Íslenski boltinn

Naumt tap fyrir Evrópumeisturunum

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 0-1 á móti Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik sínum í Algarve-bikarnum en leiknum var að ljúka í Portúgal. Þýskaland hefur þar með unnið alla tólf leiki sína við Ísland hjá A-landsliðum kvenna en síðustu tveir leikir hafa endað með naumum eins marks sigri.

Íslenski boltinn

Sigurður Ragnar: Viljum endurvekja U-23 lið Íslands

Ísland hefur á morgun leik á Algarve-æfingamótinu í Portúgal og mætir geysisterku liði Þýskalands í fyrsta leik. Ísland komst alla leið í úrslitaleikinn á þessu móti í fyrra en tapaði þá fyrir Bandaríkjunum. Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson segir að liðið sé veikara í ár en í fyrra.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Japan – Ísland 3-1

Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla beið lægri hlut 3-1 í vináttulandsleik gegn Japan í Osaka í morgun. Mörk Japana komu eftir klaufagang í íslensku vörninni en Arnór Smárason minnkaði muninn úr vítaspyrnu í viðbótartíma.

Íslenski boltinn

Förum í leikinn til þess að vinna

Lars Lagerbäck stýrir íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í fyrsta sinn í dag í vináttuleik gegn Japan í Osaka. Sigur er aðalmarkmiðið hjá sænska þjálfaranum. Hann er hrifinn af metnaði leikmannanna sinna.

Íslenski boltinn

22 ár síðan þjálfari byrjaði á útisigri

Lars Lagerbäck getur í dag orðið fyrsti landsliðsþjálfari Íslands í rétt tæp 22 ár sem byrjar landsliðsþjálfaraferil sinn með sigri á útivelli. Það hefur ekki gerst síðan Ísland vann 2-1 sigur á Lúxemborg í fyrsta leik Svíans Bo Johansson 28. mars 1990.

Íslenski boltinn

Hundrað japanskir blaðamenn mættu á fundinn hjá Lagerbäck

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hélt blaðamannafund í morgun að íslenskum tíma fyrir vináttulansleik Íslands og Japans á morgun. Blaðamannafundurinn var fjölmennur samkvæmt frétt á ksi.is en hátt í eitt hundrað fulltrúar fjölmiðla voru mættir til að varpa spurningum til þjálfaranna tveggja. Lagerbäck var spurður fjölmargra spurninga.

Íslenski boltinn

Systurnar eru eins og svart og hvítt

Eyjakonan Elísa Viðarsdóttir var í gær valin í A-landsliðshópinn fyrir Algarve-bikarinn en þetta er í fyrsta sinn sem landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson velur hana í keppnishóp. Elísa mun hitta þar fyrir markadrottninguna og eldri systur sína Margréti Láru Viðarsdóttur sem er markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi.

Íslenski boltinn

Vita ekki hvar þær enda

Landsliðskonurnar Hólmfríður Magnúsdóttir og Katrín Ómarsdóttir hafa ekki enn fundið sér félag eftir að tímabilið í Bandaríkjunum féll niður. Katrín ætlar að nota Algarve-bikarinn sem sýningarglugga og Hólmfríður er opin fyrir öllu.

Íslenski boltinn

Guðmundur samdi við Hauka

Bakvörðurinn Guðmundur Sævarsson skrifaði í gær undir eins árs samning við 1. deildarlið Hauka en hann kemur til liðsins frá erkifjendunum í FH. Það er Morgunblaðið sem greinir frá þessu í dag.

Íslenski boltinn