Handbolti

Haukarnir steinlágu í Portúgal

Haukar töpuðu með fimmtán marka mun í kvöld á móti portúgalska liðinu S.L. Benfica í fyrri leik liðanna í 2. umferð EHF-bikar karla í handbolta. Benfica var 19-11 yfir í hálfleik og vann leikinn 34-19.

Handbolti

Jafntefli í slag Kára og Snorra Steins

Landsliðsmennirnir Kári Kristjánsson og Snorri Steinn Guðjónsson mættust í dag með liðum sínum í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta en Bjerringbro-Silkeborg og GOG Håndbold gerðu þá 30-30 jafntefli.

Handbolti

Alexander ekki með Ljónunum í sigri í Celje

Rhein-Neckar Löwen vann sinn fyrsta leik í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta í dag þegar liðið sótti tvö stig til Celje í Slóveníu. Rhein-Neckar Löwen vann leikinn með þriggja marka mun, 28-25.

Handbolti

Leik ÍBV og FH frestað til morguns

Mótanefnd Handknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að fresta leik ÍBV og FH í Olís deild karla vegna ófærðar frá Vestmannaeyjum en leikurinn átti að fara fram klukkan 15.00 í dag.

Handbolti

Búið að fresta kvennaleik Aftureldingar og ÍBV

Mótanefnd Handknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að fresta leik Aftureldingar og ÍBV í Olís deild kvenna í handbolta vegna ófærðar frá Vestmannaeyjum. Það er enn óvissa um hvort að leikur ÍBV og FH í Olís deild karla fari fram í dag.

Handbolti

Kom lítið á óvart að fáir hefðu trú á okkur

Framarar hafa farið virkilega vel af stað í Olís-deild karla í handknattleik en liðið hefur unnið þrjá leiki í röð. Liðið er skipað ungum og efnilegum heimamönnum og fékk góðan liðsstyrk frá Danmörku en markvörður liðsins hefur slegið í gegn.

Handbolti

Ásta Birna sá um að afgreiða HK

Einn leikur fór fram í Olís-deild kvenna í kvöld. Þá tók HK á móti Fram í Digranesi. Heimastúlkur í HK höfðu lítið í Fram að gera í kvöld. Munurinn sjö mörk í hálfleik og Fram gaf það forskot aldrei eftir.

Handbolti

Enn eitt tapið hjá Ágústi og hans liði

Það gengur hvorki né rekur hjá Ágústi Þór Jóhannssyni og stelpunum hans í SönderjyskE. Liðið tapaði í kvöld sínum sjötta leik í röð. Að þessu sinni á heimavelli gegn HC Odense, 24-26.

Handbolti

Stórleikur Odds dugði ekki til

Ólafur Gústafsson og félagar í þýska liðinu Flensburg smelltu sér í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Liðið vann þá nokkuð þægilegan sigur, 33-26, á botnliði Emsdetten.

Handbolti

Þórir heitur í toppslag

Þórir Ólafsson átti fínan leik fyrir lið sitt, Kielce, er það vann enn einn sigurinn í pólsku úrvalsdeildinni í handknattleik.

Handbolti

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Haukar 18-17 | Stefán Darri hetjan

Stefán Darri Þórsson skoraði sigurmark Framara á síðustu sekúndu leiksins á móti Haukum í Safamýri í 4. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld. Fram sigraði, 18-17, og er komið á topp deildarinnar með sex stig eftir sigurinn. Leikurinn var spennandi frá fyrstu mínútu og góð skemmtun þó svo að fá mörk litu dagsins ljós.

Handbolti