Kynningar

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Áratugur aðgerða í þágu heimsmarkmiðanna

Sameinuðu þjóðirnar hleyptu af stokkunum stórátaki á dögunum sem hefur þann tilgang að herða baráttuna um heimsmarkmiðin, nú þegar áratugur er til stefnu þar til þau eiga að vera komin í höfn.

Kynningar
Fréttamynd

Alþjóða krabbameinsdagurinn: 70% dauðsfalla í þróunarríkjum

Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn – World Cancer Day – er í dag, 4. febrúar, og hefur tvíþættan tilgang, annars vegar að vekja almenning til vitundar um krabbamein og veita fræðslu og hins vegar felur hann í sér hvatningu til stjórnvalda og einstaklinga um heim allan að grípa til aðgerða gegn sjúkdómnum.

Kynningar
Fréttamynd

Mikilvægt að efla viðbragðsgetu samfélagsins

Undir lok síðasta árs sendi Hjálparstarf kirkjunnar með fjárstuðningi frá utanríkisráðuneytinu 7,4 milljónir króna til Malaví þar sem evangelíska-lútherska kirkjan (ELDS) hefur veitt aðstoð þúsundum sem hafa átt um sárt að binda eftir fellibylinn Idai.

Kynningar
Fréttamynd

Óttast faraldur beinbrunasóttar í Jemen

Fulltrúar Barnaheilla – Save the Children óttast að beinbrunasótt í Jemen geti verið upphaf faraldurs en rúmlega 52 þúsund tilfelli hafa verið skráð í landinu og staðfest eru 192 dauðsföll af völdum sóttarinnar. Af þeim sem hafa látist eru 78 börn.

Kynningar
Fréttamynd

Menntun óþrjótandi auðlind og grundvallarréttur

Sameinuðu þjóðirnar segja í dag, á alþjóðlegum degi menntunar, að réttur barna og ungmenna til menntunar sé víða þverbrotinn. Það sjáist á því að 265 milljónir barna gangi ekki í skóla og að 617 milljónir barna kunni hvorki að lesa né reikna.

Kynningar
Fréttamynd

Aukinn ójöfnuður víðast hvar í heiminum

Ójöfnuður fer vaxandi í samfélögum rúmlega 70% jarðarbúa. Sameinuðu þjóðirnar segja í nýrri skýrslu að ójöfnuður geti kynt undir ósætti og hann hamli efnahagslegri og félagslegri þróun.

Kynningar
Fréttamynd

Hvetur Ísland til að leiða áfram jafnréttisbaráttuna

Ísland hefur sannarlega verið í forystuhlutverki á sviði jafnréttisbaráttu og ég hvet ykkur til að halda áfram að vera leiðandi á því sviði, öðrum framlagsríkjum til eftirbreytni, sagði Susanna Moorehead formaður Þróunarsamvinnunefndar OECD, DAC. Hún er stödd hér á landi og flutti erindi á málþingi í Reykjavík í gærkvöldi um framtíð þróunarsamvinnu.

Kynningar
Fréttamynd

Fátækustu stúlkurnar í heiminum fá ekki formlega menntun

Þriðjungur stúlkna á unglingsaldri frá fátækustu heimilunum hefur aldrei setið á skólabekk. Skólaganga tengist með mjög ójöfnum hætti efnameiri heimilum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sem gefin er út fyrir fund Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss.

Kynningar
Fréttamynd

Mikil söluaukning í "Sönnum gjöfum“ UNICEF

Vatnshreinsitöflur voru vinsæl gjöf á síðasta ári en ein slík tafla getur breytt fimm lítrum af óhreinu og sýktu vatni í hreint og drykkjarhæft vatn á aðeins nokkrum mínútum. Með kaupum á Sönnum gjöfum sendu Íslendingar rúmlega 6 milljónir slíkar töflur út þangað sem þörfin og neyðin er mest.

Kynningar
Fréttamynd

Matarskortur aldrei meiri en nú í sunnanverðri Afríku

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hvetur þjóðir heims til þess að bregðast við útbreiddum matvælaskorti í sunnanverðri Afríku. Í sextán þjóðríkjum í þessum heimshluta búa 45 milljónir manna, einkum konur og börn, við alvarlegan matvælaskort, ýmist vegna þurrka, flóða eða annarra ytri aðstæðna.

Kynningar
Fréttamynd

Lína langsokkur fyrirmynd stúlkna á flótta

Alþjóðlegt átak til stuðnings stúlkum á flótta er nýhafið af hálfu samtakanna Save the Children – Barnaheill með tilvísun í Línu langsokk og ber yfirskriftina „Pippi of Today.“ Á þessu ári eru 75 ár liðin frá því fyrsta bókin um Línu langsokk kom út og af því tilefni taka fjölmörg fyrirtæki hvarvetna í heiminum þátt í átakinu, í samstarfi við Astrid Lindgren Company, og safna fyrir verkefnum Barnaheilla – Save the Children í þágu stúlkna á flótta.

Kynningar
Fréttamynd

Konur og atvinnulíf: Ísland með fullt hús stiga

Ísland er í hópi átta ríkja sem fá hæstu einkunn, 100 stig, í nýrri skýrslu Alþjóðabankans um konur og atvinnulíf. Skýrslan sýnir að þrátt fyrir umbætur á síðustu árum hafa konur enn að jafnaði aðeins þrjá fjórðu hluta lagalegrar stöðu á við karla í heiminum þegar kemur að vinnumarkaði og viðskiptum.

Kynningar
Sjá næstu 25 fréttir
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.