Innlent „Harðasta stjórnarandstaðan í landinu er inni í ríkisstjórninni“ Prófessor í stjórnmálafræði segir matvælaráðherra í mjög þröngri stöðu hvað varðar ákvörðun um hvalveiðar. Frestun á leyfi til hvalveiða rennur út á föstudag. Þá segir hann alvarlega bresti í ríkisstjórnarsamstarfinu komna í ljós. Innlent 28.8.2023 21:38 Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í skútumálinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast þess á morgun að þrír menn, sem grunaður eru um umfangsmikið smygl á hassi til landsins, verði úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald. Innlent 28.8.2023 20:38 Sá bíllyklana sína á Vísi og fann loksins bílinn Björn Sigurðsson, hlaðmaður hjá Icelandair, fann bílinn sinn í dag við Víðimel í vesturbæ Reykjavíkur eftir rúma fjögurra vikna leit. Honum var stolið af starfsmannaplani á Reykjavíkurflugvelli í upphafi mánaðar en innbrotsþjófurinn tjónaði bílinn með því að keyra aftan á annan á Sæbrautinni og stinga af. Innlent 28.8.2023 20:35 Sérsveit náði hníf af ungmennum í Breiðholti Sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð út upp úr klukkan 18 í kvöld vegna gruns um vopnaburð ungmenna. Innlent 28.8.2023 19:21 Ekki nóg að bæta bara strætó Framkvæmdastjóri félags sem stofnað var utan um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins segir það fullreynt að efla strætó án þess að byggja borgarlínu líkt og þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. Eðlilegt sé að uppfæra sáttmálann nú þegar fjögur ár eru síðan skrifað var undir hann. Innlent 28.8.2023 19:05 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Starfshópur matvælaráðherra telur mögulegt að bæta veiðiaðferðir við veiðar á stórhvölum en óvíst hvort þær úrbætur sem gripið hefur verið til dugi til þess. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur að matvælaráherra framlengi ekki hvalveiðibann. Fjallað verður um nýja skýrslu um hvalveiðar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við nefndarmann í fagráði dýra í beinni útsendingu. Innlent 28.8.2023 17:44 Þyrla kölluð út vegna slyss á Kistufelli Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti unglingsstrák sem slasaðist þar sem hann var á göngu með skólahópi á Kistufelli á Vestfjörðum í dag. Innlent 28.8.2023 17:31 Tillögur og úrbætur til þess fallnar að hafa áhrif á árangur hvalveiða Starfshópur, sem matvælaráðherra skipaði í júní til að meta leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum, telur mögulegt að bæta aðferðir við veiðar á stórhvölum. Hópurinn segir það þó utan verksviðs síns að meta hvort úrbætur væru til þess fallnar að færa velferð dýra við veiðar á stórhvölum í ásættanlegt horf út frá löggjöf sem um veiðarnar gilda. Innlent 28.8.2023 16:47 Léleg afkoma í landbúnaði leiði til hærra verðs í haust Búist er við að verð á landbúnaðarvörum hækki enn meira í haust. Meginástæðan er léleg afkoma í landbúnaði en stýrivaxtahækkun bætir gráu ofan á svart. Innlent 28.8.2023 15:48 Skrifar forsætisráðherra bréf og hvetur til formannafundar Formaður Viðreisnar hefur sent Katrínu Jakobsdóttur bréf þess efnis að hún beiti sér fyrir formlegum viðræðum formanna allra flokka á Alþingi til að kanna möguleika á breiðri samstöðu um lögggjöf um útlendinga. Lífskjör á Íslandi verði mjög háð erlendu vinnuafli á komandi árum. Innlent 28.8.2023 15:30 Nauðgunarmál Finns ekki fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarleyfisbeiðni Finns Þ. Gunnþórssonar, sem Landsréttur dæmdi í júní í þriggja ára fangelsi vegna nauðgunar. Áður hafði Héraðsdómur Reykjaness gefið honum tveggja og hálfs árs dóm, en hann var þyngdur í Landsrétti. Innlent 28.8.2023 15:23 Vopnaðir sérsveitarmenn í lögregluaðgerð í Grindavík Lögregluaðgerð er nú í gangi í Grindavík. Þetta staðfestir lögreglan á Suðurnesjum í samtali við Vísi, en segist ekki geta veitt frekari upplýsingar að svo stöddu. Tilkynning verði þó gefin út um málið síðar í dag. Innlent 28.8.2023 14:24 