Handbolti

Stelpurnar hans Þóris fögnuðu sigri í Rúmeníu

Norska kvennalandsliðið byrjaði undankeppni EM á því að vinna tveggja marka útisigur á Rúmeníu í dag, 25-23. Þórir Hergeirsson, íslenski þjálfari norska liðsins, var ánægður eftir leikinn og þá sérstaklega með varnarleikinn.

Handbolti

Aron valdi 18 manna æfingahóp landsliðsins - fimm forfallaðir

Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið 18 manna hóp fyrir æfingaviku og leiki í Austurríki dagana 28 til 3. nóvember næstkomandi en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá HSÍ. Fimm leikmenn urðu að segja sig út úr verkefninu vegna meiðsla eða persónulegra ástæðna.

Handbolti

Hanna Guðrún inn fyrir Ástu Birnu

Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í handbolta, hefur þurft að gera breytingu á landsliðshópi sínum fyrir leikina gegn Finnlandi og Slóvakíu.

Handbolti

Haukar úr leik í EHF-bikarnum

Haukar mættu Benfica í 2. umferð EHF-bikarsins á Ásvöllum í dag. Haukar töpuðu leiknum 22-34 og eru dottnir út úr Evrópukeppni þetta árið. Ljóst var að róðurinn yrði þungur fyrir leikinn í dag en Haukar töpuðu illa í fyrri leik liðanna út í Portúgal.

Handbolti

Gunnar Steinn áfram í EHF-bikarnum

Gunnar Steinn Jónsson skoraði þrjú mörk fyrir Nantes er þeir unnu þægilegan fjögurra marka sigur 28-24 gegn serbneska liðinu Parizan í EHF- bikarnum í handknattleik.

Handbolti

Samúel: Stóðum ekki undir nafni í fyrri hálfleik

"Fyrri hálfleikur var ömurlegur hjá okkur en þetta hefði getað farið enn verr,“ sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, eftir skelfilegt tap gegn ÍBV, 28-37, í Olís-deild karla í dag. HK-ingar töpuðu leiknum í fyrri hálfleik þar sem liðið fékk 24 mörk á sig en skoruðu aðeins 12.

Handbolti

Gunnar: Hugafarið hjá leikmönnum var til fyrimyndar

Eyjamenn fóru illa með HK í Digranesinu, 28-37, í 5. umferð Olís-deildar karla í dag. ÍBV kláraði leikinn í fyrri hálfleik og voru með tólf marka forystu í hálfleik. Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, var að vonum sáttur í viðtali við Vísi eftir leikinn.

Handbolti

Ætlaði fyrst að hætta í handbolta

Daníel Berg Grétarsson mun ekki leika meira með HK í Olís-deild karla í handknattleik á tímabilinu. Leikmaðurinn sleit krossbönd í annað sinn á ferlinum í leik á dögunum gegn sínum gömlu liðsfélögum í Fram.

Handbolti