Handbolti

Þetta var ekki heppni

Einar Rafn Eiðsson tryggði FH sigur í deildarbikarnum í Strandgötu í gær þegar hann skoraði sigurmarkið í framlengingu á móti sínum gömlu félögum í Fram.

Handbolti

Söguleg rasskelling hjá Spánverjum

Spánverjar eru heimsmeistarar í handbolta 2013 eftir sextán marka sigur á Dönum, 35-19, í úrslitaleik í Barcelona í dag. Þetta er í annað skiptið sem Spánn verður heimsmeistari en liðið vann einnig titilinn á HM í Túnis 2005.

Handbolti

Aron gaf átta fleiri stoðsendingar en næsti maður

Íslenski landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson var sá leikmaður sem gaf flestar stoðsendingar á HM í handbolta á Spáni og það þrátt fyrir að spila aðeins sex leiki og detta úr leik með íslenska landsliðinu í átta liða úrslitum keppninnar.

Handbolti

Wilbek skrópaði á blaðamannafundinn eftir leik

Ulrik Wilbek, þjálfari danska landsliðsins, var ekki tilbúinn í það að svara spurningum blaðamanna eftir neyðarlegt tap Dana á móti Spánverjum í úrslitaleik HM í handbolta í kvöld. Danir töpuðu leiknum með sextán marka mun, 19-35.

Handbolti

Mikkel Hansen valinn bestur á HM

Mikkel Hansen var valinn besti leikmaður HM í handbolta en valið var tilkynnt í hálfleik á úrslitaleik Spánverja og Dana þar sem Hansen og félagar í danska landsliðinu voru hreinlega niðurlægðir.

Handbolti

Síðasta tækifærið hjá Wilbek

Ulrik Wilbek, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, er búinn að gera frábæra hluti með liðið undanfarin sjö ár og hefur gert Dani meðal annars tvisvar sinnum að Evrópumeisturum. Hann á hinsvegar enn eftir að vinna HM með liðinu og í kvöld er síðasta tækifæri hans til þess þegar Danir mæta Spánverjum í úrslitaleiknum í Barcelona.

Handbolti

Karen og Hildur úr leik í þýska bikarnum

Karen Knútsdóttir, Hildur Þorgeirsdóttir og félagar þeirra í HSG Blomberg-Lippe eru úr leik í þýska bikarkeppninni eftir sjö marka tap á heimavelli á móti Buxtehuder SV í kvöld, 25-32, í átta liða úrslitum keppninnar.

Handbolti

Króatar náðu bronsþrennunni - unnu Slóvena 31-26

Króatar tryggðu sér þriðja sæti á HM í handbolta á Spáni með því að vinna öruggan fimm marka sigur á nágrönnum sínum í Slóveníu, 31-26, í leiknum um 3. sætið í Barcelona í kvöld. Króatar hafa þar með unnið bronsverðlaun á þremur síðustu stórmótum því þeir voru einnig í 3. sæti á Ólympíuleikunum í London 2012 og á EM í Serbíu 2012.

Handbolti

Óskar Bjarni og Viborg-stelpurnar aftur á sigurbraut

Kvennalið Viborg átti ekki í miklum vandræðum með KIF Vejen í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag en stelpurnar hans Óskar Bjarna Óskarssonar unnu níu marka sigur í leiknum, 31-22. Arna Sif Pálsdóttir og félagar í Aalborg DH þurftu að sætta sig við naumt tap.

Handbolti

Heimir Örn: Dómarar verða að fatta mannleg samskipti

"Það var haustbragur á þessu þó það eigi ekki að vera í lok janúar. Við vorum lengi í gang og þungir og við þurfum að drífa okkur að létta á okkur. Það er vika í alvöru leik heima," sagði Heimir Örn Árnason annar þjálfara Akureyrar eftir 24-28 tap á móti FH í undanúrslitaleik Flugfélags Íslands deildarbikarsins í Strandgötu í dag.

Handbolti