Kynningar

Fréttamynd

Mikil söluaukning í "Sönnum gjöfum“ UNICEF

Vatnshreinsitöflur voru vinsæl gjöf á síðasta ári en ein slík tafla getur breytt fimm lítrum af óhreinu og sýktu vatni í hreint og drykkjarhæft vatn á aðeins nokkrum mínútum. Með kaupum á Sönnum gjöfum sendu Íslendingar rúmlega 6 milljónir slíkar töflur út þangað sem þörfin og neyðin er mest.

Kynningar

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Matarskortur aldrei meiri en nú í sunnanverðri Afríku

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hvetur þjóðir heims til þess að bregðast við útbreiddum matvælaskorti í sunnanverðri Afríku. Í sextán þjóðríkjum í þessum heimshluta búa 45 milljónir manna, einkum konur og börn, við alvarlegan matvælaskort, ýmist vegna þurrka, flóða eða annarra ytri aðstæðna.

Kynningar
Fréttamynd

Lína langsokkur fyrirmynd stúlkna á flótta

Alþjóðlegt átak til stuðnings stúlkum á flótta er nýhafið af hálfu samtakanna Save the Children – Barnaheill með tilvísun í Línu langsokk og ber yfirskriftina „Pippi of Today.“ Á þessu ári eru 75 ár liðin frá því fyrsta bókin um Línu langsokk kom út og af því tilefni taka fjölmörg fyrirtæki hvarvetna í heiminum þátt í átakinu, í samstarfi við Astrid Lindgren Company, og safna fyrir verkefnum Barnaheilla – Save the Children í þágu stúlkna á flótta.

Kynningar
Fréttamynd

Haítí: Áratugur í skugga skjálftans

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur sett sér það markmið að safna tæplega 19 milljónum bandarískra dala, tæplega 2,4 milljörðum íslenskra króna, fyrir starfsemi sína á Haítí í þágu barna og fjölskyldna á árinu 2020.

Kynningar
Fréttamynd

Valdefling kvenna – frasi eða framfarir?

Hjálparstarf kirkjunnar fagnar fimmtíu ára starfsafmæli á þessu ári en formleg ákvörðun um hjálparstofnun á vegum íslensku þjóðkirkjunnar var tekin á fundi kirkjuráðs 9. janúar 1970. Málþing um hjálparstarf í tilefni afmælisins verður haldið á morgun.

Kynningar
Fréttamynd

82 milljarðar dala í baráttuna gegn sárafátækt

Ríki heims hafa heitið Alþjóðaframfarastofnuninni jafnvirði tíu þúsund milljarða króna til að berjast gegn sárafátækt í heiminum. Framlaginu er ætlað til að styrkja grunnviði, auka hagvöxt og efla getuna til að bregðast við áföllum vegna náttúruhamfara og loftslagsbreytinga. Ísland leggur sitt af mörkum.

Kynningar
Fréttamynd

Ísland styður við kyn- og frjósemisheilbrigði stúlkna og kvenna í Malaví

Þann 18. desember var undirritaður samstarfssamningur milli Sendiráðs Íslands í Lilongwe fyrir hönd íslenskra stjórnvalda og Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) í Malaví. Samningurinn snýr að þriggja ára verkefni um að efla kyn- og frjósemisheilbrigði og réttindi unglingsstúlkna og kvenna í Mangochi héraði.

Kynningar
Fréttamynd

Neyðarsöfnun vegna þurrka í Namibíu

Talið er að tæplega 290 þúsund íbúar Namibíu þurfi á mataraðstoð að halda vegna gífurlegra þurrka. Söfnun er hafin á vegum Rauða krossins á Íslandi til að bregðast við neyðinni.

Kynningar
Fréttamynd

Ungt fólk í brenndepli á degi mannréttinda

Í dag, á alþjóðlegum degi mannréttinda, heiðra Sameinuðu þjóðirnar ungt fólk með átaki sem hefur yfirskriftina „Ungt fólk rís upp í þágu mannréttinda.“ António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir í yfirlýsingu að samtökin fagni mikilvægu hlutverki ungs fólks við að gæða mannréttindi nýju lífi.

Kynningar
Fréttamynd

Íslendingar í sjötta sæti á nýjum lífskjaralista SÞ

Þrátt fyrir framfarir á heimsvísu í baráttunni gegn fátækt, hungri og sjúkdómum er ójöfnuður víða í heiminum sem setur til dæmis mark sitt á aðstæður ungu kynslóðarinnar, segir í nýrri skýrslu um lífskjaravísitölu Sameinuðu þjóðanna.

Kynningar
Fréttamynd

Loftslagsvandinn: 20 milljónir hrekjast burt af heimilum sínum árlega

Ofsaveður og skógareldar hröktu að jafnaði rúmlega tuttugu milljónir manna burt af heimilum sínum ár hvert síðastliðinn áratug. Þessi vandi á aðeins eftir að aukast nema því aðeins að þjóðarleiðtogar bregðist skjótt við ógninni sem felst í loftslagsbreytingum, að mati góðgerðarsamtakanna Oxfam.

Kynningar
Fréttamynd

Stuðningur við sameiningu fjölskyldna í Gíneu

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa sent styrk til ungmennaheimilis samtakanna í Kankan, stærstu borgar Vestur-Afríkuríkisins Gíneu. Styrknum er ætlað að sameina fjölskyldur á nýjan leik en mörg börn í fátækum ríkjum eins og Gíneu alast upp utan fjölskyldunnar vegna örbirgðar.

Kynningar
Fréttamynd

Mislingar í Kongó: 5 þúsund látin þar af 4.500 börn

Það sem af er ári hafa rúmlega fimm þúsund manns, þar af 4.500 börn yngri en fimm ára, látið lífið af völdum mislinga í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Í austurhluta landsins hefur á árinu geisað ebólufaraldur sem hefur leitt til rúmlega tvö þúsund dauðsfalla og fengið mikla alþjóðlega athygli.

Kynningar
Sjá næstu 25 fréttir
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.