Handbolti

Björgvin Páll lokaði á félaga sína

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Leikmenn Magdeburgar áttu engin svör við stórleik Björgvins Páls Gústavssonar í marki Bergischer um helgina.

Björgvin Páll, sem gekk í raðir Bergischer frá Magdeburg í sumar, varði hvert skotið á fætur öðru í spennuþrungnum leik. Magdeburg hafði eins marks forskot í hálfleik en nýliðarnir unnu að lokum 31-27 sigur.

Robert Weber fékk sérstaklega að kenna á Björgvin sem skellti í lás í hraðaupphlaupum þess fyrrnefnda. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá glæsilegar vörslur Björgvins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×