Íslenski boltinn

Hólmfríður: Fer pottþétt út aftur

"Ég er komin heim til að spila. Ég hef ekki verið að spila mikið síðustu vikur og sá ekki fram á að spila næstu tólf vikur. Það er slæmt því það eru tólf vikur í næsta landsleik. Ég er því að hugsa um sjálfa mig og landsliðið," sagði Hólmfríður Magnúsdóttir, nýjasti liðsmaður kvennaliðs Vals, í samtali við fótbolta.net.

Íslenski boltinn

Katrín og Kristín hetjurnar

Valur og KR mætast í bikaúrslitaleik kvenna. Kristín Ýr Bjarnadóttir tryggði Val sæti í bikarúrslitaleiknum annað árið í röð og sigurmark KR-ingsins Katrínar Ásbjörnsdóttur kom á 90. mínútu í leik KR-liðsins á móti Fylki í Árbænum.

Íslenski boltinn

Ashley Bares reddaði Stjörnukonum í Laugardalnum

Ashley Bares, markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna, bjargaði toppliði Stjörnunnar á móti nýliðum Þróttar í leik liðanna í Pepsi-deild kvenna sem fram fór á Laugardalsvellinum í kvöld. Bares skoraði fernu í 4-2 sigri Stjörnunnar sem náði fyrir vikið fimm stiga forskoti á Val á toppi Pepsi-deildar kvenna. Þór/KA vann 3-2 sigur á botnliði Grindavíkur í hinum leik kvöldsins.

Íslenski boltinn

Katrín hetja KR - tryggði liðinu sæti í bikarúrslitaleiknum í blálokin

Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði KR 2-1 sigur á Fylki og sæti í bikaúrslitaleiknum þegar hún skoraði sigurmark Vesturbæjarliðsins á 90. mínútu leiksins í undanúrslitaleik liðanna í Valitor bikar kvenna á Fylkisvellinum í kvöld. Þetta er í tíunda sinn sem KR-konur komast alla leið í bikarúrslitaleikinn en Fylkir átti möguleika á því að komast þangað í fyrsta sinn.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Valskonur í úrslit fjórða árið í röð

Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði eina markið þegar Valskonur tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum með 1-0 sigri á Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld í undanúrslitaleik þeirra í Valitorbikarnum en þetta er í fjórða árið í röð sem Valsliðið kemst alla leið í bikarúrslitin.

Íslenski boltinn

KR mætir BÍ/Bolungarvík um Verslunarmannahelgina

Góður árangur KR-inga í undankeppni Evrópudeildar þýðir tilfæringar á leikjum liðsins í öðrum keppnum. Bikarleikur KR gegn BÍ/Bolungarvík hefur verið færður á Verslunarmannahelgina. KR mætir Dinamo Tbilisi fimmtudaginn 28. júlí á KR-velli og viku síðar í Georgíu.

Íslenski boltinn

Mikið afrek að slá út þetta lið

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum ánægður eftir að liðið sló Zilina út úr Evrópukeppninni í gær. Rúnar segir að síðustu mínúturnar hafi tekið vel á taugarnar og á ekki von á að leikmenn BÍ/Bolungarvík hafi fagnað þessum úrslitum því nú þurfi þe

Íslenski boltinn

Bjarnólfur ráðinn þjálfari Víkings

Knattspyrnudeild Víkings réð í dag Bjarnólf Lárusson sem þjálfara liðsins. Hann tekur við starfinu af Andra Marteinssyni sem hætti í gær. Tómas Ingi Tómasson, sem var rekinn frá HK á dögunum, verður aðstoðarmaður Bjarnólfs.

Íslenski boltinn

Fyrirliðinn fór fyrir Stjörnuliðinu - myndir

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, skoraði þrennu fyrir Stjörnuna í 4-1 útisigri á Fylki í Pepsi-deild kvenna í gærkvöldi. Stjarnan hélt því áfram sigurgöngu sinni og er áfram með tveggja stiga forskot á Val á toppi deildarinnar.

Íslenski boltinn

Stjarnan og Valur unnu góða sigra - langþráður sigur Aftureldingar

Stjarnan og Valur, toppliðin í Pepsi-deild kvenna, unnu bæði leiki sína á útivelli í kvöld og halda Stjörnukonur því áfram tveggja stiga forskoti á Val á toppnum. Stjarnan vann 4-1 sigur á Fylki í Árbænum þar sem fyrirliðinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði þrennu og Valur vann 6-0 sigur í Grindavík. Afturelding vann 3-0 sigur á KR í þriðja leik kvöldsins og hoppaði með því upp í sjöunda sæti.

Íslenski boltinn