Íslenski boltinn

Sara Björk: Við hefðum getað gert betur

„Þetta féll ekki með okkur í dag. Við fengum mark á okkur snemma sem við ætluðum ekki að gera, svo náðum við ekki að halda boltanum næginlega vel og mér fannst vera smá stress í hópnum. Við náðum ekki að gera það sem við ætluðum að leggja upp með," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, eftir 0-3 tap Breiðabliks fyrir franska liðinu Juvisy Essonne á Kópavogsvelli í dag í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta.

Íslenski boltinn

Blikakonur töpuðu 0-3 í fyrri leiknum á móti Juvisy

Breiðablikskonur töpuðu 0-3 fyrir franska liðinu Juvisy Essonne á Kópavogsvelli í dag í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Franska liðið var mun sterkara liðið og baráttuglaðar Blikakonur komust lítið áleiðis í sóknarleik sínum. Róðurinn verður því þungur fyrir Breiðabliksliðið í seinni leiknum í Frakklandi eftir þrjár vikur.

Íslenski boltinn

KR og ÍBV sektuð

KR og ÍBV hafa verið sektuð um 25 þúsund krónur eftir að mál liðanna voru tekin fyrir á fundi Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ á þriðjudagskvöldið.

Íslenski boltinn

Guðmundur Pétursson með slitið krossband

Blikinn Guðmundur Pétursson hefur fengið það staðfest að hann er með slitið krossband en hann meiddist á hné á móti sínum gömlu félögum í KR í 20. umferð Pepsi-deildar karla. Þetta kemur fram á vefsíðunni fótbolti.net.

Íslenski boltinn

Stuðningsmenn ÍBV fóru inn í matsal Stjörnumanna

Þrír stuðningsmenn ÍBV fóru inn í matsal Stjörnumanna eftir leik liðanna í Vestmannaeyjum á sunnudaginn. „Þetta voru einhverjir þrír strákar með bjór og alger dólgslæti,“ segir Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, í samtali við Fótbolti.net.

Íslenski boltinn

Stelpurnar stútuðu Litháen í fyrsta leiknum

Íslenska 17 ára landsliðið vann risasigur í fyrsta leik sínum í sínum riðli í undankeppni EM en íslenska liðið vann 14-0 sigur á Litháen í dag. Guðmunda Brynja Óladóttir (Selfoss) og Aldís Kara Lúðvíksdóttir (FH) skoruðu báðar þrennu í leiknum.

Íslenski boltinn

Baldur: Ekki sanngjörn úrslit

,,Þetta voru ekki sanngjörn úrslit en við áttum skilið að vinna þennan leik,“ sagði Baldur Sigurðsson ,leikmaður KR, að leikslokum í kvöld. KR-ingar gerðu jafntefli við Grindvíkinga 3-3 í 21. umferð Pepsi-deildar karla, en leikurinn fór fram í Grindavík.

Íslenski boltinn