Innlent

Kennarinn í MS: „Afi minn var for­ystu­­maður Sjálf­­stæðis­­flokksins“

Kennari í Menntaskólanum við Sund segir af og frá að glæra sem fór í dreifingu í vikunni sé merki um pólitíska innrætingu í framhaldsskólum. Glæran hafi verið til að sýna öfgar í stjórnmálastefnum, til dæmis þegar farið er úr sterkum foringjum yfir í einræði. Nákvæmlega eins glæra hafi verið til að sýna hættulega þróun á vinstrivæng stjórnmála.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Formaður Eflingar vísar því á bug að fólk sé að reyna að yfirgefa félagið og hefur litla trú á lýðræðisást formanns samtaka atvinnulífsins. Forsætisráðherra segist ekki vera vongóð um að samningar náist á næstunni.

Innlent

Skáli byggður yfir nýja tvöfalda brú yfir Stóru Laxá

Ökumenn, sem aka yfir brúna yfir Stóru Laxá í Hrunamannahreppi skammt frá Flúðum verða margir undrandi þessa dagana því við hlið brúarinnar er búið að reisa stærðar skála með plasti yfir, sem nær yfir nýja tvíbreiða brú, sem er verið að byggja á staðnum.

Innlent

Graskögglaverksmiðja reist við Húsavík?

Nú er unnið að því að koma upp Graskögglaverksmiðju við Húsavík með nýtingu jarðhita við Hveravelli í Reykjahverfi. Kostnaður við byggingu verksmiðjunnar er um tveir milljarðar króna en hún mun taka til starfa 2025 ef allt gengur upp.

Innlent

„Þú ert að sturta þessum prófessorstitli þínum í ruslflokk“

Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segist ekki hrifinn af hugmyndum innan stéttarfélagsins Eflingar að draga eigi launafólk í dilka eftir búsetu. Stefán Ólafsson, sérfræðingur innan Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins hafi haldið sýndarfundi við Eflingu sem þau hafi viljað semja síðast við. Hann segir Vilhjálm einnig „hóta“ Eflingarfólki því að það muni tapa þremur milljörðum á því að berjast fyrir sínum kjörum.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Að minnsta kosti 60 eru látnir eftir að flugvél brotlenti skammt frá flugvelli í Nepal. Flugélin sem var með 72 innanborðs brotlenti við lendingu og kviknaði samstundis í henni.

Innlent

Aragrúi af fordæmum séu fyrir kröfum Eflingar

Eflingarfólk á heimtingu á meiri hækkunum þar sem húsnæðiskostnaður er mun hærri á höfuðborgarsvæðinu heldur en á landsbyggðinni. Þetta segir sérfræðingur Eflingar sem telur framfærsluuppbót nauðsynlega og þoli enga bið. Ástandið á höfuðborgarsvæðinu sé fordæmalaust en framfærsluuppbót sé það ekki.

Innlent

Fjar­skipta­læknir gæti hafið störf innan nokkurra mánaða

Með tilkomu fjarskiptalæknis verður hægt að leysa mörg vandamál í bráðaþjónustu á landsvísu en bráðasérfræðingur sem leiddi vinnu viðbragðsteymis heilbrigðisráðherra segir að hægt væri að koma þjónustunni á fót á nokkrum mánuðum. Teymið lagði ýmsar tillögur að umbótum en þær leysa ekki vanda bráðamóttöku Landspítalans.

Innlent

„Þetta slær mig náttúru­lega ekki vel“

Heilbrigðisráðherra segist fylgja þeirri reglu að auglýsa í opinber störf en að í tilviki Sigurðar Helga Helgasonar, nýskipaðs forstjóra Sjúkratrygginga, sé hann svo öflugur stjórnandi að ekki hafi verið talin ástæða til að auglýsa stöðuna. Þingmaður segir útskýringarnar hálf kjánalegar.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Eflingarfólk á heimtingu á meiri hækkunum en meðlimir Starfsgreinasambandsins þar sem húsnæðiskostnaður er mun meiri á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir sérfræðingur Eflingar sem telur framfærsluuppbót nauðsynlega og þoli enga bið. Við ræðum við hann í fréttatímanum.

Innlent

Hætta leit í dag

Leit að Modestas Antanavicius hefur að mestu verið hætt í dag án árangurs. Hátt í 150 björgunarsveitarmenn ásamt lögreglu og landhelgisgæslu tóku þátt í umfangsmikilli leit að manninum í Borgarfirði í dag.

Innlent

„Sáum okkur leik á borði“

Þeir fjölmörgu Íslendingar sem lagt hafa leið sína til Tenerife undanfarnar vikur hafa eflaust tekið eftir flennistóru auglýsingaskilti Elko við innritunarborðið í TFS flugstöðinni. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að auglýsingin er á íslensku.

Innlent

Kippir sér frekar upp við rafmagnsleysið en sprengingarnar

Loftárásir voru gerðar á mikilvæga innviði Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu í morgun. Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari sem er búsettur í borginni, segir nýjustu loftárásir Rússa sýna fram á veikleika í loftvarnarkerfi Úkraínumanna. Hann segist fremur kippa sér upp við rafmagnsleysi en sprengingar.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Þrír voru handteknir á hóteli í miðborginni í gærkvöldi en þeir voru með skotvopn, skotfæri og fíkniefni í fórum sínum. Lögregla naut aðstoðar sérsveitar við aðgerðirnar og fara skýrslutökur fram í dag. Við ræðum við lögreglufulltrúa.

Innlent