Íslenski boltinn

Fyrsti sigur Fjölnismanna og Leiknir vann ÍA

Fjölnismenn unnu sinn fyrsta sigur í 1. deild karla í sumar í kvöld þegar þeir skelltu Þrótturum í uppgjöri liðanna sem féllu úr Pepsideildinni síðasta haust. Leiknismenn unnu á sama tíma mikinn karaktersigur á Skagamönnum eftir að hafa verið manni færri í 70 mínútur en ÍR heldur toppsætinu eftir markalaust jafntefli við HK.

Íslenski boltinn

Grindavík og Brann í viðræðum

Samkvæmt heimildum fréttastofu eiga Grindavík og Brann í viðræðum um að Ólafur Örn Bjarnason verði leystur undan samningi sínum við Brann svo hann geti tekið við þjálfun Grindavíkur.

Íslenski boltinn

Björn Kristinn Björnsson: Við gerðum okkur erfitt fyrir

Björn Kristinn Björnsson þjálfari Fylkisstúlkna var að vonum ánægður eftir sigur liðs síns í Kaplakrika, en Fylkisstelpur unnu þar FH 4-2. „Ég er mjög ánægður að ná þessum stigum hérna í dag en við vorum vorum vægast sagt að gera okkur þetta erfitt fyrir, FH-liðið var einnig að spila mjög vel. Maður spilar ekki betur en andstæðingurinn leyfir og þær voru að spila vel. Við getum hinsvegar ekki verið annað en ánægð með að fá þrjú stig hér en það má gera betur."

Íslenski boltinn

Jóhannes Karl: Frábært að klára dæmið

„Ég er mjög ánægður að hafa klárað þetta verðuga verkefni þó það hafi nú tekið sinn tíma þá hafðist það," sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson eftir dýrmætan sigur Blika gegn KR-ingum í Frostaskjólinu í kvöld. Blikar voru með undirtökin nánast allan leikinn og áttu sannarlega skilið að ná inn marki.

Íslenski boltinn

Jón Þór: Stelpurnar vissu að þetta yrði erfitt

Jón Þór Brandsson, þjálfari FH, var ánægður með lið sitt þrátt fyrir tap gegn Fylkisstúlkum á Kaplakrika í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Leikurinn endaði 4-2 fyrir Fylki sem voru manni fleiri síðustu 30 mínúturnar. „Okkur vantar enn stig, en við erum á réttri leið, við erum að læra í hverjum leik og vitum nú hvað þarf til að vinna stig í Pepsideildinni og erum við að nálgast það," sagði Jón Þór Brandsson.

Íslenski boltinn