Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 26-23 | 17 mörk Egils dugðu skammt Guðmundur Marinó Ingvarsson í Vodafone-höllinni skrifar 4. desember 2014 14:19 Kári var sterkur í kvöld. vísir/ernir Valur lagði Stjörnuna 26-23 í Olís deild karla í handbolta í kvöld þrátt fyrir að 17 mörk Egils Magnússonar fyrir Stjörnuna. Valur var 13-12 yfir í hálfleik. Fyrri hálfleikur var í járnum í Vodafone höllinni í kvöld og geta Valsmenn þakkað markverði sínum Stephen Nielsen fyrir að hafa verið yfir í hálfleik því hann varði fjölda dauðafæra. Stjarnan lék betur í fyrri hálfleik en sóknarleikur Vals gegn uppstilltri vörn á teig var ekki til útflutnings. Stjarnan lék góða vörn en Egill Magnússon hélt sóknarleik liðsins á floti. Valur réð ekkert við skyttuna ungu sem gat nánast skorað að vild þrátt fyrir að liðið skorti áþreifanlega leikstjórnanda. Valur býr yfir miklum styrk í Kára Kristjáni Kristjánssyni á línunni því ef hann fékk boltann í hendurnar þá skoraði hann undantekninga lítið eða fiskaði vítakast. Breiddin er mun meiri hjá Val en markverðir beggja liða vörðu vel í leiknum en sá megin munur á markvörslunni var að Valur náði boltanum jafna aftur þegar að Sigurður Ingiberg Ólafsson varði frá sínum gömlu félögum. Segja má að markvarsla Nielsen í dauðafærum, ekki síst í fyrri hálfleik og fráköstin hafi komið í veg fyrir að Egill Magnússon hefði lagt Val nánast einn síns liðs. Enginn annar leikmaður Stjörnunnar skoraði meira en eitt mark en Þórir Ólafsson lék ekki með liðinu vegna meiðsla. Stephen Nielsen: Fannst ég hundlélegur„Stjarnan er með gott lið og við vissum að þetta yrði erfiður leikur,“ sagði Stephen Nielsen markvörður Vals sem var ekki sammála blaðamanni með að hann hafi átt góðan leik í kvöld. „Mér fannst ég hundlélegur. Það voru mörg skot sem ég á að verja sem fóru inn. Skot sem ég ver venjulega. En það er gott að vinna þegar manni finnst maður ekki leika vel. „Liðið komst ekki í efsta gír í leiknum vegna þess að Stjarnan lék vel. „Egill lék frábærlega í kvöld. Skoraði 17 mörk. Ég þarf að vinna betur fyrir næstu leiki og standa mig betur. Liðið var að gera ágætlega á erfiðum degi en tvö stig eru tvö stig,“ sagði Nielsen en Valur er sem fyrr á toppi deildarinnar með 22 stig í 14 leikjum. „Stjarnan er með góða vörn og lék sinn leik í kvöld. Þeir náðu að brjóta mikið og gera okkur erfitt fyrir í sókninni.“ Egill: Fann ég var heiturvísir/ernir„Við klúðruðum dauðafærum, það er það sem fór með leikinn. Hann lokaði vel í dauðafærum,“ sagði Egill Magnússon, stórskyttan unga. „Ég fann að ég var heitur í byrjun og hélt áfram að skjóta og hélt áfram að hitta. Allt sem ég gerði virtist vera að virka þannig að ég hélt bara áfram. „Við erum búnir að sýna að við getum staðið í öllum liðum deildinni og spilað vel. Við getum gert öllum erfitt fyrir og tekið stig gegn sterkum liðum. Við getum unnið Val og hefðum átt að klára þetta. Við klúðrum allt of mörgum dauðafærum. „Vörnin er að verða betri og betri með hverjum leiknum. Markvarslan er líka betri í síðustu leikjum en hún var í byrjun,“ sagði Egill en Stjarnan náði ekki að nýta góða markvörslu sína í leiknum. „Það virtist allt falla með þeim í seinni hálfleik. Þeir fengu öll fráköst og þar vantaði herslumuninn. Eigum við ekki að kalla þetta meistara heppni hjá Val.“ Olís-deild karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Valur lagði Stjörnuna 26-23 í Olís deild karla í handbolta í kvöld þrátt fyrir að 17 mörk Egils Magnússonar fyrir Stjörnuna. Valur var 13-12 yfir í hálfleik. Fyrri hálfleikur var í járnum í Vodafone höllinni í kvöld og geta Valsmenn þakkað markverði sínum Stephen Nielsen fyrir að hafa verið yfir í hálfleik því hann varði fjölda dauðafæra. Stjarnan lék betur í fyrri hálfleik en sóknarleikur Vals gegn uppstilltri vörn á teig var ekki til útflutnings. Stjarnan lék góða vörn en Egill Magnússon hélt sóknarleik liðsins á floti. Valur réð ekkert við skyttuna ungu sem gat nánast skorað að vild þrátt fyrir að liðið skorti áþreifanlega leikstjórnanda. Valur býr yfir miklum styrk í Kára Kristjáni Kristjánssyni á línunni því ef hann fékk boltann í hendurnar þá skoraði hann undantekninga lítið eða fiskaði vítakast. Breiddin er mun meiri hjá Val en markverðir beggja liða vörðu vel í leiknum en sá megin munur á markvörslunni var að Valur náði boltanum jafna aftur þegar að Sigurður Ingiberg Ólafsson varði frá sínum gömlu félögum. Segja má að markvarsla Nielsen í dauðafærum, ekki síst í fyrri hálfleik og fráköstin hafi komið í veg fyrir að Egill Magnússon hefði lagt Val nánast einn síns liðs. Enginn annar leikmaður Stjörnunnar skoraði meira en eitt mark en Þórir Ólafsson lék ekki með liðinu vegna meiðsla. Stephen Nielsen: Fannst ég hundlélegur„Stjarnan er með gott lið og við vissum að þetta yrði erfiður leikur,“ sagði Stephen Nielsen markvörður Vals sem var ekki sammála blaðamanni með að hann hafi átt góðan leik í kvöld. „Mér fannst ég hundlélegur. Það voru mörg skot sem ég á að verja sem fóru inn. Skot sem ég ver venjulega. En það er gott að vinna þegar manni finnst maður ekki leika vel. „Liðið komst ekki í efsta gír í leiknum vegna þess að Stjarnan lék vel. „Egill lék frábærlega í kvöld. Skoraði 17 mörk. Ég þarf að vinna betur fyrir næstu leiki og standa mig betur. Liðið var að gera ágætlega á erfiðum degi en tvö stig eru tvö stig,“ sagði Nielsen en Valur er sem fyrr á toppi deildarinnar með 22 stig í 14 leikjum. „Stjarnan er með góða vörn og lék sinn leik í kvöld. Þeir náðu að brjóta mikið og gera okkur erfitt fyrir í sókninni.“ Egill: Fann ég var heiturvísir/ernir„Við klúðruðum dauðafærum, það er það sem fór með leikinn. Hann lokaði vel í dauðafærum,“ sagði Egill Magnússon, stórskyttan unga. „Ég fann að ég var heitur í byrjun og hélt áfram að skjóta og hélt áfram að hitta. Allt sem ég gerði virtist vera að virka þannig að ég hélt bara áfram. „Við erum búnir að sýna að við getum staðið í öllum liðum deildinni og spilað vel. Við getum gert öllum erfitt fyrir og tekið stig gegn sterkum liðum. Við getum unnið Val og hefðum átt að klára þetta. Við klúðrum allt of mörgum dauðafærum. „Vörnin er að verða betri og betri með hverjum leiknum. Markvarslan er líka betri í síðustu leikjum en hún var í byrjun,“ sagði Egill en Stjarnan náði ekki að nýta góða markvörslu sína í leiknum. „Það virtist allt falla með þeim í seinni hálfleik. Þeir fengu öll fráköst og þar vantaði herslumuninn. Eigum við ekki að kalla þetta meistara heppni hjá Val.“
Olís-deild karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira