinu

Kardashian-fjölskyldan kann sitt fag þegar kemur að raunveruleikasjónvarpi. Áhorfendur hafa fengið að fylgjast með brasilísku vaxi hjá þeim, fæðingu og brúðkaupi. Og hún er hvergi nærri hætt.

Lífið

Eiður Smári fær misjafna dóma

Eiður Smári Guðjohnsen fær misjafna dóma fyrir frammistöðu sína sem álitsgjafi í útsendingu Sky-sjónvarpsstöðvarinnar frá úrslitaleik meistaradeildarinnar í knattspyrnu. Twitter þykir orðið ansi góður mælikvarði á það hvernig fólk stendur sig á opinberum vettvangi. Og miðað við tístin á laugardagskvöld voru ansi margir límdir fyrir framan sjónvarpstækin á laugardagskvöld þegar Eiður ásamt Gary Neville og Jamie Redknapp ræddu málin fyrir og eftir úrslitaleik Manchester United og Barcelona.

Lífið

Deitar tvo gaura í einu

Meðfylgjandi má heyra tvær vinkonur spjalla saman á persónulegu nótunum þar sem önnur þeirra opnar sig um elskhuga sína. Um er að ræða stutt útvarpsleikrit, sem er fastur liður í útvarpsþætti Siggu Lund og Ellý Ármanns sem er á dagskrá Bylgjunnar á sunnudagskvöldum. Síða þáttarins á Facebook. Hallaðu þér aftur, hlustaðu og notaðu ímyndunaraflið: Það er farið að grafa í þessu hjá þér. Ertu virkilega að sofa hjá giftum manni? Hvaða kona vill ekki mann sem kemur henni á óvart? Ekki fórstu heim til hans og ældir út um allt?

Lífið

Stærri brjóst

Alex Rodriguez hafi beðið sína heittelskuðu Cameron Diaz um örlítinn greiða; stærri brjóst.

Lífið

Rakstur á kynfærum algengur

Íslenskir foreldrar verða varir við það í auknum mæli að unglingar þeirra vilja raka sig að neðan. Margrét Héðinsdóttir, hjúkrunarfræðingur á skólasviði heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Sólrún Ólína Sigurðardóttir, skólahjúkrunarfræðingur, ræddu þessi mál við Siggu Lund og Ellý Ármanns á Bylgjunni í gærkvöldi og gáfu góð ráð eins og heyra má í meðfylgjandi link. 6H.is

Lífið

Sumir eru kynþokkafyllri en aðrir

Leikarinn Jude Law, 38 ára, var staddur í Frakklandi yfir helgina þar sem tökur á nýrri auglýsingu fyrir Dior karlailm fóru fram. Jude, sem lét fara vel um sig á spíttbát ásamt ungri konu, er andlit nýja Dior-ilmsins eins og undanfarin ár. Þá kældi leikarinn sig niður klæddur í gula sundskýlu eins og sjá má í myndasafni.

Lífið

Tilfinningarík tónlist

Hljómsveitin Vigri sendir frá sér sína fyrstu plötu 2. júní og nefnist hún Pink Boats. Vigri, sem hefur verið starfandi í þrjú ár, spilar tilfinningaríka tónlist með breiðu úrvali hljóðfæra. Vegna skorts á fjármagni til þess að taka plötuna upp í hljóðveri var brugðið á það ráð að taka hana upp í litlum kirkjum víðs vegar um landið. Upptökur hófust í Flateyjarkirkju í Breiðafirði haustið 2009 og meðferðis var einn hljóðnemi og gömul fartölva.

Lífið

Slasaði hundurinn fundinn

Tíkin Milla, fannst heil á húfi seinnipartinn í gær, sunnudag. Milla, sem var særð á fæti og vannærð, var búin að halda til í sólhúsi í Seljahverfinu og sást á vappinu í kring. Eigendur Millu eru í skýjunum og þakka góð viðbrögð við þessari frétt sem birtist 27. maí síðastliðinn á Visi.

Lífið

Flytur með fjölskyldu sína í Hrafnabjörg á næsta ári

"Já, ég keypti húsið fyrir skömmu,“ segir hinn svissneski Thomas Martin Seiz. Seiz er nýr eigandi Hrafnbjarga, sem var áður í eigu Jóhannesar Jónssonar, kenndan við Bónus, og er eitt af glæsilegustu einbýlishúsum landsins. Seiz segist í samtali við Fréttablaðið ætla að flytja inn í húsið á næsta ári ásamt fjölskyldu sinni. „Við erum að laga innréttingar og breyta einu og öðru," segir hann.

Lífið

Úr að ofan á tónleikum

Rokkarinn Lenny Kravitz gefur út níundu hljóðversplötu sína, Black and White America, í ágúst. Fyrsta smáskífulagið nefnist Stand og kemur út 6. júní. Til að fylgja plötunni eftir ætlar Kravitz í tónleikaferð um Evrópu síðar á þessu ári. Kravitz hitaði síðast upp fyrir U2 á 360 gráðu tónleikaferð hennar, sem er sú tekjuhæsta sem sögur fara af. Þrátt fyrir að vera orðinn 47 ára ætlar hann ekki að hika við að fara úr að ofan á tónleikum. "Ég fer stundum úr bolnum uppi á sviði eða þegar ég er á Bahama-eyjum. Ég er ekki vanur að vera í miklum fötum,“ sagði hann.

Lífið

Helen Mirren þykir fegurst

Helen Mirren hefur verið valin kynþokkafyllsta konan yfir fimmtugu. Á listanum eru gamlar kynbombur, fyrrverandi ofurfyrirsæta og ein söngkona.

Lífið

Viljið þið gefa prinsessunni eitthvað að borða

Konunglegu hjónin Katrín Middleton og Vilhjálmur tóku á móti forsetahjónum Bandaríkjanna, Barack Obama og Michelle, sem var klædd í Barbara Tfank kjól, í Buckingham höll í vikunni. Nú er líkamsþyngd prinsessunnar mikið áhyggjuefni ef marka má breska fjölmiðla en Katrín hefur grennst töluvert eins og sjá má á myndunum. Burtséð frá þyngdinni var Katrín glæsileg, klædd í kamellitaðan Reiss kjól.

Lífið

Heimili Bonds og Batmans

Ridley Scott er áhugasamur um að taka upp tvær kvikmyndir hér á land: Reykjavik og geimverutryllinn Prometheus. Íslenskt landslag hefur áður verið notað sem leikmynd fyrir Hollywood en þó sjaldnast sem Ísland sjálft. Fréttablaðið rifjaði upp helstu Hollywood-smellina sem hafa verið teknir upp hér á landi.

Lífið

Fræga liðið rokkar líka í þyngd

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá nokkra þekkta einstaklinga í Hollywood sem rokka í þyngd. Þá má nefna Kevin Federline, Janet Jackson, Vince Vaughn, Tara Reid, Russell Crowe, George Clooney, Oprah...

Lífið

Hátt í 20 þúsund manns á afmælishátíð Stöðvar 2

Það var líf og fjör á 25 ára afmælishátíð Stöðvar 2 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag þar sem áskrifendur í Stöð 2 Vild og fjölskyldur þeirra gerðu sér glaðan dag í boði Stöðvar 2. Að vanda var afar fjölmennt en gert er ráð fyrir að hátt í 20 þús manns hafi verið í garðinum þegar hæst stóð, í mildu og góðu veðri.

Lífið

Cheryl Cole í uppnámi

Poppsöngkonan Cheryl Cole var í miklu uppnámi eftir að hún var rekin úr dómgæslu í bandarísku útgáfunni af X Factor.

Lífið

Hefur engan áhuga á að taka þátt í hjónabandi

Leikkonan Eva Mendes gefur lítið fyrir hjónaband og segir það ekki nógu persónulegt fyrir sinn smekk. Mendes hefur verið með kvikmyndagerðarmanninum George Augusto í áratug en segir hjónabandið sjálft vera fremur órómantíska stofnun. "Hjónaband er eitthvað svo yfirdrifið og formfast og ég hef engan áhuga á að taka þátt í því.”

Lífið

Ekki kærustupar

Bandarískir fjölmiðlar hafa velt sér mikið upp úr því hvort Idol-þátttakendurnir Lauren Alaina og Scotty McCreery séu par. Þau eru þó aðeins nánir vinir að sögn McCreery.

Lífið

Þýska þjóðin hituð upp

Sagnararfur og þjóðardramb Íslendinga er á meðal þess sem sex listamenn velta fyrir sér í ljóða-, leikhús-, sagna- og tónlistarsýningunni Bændur flugust á sem verður flutt í Tjarnarbíói á morgun.

Lífið

Sunddrottning opnar matardagbók

Sunddrottningin Ragnheiður Ragnarsdóttir undirbýr sig þessa dagana af krafti fyrir HM sem fer fram í Shanghai i sumar. Hún leyfði Lífinu að skyggnast í æfingarprógrammið sitt í einn dag með því að skrá niður allt sem hún neytti þann daginn sem og æfingarnar.

Lífið

So You Think-stjörnurnar koma til Íslands næstu helgi

Dómarinn Lil C og keppandinn Legacy úr þáttunum So You Think You Can Dance? eru væntanlegir til landsins fyrir næstu helgi. Þeir koma sérstaklega á vegum DanceCenter Reykjavík, til að kenna á danshátíð skólans, Dansfestivali, sem fram fer um næstu helgi.

Lífið

Adele sú valdamesta í tónlist

Söngkonan Adele hefur verið nefnd valdamesta manneskjan í breska tónlistariðnaðinum í dag. Hljómplata Adele, 21, var mest selda platan í fimmtán löndum og hefur selst í yfir sex milljónum eintaka.

Lífið

Þurfti að pissa í sjóinn

Leikaralífinu fylgir ekki bara glamúr og rauðir dreglar en því fékk spænska leikkonan Penelope Cruz að kynnast á meðan á tökum stóð á sjóræningjamyndinni Pirates of the Caribbean: On Stranger Tides.

Lífið

Hrifin af Leo

Leonardo DiCaprio og Blake Lively hafa sést saman nokkrum sinnum undanfarnar vikur, bæði í Cannes og ítalska bænum Portofino. Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum hafa þau verið að draga sig saman síðan í janúar.

Lífið

Pippa eftirsótt

Pippa Middleton, yngri systir hertogynjunnar af Cambridge, er sjóðheit um þessar mundir. Ljósmyndarar elta hana á röndum og vikulega birtast nýjar fréttir af stúlkunni. Þær nýjustu herma að sjónvarpsdrottningarnar Oprah Winfrey og Barbara Walters séu báðar á höttunum eftir Middleton.

Lífið

Hreimurinn varð Cole að falli

Breska poppstjarnan Cheryl Cole hefur verið rekin úr bandarísku útgáfunni af X-Factor. Ástæðan er talin sú að framleiðendur þáttarins óttuðust að bandarískir sjónvarpsáhorfendur myndu ekki skilja sterkan Newcastle-hreim hennar. Áheyrnarprufur fyrir þáttinn hafa staðið yfir að undanförnu.

Lífið