Innlent

Þrjú mál á hendur Sölva felld niður

Lögregla hefur hætt rannsókn í þremur málum sem jafnmargar konur höfðuðu gegn fjölmiðlamanninum Sölva Tryggvasyni og sökuðu um ofbeldi. Tvö og hálft ár er liðið síðan hann fór í umtalað viðtal í eigin hlaðvarpsþætti eftir útbreidda slúðursögu um að hafa gengið í skrokk á vændiskonu. Sagan átti ekki við rök að styðjast.

Innlent

Braut gegn lög­reglu­þjónum en sagði þá ætla að drepa hann

Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir valdstjórnarbrot fyrir að beita tvo lögregluþjóna ofbeldi. Maðurinn neitaði sök og hélt því fram að annar lögregluþjónninn hafi ætlað að drepa hann, og því sagðist því halda að þeir myndu drepa hann.

Innlent

Leitað að ger­endum í líkams­á­rásar­máli

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk símtal rétt fyrir klukkan eitt í nótt þar sem maður sagðist hafa orðið fyrir líkamsárás. Þegar lögregla mætti á vettvang voru meintir gerendurnir farnir af vettvangi í bifreið.

Innlent

Skóreimum stolið á Höfn í Hornafirði

Heimamenn á Höfn í Hornafirði kippa sér ekkert upp við öll stígvélin og skóna sem íbúi á staðnum er með sýnis á steinvegg við garð sinn en ferðamenn, sem sækja staðinn heim verða alltaf jafn hissa og mynda stígvélin og skóna í gríð og erg. Reimunum er þó oft stolið.

Innlent

Tómas H. Heiðar nýr forseti Alþjóðlega hafréttardómsins

Tómas H. Heiðar var í dag kjörinn forseti Alþjóðlega hafréttardómsins í Hamborg til þriggja ára. Hann var tilnefndur sem frambjóðandi Norðurlandanna árið 2014 og hlaut í framhaldinu kjör sem dómari við dómstólinn til níu ára. Tómas var svo endurkjörinn fyrr á þessu ári til ársins 2032.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Torfajökull er einn þriggja jökla á landinu sem mun að öllum líkindum hverfa á næstu tveimur áratugum. Jöklafræðingur segir ekkert geta bjargað jöklinum úr þessu. Ljósmyndarinn RAX flaug nýverið yfir jökulinn og sýnir myndefnið vel stöðuna í dag.

Innlent

Hryðju­verka­á­kærunni aftur vísað frá

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi ákæru héraðssaksóknara á hendur tveimur karlmönnum fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Úrskurður var kveðinn upp á þriðja tímanum í dag.

Innlent

Skoða mikið magn mynd­efnis vegna á­rásarinnar

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu fer nú yfir mikið magn mynd­efnis vegna á­rásarinnar á ráð­stefnu­gest á vegum Sam­takanna '78 á Hverfis­götu í mið­borg Reykja­víkur síðast­liðið þriðju­dags­kvöld. Á­rásar­mennirnir eru enn ó­fundnir.

Innlent

Húsa­víkur­flugi haldið á­fram í tvo mánuði í við­bót

Flug­fé­lagið Ernir mun halda á­fram með á­ætlunar­flug á milli Reykja­víkur og Húsa­víkur fimm daga í viku næstu tvo mánuði, á meðan fram­tíðar­fyrir­komu­lag flugsins verður skoðað. Þetta er ljóst eftir við­ræður Vega­gerðarinnar og flug­fé­lagsins.

Innlent

Segist finna til með kokkinum í Kópa­vogi

Khunying Porntip Rojanasunan, öldungar­deildar­þing­maður í Taí­landi, segist ekki ætla að lög­sækja Ara Alexander Guð­jóns­son, yfir­kokk Tokyo sushi, sem rak hana út af veitinga­stað keðjunnar á Ný­býla­vegi á föstu­dag.

Innlent

Bændur gefast upp eða draga saman seglin

Framleiðsla á lambakjöti hefur dregist saman um tæpan fimmtung á síðustu fimm árum. Formaður Bændasamtaka Íslands segir sauðfjárbændum hafa fækkað og að þeir sem eftir standa séu að draga saman í framleiðslunni vegna afkomuvanda.

Innlent