Innlent

Bjarni Fel er látinn

Bjarni Felixson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta og íþróttafréttamaður, er látinn. Bjarni, sem var þekktur sem Rauða ljónið, var 86 ára gamall og lést í Danmörku, þar sem hann var að sækja jarðarför vinar síns.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið veiðar á hvalveiðiskipinu Hvalur 8 vegna alvarlegra brota á velferð dýra. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við forstjóra MAST um málið í beinni.

Innlent

Fagnar inni­lega en spyr hvers vegna Hvalur 9 var ekki stöðvaður

Val­gerður Árna­dóttir, tals­maður Hvala­vina, fagnar því að Mat­væla­stofnun hafi tekið á­kvörðun um að stöðva tíma­bundið veiðar Hvals 8. Hún segist vona að þetta verði til þess að hinn hval­veiði­báturinn, Hvalur 9 verði einnig stöðvaður. Á­kvörðunin hafi alls ekki verið fyrir­séð.

Innlent

Leggja fram frum­varp um kristin­fræði í grunn­skólum

Sex þing­menn á vegum Sjálf­stæðis­flokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna vilja að kristin­fræði verði aftur kennd í grunn­skólum landsins. Þing­mennirnir hafa lagt fram frum­varp vegna málsins og leggja til að kristin­fræði verði kennd auk trúar­bragða­fræði.

Innlent

Nem­endur urðu vitni að slysinu í kennslu­stund

Nem­endur Kvenna­skólans í Reykja­vík sem sátu í tíma í Mið­bæjar­skólanum urðu vitni að um­ferðar­slysinu sem varð á Lækjar­götu í gær þar sem öku­maður sendi­ferða­bíls lést. Skóla­stjóri segir nem­endur og starfs­fólk harmi slegið vegna málsins og er nem­endum boðið upp á á­falla­hjálp.

Innlent

Agnar og Sunna ráða gátuna

Starfsfólk hjá Íslenskri erfðagreiningu hefur til rannsóknar brot úr höfuðkúpu sem fundust milli þilja í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum. Beinin eru illa farin en reynt verður að einangra DNA úr þeim til að rekja sig að eigandanum, ef hægt er.

Innlent

Ís­lendingum sem bregðast ekki við fals­fréttum fjölgar

Rúm 43 prósent Íslendinga gerðu ekkert síðast þegar þeir rákust á frétt á netinu sem þeir töldu falsfrétt. Þetta kemur fram í könnun sem Prósent gerði fyrir Fjölmiðlanefnd. Könnunin var gerð í fyrra, en árið þar á undan voru það tæplega 24 prósent sem gerðu ekkert.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum grípum við niður í umræður á Alþingi sem hófust í morgun en þar voru nýframlögð fjárlög til umræðu. 

Innlent

Andi Olofs Palme svífur yfir vötnum á Fundi fólksins

Blásið verður til svokallaðrar lýðræðishátíðar í Vatnsmýrinni á morgun þegar Fundur fólksins hefst í Norræna húsinu. Þar býðst almenningi að ræða við stjórnmálafólk og fulltrúa samtaka og stofnana. Verkefnastjóri segir mikilvægt að ná samtali á óháðum grundvelli.

Innlent

Sam­­flokks­­kona ráð­herra skorar á hann

Þing­flokks­for­maður Fram­sóknar og odd­viti í Norð­austur­kjör­dæmi skorar á mennta­mála­ráð­herra og sam­flokks­mann sinn að endur­skoða vinnu og mark­mið með sam­einingu MA og VMA með það að leiðar­ljósi að efla nám fram­halds­skólanna í breiðu sam­ráði. Hún segir eina af for­sendum þess að breyta á­herslum sé sú að fá aukið fjár­magn í mála­flokkinn.

Innlent

Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg

Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur.

Innlent

Ríkisstjórnin sé upptekin við innbyrðis rifrildi

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur ríkisstjórnina ekki hafa notað kjörtímabilið til góðs fyrir fólkið í landinu. Mikil orka fari í innbyrðis rifrildi og stjórnmálin snúist um eitthvað annað en það sem brennur á fólki.

Innlent