Vildi semja við félag sem hugsaði eins og Kiel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. desember 2014 08:15 Öflugur. Aron Pálmarsson er á meðal bestu leikstjórnenda heims þegar hann er heill heilsu. Það hefur hann margsýnt. fréttablaðið/getty Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson var í ítarlegu viðtali við þýska blaðið Kieler Nachrichten þar sem hann fór yfir árin sín hjá Kiel. Hann yfirgefur félagið þegar samningur hans rennur út í sumar og gengur í raðir ungverska stórliðsins Veszprem. Aron er á sínu sjötta tímabili hjá Kiel en hann kom til félagsins nítján ára gamall. Hann flutti utan beint frá heimili foreldranna í Hafnarfirði og fyrstu árin voru því lærdómsrík. „Hér þurfti ég að læra að standa á eigin fótum og sjá um allt sjálfur. Þess vegna var þetta rétt skref fyrir mig því hér lærði ég að verða sjálfstæður,“ sagði Aron og bætti við að árin hjá Kiel hafi einnig breytt honum sem leikmanni. „Hér lærði ég hugarfar sigurvegarans,“ segir Aron og rifjar upp samtal sitt við Guðjón Val Sigurðsson, þáverandi liðsfélaga sinn, eftir 29-26 tap gegn Rhein-Neckar Löwen. Liðin voru jöfn að stigum fyrir lokasprettinn í deildinni en Löwen með mun betri markatölu og auðveldari leikjadagskrá. Kiel stóð uppi sem Þýskalandsmeistari eftir ótrúlegar lokaumferðir. „Hann sagði að við yrðum einfaldlega að vinna hvern einasta leik með fimmtán marka mun,“ sagði Aron sem svaraði honum um hæl: „OK. Þá gerum við það.“ Aron segir að sér þyki afar vænt um félagið en segir að það mikla álag sem fylgi því að spila með einu besta liði Þýskalands sé gríðarlega mikið. „Stundum er ég einfaldlega of þreyttur til að fara í bæjarferð til Hamborgar,“ sagði hann en leikmenn liðsins fá fáa frídaga meðan á tímabilinu stendur. Aron hefur þar að auki verið að glíma við meiðsli og því henti honum vel að halda til Ungverjalands, þar sem álagið er minna. „En ég vildi semja við félag sem hugsaði á svipuðum nótum og Kiel,“ sagði Aron sem vildi ekki semja við annað lið í Þýskalandi. PSG og Veszprem hafi komið til greina en hann valdi síðari kostinn. Aron segir að launamál hafi átt þátt í ákvörðun hans en hann vildi þó ekki fara nánar út í þá sálma í viðtalinu. Fram kemur þó í greininni að samkvæmt heimildum blaðsins fái Aron 25 þúsund evrur (3,8 milljónir) í mánaðarlaun en að Kiel hafi boðið honum 20 þúsund. Þar að auki mun félagið sjá um að útvega honum húsnæði og bíl en Kiel lætur leikmenn sína um að sjá um slíka hluti sjálfa. „Ég var spurður hvernig bíl ég vildi fá,“ sagði Aron og bætti við að honum væru tryggð laun út samningstímann þótt hann myndi meiðast. Í Þýskalandi taka tryggingabætur við þegar leikmenn verða fyrir alvarlegum meiðslum. „Það tekur mikið á taugarnar að vera sífellt að glíma við meiðsli,“ sagði Aron sem er að komast aftur af stað eftir fjarveru vegna meiðsla. Handbolti Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson var í ítarlegu viðtali við þýska blaðið Kieler Nachrichten þar sem hann fór yfir árin sín hjá Kiel. Hann yfirgefur félagið þegar samningur hans rennur út í sumar og gengur í raðir ungverska stórliðsins Veszprem. Aron er á sínu sjötta tímabili hjá Kiel en hann kom til félagsins nítján ára gamall. Hann flutti utan beint frá heimili foreldranna í Hafnarfirði og fyrstu árin voru því lærdómsrík. „Hér þurfti ég að læra að standa á eigin fótum og sjá um allt sjálfur. Þess vegna var þetta rétt skref fyrir mig því hér lærði ég að verða sjálfstæður,“ sagði Aron og bætti við að árin hjá Kiel hafi einnig breytt honum sem leikmanni. „Hér lærði ég hugarfar sigurvegarans,“ segir Aron og rifjar upp samtal sitt við Guðjón Val Sigurðsson, þáverandi liðsfélaga sinn, eftir 29-26 tap gegn Rhein-Neckar Löwen. Liðin voru jöfn að stigum fyrir lokasprettinn í deildinni en Löwen með mun betri markatölu og auðveldari leikjadagskrá. Kiel stóð uppi sem Þýskalandsmeistari eftir ótrúlegar lokaumferðir. „Hann sagði að við yrðum einfaldlega að vinna hvern einasta leik með fimmtán marka mun,“ sagði Aron sem svaraði honum um hæl: „OK. Þá gerum við það.“ Aron segir að sér þyki afar vænt um félagið en segir að það mikla álag sem fylgi því að spila með einu besta liði Þýskalands sé gríðarlega mikið. „Stundum er ég einfaldlega of þreyttur til að fara í bæjarferð til Hamborgar,“ sagði hann en leikmenn liðsins fá fáa frídaga meðan á tímabilinu stendur. Aron hefur þar að auki verið að glíma við meiðsli og því henti honum vel að halda til Ungverjalands, þar sem álagið er minna. „En ég vildi semja við félag sem hugsaði á svipuðum nótum og Kiel,“ sagði Aron sem vildi ekki semja við annað lið í Þýskalandi. PSG og Veszprem hafi komið til greina en hann valdi síðari kostinn. Aron segir að launamál hafi átt þátt í ákvörðun hans en hann vildi þó ekki fara nánar út í þá sálma í viðtalinu. Fram kemur þó í greininni að samkvæmt heimildum blaðsins fái Aron 25 þúsund evrur (3,8 milljónir) í mánaðarlaun en að Kiel hafi boðið honum 20 þúsund. Þar að auki mun félagið sjá um að útvega honum húsnæði og bíl en Kiel lætur leikmenn sína um að sjá um slíka hluti sjálfa. „Ég var spurður hvernig bíl ég vildi fá,“ sagði Aron og bætti við að honum væru tryggð laun út samningstímann þótt hann myndi meiðast. Í Þýskalandi taka tryggingabætur við þegar leikmenn verða fyrir alvarlegum meiðslum. „Það tekur mikið á taugarnar að vera sífellt að glíma við meiðsli,“ sagði Aron sem er að komast aftur af stað eftir fjarveru vegna meiðsla.
Handbolti Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira