Innlent

Viður­kennir mis­tök en furðar sig á felu­leik biskups

Forseti kirkjuþings segist hafa gert mistök þegar hann gerði samkomulag við biskup um að starfstími hans yrði framlengdur um eitt ár. Biskup hefði átt að láta vita af því að á sama tíma væri verið að gera við hann ráðningarsamning til meira en tveggja ára hjá Biskupsstofu.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um málefni biskups en forseti kirkjuþings segir hafa gert mistök þegar samkomulag var gert við biskup um að framlengja skipunartímann um eitt ár. 

Innlent

Slasaðist á fæti á gönguleið að gosinu

Maður slasaðist á fæti á gönguleið að gosstöðvunum á Reykjanesskaga í gær. Þá þurfti einnig að aðstoða ferðamann sem var lúinn. Gönguleiðir inn á svæðið eru opnar í dag en þeim verður lokað klukkan 18 í gær líkt og síðustu daga.

Innlent

Skar eins og hálfs metra gat á ærsla­belg

Skemmdar­verk voru unnin á ærsla­belg í frí­stunda­garðinum við Gufu­nes­bæ fyrr í þessum mánuði. Eins og hálfs metra gat var skorið á belginn með dúka­hníf. Verk­efna­stjóri segist vonast til þess að ærsla­belgurinn fái að vera í friði í fram­tíðinni. Þetta sé ekki fyrsta til­fellið þar sem skemmdar­verk séu unnin á svæðinu. Þau séu gjarnan árs­tíða­bundin.

Innlent

„Þetta eru myrkra­verk“

Meiri­háttar magn af rusli er í­trekað skilið eftir í hafnargarðinum við Kópa­vogs­höfn. Nú í vikunni var sér­lega mikið skilið eftir og kveðst hafnar­vörður vera orðinn þreyttur á á­standinu. Dæmi eru um að klósett, vaskur og elda­vél hafi verið skilin eftir í höfninni.

Innlent

Til­kynnt um sófa á miðjum Vestur­lands­vegi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar um stolna bíla í gærkvöldi. Þá var henni tilkynnt um slagsmál í miðborginni og mann í Hlíðahverfi sem reyndi að espa aðra upp til slagsmála. Óvæntur sófi birtist á Vesturlandsvegi.

Innlent

Neitar að játa sig sigraðan gagnvart gróðureldunum

Þrjátíu slökkviliðsmenn hafa barist í dag á gosstöðvunum, með meiri tækjabúnaði en áður, við að koma í veg fyrir að gróðureldar breiðist út á Reykjanesskaga. Á sama tíma undirbúa Almannavarnir aðgerðir til bjargar innviðum. Þá hyggst lögregla vísa fólki burt af útsýnisstaðnum á Litla-Hrúti vegna þess að Veðurstofan skilgreinir hann sem hættusvæði.

Innlent

Vill að borgin sekti eða rifti samningi við Terra

Íbúi í Vesturbæ segir það hafa verið vandamál svo árum skipti að grenndargámar fyllist á augabragði og rusl safnast við þá í marga daga. Hann hvetur borgina til að segja upp samningi við Terra um tæmingu gámanna og beita dagsektum þegar sorp safnast við þá.

Innlent

Hryssa hafi verið stungin á barka og margar drepist

Í yfirlýsingu Dýraverndarsambands Íslands segir að því hafi borist áreiðanlegar upplýsingar um að mun fleiri hryssur en átta hafi drepist í tengslum við blóðtöku í fyrra. Á að minnsta kosti tíu bæjum hafi ein hryssa eða fleiri drepist í tengslum við blóðtöku og á einum af þessum bæjum fjórar hryssur.

Innlent

Eins og að kynda upp stóran hluta Ísa­fjarðar

Á næsta ári munu smærri skemmtiferðaskip að öllum líkindum geta landtengt sig á Ísafirði. Hafnarstjóri segir að sterkari flutningsgetu þurfi á höfnina fyrir stærri skip. Orkustjóri Orkubús Vestfjarða segir nauðsynlegt að virkja meira á Vestfjörðum. 

Innlent

Prjónar það sem henni er sagt að prjóna

Fullkomnasta prjónavél landsins er á Blönduósi en hún er stafræn, sem þýðir að hún prjónar það sem henni er sagt að gera þegar búið er að vinna prjónaverkefnið í gegnum tölvuforrit. “Þetta er mjög skemmtileg tækni, sem opnar marga möguleika,” segir Margrét Katrín Guttormsdóttir, umsjónarmaður vélarinnar á Blönduósi

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Slökkviliðsmenn börðust í dag með meiri tækjabúnaði en áður við að hefta útbreiðslu gróðurelda frá eldgosinu á Reykjanesi. Við sýnum frá aðgerðunum í kvöldfréttum og undirbúningi Almannavarna til að bjarga innviðum á nesinu.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum tökum við stöðuna á gosstöðvunum við Litla-Hrút en slökkviliðið ætlar að ráðast í umfangsmeiri aðgerðir til að reyna að slökkva gróðurelda á svæðinu.

Innlent

Ragn­hildur sú eina sem gat gert ráðningar­samning við Agnesi

Eins og stjórnsýslu þjóðkirkjunnar er háttað gat enginn annar en framkvæmdastjóri biskupsstofu gert ráðningarsamning við biskup Íslands. Biskup er starfsmaður þjóðkirkjunnar en heyrir hvorki undir kirkjuþing né rekstrarstofu þjóðkirkjunnar, sem heyrir undir kirkjuþing.

Innlent

„Mjög blóðugt að fara í dýrt skilnaðar­ferli“

Grímur Már Þórólfsson, lögmaður sem sérhæfir sig í hjúskaparrétti, segir það algengt að fólk geri kaupmála hér á landi áður en það gengur í hjónaband. Hann segir ýmsar ástæður vera fyrir því að fólk skoði það að gera kaupmála.

Innlent

Öku­menn beri ábyrgðina

Ökumenn fyrir aftan hjólreiðamenn á vegum úti sem geta ekki tekið fram úr með öruggum hætti verða að hægja á sér þar til aðstæður leyfa segir samskiptastjóri Samgöngustofu. Taki þeir fram úr skulu ökumenn passa að hliðarbil milli bíls og hjóls séu að lágmarki einn og hálfur metri.

Innlent

„Eitt­hvað sem við munum aldrei gleyma“

Rúður brotnuðu, bílar skemmdust og fjöldi fólks slasaðist þegar haglélsstormur dundi yfir Norður-Ítalíu í fyrradag. Íslendingur á svæðinu segist enn vera að átta sig á því sem gerðist, höglin hafi verið á stærð við golfkúlur.

Innlent