Innlent

„Al­mennt er mjög mikil á­nægja með þetta“

Veggspjöld um kynheilbrigði voru fjarlægð af veggjum grunnskóla í Kópavogi að beiðni foreldra ungra nemenda. Verkefnastýra hjá Reykjavíkurborg sér ekkert slæmt við það að yngri börn geti kynnt sér efnið á spjöldunum.

Innlent

Sakar Orra um að hlaupa frá skýrslunni

Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir Orra Eiríksson, fulltrúa atvinnuflugmanna í starfshópi innviðaráðherra um Reykjavíkurflugvöll, hlaupa frá niðurstöðunni. Ekki sé sanngjarnt að gera lítið úr skýrslu starfshópsins.

Innlent

Ætla að kynna aukið framlag til Úkraínu fyrir leiðtogafundinn

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að aukning á framlagi Íslands til Úkraínu verði kynnt fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins, sem fram fer hér á landi seinna í mánuðinum. Hún segir að það framlag sem þegar hafi verið kynnt á þessu ári, sé til jafns á við allt framlag Íslands á síðasta ári en bætt verði frekar í.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Leiðtogar Norðurlandanna hétu Úkraínuforseta auknum stuðningi á sögulegum fundi þeirra í Helsinki í dag. Enn sem áður þrýsta Úkraínumenn á að fá herþotur frá Vesturlöndum. Heimir Már og Einar Árnason myndatökumaður okkar eru í Helsinki og gera upp viðburðaríkan dag í finnsku höfuðborginni.

Innlent

Búið að tala við ungmennin

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur náð tali af ungmennunum fjórum sem lýst var eftir í gær í tengslum við brunann í Drafnarslippnum. Samtalið varpaði ekki frekara ljósi á hvernig eldurinn kviknaði.

Innlent

Fleiri leita til VIRK núna

Fleiri hafa leitað til VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs það sem af er ári en venja. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafa um fimmtán prósent fleiri umsóknir borist. Framkvæmdastjórinn segir erfitt að benda á eitthvað eitt sem skýri þetta.

Innlent

Reikna með netá­rásum ógna­hópa og mót­mælenda

Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki.

Innlent

Sam­þykkja aukningu hluta­fjár Ljós­leiðarans

Þrjú sveitarfélög sem eru eigendur Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og endanlegir eigendur Ljósleiðarans ehf., hafa samþykkt að auka hlutafé félagsins. Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð bjóða því nýjum hluthöfum það til kaups. 

Innlent

Krist­rún vill að minnsta kosti Lands­bankann eftir sem áður í eigu ríkisins

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að fákeppnismarkað eins og Ísland þurfi að regluvæða: „Ástæðan fyrir því að ég og fleiri höfum talað fyrir því og fleiri að við höldum að minnsta kosti Landsbankanum í opinberri eigu er að við séum þá með einn banka sem er með opinbert viðmið um eðlilega arðsemi, eðlileg kostnaðarhlutföll.“

Innlent

Játaði að hafa tekið við illa fengnum 7.100 evrum

Albönsk kona á fimmtugsaldri hefur verið dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið við 7.100 evrum af óþekktum aðila og ætlað að ferðast með þær til Póllands. Konan var sakfelld fyrir peningaþvætti en fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að ekki hafi dulist að peningurinn hafi verið ávinningur refsiverðra brota.

Innlent

Katrín fundar með Selenskí

Volodomír Selenskí, Úkraínuforseti, verður gestur á leiðtogafundi Norðurlandanna í Helsinki í dag og mun jafnframt eiga tvíhliða fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands.

Innlent

Vilja nýjan pott og segja þann gamla vera slysa­gildru

Rúmlega sex hundruð íbúar á Kársnesi hafa skorað á bæjaryfirvöld í Kópavogi að útbúa nýjan kaldan pott og infrarauðan klefa í Kópavogslaug. Talsmaður hópsins segir núverandi pott vera slysagildru. Bæjarstjóri segir tillit verða tekið til ábendingana í vinnu næstu fjárhagsáætlunar.

Innlent

„Ég er svo hrika­lega sár yfir þessu“

Föðursystir Stefáns Arnars Gunnarssonar kallar eftir því að íslenskt samfélag læri af þeim harmleik sem fólst í andláti hans. Hún hugsar hlýlega til forseta Íslands sem huggaði aðstandendur með hjónabandssælu þegar leit stóð yfir að Stefáni.

Innlent