Innlent Þrjú mál á hendur Sölva felld niður Lögregla hefur hætt rannsókn í þremur málum sem jafnmargar konur höfðuðu gegn fjölmiðlamanninum Sölva Tryggvasyni og sökuðu um ofbeldi. Tvö og hálft ár er liðið síðan hann fór í umtalað viðtal í eigin hlaðvarpsþætti eftir útbreidda slúðursögu um að hafa gengið í skrokk á vændiskonu. Sagan átti ekki við rök að styðjast. Innlent 3.10.2023 07:01 Afla enn gagna við rannsókn á flugslysinu við Sauðahnjúka Rannsóknarnefnd samgönguslysa aflar enn gagna vegna flugslyssins sem varð við Sauðahnjúka á Austurlandi þann 9. júlí síðastliðinn þar sem þrír létust. Þetta kemur fram í svörum nefndarinnar við fyrirspurn fréttastofu. Innlent 3.10.2023 06:46 Boðar frekari breytingar í þágu aukinnar skilvirkni og sparnaðar Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp þar sem gerðar verða frekari breytingar á útlendingalögum. Innlent 3.10.2023 06:37 Braut gegn lögregluþjónum en sagði þá ætla að drepa hann Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir valdstjórnarbrot fyrir að beita tvo lögregluþjóna ofbeldi. Maðurinn neitaði sök og hélt því fram að annar lögregluþjónninn hafi ætlað að drepa hann, og því sagðist því halda að þeir myndu drepa hann. Innlent 3.10.2023 06:30 Leitað að gerendum í líkamsárásarmáli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk símtal rétt fyrir klukkan eitt í nótt þar sem maður sagðist hafa orðið fyrir líkamsárás. Þegar lögregla mætti á vettvang voru meintir gerendurnir farnir af vettvangi í bifreið. Innlent 3.10.2023 06:05 Fimmtán ára drengur grýtti skóflu að lögreglumönnum Fimmtán ára drengur kastaði skóflu í átt að lögreglumönnum í dag. Skóflan endaði á lögreglubifreið svo af hlutust minniháttar skemmdir. Innlent 2.10.2023 23:43 Fjölbreyttar hugmyndir hlutu kosningu: „Breiðholt er náttúrlega eitt af flottustu svæðum heims“ Sextíu og tvær hugmyndir hlutu kosningu í verkefninu Hverfið mitt, sem lauk í síðustu viku. Innlent 2.10.2023 23:14 Samfylkingin yfir 30 prósent í fyrsta sinn í fjórtán ár Samfylkingin er enn stærsti flokkur landsins samkvæmt könnunum. Flokkurinn mælist nú með yfir 30 prósent fylgi í fyrsta sinn í fjórtán ár. Innlent 2.10.2023 22:34 Halda upp á afmæli fyrstu stóru flugvélar Íslendinga Íslenskir flugáhugamenn undirbúa núna afmælisveislu fyrir flugvél. Ein ástsælasta flugvél landsins varð nefnilega áttræð í gær og verður tímamótunum fagnað í Flugsafni Íslands á Akureyri um næstu helgi. Innlent 2.10.2023 21:33 Nálgist að geta sagt með vissu hvað varð um Geirfinn Sigursteinn Másson, sem hefur legið yfir gögnum Guðmundar- og Geirfinnsmálið undanfarið, segist telja sig nálgast það að geta sagt með vissu hvað varð um Geirfinn. Innlent 2.10.2023 20:34 Trukkar flækist ítrekað um hálendið eftirlitslaust Formaður vina Þjórsárvera segir ljóst að hræðilegt slys hafi orðið á slóðanum sem þýskur hertrukkur festist á fyrr í mánuðinum. Hún segist ítrekað hafa kallað eftir úrbótum en talað fyrir lokuðum eyrum. Innlent 2.10.2023 20:21 Skóreimum stolið á Höfn í Hornafirði Heimamenn á Höfn í Hornafirði kippa sér ekkert upp við öll stígvélin og skóna sem íbúi á staðnum er með sýnis á steinvegg við garð sinn en ferðamenn, sem sækja staðinn heim verða alltaf jafn hissa og mynda stígvélin og skóna í gríð og erg. Reimunum er þó oft stolið. Innlent 2.10.2023 20:05 Dauðadæmdur jökull sem hverfur á næstu tveimur áratugum Torfajökull er einn þriggja jökla á landinu sem mun að öllum líkindum hverfa á næstu tveimur áratugum. Jöklafræðingur segir ekkert geta bjargað jöklinum úr þessu. Ljósmyndarinn RAX flaug nýverið yfir jökulinn og sýnir myndefnið vel stöðuna í dag. Innlent 2.10.2023 19:20 Tómas H. Heiðar nýr forseti Alþjóðlega hafréttardómsins Tómas H. Heiðar var í dag kjörinn forseti Alþjóðlega hafréttardómsins í Hamborg til þriggja ára. Hann var tilnefndur sem frambjóðandi Norðurlandanna árið 2014 og hlaut í framhaldinu kjör sem dómari við dómstólinn til níu ára. Tómas var svo endurkjörinn fyrr á þessu ári til ársins 2032. Innlent 2.10.2023 18:47 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Torfajökull er einn þriggja jökla á landinu sem mun að öllum líkindum hverfa á næstu tveimur áratugum. Jöklafræðingur segir ekkert geta bjargað jöklinum úr þessu. Ljósmyndarinn RAX flaug nýverið yfir jökulinn og sýnir myndefnið vel stöðuna í dag. Innlent 2.10.2023 17:51 Keyrði á 84 í nágrenni skóla og bíður ákæru Maður á yfir höfði sér ákæru eftir að hafa keyrt á 84 kílómetra hraða í nágrenni grunnskóla, þar sem leyfður hámarkshraði er 30. Innlent 2.10.2023 17:24 Grét lengi eftir að hún komst að því að hugmyndin yrði að veruleika Birgitta Jeanne Sigursteinsdóttir segist enn vera að jafna sig á fréttum þess efnis að Alexöndruróló, leikvöllur gerður í minningu dóttur hennar, verði að veruleika. Verkefnið var eitt af þeim sem var kosið um í Hverfið mitt, en 98 prósent þeirra sem kusu um það voru samþykkir verkefninu. Innlent 2.10.2023 17:23 Kynna fimm markmið í heilbrigðis- og öldrunarmálum Samfylkingin hefur kynnt nýja stefnu sína í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Stefnan byggir á fimm markmiðum sem ættu að taka tvö kjörtímabil að koma í framkvæmd. Innlent 2.10.2023 15:45 Hryðjuverkaákærunni aftur vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi ákæru héraðssaksóknara á hendur tveimur karlmönnum fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Úrskurður var kveðinn upp á þriðja tímanum í dag. Innlent 2.10.2023 15:06 Skoða mikið magn myndefnis vegna árásarinnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer nú yfir mikið magn myndefnis vegna árásarinnar á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 á Hverfisgötu í miðborg Reykjavíkur síðastliðið þriðjudagskvöld. Árásarmennirnir eru enn ófundnir. Innlent 2.10.2023 15:00 Húsavíkurflugi haldið áfram í tvo mánuði í viðbót Flugfélagið Ernir mun halda áfram með áætlunarflug á milli Reykjavíkur og Húsavíkur fimm daga í viku næstu tvo mánuði, á meðan framtíðarfyrirkomulag flugsins verður skoðað. Þetta er ljóst eftir viðræður Vegagerðarinnar og flugfélagsins. Innlent 2.10.2023 14:01 Telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela vera starfandi Lögmaður telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela sem til stendur að senda úr landi vera í vinnu hér á landi. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir stofnunina ekki hafa upplýsingar um fjöldann. Innlent 2.10.2023 13:28 Segist finna til með kokkinum í Kópavogi Khunying Porntip Rojanasunan, öldungardeildarþingmaður í Taílandi, segist ekki ætla að lögsækja Ara Alexander Guðjónsson, yfirkokk Tokyo sushi, sem rak hana út af veitingastað keðjunnar á Nýbýlavegi á föstudag. Innlent 2.10.2023 13:11 Flestir vildu Verzló en Tækniskólinn neyddist til að hafna flestum Um 6.500 nemendur voru innritaðir í framhaldsskóla í haust, af þeim eru um 4.300 að koma beint úr grunnskóla. Flestir fóru í bók- eða starfsnám. Langflestir, eða 818, hófu nám við Tækniskólann. Innlent 2.10.2023 13:00 Krefst átta ára dóms: Búkmyndavél notuð við óvænta skýrslutöku Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari hjá héraðssaksóknara fór fram á átta ára fangelsisdóm yfir Alexander Mána Björnssyni í Bankastræti Club-málinu í málflutningi sínum í morgun. Búkmyndavél var notuð til að taka upp óvænta skýrslu yfir Alexander fyrir hádegi. Innlent 2.10.2023 12:54 Bein útsending: „Við bíðum… EKKI LENGUR!“ – málþing um kjör eldra fólks „Við bíðum… EKKI LENGUR!“ er yfirskrift málþings á vegum Landssambands eldri borgara þar sem fjallað verður um kjör eldra fólks. Innlent 2.10.2023 12:31 Bændur gefast upp eða draga saman seglin Framleiðsla á lambakjöti hefur dregist saman um tæpan fimmtung á síðustu fimm árum. Formaður Bændasamtaka Íslands segir sauðfjárbændum hafa fækkað og að þeir sem eftir standa séu að draga saman í framleiðslunni vegna afkomuvanda. Innlent 2.10.2023 11:59 Gert að sæta „öruggri gæslu“ eftir vopnað rán Karlmaður sem framdi vopnað rán þann 22. ágúst 2021 þarf að sæta öruggri gæslu á viðeigandi hæli. Þetta er niðurstaða dóms Héraðsdóms Reykjavíkur. Innlent 2.10.2023 11:42 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um kjötframleiðslu hér á landi sem hefur dregist umtalsvert saman. Innlent 2.10.2023 11:35 Sýslumaður á Suðurlandi aftur orðinn sýslumaður í Vestmannaeyjum Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi, hefur verið sett tímabundið sem sýslumaður í Vestmannaeyjum. Skipunin nær frá 1. október til þess 30. september á næsta ári og mun Kristín gegna báðum embættum á þessum tíma. Innlent 2.10.2023 11:25 « ‹ ›
Þrjú mál á hendur Sölva felld niður Lögregla hefur hætt rannsókn í þremur málum sem jafnmargar konur höfðuðu gegn fjölmiðlamanninum Sölva Tryggvasyni og sökuðu um ofbeldi. Tvö og hálft ár er liðið síðan hann fór í umtalað viðtal í eigin hlaðvarpsþætti eftir útbreidda slúðursögu um að hafa gengið í skrokk á vændiskonu. Sagan átti ekki við rök að styðjast. Innlent 3.10.2023 07:01
Afla enn gagna við rannsókn á flugslysinu við Sauðahnjúka Rannsóknarnefnd samgönguslysa aflar enn gagna vegna flugslyssins sem varð við Sauðahnjúka á Austurlandi þann 9. júlí síðastliðinn þar sem þrír létust. Þetta kemur fram í svörum nefndarinnar við fyrirspurn fréttastofu. Innlent 3.10.2023 06:46
Boðar frekari breytingar í þágu aukinnar skilvirkni og sparnaðar Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp þar sem gerðar verða frekari breytingar á útlendingalögum. Innlent 3.10.2023 06:37
Braut gegn lögregluþjónum en sagði þá ætla að drepa hann Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir valdstjórnarbrot fyrir að beita tvo lögregluþjóna ofbeldi. Maðurinn neitaði sök og hélt því fram að annar lögregluþjónninn hafi ætlað að drepa hann, og því sagðist því halda að þeir myndu drepa hann. Innlent 3.10.2023 06:30
Leitað að gerendum í líkamsárásarmáli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk símtal rétt fyrir klukkan eitt í nótt þar sem maður sagðist hafa orðið fyrir líkamsárás. Þegar lögregla mætti á vettvang voru meintir gerendurnir farnir af vettvangi í bifreið. Innlent 3.10.2023 06:05
Fimmtán ára drengur grýtti skóflu að lögreglumönnum Fimmtán ára drengur kastaði skóflu í átt að lögreglumönnum í dag. Skóflan endaði á lögreglubifreið svo af hlutust minniháttar skemmdir. Innlent 2.10.2023 23:43
Fjölbreyttar hugmyndir hlutu kosningu: „Breiðholt er náttúrlega eitt af flottustu svæðum heims“ Sextíu og tvær hugmyndir hlutu kosningu í verkefninu Hverfið mitt, sem lauk í síðustu viku. Innlent 2.10.2023 23:14
Samfylkingin yfir 30 prósent í fyrsta sinn í fjórtán ár Samfylkingin er enn stærsti flokkur landsins samkvæmt könnunum. Flokkurinn mælist nú með yfir 30 prósent fylgi í fyrsta sinn í fjórtán ár. Innlent 2.10.2023 22:34
Halda upp á afmæli fyrstu stóru flugvélar Íslendinga Íslenskir flugáhugamenn undirbúa núna afmælisveislu fyrir flugvél. Ein ástsælasta flugvél landsins varð nefnilega áttræð í gær og verður tímamótunum fagnað í Flugsafni Íslands á Akureyri um næstu helgi. Innlent 2.10.2023 21:33
Nálgist að geta sagt með vissu hvað varð um Geirfinn Sigursteinn Másson, sem hefur legið yfir gögnum Guðmundar- og Geirfinnsmálið undanfarið, segist telja sig nálgast það að geta sagt með vissu hvað varð um Geirfinn. Innlent 2.10.2023 20:34
Trukkar flækist ítrekað um hálendið eftirlitslaust Formaður vina Þjórsárvera segir ljóst að hræðilegt slys hafi orðið á slóðanum sem þýskur hertrukkur festist á fyrr í mánuðinum. Hún segist ítrekað hafa kallað eftir úrbótum en talað fyrir lokuðum eyrum. Innlent 2.10.2023 20:21
Skóreimum stolið á Höfn í Hornafirði Heimamenn á Höfn í Hornafirði kippa sér ekkert upp við öll stígvélin og skóna sem íbúi á staðnum er með sýnis á steinvegg við garð sinn en ferðamenn, sem sækja staðinn heim verða alltaf jafn hissa og mynda stígvélin og skóna í gríð og erg. Reimunum er þó oft stolið. Innlent 2.10.2023 20:05
Dauðadæmdur jökull sem hverfur á næstu tveimur áratugum Torfajökull er einn þriggja jökla á landinu sem mun að öllum líkindum hverfa á næstu tveimur áratugum. Jöklafræðingur segir ekkert geta bjargað jöklinum úr þessu. Ljósmyndarinn RAX flaug nýverið yfir jökulinn og sýnir myndefnið vel stöðuna í dag. Innlent 2.10.2023 19:20
Tómas H. Heiðar nýr forseti Alþjóðlega hafréttardómsins Tómas H. Heiðar var í dag kjörinn forseti Alþjóðlega hafréttardómsins í Hamborg til þriggja ára. Hann var tilnefndur sem frambjóðandi Norðurlandanna árið 2014 og hlaut í framhaldinu kjör sem dómari við dómstólinn til níu ára. Tómas var svo endurkjörinn fyrr á þessu ári til ársins 2032. Innlent 2.10.2023 18:47
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Torfajökull er einn þriggja jökla á landinu sem mun að öllum líkindum hverfa á næstu tveimur áratugum. Jöklafræðingur segir ekkert geta bjargað jöklinum úr þessu. Ljósmyndarinn RAX flaug nýverið yfir jökulinn og sýnir myndefnið vel stöðuna í dag. Innlent 2.10.2023 17:51
Keyrði á 84 í nágrenni skóla og bíður ákæru Maður á yfir höfði sér ákæru eftir að hafa keyrt á 84 kílómetra hraða í nágrenni grunnskóla, þar sem leyfður hámarkshraði er 30. Innlent 2.10.2023 17:24
Grét lengi eftir að hún komst að því að hugmyndin yrði að veruleika Birgitta Jeanne Sigursteinsdóttir segist enn vera að jafna sig á fréttum þess efnis að Alexöndruróló, leikvöllur gerður í minningu dóttur hennar, verði að veruleika. Verkefnið var eitt af þeim sem var kosið um í Hverfið mitt, en 98 prósent þeirra sem kusu um það voru samþykkir verkefninu. Innlent 2.10.2023 17:23
Kynna fimm markmið í heilbrigðis- og öldrunarmálum Samfylkingin hefur kynnt nýja stefnu sína í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Stefnan byggir á fimm markmiðum sem ættu að taka tvö kjörtímabil að koma í framkvæmd. Innlent 2.10.2023 15:45
Hryðjuverkaákærunni aftur vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi ákæru héraðssaksóknara á hendur tveimur karlmönnum fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Úrskurður var kveðinn upp á þriðja tímanum í dag. Innlent 2.10.2023 15:06
Skoða mikið magn myndefnis vegna árásarinnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer nú yfir mikið magn myndefnis vegna árásarinnar á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 á Hverfisgötu í miðborg Reykjavíkur síðastliðið þriðjudagskvöld. Árásarmennirnir eru enn ófundnir. Innlent 2.10.2023 15:00
Húsavíkurflugi haldið áfram í tvo mánuði í viðbót Flugfélagið Ernir mun halda áfram með áætlunarflug á milli Reykjavíkur og Húsavíkur fimm daga í viku næstu tvo mánuði, á meðan framtíðarfyrirkomulag flugsins verður skoðað. Þetta er ljóst eftir viðræður Vegagerðarinnar og flugfélagsins. Innlent 2.10.2023 14:01
Telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela vera starfandi Lögmaður telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela sem til stendur að senda úr landi vera í vinnu hér á landi. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir stofnunina ekki hafa upplýsingar um fjöldann. Innlent 2.10.2023 13:28
Segist finna til með kokkinum í Kópavogi Khunying Porntip Rojanasunan, öldungardeildarþingmaður í Taílandi, segist ekki ætla að lögsækja Ara Alexander Guðjónsson, yfirkokk Tokyo sushi, sem rak hana út af veitingastað keðjunnar á Nýbýlavegi á föstudag. Innlent 2.10.2023 13:11
Flestir vildu Verzló en Tækniskólinn neyddist til að hafna flestum Um 6.500 nemendur voru innritaðir í framhaldsskóla í haust, af þeim eru um 4.300 að koma beint úr grunnskóla. Flestir fóru í bók- eða starfsnám. Langflestir, eða 818, hófu nám við Tækniskólann. Innlent 2.10.2023 13:00
Krefst átta ára dóms: Búkmyndavél notuð við óvænta skýrslutöku Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari hjá héraðssaksóknara fór fram á átta ára fangelsisdóm yfir Alexander Mána Björnssyni í Bankastræti Club-málinu í málflutningi sínum í morgun. Búkmyndavél var notuð til að taka upp óvænta skýrslu yfir Alexander fyrir hádegi. Innlent 2.10.2023 12:54
Bein útsending: „Við bíðum… EKKI LENGUR!“ – málþing um kjör eldra fólks „Við bíðum… EKKI LENGUR!“ er yfirskrift málþings á vegum Landssambands eldri borgara þar sem fjallað verður um kjör eldra fólks. Innlent 2.10.2023 12:31
Bændur gefast upp eða draga saman seglin Framleiðsla á lambakjöti hefur dregist saman um tæpan fimmtung á síðustu fimm árum. Formaður Bændasamtaka Íslands segir sauðfjárbændum hafa fækkað og að þeir sem eftir standa séu að draga saman í framleiðslunni vegna afkomuvanda. Innlent 2.10.2023 11:59
Gert að sæta „öruggri gæslu“ eftir vopnað rán Karlmaður sem framdi vopnað rán þann 22. ágúst 2021 þarf að sæta öruggri gæslu á viðeigandi hæli. Þetta er niðurstaða dóms Héraðsdóms Reykjavíkur. Innlent 2.10.2023 11:42
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um kjötframleiðslu hér á landi sem hefur dregist umtalsvert saman. Innlent 2.10.2023 11:35
Sýslumaður á Suðurlandi aftur orðinn sýslumaður í Vestmannaeyjum Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi, hefur verið sett tímabundið sem sýslumaður í Vestmannaeyjum. Skipunin nær frá 1. október til þess 30. september á næsta ári og mun Kristín gegna báðum embættum á þessum tíma. Innlent 2.10.2023 11:25