Handbolti

Sautján marka maðurinn: Allt sem ég gerði virtist virka

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Egill skorar eitt af 17 mörkum sínum í kvöld.
Egill skorar eitt af 17 mörkum sínum í kvöld. vísir/ernir
„Við klúðruðum dauðafærum, það er það sem fór með leikinn. Hann lokaði vel í dauðafærum,“ sagði Egill Magnússon stórskyttan unga í liði Stjörnunnar en hann skoraði 17 mörk í leiknum gegn Val. Það dugði ekki til fyrir Garðbæinga.

„Ég fann að ég var heitur í byrjun og hélt áfram að skjóta og hélt áfram að hitta.  Allt sem ég gerði virtist vera að virka þannig að ég hélt bara áfram.

„Við erum búnir að sýna að við getum staðið í öllum liðum deildinni og spilað vel. Við getum gert öllum erfitt fyrir og tekið stig gegn sterkum liðum. Við getum unnið Val og hefðum átt að klára þetta. Við klúðrum allt of mörgum dauðafærum.

„Vörnin er að verða betri og betri með hverjum leiknum. Markvarslan er líka betri í síðustu leikjum en hún var í byrjun,“ sagði Egill en Stjarnan náði ekki að nýta góða markvörslu sína í leiknum.

„Það virtist allt falla með þeim í seinni hálfleik. Þeir fengu öll fráköst og þar vantaði herslumuninn. Eigum við ekki að kalla þetta meistara heppni hjá Val.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×