Innlent „Það hefði mátt koma í veg fyrir þetta“ Claudia Gockel býr á Nýlendu í Suðurnesjabæ, ekki langt fyrir utan Sandgerði. Mikill sjógangur var á svæðinu í gær og flæddi yfir sjóvarnargarða. Fór sem svo að sjór umlykti hús Claudiu og þurfti hún að vaða upp að hnjám til að komast út. Innlent 3.9.2023 21:07 Fangar í hungurverkfalli hætt komnir: „Mjög óhugnalegt fyrir alla sem að þessu koma“ Hungurverkföllum fanga hér á landi hefur fjölgað undanfarin ár. Fangelsismálastjóri segir tilfellin nú alvarlegri og sláandi en dæmi eru um að menn hafi orðið mjög alvarlega veikir vegna næringarskorts. Innlent 3.9.2023 19:31 Í hungurverkfalli vegna ákvörðunar Svandísar Norskur dýravelferðarsinni er í hungurverkfalli eftir að matvælaráðherra aflétti hvalveiðibanni. Hann segir fátt geta stoppað sig. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir forstjóra Hvals hf. þurfa að vanda sig verulega þegar haldið verður til veiða síðar í vikunni. Innlent 3.9.2023 18:56 Hópslagsmál í Garðabæ Tilkynnt var um hópslagsmál í dag í Garðabæ. Var málið leyst á staðnum af lögreglu. Innlent 3.9.2023 18:42 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Föngum sem fara í hungurverkfall hefur fjölgað hér á landi undanfarin ár. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við fangelsismálastjóra sem segir tilfellin alvarleg og að menn hafi orðið mjög veikir vegna næringaskorts. Innlent 3.9.2023 18:00 „Líf fatlaðs barns er ekki einkamál þess heldur er það líf allrar fjölskyldunnar” „Þetta hefur afskaplega mikil áhrif á okkar daglega líf, því þá daga sem er ekki frístund þá förum við úr vinnu upp úr hádegi til að taka á móti honum kl. 14. Sonur okkar er með mikinn hegðunarvanda og yfirleitt fer hann í uppnám við þessa tilfærslu á umönnunaraðila. Þegar maður missir stjórn á barni með hegðunarvanda þá er dagurinn farinn í það, og við snúum ekki svo auðveldlega aftur til vinnu eftir þannig uppákomu,” segir Katrín Auðunardóttir, móðir 11 ára drengs í Klettaskóla. Sökum manneklu fá sonur hennar og skólafélagar hans einungis einn til tvo daga á viku í frístund í frístundaheimilinni Öskju. Innlent 3.9.2023 17:07 Dagbjört tekur við af Helgu Völu: „Ég ætla að láta til mín taka“ Dagbjört Hákonardóttir mun taka við þingmennsku af Helgu Völu Helgadóttur, sem tilkynnti í gær að hún ætli að snúa sér að lögmennsku á ný. Dagbjört, sem að sögn tekur hlutverkinu alvarlega og af auðmýkt, segir það hafa verið átakanlegt að fylgjast með samstarfi ríkisstjórnarflokkana að undanförnu. Innlent 3.9.2023 15:43 Fékk ekkert nema jákvæð viðbrögð þegar hún kynnti ákvörðunina Matvælaráðherra segist ekki hafa fengið neitt annað en jákvæð viðbrögð og stuðning frá öðrum ráðherrum þegar hún kynnti ákvörðun sína að aflétta veiðibanni á langreyðum. Ákvörðunin hafði ekki verið rædd innan ríkisstjórnarinnar áður en Svandís kynnti hana. Hún segir ríkisstjórnina hafa skýrt erindi og eðlilegt sé að stuðningur dragist saman eftir því sem árin líða. Innlent 3.9.2023 13:41 140 þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í ágúst Um 120 þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón á Breiðamerkursandi í júlí og um 140 þúsund í nýliðnum ágústmánuði. Þjóðgarðsvörður segir ekki uppselt á staðinn en oft sé þröngt þar á þingi. Innlent 3.9.2023 13:02 Töldu í fyrstu að kona væri í húsinu Björgunarsveitir á Suðurnjesjum voru kallaðar út í gærkvöldi þegar varnargarður brast og sjór umlukkti íbúðarhús. Í fyrstu var talið að kona væri föst í húsinu en svo reyndist ekki vera. Innlent 3.9.2023 11:53 Hádegisfréttir Bylgjunnar Aftakaveður og mikil sjóhæð lék íbúa Suðurnesja grátt í nótt. Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast og þurftu meðal annars að koma íbúum húss, sem var umlukið sjó, til bjargar. Í hádegisfréttum heyrum við í björgunarsveitarmanni sem tók þátt í aðgerðum í nótt. Innlent 3.9.2023 11:35 Óð út í Reynisfjöru með göngugrind Ferðamenn voru í stórhættu við Reynisfjöru í gær þegar hópur kvenna óð út í flæðamálið. Ein þeirra var eldri kona með göngugrind. Leiðsögumaður segir viðvörunarkerfi ekki virka sem skyldi og kallar eftir sólarhringsvöktun á svæðinu. Innlent 3.9.2023 10:15 Segir það skrípaleik að halda fram að hvalveiðar fari fram með hertum skilyrðum Þingflokksformaður Pírata segir fullt tilefni til að kalla þing fyrr saman til að ræða ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar fram að áramótum. Reglugerð með hertum skilyrðum taki ekki gildi fyrr en 18. september, sem sé til marks um pólitískan skrípaleik Innlent 3.9.2023 09:39 Samkeppni, útlendingamál, Borgarlína og hvalveiðar Fyrsti gestur Kristján Kristjánssonar á Sprengisandi í dag verður Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Hann ætlar að rökstyðja ákvörðun eftirlitsins að sekta Samskip um 4,3 milljarða króna vegna brota á samkeppnislögum. Innlent 3.9.2023 09:30 Var látinn þegar náðist til hans Gangnamaður sem slasaðist í Eyjafirði í gær var látinn þegar björgunarsveitarfólk komst að honum hátt í hlíðum Hagárdals, inn í Eyjafirði. Erfiðlega gekk að komast til mannsins og var ekki hægt að nota þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna sviptivinda. Innlent 3.9.2023 08:17 Ísfirðingar útvega lóð undir lendingarstað fyrir geimverur Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt tillögu nefndar um stofnun lóðar undir listaverkið Lendingarstað fyrir geimskip á Seljalandsdal fyrir ofan bæinn. Innlent 3.9.2023 08:00 Fannst rænulítill við hlið rafhlaupahjóls Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um mann sem lá með skerta meðvitund við hlið rafhlaupahjóls í miðbænum. Sá var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Alls voru 82 mál skráð hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt en í dagbók lögreglunnar segir að þar hafi mest verið um að ræða aðstoðarbeiðnir, tilkynningar um fólk í annarlegu ástandi og hávaðakvartanir. Innlent 3.9.2023 07:30 Golfvöllurinn á kafi og manni bjargað úr húsi í Sandgerði Björgunarsveitir á Suðurnesjum komu manni til bjargar eftir að sjór flæddi yfir sjóvarnargarða í Sandgerði. Sjórinn umlukti hús hans en það er sömuleiðis allt á floti á golfvelli bæjarins. Innlent 2.9.2023 23:20 Sammála um að brotthvarfið tengist ekki erjum Helga Vala Helgadóttir fráfarandi þingmaður Samfylkingarinnar og Kristrún Frostadóttir formaður flokksins virðast sammála um að brotthvarf Helgu Völu af þingi tengist ekki erjum þeirra innan flokksins. Kristrún skipti Helgu Völu út sem þingflokksformanni fyrir Loga Einarsson á síðasta ári og orðrómur hefur verið um ósætti og erjur innan flokksins. Innlent 2.9.2023 21:05 83 ára með stórglæsilegan garð á Selfossi Einn fallegasti garðurinn á Selfossi, sem er meira og minna með fjölærum plöntum fær mikla natni og umhirðu frá eiganda sínum en það er 83 ára gömul kona, sem eyðir meira og minna öllum sínum stundum í garðinum. Innlent 2.9.2023 20:06 Slasaður í brattri hlíð og þyrlan komst ekki að Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning um klukkan þrjú í dag um slasaðan gangnamann í Eyjafirði. Björgunarsveitir voru kallaðar á staðinn ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar sem komst ekki að manninum vegna sviptivinda. Innlent 2.9.2023 19:25 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir brot Samskipa geta valdið miklu tjóni fyrir samfélagið, neytendur og atvinnulífið. Hann á von á enn hærri sektum í sambærilegum samkeppnismálum á næstu árum. Rætt verður við forstjóra eftirlitsins í kvöldfréttum á Stöð 2. Innlent 2.9.2023 18:01 Mikill viðúnaður vegna elds í íbúð á Hringbraut Mikill viðbúnaður er á Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur vegna elds sem kviknaði í íbúðarhúsnæði. Innlent 2.9.2023 17:31 „Það styttist í gos“ Landris er hafið að nýju á Reykjanesskaga. Að sögn sérfræðings í jarðskorpuhreyfingum er líklegt að eldgos hefjist á næstu misserum á svipuðum slóðum og undanfarin ár. Innlent 2.9.2023 16:23 Bakslagið raungerðist í beinni útsendingu Hatursorðræða átti sér stað í beinni útsendingu í símatíma í þættinum Félagsheimilið á Rás 2 í gær. Þáttastjórnendurnir Siggi Gunnars og Friðrik Ómar brugðust skjótt við en Siggi segist sleginn vegna atviksins. Friðrik segir það hafa minnt sig á Klaustursmálið. Innlent 2.9.2023 14:51 Vantar fullt, fullt af fleiri vinnandi höndum í Snæfellsbæ Mikill skortur er á fleiri vinnandi höndum í Snæfellsbæ því þar er svo mikill uppgangur og mikið að gerast, ekki síst í ferðaþjónustu. „Okkur vantar ofboðslega mikið af fólki í öll störf“, segir bæjarstjórinn. Innlent 2.9.2023 14:04 Segir Hannes hafa öskrað á börn og starfsfólk Ung kona sem varð vitni að því þegar Hannes Hólmsteinn Gissurason sakaði konu ásamt tveimur dætrum hennar um að hafa reynt að ræna töskunni sinni í Leifsstöð í gær, segist viss um að hann hefði ekki brugðist jafn harkalega við ef um Íslendinga hefði verið að ræða. Hún segir Hannes hafa verið í miklu uppnámi og öskrað á konuna, dætur hennar og starfsfólk flugstöðvarinnar. Innlent 2.9.2023 13:18 Kveður kæra vini í þinginu á mánudag og mætir í Landsrétt á miðvikudag Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður, hefur ákveðið að hætta á þingi og snúa sér aftur að lögmennsku. Hún segir lögmennskuna hafa togað í sig að undanförnu og erfiðast verði að kveðja vinina sem hún hafi eignast á þingi. Innlent 2.9.2023 12:48 Sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa rænt töskunni sinni Facebookfærsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, þar sem hann sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa reynt að ræna tösku sinni í Leifsstöð í gær, hefur vakið hörð viðbrögð. Sjónarvottur að atvikinu segir ungar dætur konunnar hafa tekið töskuna í misgripum en skilað henni um leið og upp komst um misskilninginn. Innlent 2.9.2023 12:07 Hádegisfréttir Bylgjunnar Formaður neytendasamtakanna telur samráð Samskipa og Eimskipa hafa skilað sér til neytenda með hærra vöruverði. Hann segir það sorglegt að stjórnendur fyrirtækjannat tveggja hafi hagað sér með þessum hætti. Rætt verður við hann í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 2.9.2023 11:26 « ‹ ›
„Það hefði mátt koma í veg fyrir þetta“ Claudia Gockel býr á Nýlendu í Suðurnesjabæ, ekki langt fyrir utan Sandgerði. Mikill sjógangur var á svæðinu í gær og flæddi yfir sjóvarnargarða. Fór sem svo að sjór umlykti hús Claudiu og þurfti hún að vaða upp að hnjám til að komast út. Innlent 3.9.2023 21:07
Fangar í hungurverkfalli hætt komnir: „Mjög óhugnalegt fyrir alla sem að þessu koma“ Hungurverkföllum fanga hér á landi hefur fjölgað undanfarin ár. Fangelsismálastjóri segir tilfellin nú alvarlegri og sláandi en dæmi eru um að menn hafi orðið mjög alvarlega veikir vegna næringarskorts. Innlent 3.9.2023 19:31
Í hungurverkfalli vegna ákvörðunar Svandísar Norskur dýravelferðarsinni er í hungurverkfalli eftir að matvælaráðherra aflétti hvalveiðibanni. Hann segir fátt geta stoppað sig. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir forstjóra Hvals hf. þurfa að vanda sig verulega þegar haldið verður til veiða síðar í vikunni. Innlent 3.9.2023 18:56
Hópslagsmál í Garðabæ Tilkynnt var um hópslagsmál í dag í Garðabæ. Var málið leyst á staðnum af lögreglu. Innlent 3.9.2023 18:42
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Föngum sem fara í hungurverkfall hefur fjölgað hér á landi undanfarin ár. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við fangelsismálastjóra sem segir tilfellin alvarleg og að menn hafi orðið mjög veikir vegna næringaskorts. Innlent 3.9.2023 18:00
„Líf fatlaðs barns er ekki einkamál þess heldur er það líf allrar fjölskyldunnar” „Þetta hefur afskaplega mikil áhrif á okkar daglega líf, því þá daga sem er ekki frístund þá förum við úr vinnu upp úr hádegi til að taka á móti honum kl. 14. Sonur okkar er með mikinn hegðunarvanda og yfirleitt fer hann í uppnám við þessa tilfærslu á umönnunaraðila. Þegar maður missir stjórn á barni með hegðunarvanda þá er dagurinn farinn í það, og við snúum ekki svo auðveldlega aftur til vinnu eftir þannig uppákomu,” segir Katrín Auðunardóttir, móðir 11 ára drengs í Klettaskóla. Sökum manneklu fá sonur hennar og skólafélagar hans einungis einn til tvo daga á viku í frístund í frístundaheimilinni Öskju. Innlent 3.9.2023 17:07
Dagbjört tekur við af Helgu Völu: „Ég ætla að láta til mín taka“ Dagbjört Hákonardóttir mun taka við þingmennsku af Helgu Völu Helgadóttur, sem tilkynnti í gær að hún ætli að snúa sér að lögmennsku á ný. Dagbjört, sem að sögn tekur hlutverkinu alvarlega og af auðmýkt, segir það hafa verið átakanlegt að fylgjast með samstarfi ríkisstjórnarflokkana að undanförnu. Innlent 3.9.2023 15:43
Fékk ekkert nema jákvæð viðbrögð þegar hún kynnti ákvörðunina Matvælaráðherra segist ekki hafa fengið neitt annað en jákvæð viðbrögð og stuðning frá öðrum ráðherrum þegar hún kynnti ákvörðun sína að aflétta veiðibanni á langreyðum. Ákvörðunin hafði ekki verið rædd innan ríkisstjórnarinnar áður en Svandís kynnti hana. Hún segir ríkisstjórnina hafa skýrt erindi og eðlilegt sé að stuðningur dragist saman eftir því sem árin líða. Innlent 3.9.2023 13:41
140 þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í ágúst Um 120 þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón á Breiðamerkursandi í júlí og um 140 þúsund í nýliðnum ágústmánuði. Þjóðgarðsvörður segir ekki uppselt á staðinn en oft sé þröngt þar á þingi. Innlent 3.9.2023 13:02
Töldu í fyrstu að kona væri í húsinu Björgunarsveitir á Suðurnjesjum voru kallaðar út í gærkvöldi þegar varnargarður brast og sjór umlukkti íbúðarhús. Í fyrstu var talið að kona væri föst í húsinu en svo reyndist ekki vera. Innlent 3.9.2023 11:53
Hádegisfréttir Bylgjunnar Aftakaveður og mikil sjóhæð lék íbúa Suðurnesja grátt í nótt. Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast og þurftu meðal annars að koma íbúum húss, sem var umlukið sjó, til bjargar. Í hádegisfréttum heyrum við í björgunarsveitarmanni sem tók þátt í aðgerðum í nótt. Innlent 3.9.2023 11:35
Óð út í Reynisfjöru með göngugrind Ferðamenn voru í stórhættu við Reynisfjöru í gær þegar hópur kvenna óð út í flæðamálið. Ein þeirra var eldri kona með göngugrind. Leiðsögumaður segir viðvörunarkerfi ekki virka sem skyldi og kallar eftir sólarhringsvöktun á svæðinu. Innlent 3.9.2023 10:15
Segir það skrípaleik að halda fram að hvalveiðar fari fram með hertum skilyrðum Þingflokksformaður Pírata segir fullt tilefni til að kalla þing fyrr saman til að ræða ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar fram að áramótum. Reglugerð með hertum skilyrðum taki ekki gildi fyrr en 18. september, sem sé til marks um pólitískan skrípaleik Innlent 3.9.2023 09:39
Samkeppni, útlendingamál, Borgarlína og hvalveiðar Fyrsti gestur Kristján Kristjánssonar á Sprengisandi í dag verður Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Hann ætlar að rökstyðja ákvörðun eftirlitsins að sekta Samskip um 4,3 milljarða króna vegna brota á samkeppnislögum. Innlent 3.9.2023 09:30
Var látinn þegar náðist til hans Gangnamaður sem slasaðist í Eyjafirði í gær var látinn þegar björgunarsveitarfólk komst að honum hátt í hlíðum Hagárdals, inn í Eyjafirði. Erfiðlega gekk að komast til mannsins og var ekki hægt að nota þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna sviptivinda. Innlent 3.9.2023 08:17
Ísfirðingar útvega lóð undir lendingarstað fyrir geimverur Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt tillögu nefndar um stofnun lóðar undir listaverkið Lendingarstað fyrir geimskip á Seljalandsdal fyrir ofan bæinn. Innlent 3.9.2023 08:00
Fannst rænulítill við hlið rafhlaupahjóls Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um mann sem lá með skerta meðvitund við hlið rafhlaupahjóls í miðbænum. Sá var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Alls voru 82 mál skráð hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt en í dagbók lögreglunnar segir að þar hafi mest verið um að ræða aðstoðarbeiðnir, tilkynningar um fólk í annarlegu ástandi og hávaðakvartanir. Innlent 3.9.2023 07:30
Golfvöllurinn á kafi og manni bjargað úr húsi í Sandgerði Björgunarsveitir á Suðurnesjum komu manni til bjargar eftir að sjór flæddi yfir sjóvarnargarða í Sandgerði. Sjórinn umlukti hús hans en það er sömuleiðis allt á floti á golfvelli bæjarins. Innlent 2.9.2023 23:20
Sammála um að brotthvarfið tengist ekki erjum Helga Vala Helgadóttir fráfarandi þingmaður Samfylkingarinnar og Kristrún Frostadóttir formaður flokksins virðast sammála um að brotthvarf Helgu Völu af þingi tengist ekki erjum þeirra innan flokksins. Kristrún skipti Helgu Völu út sem þingflokksformanni fyrir Loga Einarsson á síðasta ári og orðrómur hefur verið um ósætti og erjur innan flokksins. Innlent 2.9.2023 21:05
83 ára með stórglæsilegan garð á Selfossi Einn fallegasti garðurinn á Selfossi, sem er meira og minna með fjölærum plöntum fær mikla natni og umhirðu frá eiganda sínum en það er 83 ára gömul kona, sem eyðir meira og minna öllum sínum stundum í garðinum. Innlent 2.9.2023 20:06
Slasaður í brattri hlíð og þyrlan komst ekki að Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning um klukkan þrjú í dag um slasaðan gangnamann í Eyjafirði. Björgunarsveitir voru kallaðar á staðinn ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar sem komst ekki að manninum vegna sviptivinda. Innlent 2.9.2023 19:25
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir brot Samskipa geta valdið miklu tjóni fyrir samfélagið, neytendur og atvinnulífið. Hann á von á enn hærri sektum í sambærilegum samkeppnismálum á næstu árum. Rætt verður við forstjóra eftirlitsins í kvöldfréttum á Stöð 2. Innlent 2.9.2023 18:01
Mikill viðúnaður vegna elds í íbúð á Hringbraut Mikill viðbúnaður er á Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur vegna elds sem kviknaði í íbúðarhúsnæði. Innlent 2.9.2023 17:31
„Það styttist í gos“ Landris er hafið að nýju á Reykjanesskaga. Að sögn sérfræðings í jarðskorpuhreyfingum er líklegt að eldgos hefjist á næstu misserum á svipuðum slóðum og undanfarin ár. Innlent 2.9.2023 16:23
Bakslagið raungerðist í beinni útsendingu Hatursorðræða átti sér stað í beinni útsendingu í símatíma í þættinum Félagsheimilið á Rás 2 í gær. Þáttastjórnendurnir Siggi Gunnars og Friðrik Ómar brugðust skjótt við en Siggi segist sleginn vegna atviksins. Friðrik segir það hafa minnt sig á Klaustursmálið. Innlent 2.9.2023 14:51
Vantar fullt, fullt af fleiri vinnandi höndum í Snæfellsbæ Mikill skortur er á fleiri vinnandi höndum í Snæfellsbæ því þar er svo mikill uppgangur og mikið að gerast, ekki síst í ferðaþjónustu. „Okkur vantar ofboðslega mikið af fólki í öll störf“, segir bæjarstjórinn. Innlent 2.9.2023 14:04
Segir Hannes hafa öskrað á börn og starfsfólk Ung kona sem varð vitni að því þegar Hannes Hólmsteinn Gissurason sakaði konu ásamt tveimur dætrum hennar um að hafa reynt að ræna töskunni sinni í Leifsstöð í gær, segist viss um að hann hefði ekki brugðist jafn harkalega við ef um Íslendinga hefði verið að ræða. Hún segir Hannes hafa verið í miklu uppnámi og öskrað á konuna, dætur hennar og starfsfólk flugstöðvarinnar. Innlent 2.9.2023 13:18
Kveður kæra vini í þinginu á mánudag og mætir í Landsrétt á miðvikudag Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður, hefur ákveðið að hætta á þingi og snúa sér aftur að lögmennsku. Hún segir lögmennskuna hafa togað í sig að undanförnu og erfiðast verði að kveðja vinina sem hún hafi eignast á þingi. Innlent 2.9.2023 12:48
Sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa rænt töskunni sinni Facebookfærsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, þar sem hann sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa reynt að ræna tösku sinni í Leifsstöð í gær, hefur vakið hörð viðbrögð. Sjónarvottur að atvikinu segir ungar dætur konunnar hafa tekið töskuna í misgripum en skilað henni um leið og upp komst um misskilninginn. Innlent 2.9.2023 12:07
Hádegisfréttir Bylgjunnar Formaður neytendasamtakanna telur samráð Samskipa og Eimskipa hafa skilað sér til neytenda með hærra vöruverði. Hann segir það sorglegt að stjórnendur fyrirtækjannat tveggja hafi hagað sér með þessum hætti. Rætt verður við hann í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 2.9.2023 11:26