Handbolti Meiri spenna í A-riðlinn - Brasilía vann Túnis Brasilíumenn settu meiri spennu í A-riðil á HM í handbolta á Spáni eftir fimm marka sigur á Túnis, 27-22, í dag. Túnis var búið að vinna tvo leiki í röð þar á meðal óvæntan sigur á Þjóðverjum en bæði Túnis og Brasilíu eru nú með fjögur stig eftir fjóra leiki. Handbolti 16.1.2013 16:41 Gríðarmikilvægur Danaleikur | Ísland getur unnið riðilinn Jafntefli Rússa og Makedóna í dag gerir það að verkum að Ísland getur unnið B-riðil heimsmeistaramótsins. Þá verður Ísland líka að vinna Danmörk á eftir. Handbolti 16.1.2013 16:35 Rússland og Makedónía gerðu jafntefli Makedóníumenn náðu 29-29 jafntefli á móti Rússum í fyrsta leiknum í okkar riðli í dag á HM í handbolta á Spáni en Goce Georgievski tryggði Makedóníu stig þegar hann jafnaði leikinn 20 sekúndum fyirr leikslok. Handbolti 16.1.2013 16:33 Þreyta er engin afsökun | myndband Það er sannkallaður stórleikur á HM í kvöld er Ísland og Danmörk mætast á heimsmeistaramótinu á Spáni. Það er mikið undir í þessum leik gegn frændum okkar. Það er landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson sem gefur tóninn en Of Monsters and Men leika fyrir dansi í myndbandinu hér að ofan. Handbolti 16.1.2013 13:12 Wilbek: Frábært sóknarlið mætir frábæru varnarliði Danir eru taldir á meðal sigurstranglegustu liða á HM í handbolta en liðið tapaði gegn Frökkum í framlengdum úrslitaleik fyrir tveimur árum í Svíþjóð. Þjálfari Dana, Ulrik Wilbek, býst við hörkuleik gegn Íslendingum í kvöld á HM á Spáni – þar sem frábært sóknarlið mætir frábæru varnarliði. Handbolti 16.1.2013 12:45 Guðjón Valur: Grjóthöldum kjafti | þetta eru bara Danir Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, er sannfærður um að liðið geti lagt Dani að velli þegar liðin mætast í B-riðli heimsmeistaramótsins í Sevilla í kvöld. Danir hafa unnið alla þrjá leiki sína á mótinu og eru af mörgum taldir líklegir til þess að standa uppi sem heimsmeistarar. Handbolti 16.1.2013 11:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Danmörk 28-36 Danir tóku íslenska landsliðið í handbolta í kennslustund í kvöld á heimsmeistaramótinu á Spáni. Danir léku varnarmenn Íslands upp úr skónum og 36-28 sigur þeirra var öruggur. Með sigrinum tryggðu Danir sér efsta sætið í riðlinum – en Íslendingar þurfa á sigri að halda gegn Katar á föstudaginn í lokaumferðinni, og stóla á að Danir vinni Makedóníu, til þess að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Handbolti 16.1.2013 10:44 Boldsen reiknar með dönskum sigri Arnar Björnsson hitti Joachim Boldsen, fyrrum landsliðsmann Danmerkur, og ræddi við hann um leikinn mikilvæga gegn Íslandi í dag. Handbolti 16.1.2013 10:15 Mikkel Hansen reiknar með jöfnum leik Mikkel Hansen, lykilmaður í Evrópumeistaraliði Dana, þekkir vel til íslenska liðsins og reiknar með erfiðum leik í kvöld. Handbolti 16.1.2013 08:00 Barátta litla og stóra bróður Leikja- og markahæsti leikmaður Dana frá upphafi telur að Íslendingar eigi erfitt verkefni fyrir höndum gegn Dönum í kvöld. Lars Christiansen spáir Dönum heimsmeistaratitlinum. Handbolti 16.1.2013 07:00 Aron Kristjánsson: Við getum unnið Danina "Við þurfum að safna kröftum fyrir leikinn gegn Dönum. Það er mikið álag á lykilmönnum á meðan Danir hafa nánast farið létt í gegnum þetta mót hingað til. Þeir eru gríðarlega öflugir í hraðaupphlaupunum og seinni bylgjunni. Það þarf að stoppa Mikkel Hansen, hann er frábær skotmaður og finnur aðra leikmenn í kringum sig. Nikolaj Markussen hefur einnig leikið vel á þessu móti og hann er öflugur þegar öll áhersla er lögð á að stöðva Hansen,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, eftir 23-19 sigur liðsins gegn Makedóníu á HM í gær. Handbolti 16.1.2013 06:30 Stríðin gegn Dönunum Ísland hefur spilað þrettán leiki við Dani á stórmótum og aðeins náð að vinna þrjá þeirra. Allir sigrarnir hafa hins vegar verið stórglæsilegir, allt frá því að íslenska liðið vann níu marka sigur á Dönum í Luzern á HM í Sviss 1986 þar til það vann fimm marka sigur á EM í Austurríki 2010. Handbolti 16.1.2013 06:00 Þorsteinn J og gestir: Vörnin var stórkostleg Þorsteinn J og sérfræðingar hans fóru yfir frábæran sigur Íslands og Makedóníu á HM í handbolta í kvöld. Handbolti 15.1.2013 22:45 HM 2013 | Ungverjar lítil fyrirstaða fyrir Króata Króatía fylgir Spánverjum eins og skugginn í D-riðli. Króatar unnu þægilegan sigur á Ungverjum í lokaleik dagsins á HM í handbolta, 30-21. Handbolti 15.1.2013 21:53 Vignir: Bara heppni að ég skoraði þrjú mörk "Það er bara heppni að ég skoraði þrjú mörk – ég er ekki sterkasta sóknarvopn íslenska landsliðsins," sagði Vignir Svavarsson og glotti eftir 23-19 sigur Íslands gegn Makedóníu. Handbolti 15.1.2013 21:32 Þórir: Ætluðum að berja á þeim "Við ætluðum að berja á þeim og þeir eiga lof skilið Sverre (Jakobsson) og Vignir (Svavarsson) hvernig þeir stóðu vörnina í miðjunni. Björgvin (Gústavsson) fékk þar af leiðandi auðveldari skot á sig. Í sókninni fannst mér þetta allt í lagi – við erum að klikka á skotum og færum sem áttum að nýta,“ sagði Þórir Ólafsson leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik eftir 23-19 sigur liðsins gegn Makedóníu í kvöld. Handbolti 15.1.2013 21:24 Valur og Fram unnu bæði Tveir leikir fóru fram í N1-deild kvenna í kvöld. Topplið Vals og Fram unnu þá bæði sigra í deildinni. Handbolti 15.1.2013 21:19 HM 2013 | Slóvenar sáu við Pólverjum Slóvenía vann mikilvægan sigur á Póllandi í C-riðli HM í handbolta í Spáni í kvöld, 25-23. Handbolti 15.1.2013 20:53 Danir unnu Síle með 19 marka mun Danir áttu ekki í miklum vandræðum með Síle í lokaleik okkar riðils á HM í handbolta í kvöld en danska liðið vann leikinn að lokum með 19 marka mun, 43-24, þrátt fyrir að hvíla lykilmenn eins og Mikkel Hansen og Niklas Landin. Handbolti 15.1.2013 20:50 Spánverjar jöfnuðu met Íslendinga Spánverjar fóru illa með Ástrala í dag þegar þjóðirnar mættust í þriðju umferð D-riðilsins á HM í handbolta á Spáni. Spánverjar unnu leikinn með 40 marka mun, 51-11, og er það stærsti sigurinn til þessa á heimsmeistaramótinu á Spáni til þessa. Handbolti 15.1.2013 19:47 Björgvin Páll: Afar mikilvægur sigur Björgvin Páll Gústavsson var í stuði í íslenska markinu gegn Makedóníu í dag en hann varði alls átján skot í sigri íslenska liðsins. Handbolti 15.1.2013 19:45 Aron: Vörnin var í heimsklassa Aron Pálmarsson segir að varnarleikur íslenska liðsins hafi lagt grunninn að sigri þess gegn Makedóníu í dag. Handbolti 15.1.2013 19:40 Sverre: Þetta var mikið stríð Sverre Jakobsson átti stórbrotinn leik í íslensku vörninni gegn Makedóníu í dag. Handbolti 15.1.2013 19:20 Guðjón Valur: Þreyta engin afsökun Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, segir að það sé gott að geta treyst á góða vörn í íslenska liðinu. Handbolti 15.1.2013 19:11 Ísland þarf helst sjö marka sigur gegn Dönum Eftir sigur Íslands á Makedóníu í kvöld er ljóst að strákarnir okkar eru enn með í baráttunni um toppsæti B-riðils. Handbolti 15.1.2013 19:06 Aron: Sterkur karakter og mikill sigurvilji Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, hrósaði sínum mönnum eftir sigurinn á Makedóníu í dag. Handbolti 15.1.2013 19:04 Þjóðverjar stóðust pressuna og unnu Þýska landsliðið reif sig upp í dag eftir tapið á móti Túnis á sunnudaginn og vann fjögurra marka sigur á Argentínu, 31-27, í þriðja leik sínum í A-riðli á HM í handbolta á Spáni. Pressan var mikil á Þjóðverjum í þessum leik enda liðið komið í slæma stöðu með tapi. Handbolti 15.1.2013 18:53 Fyrsta jafnteflið á HM á Spáni Afríkuþjóðirnar Alsír og Egyptaland gerðu 24-24 jafntefli í fyrsta leik dagsins í D-riðli á HM í handbolta á Spáni en þetta er fyrsta jafnteflið á mótinu og það kemur ekki fyrr en í 34. leiknum. Handbolti 15.1.2013 17:29 Túnisbúar áfram á sigurbraut á HM á Spáni Túnisbúar fengu tvo slæma skelli á móti Íslandi í Laugardalshöllinni milli jóla og nýárs en þeir eru aftur á móti spútnikliðið á HM í handbolta á Spáni. Túnisliðið fylgdi eftir sigri á Þjóðverjum með því að vinna Svartfellinga í dag. Handbolti 15.1.2013 16:54 HM 2013 | Rússar áttu ekki í vandræðum með Katar Rússar áttu ekki í teljandi vandræðum með að lands sigri gegn Katar í fyrsta leik dagsins í B-riðli heimsmeistaramótsins í Sevilla. Mikil harka einkenndi leikinn samt sem áður og leikmaður Rússa fékk rautt spjald snemma í fyrri hálfleik. Staðan var 16-13 fyrir Rússa í hálfleik en leikurinn endaði með sjö marka sigri Rússa, 29-22. Handbolti 15.1.2013 16:04 « ‹ ›
Meiri spenna í A-riðlinn - Brasilía vann Túnis Brasilíumenn settu meiri spennu í A-riðil á HM í handbolta á Spáni eftir fimm marka sigur á Túnis, 27-22, í dag. Túnis var búið að vinna tvo leiki í röð þar á meðal óvæntan sigur á Þjóðverjum en bæði Túnis og Brasilíu eru nú með fjögur stig eftir fjóra leiki. Handbolti 16.1.2013 16:41
Gríðarmikilvægur Danaleikur | Ísland getur unnið riðilinn Jafntefli Rússa og Makedóna í dag gerir það að verkum að Ísland getur unnið B-riðil heimsmeistaramótsins. Þá verður Ísland líka að vinna Danmörk á eftir. Handbolti 16.1.2013 16:35
Rússland og Makedónía gerðu jafntefli Makedóníumenn náðu 29-29 jafntefli á móti Rússum í fyrsta leiknum í okkar riðli í dag á HM í handbolta á Spáni en Goce Georgievski tryggði Makedóníu stig þegar hann jafnaði leikinn 20 sekúndum fyirr leikslok. Handbolti 16.1.2013 16:33
Þreyta er engin afsökun | myndband Það er sannkallaður stórleikur á HM í kvöld er Ísland og Danmörk mætast á heimsmeistaramótinu á Spáni. Það er mikið undir í þessum leik gegn frændum okkar. Það er landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson sem gefur tóninn en Of Monsters and Men leika fyrir dansi í myndbandinu hér að ofan. Handbolti 16.1.2013 13:12
Wilbek: Frábært sóknarlið mætir frábæru varnarliði Danir eru taldir á meðal sigurstranglegustu liða á HM í handbolta en liðið tapaði gegn Frökkum í framlengdum úrslitaleik fyrir tveimur árum í Svíþjóð. Þjálfari Dana, Ulrik Wilbek, býst við hörkuleik gegn Íslendingum í kvöld á HM á Spáni – þar sem frábært sóknarlið mætir frábæru varnarliði. Handbolti 16.1.2013 12:45
