Innlent

Til­gangur kennarans ekki að lesa rit­gerðir eftir gervi­greind

Hlutverk kennara er ekki að lesa ritgerðir sem gervigreind hefur skrifað. Þetta segir formaður Félags framhaldsskólakennara en nokkur slík tilfelli hafa komið upp og þeim fer fjölgandi. Líta verði á gervigreindarbyltinguna sem tækifæri til að færa áherslur í kennslu meira í átt að hinu félagslega og nær kjarnahlutverki framhaldsskólans.

Innlent

Ný bók um Sam­herja­málið

Á miðvikudag kom út bók í Namibíu um Samherjamálið. Bókin er gefin út af ritstjóra dagblaðsins The Namibian, sem hefur fjallað ítarlega um málið á undanförnum árum.

Innlent

Ráku konu í fæðingar­or­lofi og réðu aðra yngri

Pólsk kona kærði í mars síðasta árs ákvörðun verslunarkeðjunnar Mini Market ehf. um að segja henni upp störfum í fæðingarorlofi og í kjölfarið rifta ráðningarsamningi á uppsagnarfresti. Verslunin bar fyrir sig samdrátt í rekstri en konan benti á að engum öðrum starfsmanni hefði verið sagt upp og að yngri kona hefði verið ráðin í hennar stað. Kærunefnd jafnréttismála telur verslunina hafa brotið gegn lögum um jafna stöðu kynjanna með uppsögninni.

Innlent

Sjald­gæft sjónar­spil á himni

Fyrr í kvöld mátti sjá sjaldgæft sjónarspil á himni yfir höfuðborgarsvæðinu þegar sást til rosabaugs með hjásólunum Úlfi og Gíl ásamt regnbogalituðum snertilsboga.

Innlent

Gefa hvorugt eftir í deilunni og verkföll yfirvofandi

Hátt í þúsund félagsmenn BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu munu að óbreyttu leggja niður störf í næsta mánuði, í kjölfar deilna stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Lögmaður hjá sambandinu segir stéttarfélagið þurfa að bera ábyrgð á því að hafa hafnað samningi sem bauðst á sínum tíma en formaður BSRB segir að leiðrétta þurfi misréttið. 

Innlent

Fjögurra ára skammtur stera gæti hafa stöðvað höfnunina

Guðmundur Felix Grétarsson hefur legið á spítala undanfarið þar sem hann hefur fengið gríðarlega sterka sterameðferð vegna höfnunar líkama hans á handleggjunum, sem græddir voru á hann fyrir tveimur árum. Hann segist hafa fengið fjögurra ára skammt af sterum á síðustu þremur dögum og að hann gæti hafa stöðvað höfnunina.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hátt í þúsund félagsmenn BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu munu að óbreyttu leggja niður störf í næsta mánuði, eftir að viðræður stéttarfélagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga sigldu í strand. Lögmaður hjá sambandinu segir stéttarfélagið þurfa að bera ábyrgð á því að hafa hafnað samningi sem bauðst á sínum tíma.

Innlent

Hug­mynd um flýti­með­ferð ekki unnin í sam­ráði við SÁÁ

Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær hugmynd um að veita 170 milljónir króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Meðal boðaðra aðgerða var stofnun flýtimóttöku þar sem einstaklingum í bráðum vanda er tryggt aðgengi að gagnreyndri heilbrigðisþjónustu á borð við fráhvarfsmeðferð, vímuefnameðferð eða viðhaldsmeðferð sem mætir þeirra þörfum. Forstjóri Vogs fagnar áformunum en segist ekki hafa heyrt af þeim fyrr en hún las um þau í fjölmiðlum í gær.

Innlent

„Sárin eru mjög djúp og þau gróa mjög hægt“

Forsætisráðherra mun funda með lögmanni aðstandenda fórnarlamba snjóflóðanna á Súðavík í næstu viku. Lögmaður segir sárin mjög djúp og þau grói hægt vegna þess að málið fékk ekki viðeigandi skoðun á sínum tíma.

Innlent

Börn með markað í Skrúfunni á Eyrarbakka

Það verður mikið um að vera á Eyrarbakka á morgun, sunnudag því þá munu börn standa fyrir markaði þar sem þau fá tækifæri til að selja handverk, listaverk og gamla dótið sem þau eru hætt að leika sér með. Forseti Íslands hefur boðað komu sína á Eyrarbakka af þessu tilefni.

Innlent

„Stefán var mikill öðlingur og mikill meistari“

Stefán Grímsson, tónlistarmaður og skáld, er látinn 73 ára að aldri. Hann lést miðvikudaginn 26. apríl eftir tveggja vikna legu á spítala. Stefán var einna best þekktur sem andlit plötunnar Goð með hljómsveitinni Svarthvítum Draumi.

Innlent

Fé­lags­menn sam­þykktu verk­fall

Félagsmenn BSRB í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum í Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi samþykktu í dag að leggja niður störf í maí. 

Innlent

Slá ekki af kröfum sínum þegar þeim er mætt af ó­bil­girni

Félagar BSRB sem starfa í leikskólum, grunnskólum og frístundarheimilum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eru á leið í verkfall en félagsmenn samþykktu það í dag. Formaður félagsins segir ljóst að verkföll myndu hafa talsverð áhrif en deilan við Samband íslenskra sveitarfélaga sé í hnút. Sambandið komist ekki fram hjá lagalegri skyldu sinni.

Innlent

Fallist á gæslu­varð­hald yfir mönnunum

Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist á kröfur Lögreglustjórans á Suðurlandi um gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem voru handteknir í tengslum við rannsókn á andláti konu í heimahúsi á Selfossi. Verða mennirnir í gæsluvarðhaldi til 5. maí næstkomandi. 

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Dómari hefur fallist á kröfu Lögreglustjórans á Suðurlandi um gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem handteknir voru í tengslum við rannsókn lögreglu á andláti á Selfossi í fyrradag. Mennirnir verða í gæsluvarðhaldi til 5. maí á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Innlent

Leigjandinn breytti íbúðinni í dópgreni

Jóhannes Kristinn Hafsteinsson situr uppi með gífurlegt, og hugsanlega óbætanlegt, tjón vegna leigjanda sem bjó í íbúð hans í rúmlega hálft ár. Að sögn Jóhannesar tókst leigjandanum, og sambýlismanni hennar að rústa íbúðinni auk þess sem þar var stunduð fíkniefnasala.

Innlent

Brennandi lampa­skermur féll á rúmið

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í 105 útköll með sjúkrabíla sína síðastliðinn sólarhring, þar af 23 í forgangi. Dælubílar fóru í sex útköll, þar á meðal vegna elds í mannlausu herbergi.

Innlent

Dyra­vörður réðst á gest á skemmti­stað

Klukkan tuttugu mínútur yfir eitt í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um líkamsárás á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Dyravörður staðarins er grunaður um að hafa beitt gest ofbeldi. Ekki kemur fram hverjar aðgerðir lögreglu voru eða hvort slys voru á fólki.

Innlent

Fyrst ríkið passi ekki upp á eftirlit verði notendur að geta gert það sjálfir

Fyrirtækið Varlega selur vímuefnapróf sem gerir notendum kleift að athuga hvort vímuefni eru hrein eða menguð með öðrum efnum. Annar stofnanda segir að fyrst löggjafinn passi ekki upp á gæðaeftirlit verði notendur að geta gert það sjálfir. Hann sér fram á að slík próf verði í framtíðinni staðalbúnaður í skaðaminnkandi úrræðum.

Innlent