Handbolti

Bjarki Már með 11 mörk

Bjarki Már Elísson fór á kostum þegar Eisenach lagði Bad Schwartau 30-26 í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld á heimavelli sínum.

Handbolti

Öruggur sigur í Makedóníu

Ísland lagi Makedóníu 28-22 í síðasta leik sínum í forkeppni heimsmeistaramótsins í handbolta kvenna sem fram fer í Danmörku að ári liðnu. Ísland vann alla fjóra leiki sína í forkeppninni.

Handbolti

Karen Knútsdóttir meidd

Karen Knútsdóttir sem farið hefur á kostum með íslenska kvenna landsliðinu í handbolta er tæp fyrir landsleik Íslands og Makedóníu í dag í forkeppni heimsmeistaramótsins. Þetta kemur fram á vef mbl.is.

Handbolti

Hverjir verða strákarnir okkar í Katar?

Fréttablaðið fór yfir það í helgarblaði sínu hvaða leikmenn eigi að skipa sextán manna landsliðshóp Íslands á heimsmeistaramótinu í handbolta sem hefst í Katar 15. janúar næstkomandi.

Handbolti

Ekki orðinn betri en pabbi

Stjörnumaðurinn Egill Magnússon fór hamförum í tapleik liðsins gegn Val í Olís-deild karla í handbolta á fimmtudaginn þegar hann skoraði 17 mörk. Hann setur stefnuna á atvinnumennsku erlendis.

Handbolti

Fékk gæsahúð þegar fyrsta markið kom

Hin sautján ára Þórey Anna Ásgeirsdóttir er rísandi stjarna í íslenska landsliðinu. Hún var ekki orðin sextán ára þegar hún hélt út til Noregs ein síns liðs þar sem hún nemur við íþróttaframhaldsskóla og spilar með liði í B-deildinni.

Handbolti

Ágúst: Stórkostleg frammistaða hjá Karen

Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var að vonum sáttur með tíu marka sigur á Makedóníu í Laugardalshöll í kvöld, en með sigrinum gulltryggði Ísland sér sæti í umspili um sæti á HM 2015 í Danmörku.

Handbolti

Þórey: Ég bjóst við þeim betri

"Ég er mjög sátt. Við spiluðum mikið betri leik en gegn Ítalíu hérna heima. Það var mikið betri stemning og mikið betra flot á sóknarleiknum og mikið betri hraðaupphlaup,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir hægri hornmaður Íslands eftir sigurinn á Makedóníu í kvöld.

Handbolti

Karen: Við erum mikið betri en þetta lið

"Mér fannst þetta mjög skemmtilegur leikur. Í síðasta leik náðum við ekki að nýta vörnina með hraðaupphlaupum en við náðum því í dag og allir skiluðu sínu,“ sagði Karen Knútsdóttir leikstjórnandi Íslands sem fór mikinn þegar Ísland lagði Makedóníu í kvöld.

Handbolti

Arna Sif: Spiluðum miklu betur saman

Arna Sif Pálsdóttir var í stóru hlutverki þegar Ísland vann tíu marka sigur, 33-23, á Makedóníu í undankeppni HM 2015, en með sigrinum gulltryggði Ísland sér sæti í umspili um sæti á HM.

Handbolti