Guðjón Valur: Grjóthöldum kjafti | þetta eru bara Danir Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, er sannfærður um að liðið geti lagt Dani að velli þegar liðin mætast í B-riðli heimsmeistaramótsins í Sevilla í kvöld. Danir hafa unnið alla þrjá leiki sína á mótinu og eru af mörgum taldir líklegir til þess að standa uppi sem heimsmeistarar. Handbolti 16.1.2013 11:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Danmörk 28-36 Danir tóku íslenska landsliðið í handbolta í kennslustund í kvöld á heimsmeistaramótinu á Spáni. Danir léku varnarmenn Íslands upp úr skónum og 36-28 sigur þeirra var öruggur. Með sigrinum tryggðu Danir sér efsta sætið í riðlinum – en Íslendingar þurfa á sigri að halda gegn Katar á föstudaginn í lokaumferðinni, og stóla á að Danir vinni Makedóníu, til þess að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Handbolti 16.1.2013 10:44
Boldsen reiknar með dönskum sigri Arnar Björnsson hitti Joachim Boldsen, fyrrum landsliðsmann Danmerkur, og ræddi við hann um leikinn mikilvæga gegn Íslandi í dag. Handbolti 16.1.2013 10:15
Mikkel Hansen reiknar með jöfnum leik Mikkel Hansen, lykilmaður í Evrópumeistaraliði Dana, þekkir vel til íslenska liðsins og reiknar með erfiðum leik í kvöld. Handbolti 16.1.2013 08:00
Barátta litla og stóra bróður Leikja- og markahæsti leikmaður Dana frá upphafi telur að Íslendingar eigi erfitt verkefni fyrir höndum gegn Dönum í kvöld. Lars Christiansen spáir Dönum heimsmeistaratitlinum. Handbolti 16.1.2013 07:00
Aron Kristjánsson: Við getum unnið Danina "Við þurfum að safna kröftum fyrir leikinn gegn Dönum. Það er mikið álag á lykilmönnum á meðan Danir hafa nánast farið létt í gegnum þetta mót hingað til. Þeir eru gríðarlega öflugir í hraðaupphlaupunum og seinni bylgjunni. Það þarf að stoppa Mikkel Hansen, hann er frábær skotmaður og finnur aðra leikmenn í kringum sig. Nikolaj Markussen hefur einnig leikið vel á þessu móti og hann er öflugur þegar öll áhersla er lögð á að stöðva Hansen,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, eftir 23-19 sigur liðsins gegn Makedóníu á HM í gær. Handbolti 16.1.2013 06:30
Stríðin gegn Dönunum Ísland hefur spilað þrettán leiki við Dani á stórmótum og aðeins náð að vinna þrjá þeirra. Allir sigrarnir hafa hins vegar verið stórglæsilegir, allt frá því að íslenska liðið vann níu marka sigur á Dönum í Luzern á HM í Sviss 1986 þar til það vann fimm marka sigur á EM í Austurríki 2010. Handbolti 16.1.2013 06:00
Þorsteinn J og gestir: Vörnin var stórkostleg Þorsteinn J og sérfræðingar hans fóru yfir frábæran sigur Íslands og Makedóníu á HM í handbolta í kvöld. Handbolti 15.1.2013 22:45
HM 2013 | Ungverjar lítil fyrirstaða fyrir Króata Króatía fylgir Spánverjum eins og skugginn í D-riðli. Króatar unnu þægilegan sigur á Ungverjum í lokaleik dagsins á HM í handbolta, 30-21. Handbolti 15.1.2013 21:53
Vignir: Bara heppni að ég skoraði þrjú mörk "Það er bara heppni að ég skoraði þrjú mörk – ég er ekki sterkasta sóknarvopn íslenska landsliðsins," sagði Vignir Svavarsson og glotti eftir 23-19 sigur Íslands gegn Makedóníu. Handbolti 15.1.2013 21:32
Þórir: Ætluðum að berja á þeim "Við ætluðum að berja á þeim og þeir eiga lof skilið Sverre (Jakobsson) og Vignir (Svavarsson) hvernig þeir stóðu vörnina í miðjunni. Björgvin (Gústavsson) fékk þar af leiðandi auðveldari skot á sig. Í sókninni fannst mér þetta allt í lagi – við erum að klikka á skotum og færum sem áttum að nýta,“ sagði Þórir Ólafsson leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik eftir 23-19 sigur liðsins gegn Makedóníu í kvöld. Handbolti 15.1.2013 21:24
Valur og Fram unnu bæði Tveir leikir fóru fram í N1-deild kvenna í kvöld. Topplið Vals og Fram unnu þá bæði sigra í deildinni. Handbolti 15.1.2013 21:19
HM 2013 | Slóvenar sáu við Pólverjum Slóvenía vann mikilvægan sigur á Póllandi í C-riðli HM í handbolta í Spáni í kvöld, 25-23. Handbolti 15.1.2013 20:53
Danir unnu Síle með 19 marka mun Danir áttu ekki í miklum vandræðum með Síle í lokaleik okkar riðils á HM í handbolta í kvöld en danska liðið vann leikinn að lokum með 19 marka mun, 43-24, þrátt fyrir að hvíla lykilmenn eins og Mikkel Hansen og Niklas Landin. Handbolti 15.1.2013 20:50
Spánverjar jöfnuðu met Íslendinga Spánverjar fóru illa með Ástrala í dag þegar þjóðirnar mættust í þriðju umferð D-riðilsins á HM í handbolta á Spáni. Spánverjar unnu leikinn með 40 marka mun, 51-11, og er það stærsti sigurinn til þessa á heimsmeistaramótinu á Spáni til þessa. Handbolti 15.1.2013 19:47
Björgvin Páll: Afar mikilvægur sigur Björgvin Páll Gústavsson var í stuði í íslenska markinu gegn Makedóníu í dag en hann varði alls átján skot í sigri íslenska liðsins. Handbolti 15.1.2013 19:45
Aron: Vörnin var í heimsklassa Aron Pálmarsson segir að varnarleikur íslenska liðsins hafi lagt grunninn að sigri þess gegn Makedóníu í dag. Handbolti 15.1.2013 19:40
Sverre: Þetta var mikið stríð Sverre Jakobsson átti stórbrotinn leik í íslensku vörninni gegn Makedóníu í dag. Handbolti 15.1.2013 19:20
Guðjón Valur: Þreyta engin afsökun Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, segir að það sé gott að geta treyst á góða vörn í íslenska liðinu. Handbolti 15.1.2013 19:11
Ísland þarf helst sjö marka sigur gegn Dönum Eftir sigur Íslands á Makedóníu í kvöld er ljóst að strákarnir okkar eru enn með í baráttunni um toppsæti B-riðils. Handbolti 15.1.2013 19:06
Aron: Sterkur karakter og mikill sigurvilji Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, hrósaði sínum mönnum eftir sigurinn á Makedóníu í dag. Handbolti 15.1.2013 19:04
Þjóðverjar stóðust pressuna og unnu Þýska landsliðið reif sig upp í dag eftir tapið á móti Túnis á sunnudaginn og vann fjögurra marka sigur á Argentínu, 31-27, í þriðja leik sínum í A-riðli á HM í handbolta á Spáni. Pressan var mikil á Þjóðverjum í þessum leik enda liðið komið í slæma stöðu með tapi. Handbolti 15.1.2013 18:53
Fyrsta jafnteflið á HM á Spáni Afríkuþjóðirnar Alsír og Egyptaland gerðu 24-24 jafntefli í fyrsta leik dagsins í D-riðli á HM í handbolta á Spáni en þetta er fyrsta jafnteflið á mótinu og það kemur ekki fyrr en í 34. leiknum. Handbolti 15.1.2013 17:29
Túnisbúar áfram á sigurbraut á HM á Spáni Túnisbúar fengu tvo slæma skelli á móti Íslandi í Laugardalshöllinni milli jóla og nýárs en þeir eru aftur á móti spútnikliðið á HM í handbolta á Spáni. Túnisliðið fylgdi eftir sigri á Þjóðverjum með því að vinna Svartfellinga í dag. Handbolti 15.1.2013 16:54
HM 2013 | Rússar áttu ekki í vandræðum með Katar Rússar áttu ekki í teljandi vandræðum með að lands sigri gegn Katar í fyrsta leik dagsins í B-riðli heimsmeistaramótsins í Sevilla. Mikil harka einkenndi leikinn samt sem áður og leikmaður Rússa fékk rautt spjald snemma í fyrri hálfleik. Staðan var 16-13 fyrir Rússa í hálfleik en leikurinn endaði með sjö marka sigri Rússa, 29-22. Handbolti 15.1.2013 16:04