Dauðar kindur rekur á land: „Þetta liggur hérna rotnandi í fjörunni“ Eigandi fiskeldis í Vatnsfirði segir að fimm kindur hafi drepist og rekið á land á einni viku. Þá sé mikill ágangur af fé frá nágrannabæ. Eigandi kindanna segir slæmt að ekki sé látið vita af kindum í hættu og að eiganda fiskeldisins sé frjálst að girða sig af. Innlent 28.8.2023 13:53 „Ekki ljóst að svo stöddu hvenær þetta kemst í lag“ Íslenskar flugvélar sitja nú fastar í Bretlandi vegna bilunar í flugstjórn. Play og Icelandair hafa bæði fundið fyrir þessu vandamáli, sem nú er unnið að því að leysa. Innlent 28.8.2023 13:35 Áframhaldandi bann hafi alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur einsýnt að matvælaráðherra leyfi hvalveiðar að nýju enda hafi hún brotið lög með því að banna þær. Verði það ekki niðurstaðan muni hafi það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Von er á nýrri skýrslu um hvernig draga má úr frávikum við veiðar á langreyðum í dag. Innlent 28.8.2023 12:15 Hádegisfréttir Bylgjunnar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur einsýnt að matvælaráðherra leyfi hvalveiðar að nýju og segir hana hafa brotið lög með því að banna þær. Verði það ekki niðurstaðan muni hafi það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Von er á nýrri skýrslu um hvernig draga má úr frávikum við veiðar á langreyðum í dag. Innlent 28.8.2023 11:52 Steypan í mörgum skólum varla gerð til að halda vatni Í Vörðuskóla við Barónstíg í Reykjavík standa nú yfir tilraunir þar sem rannsakað er hvað þarf nákvæmlega að gera til að koma í veg fyrir myglu sem hefur komið upp víða. Framkvæmdastjóri viðhalds hjá Reykjavíkurborg segir enn fleiri skóla þurfa að búa sig undir það sama á næstu árum. Innlent 28.8.2023 10:38 Ályktanir VG: Fullur stuðningur við Svandísi og engar flóttamannabúðir „Lokaðar flóttamannabúðir þar sem fólk er geymt þar til hægt er að senda það úr landi er ekki lausnin á þessari stöðu,“ segir í ályktun sem samþykkt var á flokksráðsfundi Vinstri grænna nú um helgina, um framkvæmd nýrra útlendingalaga. Innlent 28.8.2023 09:12 „Orðinn of stór fíll til að borða í einum bita“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, segir að búið sé flækja allt sem við kemur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og að nauðsynlegt sé að finna lausnir til að hægt sé að koma framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu af stað sem fyrst. „Við höfum gert þetta svo erfitt og of flókið að þetta er orðinn of stór fíll til að borða í einum bita.“ Innlent 28.8.2023 09:02 Hælisleitendur sem fá synjun fari í búsetuúrræði „með takmörkunum“ Flokksráð Sjálfstæðisflokksins vill að hælisleitendur sem fá synjun og eigi ekki samvinnu við yfirvöld skuli sæta vistun í búsetuúrræði með takmörkunum þar til hægt er að vísa þeim úr landi. Dómsmálráðherra hefur talað um að ferðafrelsi fólks væri skert í slíku úrræði. Innlent 28.8.2023 08:55 Andstaðan eykst almennt og frekar hjá körlum Andstaða við hvalveiðar hefur aukist á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. 42 prósent segjast nú mótfallin hvalveiðum, samanborið við 35 prósent í maí 2022. Innlent 28.8.2023 07:53 Kosið um nýjan biskup í mars Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að boða til kosninga um nýjan biskup Íslands 7. til 12. mars næstkomandi. Agnes M. Sigurðardóttir lætur af störfum í kjölfarið. Innlent 28.8.2023 07:10 Sofandi innbrotsþjófur og sjálfsfróun á almannafæri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum um helgina en hún var meðal annars kölluð til vegna manns sem var sagður sofa ölvunarsvefni við fyrirtæki í Reykjavík. Innlent 28.8.2023 06:51 Innbrotsþjófur náðist tvisvar á mynd sama dag Innbrotsþjófur í Vesturbænum reyndi að brjótast inn í bílskúr á Víðimelnum á dögunum. Hann er talinn hafa brotið bílrúðu á Hringbraut síðar sama dag. Innbrotstilraun hans náðist á upptöku. Innlent 28.8.2023 06:11 „Hann á ekki að þurfa að upplifa óöryggi, vanvirðingu og kvalir“ Aðstandandi krabbameinssjúklings á níræðisaldri fordæmir þá meðferð sem hann hefur fengið á Landspítalanum og segist vera niðurbrotin og svefnlaus af áhyggjum. Innlent 28.8.2023 00:13 Öryggi fólks hljóti alltaf að verða hærra sett heldur en trjáa Legið hefur fyrir í nokkra áratugi að tré í Öskjuhlíðinni myndu trufla flugöryggi þegar þau næðu ákveðinni hæð, að sögn innviðaráðherra. Isavia hefur gert þá kröfu að tvö þúsund og níu hundruð tré í Öskjuhlíð verði felld. Um er að ræða elstu og hæstu trén sem standa á suðvesturhluta hlíðarinnar. Innlent 27.8.2023 20:59 „Eins og að segja við manneskju sem notar gleraugu að taka gleraugnafrí“ Konur með ADHD segja ófáanlegt lyf hafa breytt lífi þeirra og gefa lítið fyrir ráðleggingar forstjóra Lyfjastofnunar um að fólk taki sér lyfjafrí. Á föstudaginn greindum við frá því að ADHD lyfið Elvanse í styrkleika þrjátíu og fimmtíu milligrömm væri ófáanlegt og það sama ætti við um samheitalyfið. Þrátt fyrir að skorturinn væri alþjóðlegur hafi hann komið fram fyrr hér á landi en annars staðar. Innlent 27.8.2023 19:09 Eftirlýstur læsti sig inni í kjallara Háskóla Íslands Lögreglan hafði í dag afskipti af einstaklingi sem var búinn að læsa sig inni í kjallara í húsnæði Háskóla Íslands. Þegar lögregla kom á staðinn var ljóst að búið var að lýsa eftir honum og einstaklingurinn því handtekinn á staðnum. Innlent 27.8.2023 18:57 Lögregla kölluð til vegna mannlausrar bifreiðar sem olli miklu öngþveiti Mikið umferðaröngþveiti myndaðist vegna mannlausrar bifreiðar sem var skilin eftir á miðri Reykjanesbraut nærri Mjóddinni. Lögregla var kölluð til á staðinn og var bifreiðin að endingu fjarlægð af vettvangi með kranabíl. Innlent 27.8.2023 18:15 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heyrum við frá tveimur konum sem greindust með ADHD á fullorðinsaldri. Þær segja lyfið Elvanse, sem hefur verið ófáanlegt í apótekum síðan í júlí hafa breytt lífi sínu. Innlent 27.8.2023 18:00 « ‹ ›
„Harðasta stjórnarandstaðan í landinu er inni í ríkisstjórninni“ Prófessor í stjórnmálafræði segir matvælaráðherra í mjög þröngri stöðu hvað varðar ákvörðun um hvalveiðar. Frestun á leyfi til hvalveiða rennur út á föstudag. Þá segir hann alvarlega bresti í ríkisstjórnarsamstarfinu komna í ljós. Innlent 28.8.2023 21:38
Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í skútumálinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast þess á morgun að þrír menn, sem grunaður eru um umfangsmikið smygl á hassi til landsins, verði úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald. Innlent 28.8.2023 20:38
Sá bíllyklana sína á Vísi og fann loksins bílinn Björn Sigurðsson, hlaðmaður hjá Icelandair, fann bílinn sinn í dag við Víðimel í vesturbæ Reykjavíkur eftir rúma fjögurra vikna leit. Honum var stolið af starfsmannaplani á Reykjavíkurflugvelli í upphafi mánaðar en innbrotsþjófurinn tjónaði bílinn með því að keyra aftan á annan á Sæbrautinni og stinga af. Innlent 28.8.2023 20:35
Sérsveit náði hníf af ungmennum í Breiðholti Sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð út upp úr klukkan 18 í kvöld vegna gruns um vopnaburð ungmenna. Innlent 28.8.2023 19:21
Ekki nóg að bæta bara strætó Framkvæmdastjóri félags sem stofnað var utan um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins segir það fullreynt að efla strætó án þess að byggja borgarlínu líkt og þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. Eðlilegt sé að uppfæra sáttmálann nú þegar fjögur ár eru síðan skrifað var undir hann. Innlent 28.8.2023 19:05
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Starfshópur matvælaráðherra telur mögulegt að bæta veiðiaðferðir við veiðar á stórhvölum en óvíst hvort þær úrbætur sem gripið hefur verið til dugi til þess. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur að matvælaráherra framlengi ekki hvalveiðibann. Fjallað verður um nýja skýrslu um hvalveiðar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við nefndarmann í fagráði dýra í beinni útsendingu. Innlent 28.8.2023 17:44
Þyrla kölluð út vegna slyss á Kistufelli Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti unglingsstrák sem slasaðist þar sem hann var á göngu með skólahópi á Kistufelli á Vestfjörðum í dag. Innlent 28.8.2023 17:31
Tillögur og úrbætur til þess fallnar að hafa áhrif á árangur hvalveiða Starfshópur, sem matvælaráðherra skipaði í júní til að meta leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum, telur mögulegt að bæta aðferðir við veiðar á stórhvölum. Hópurinn segir það þó utan verksviðs síns að meta hvort úrbætur væru til þess fallnar að færa velferð dýra við veiðar á stórhvölum í ásættanlegt horf út frá löggjöf sem um veiðarnar gilda. Innlent 28.8.2023 16:47
Léleg afkoma í landbúnaði leiði til hærra verðs í haust Búist er við að verð á landbúnaðarvörum hækki enn meira í haust. Meginástæðan er léleg afkoma í landbúnaði en stýrivaxtahækkun bætir gráu ofan á svart. Innlent 28.8.2023 15:48
Skrifar forsætisráðherra bréf og hvetur til formannafundar Formaður Viðreisnar hefur sent Katrínu Jakobsdóttur bréf þess efnis að hún beiti sér fyrir formlegum viðræðum formanna allra flokka á Alþingi til að kanna möguleika á breiðri samstöðu um lögggjöf um útlendinga. Lífskjör á Íslandi verði mjög háð erlendu vinnuafli á komandi árum. Innlent 28.8.2023 15:30
Nauðgunarmál Finns ekki fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarleyfisbeiðni Finns Þ. Gunnþórssonar, sem Landsréttur dæmdi í júní í þriggja ára fangelsi vegna nauðgunar. Áður hafði Héraðsdómur Reykjaness gefið honum tveggja og hálfs árs dóm, en hann var þyngdur í Landsrétti. Innlent 28.8.2023 15:23
Vopnaðir sérsveitarmenn í lögregluaðgerð í Grindavík Lögregluaðgerð er nú í gangi í Grindavík. Þetta staðfestir lögreglan á Suðurnesjum í samtali við Vísi, en segist ekki geta veitt frekari upplýsingar að svo stöddu. Tilkynning verði þó gefin út um málið síðar í dag. Innlent 28.8.2023 14:24
Dauðar kindur rekur á land: „Þetta liggur hérna rotnandi í fjörunni“ Eigandi fiskeldis í Vatnsfirði segir að fimm kindur hafi drepist og rekið á land á einni viku. Þá sé mikill ágangur af fé frá nágrannabæ. Eigandi kindanna segir slæmt að ekki sé látið vita af kindum í hættu og að eiganda fiskeldisins sé frjálst að girða sig af. Innlent 28.8.2023 13:53
„Ekki ljóst að svo stöddu hvenær þetta kemst í lag“ Íslenskar flugvélar sitja nú fastar í Bretlandi vegna bilunar í flugstjórn. Play og Icelandair hafa bæði fundið fyrir þessu vandamáli, sem nú er unnið að því að leysa. Innlent 28.8.2023 13:35
Áframhaldandi bann hafi alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur einsýnt að matvælaráðherra leyfi hvalveiðar að nýju enda hafi hún brotið lög með því að banna þær. Verði það ekki niðurstaðan muni hafi það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Von er á nýrri skýrslu um hvernig draga má úr frávikum við veiðar á langreyðum í dag. Innlent 28.8.2023 12:15
Hádegisfréttir Bylgjunnar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur einsýnt að matvælaráðherra leyfi hvalveiðar að nýju og segir hana hafa brotið lög með því að banna þær. Verði það ekki niðurstaðan muni hafi það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Von er á nýrri skýrslu um hvernig draga má úr frávikum við veiðar á langreyðum í dag. Innlent 28.8.2023 11:52
Steypan í mörgum skólum varla gerð til að halda vatni Í Vörðuskóla við Barónstíg í Reykjavík standa nú yfir tilraunir þar sem rannsakað er hvað þarf nákvæmlega að gera til að koma í veg fyrir myglu sem hefur komið upp víða. Framkvæmdastjóri viðhalds hjá Reykjavíkurborg segir enn fleiri skóla þurfa að búa sig undir það sama á næstu árum. Innlent 28.8.2023 10:38
Ályktanir VG: Fullur stuðningur við Svandísi og engar flóttamannabúðir „Lokaðar flóttamannabúðir þar sem fólk er geymt þar til hægt er að senda það úr landi er ekki lausnin á þessari stöðu,“ segir í ályktun sem samþykkt var á flokksráðsfundi Vinstri grænna nú um helgina, um framkvæmd nýrra útlendingalaga. Innlent 28.8.2023 09:12
„Orðinn of stór fíll til að borða í einum bita“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, segir að búið sé flækja allt sem við kemur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og að nauðsynlegt sé að finna lausnir til að hægt sé að koma framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu af stað sem fyrst. „Við höfum gert þetta svo erfitt og of flókið að þetta er orðinn of stór fíll til að borða í einum bita.“ Innlent 28.8.2023 09:02
Hælisleitendur sem fá synjun fari í búsetuúrræði „með takmörkunum“ Flokksráð Sjálfstæðisflokksins vill að hælisleitendur sem fá synjun og eigi ekki samvinnu við yfirvöld skuli sæta vistun í búsetuúrræði með takmörkunum þar til hægt er að vísa þeim úr landi. Dómsmálráðherra hefur talað um að ferðafrelsi fólks væri skert í slíku úrræði. Innlent 28.8.2023 08:55
Andstaðan eykst almennt og frekar hjá körlum Andstaða við hvalveiðar hefur aukist á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. 42 prósent segjast nú mótfallin hvalveiðum, samanborið við 35 prósent í maí 2022. Innlent 28.8.2023 07:53
Kosið um nýjan biskup í mars Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að boða til kosninga um nýjan biskup Íslands 7. til 12. mars næstkomandi. Agnes M. Sigurðardóttir lætur af störfum í kjölfarið. Innlent 28.8.2023 07:10
Sofandi innbrotsþjófur og sjálfsfróun á almannafæri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum um helgina en hún var meðal annars kölluð til vegna manns sem var sagður sofa ölvunarsvefni við fyrirtæki í Reykjavík. Innlent 28.8.2023 06:51
Innbrotsþjófur náðist tvisvar á mynd sama dag Innbrotsþjófur í Vesturbænum reyndi að brjótast inn í bílskúr á Víðimelnum á dögunum. Hann er talinn hafa brotið bílrúðu á Hringbraut síðar sama dag. Innbrotstilraun hans náðist á upptöku. Innlent 28.8.2023 06:11
„Hann á ekki að þurfa að upplifa óöryggi, vanvirðingu og kvalir“ Aðstandandi krabbameinssjúklings á níræðisaldri fordæmir þá meðferð sem hann hefur fengið á Landspítalanum og segist vera niðurbrotin og svefnlaus af áhyggjum. Innlent 28.8.2023 00:13
Öryggi fólks hljóti alltaf að verða hærra sett heldur en trjáa Legið hefur fyrir í nokkra áratugi að tré í Öskjuhlíðinni myndu trufla flugöryggi þegar þau næðu ákveðinni hæð, að sögn innviðaráðherra. Isavia hefur gert þá kröfu að tvö þúsund og níu hundruð tré í Öskjuhlíð verði felld. Um er að ræða elstu og hæstu trén sem standa á suðvesturhluta hlíðarinnar. Innlent 27.8.2023 20:59
„Eins og að segja við manneskju sem notar gleraugu að taka gleraugnafrí“ Konur með ADHD segja ófáanlegt lyf hafa breytt lífi þeirra og gefa lítið fyrir ráðleggingar forstjóra Lyfjastofnunar um að fólk taki sér lyfjafrí. Á föstudaginn greindum við frá því að ADHD lyfið Elvanse í styrkleika þrjátíu og fimmtíu milligrömm væri ófáanlegt og það sama ætti við um samheitalyfið. Þrátt fyrir að skorturinn væri alþjóðlegur hafi hann komið fram fyrr hér á landi en annars staðar. Innlent 27.8.2023 19:09
Eftirlýstur læsti sig inni í kjallara Háskóla Íslands Lögreglan hafði í dag afskipti af einstaklingi sem var búinn að læsa sig inni í kjallara í húsnæði Háskóla Íslands. Þegar lögregla kom á staðinn var ljóst að búið var að lýsa eftir honum og einstaklingurinn því handtekinn á staðnum. Innlent 27.8.2023 18:57
Lögregla kölluð til vegna mannlausrar bifreiðar sem olli miklu öngþveiti Mikið umferðaröngþveiti myndaðist vegna mannlausrar bifreiðar sem var skilin eftir á miðri Reykjanesbraut nærri Mjóddinni. Lögregla var kölluð til á staðinn og var bifreiðin að endingu fjarlægð af vettvangi með kranabíl. Innlent 27.8.2023 18:15
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heyrum við frá tveimur konum sem greindust með ADHD á fullorðinsaldri. Þær segja lyfið Elvanse, sem hefur verið ófáanlegt í apótekum síðan í júlí hafa breytt lífi sínu. Innlent 27.8.2023 18:00
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent