Handbolti

Guðjón Valur í liði ársins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Valur í leik með íslenska landsliðinu.
Guðjón Valur í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty
Vefsíðann handball-planet.com stóð fyrir kosningu á liði ársins í handboltanum og fékk Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður Íslands og Barcelona, flest atkvæði í stöðu vinstri hornamanns.

Guðjón Valur fékk alls 46 atkvæði í kjörinu en næstur kom Anders Eggert með 40. Uwe Gensheimer kom þar á eftir með 34 stig.

Guðjón Valur er einn þriggja leikmanna Barcelona í liði ársins en hinn er hægri skyttan Kiril Lazarov og leikstjórnandinn Nikola Karabatic. Mikkel Hansen, PSG, er vinstri skytta í liði ársins, Julen Aguinagalde á línunni og Luc Abalo í hægra horninu. Þá er Niklas Landin besti markvörðurinn og Tobias Karlsson besti varnarmaðurinn.

Karabatic var valinn leikmaður ársins en hann fór fyrir liði Frakka sem varð Evrópumeistari í Danmörku í upphafi ársins.

Kosning á þjálfara ársins stendur enn yfir en Íslendingar hafa einokað þau verðlaun síðustu þrjú árin. Dagur Sigurðsson var valinn árið 2011 og Alfreð Gíslason síðustu tvö árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×