Íslenski boltinn

Stelpurnar kláruðu Wales og unnu riðilinn sinn

Íslenska 19 ára landslið kvenna tryggði sér sigur í sínum riðli í undankeppni Evrópumótsins með því að vinna 2-0 sigur á Wales í lokaleik sínum á Fylkisvellinum í dag. Bæði lið höfðu unnið tvo fyrstu leiki sína og voru því þegar búin að tryggja sér sæti í milliriðlum.

Íslenski boltinn

Var gaurinn sem gaf aldrei boltann

Kjartan Henry Finnbogason er leikmaður 20. umferðar Pepsi-deildarinnar hjá Fréttablaðinu. Kjartan tryggði KR mikilvægt stig í Eyjum eftir að hafa farið úr axlarlið. Framherjinn segist hafa þroskast mikið sem leikmaður. Kjartan mun spila með KR gegn Keflav

Íslenski boltinn

Sigurður Ragnar: Boltinn vildi ekki inn

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari Íslands vonar að lið sitt læri af markalausa jafnteflinu við Belgíu í kvöld og geri betur í mikilvægum landsleikjum í Ungverjalandi og Norður-Írlandi í október.

Íslenski boltinn

Það mun ekki vanta Lýsið í stelpurnar okkar í kvöld

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Belgum á Laugardalsvellinum í kvöld í undankeppni EM 2013 en þetta er þriðji leikur íslensku stelpnanna í riðlinum. Íslenska liðið hefur unnið Búlgaríu og Noreg í fyrstu tveimur leikjum sínum og markatalan er 9-1 Íslandi í vil.

Íslenski boltinn

Gerum þá kröfu að vinna

Íslenska kvennalandsliðið tekur á móti Belgíu á Laugardalsvelli í kvöld. Landsliðsþjálfarinn segir liðið ætla að vinna riðilinn og verði því að vinna í kvöld.

Íslenski boltinn

Bjarni Fel lýsti úti í rigningunni

Gamla brýnið Bjarni Felixson hefur upplifað ýmislegt á löngum og farsælum ferli sem íþróttafréttamaður en aðstæðurnar sem mættu honum í Vestmannaeyjum í gær hafa líklega toppað flest það sem Bjarni hefur prófað.

Íslenski boltinn

Pepsimörkin: Eru Framarar að bjarga sér á lokasprettinum?

Framarar gefa ekkert eftir á lokasprettinum í Pepsideild karla í fótbolta og með 1-0 sigri liðsins í gær gegn Keflavík opnaðist fallbaráttan upp á gátt. Reynir Leósson og Hjörvar Hafliðason fóru yfir stöðuna á botni deildarinnar í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær ásamt Herði Magnússyni íþróttafréttamanni.

Íslenski boltinn

Pepsimörkin: Tilþrif og tónlist úr 20. umferð

Mikil spenna er á Íslandsmótinu í fótbolta karla, Pepsideildinni, en fimm leikir fóru fram í 20. umferð í gær. Að venju var farið yfir öll helstu atvikin úr leikjunum í þættinum Pepsimörkin á Stöð 2 sport. Í myndbandinu má sjá öll mörkin sem skoruð voru í leikjunum sex og Depeche Mode sá um tónlistina.

Íslenski boltinn

Framarar settu mikla spennu í fallslaginn - myndir

Framarar sáu til þess að fimm lið eru í fallhættu í Pepsi-deild karla þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Fram vann 1-0 sigur á Keflavík á Laugardalsvellinum í gærkvöldi og hefur þar með náð í 10 af 18 stigum sínum í Pepsi-deildinni í sumar í síðustu fimm leikjum sínum.

Íslenski boltinn

Íslensku stelpurnar komnar áfram eftir 3-0 sigur á Kasakstan

Íslenska 19 ára landsliðið er komið áfram í milliriðil á EM kvenna eftir sigur á Kasakstan í öðrum leik sínum í undankeppni EM en riðill íslenska liðsins fer fram á Íslandi. Íslensku stelpurnar fylgdu eftir 2-1 sigri á Slóveníu í fyrsta leik með því að vinna 3-0 sigur á Kasökum á Selfossi í dag.

Íslenski boltinn