Innlent

Viðbúnaður vegna rannsókna á flugslysum ekki í lagi

Íslensk stjórnvöld þurfa að koma á fót formlegu fyrirkomulagi til að tryggja að gott samstarf sé á milli viðeigandi opinberra aðila áður en rannsókn á flugslysum hefst. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA).

Innlent

Færan­leg göngu- og hjólabrú hitar upp fyrir stokk í Vogabyggð

Gerð verður tímabundin göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut, sem er ætlað að bæta umferðaröryggi verulega, ekki síst fyrir skólabörn í Vogabyggð. Brúin verður yfirbyggð, með lyftu og tröppum og verður áhersla á jákvæða upplifun vegfarenda og að innra rými verði aðlaðandi. Áætlaður kostnaður er um 250 milljónir en verkinu á að ljúka í síðasta lagi sumarið 2024.

Innlent

Loka þurfi MS í þrjú ár vegna myglu

Fram kom á fundi fjárlaganefndar með mennta- og barnamálaráðherra í morgun að loka þurfi byggingum Menntaskólans við Sund í þrjú ár til að fara í framkvæmdir vegna myglu. Þingmaður Pírata sem situr í nefndinni segir áætlaðan kostnað við framkvæmdirnar nema um þremur til fimm milljörðum króna.

Innlent

Ríkið mun rukka vegna tilfærslu héraðsskjalasafna

Menningarmálaráðherra segir að ríkið muni rukka þau sveitarfélög sem í sparnaðarskyni hafa ákveðið að loka sínum héraðsskjalasöfnun og færa Þjóðskjalasafni Íslands lögbundin verkefni þeirra. Ráðherra hefur skipað starfshóp um framtíðarfyrirkomulag skjalavörslu landsins. Vanda þurfi til verka við varðveislu sögu þjóðarinnar.

Innlent

Fjármálaráðherra stefni trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu

Þingmaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra stefna trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu með áformum um setningu laga til að slíta ÍL-sjóði í andstöðu við vilja lífeyrissjóða sem eiga kröfur á sjóðinn. Fjármálaráðherra segir sjóðinn í raun gjaldþrota og nauðsynlegt að verja framtíðarhagsmuni ríkissjóðs.

Innlent

Erlendir njósnarar á Íslandi til skoðunar

Ríkislögreglustjóri er með til skoðunar nokkur mál þar sem grunur leikur á því að erlendir ríkisborgarar hafi komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að stunda njósnir. Yfirlögregluþjónn segir grun um að þær beinist að pólitískum ákvörðunum, stofnunum og rannsóknum.

Innlent

Hafa greint skæða fugla­flensu í stokk­önd

Skæð fuglaflensa H5N1 hefur greinst í stokkönd sem fannst í húsagarði í Garðabæ í lok mars. Um er að ræða fyrstu skæðu fuglaflensuna sem greinist hér á landi á þessu ári. Sömuleiðis hefur verið tilkynnt um óútskýrðan fjöldadauða í ritum á síðustu vikum.

Innlent

Dauð­þreytt á lé­legri þjónustu Póstsins og í­hugar að flytja úr landi

Íbúi á Þingeyri á Vestfjörðum er gríðarlega ósáttur við þjónustu Póstsins. Íbúinn beið í fimm daga eftir því að pakkasending kæmi til sín eftir að sendingin var komin til Ísafjarðar. Hann kveðst uppgefin á lélegri þjónustu á landsbyggðinni og segist íhuga að flytja úr landi. Pósturinn segir það fátítt að sendingar ílengist á leiðinni frá Reykjavík til hinna ýmsu bæja landsins.

Innlent

Freyja orðin fósturmamma: „Ég elska hann mjög mikið“

Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og réttindagæslumaður fatlaðs fólks, er orðin fósturforeldri eftir margra ára baráttu við kerfið. Hún segir biðina hafa verið langa og stranga en það hafi verið þess virði og það sé magnað að vera móðir unglingsins Steve.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fæðingartíðni lækkaði sögulega á milli ára og hefur aldrei verið lægri en í fyrra. Prófessor í hagfræði segir að ef fram heldur sem horfir geti efnahagslegar afleiðingar orðið talsverðar. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

Ákærður fyrir nauðgun á skemmtistað

Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir nauðgun á salerni ónefnds skemmtistaðar í Reykjavík í lok mars á síðasta ári. Maðurinn er sagður hafa stungið getnaðarlim sínum í munn konu sem gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar.

Innlent

Tómas segir nei við fíkniefnum eins og Nancy

Fjölmargir þingmenn stigu í púlt nú síðdegis til að ræða um notkun ópíóíðalyfja, þeirra á meðal Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins. Hann vill opinn tékka til SÁÁ, Hlaðgerðarkots og Krísuvíkursamtakanna.

Innlent

Einsamall maður á vélarvana smábát fékk aðstoð

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Þór í Vestmannaeyjum, kom smábát til aðstoðar um hádegi í dag. Smábáturinn hafði misst vélarafl undan Kötlutanga, í grennd við Vík í Mýrdal. Beiðni um aðstoð kom á ellefta tímanum og lagði áhöfn Þórs af stað fljótlega eftir það.

Innlent

Örfáir þjóð­ar­leið­tog­ar ekki boð­að komu sína

Leiðtogar rúmlega fjörutíu af 46 aðildarríkjum Evrópuráðsins hafa boðað komu sína hingað til lands í næstu viku. Þeirra á meðal eru Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands. Komist leiðtogar ekki á fundinn mæta í flestum tilfellum utanríkisráðherrar í þeirra stað.

Innlent

Leituðu að hring en fundu bíl

Hringur sem maður á þrítugsaldri týndi á dögunum í Reykjavíkurtjörn fannst ekki við nánari leit í dag. Hins vegar fannst fullt annað, þar á meðal annar hringur. Ákveðið hefur verið að ljúka leitinni í bili.

Innlent

Bíður eftir tillögum frá samráðshópi um sjúkraflug á Suðurlandi

Heilbrigðisráðherra segist hafa fullan skilning á áhyggjum ferðaþjónustu- og viðbragðsaðila af fjölgun ferðamanna og skorti á bráðaviðbragði á ferðamannastöðum. Hann segist nú bíða eftir niðurstöðum starfshóps um sjúkraflug. Lykilatriði sé að styrkja viðbragðsþjónustu um land allt. 

Innlent

Óverjandi að stöðva veiðarnar ekki strax

Það er bæði ósiðlegt og óverjandi að stöðva ekki hvalveiðar strax í ljósi skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar, segir formaður Viðreisnar. Hún telur augljóst að ráðherra hafi heimild til þess að afturkalla veiðileyfi á grundvelli nýrra upplýsinga.

Innlent

Auka þurfi að­hald í efna­hags­stjórninni

Að mati sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru hagvaxtarhorfur á landinu fremur jákvæðar. Þeim fylgir þó ójafnvægi og er áhætta töluverð. Auka þurfi aðhald í efnahagsstjórninni en samtímis verja stöðu þeirra sem lakast standa. Komandi kjaraviðræður séu tækifæri til að tengja betur raunlaun og framleiðnivöxt. 

Innlent