Innlent

Lítill hluti stjórnarmála kominn fram á Al­þingi

Stjórnarandstaðan hefur undanfarna daga gagnrýnt hvað fá mál af málaskrá ríkisstjórnarinnar eru komin fram á Alþingi þegar óðum styttist í jólaleyfi þingmanna, eða 35 frumvörp. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að því miður væri tilhneigingin stundum að leggja mál fram rétt áður en frestur til þess renni út, sem væri í þessari viku.

Innlent

Segir aukna eftir­spurn eftir fitu­flutnings­að­gerðum í kinnum

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir hjá læknahúsinu Dea Medica segist finna fyrir talsverðri aukningu lýtaaðgerða sem ganga út á að fjarlægja brjóstapúða og setja eigin fitu í staðinn. Þá furðar hún sig á aukinni eftirspurn eftir aðgerðum sem ganga út á að fjarlægja fitu úr kinnum. 

Innlent

Byrjað að fylla í sprunguna

Framkvæmdir við sprunguna sem varð til við jarðhræringarnar í Grindavík eru hafnar við Austurveg. Tækja- og vélamaður hjá Grindavíkurbæ segir lagnirnar líta mjög vel út miðað við það sem reiknað var með. 

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hætta er á að eina neysluvatnslögn Vestmannaeyja rofni alveg vegna mikilla skemmda en hættustigi almannavarna var lýst yfir í dag. Bæjarstjórinn segir málið á borði lögreglu og telur bótaskyldu fyrir hendi. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sjáum myndir af lögninni.

Innlent

Sveitar­stjóri óskaði eftir helmingi minni launa­hækkun

Á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps í dag var meðal annars tekin fyrir beiðni frá Huldu Kristjánsdóttur, sveitarstjóra þar sem hún lagði fram ósk um að breyting á launum hennar frá 1. nóvember 2023 taki ekki breytingum samkvæmt launavísitölu þetta árið líkt og samið er um í ráðningarsamningi heldur verði í takt við þær breytingar sem BHM gerði á launatöflum 1. apríl 2023. Breyting samkvæmt launavísitölu þýðir um 11% hækkun á milli ára en breytingar á launatöflum BHM nemur 6,75%. Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti þessa beiðni sveitarstjóra.

Innlent

Reglur um farsímanotkun barna í nær öllum grunn­skólum

Meirihluti skóla hefur sett reglur um farsímanotkun barna. Oftast er hún háð takmörkunum og jafnvel staðsetningu. Algengara er að eldri börn megi vera með síma en þau yngri. Stundum þurfa börnin símann til að komast í almenningssamgöngur og fá því að hafa hann í töskunni. 

Innlent

Hraunið reynst betur en vonir stóðu til

Vinna við að reisa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu hefur gengið betur en von var á. Sviðsstjóri hjá Verkís segir ástæðuna þá að betur hafi gengið að nýta jarðveg á svæðinu en búist var við í upphafi.

Innlent

„Ekki gott að við séum að greina of marga“

Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir langa biðlista eftir ADHD-greiningum hjá fullorðnum skýrast að hluta af því að margir fullorðnir, sem þjást af kvíða, streitu eða öðrum kvillum, telji sig vera með röskunina. Tryggja þurfi fjölbreyttari meðferðarúrræði við ADHD en lyfjagjöf.

Innlent

Flutningi Hussein fjöl­skyldunnar frestað til laugar­dags

Fjölskylda Hussein Hussein flýgur til Grikklands á laugardag. Þeim hafði áður verið tilkynnt að þau myndu fara í dag. Hussein verður einn eftir á landinu en það er samkvæmt ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu. Landsréttur á enn eftir að úrskurða í máli fjölskyldunnar. 

Innlent

Rík á­stæða fyrir fólk að hringja fyrst

Enn er mikið álag á bráðamótttökunni á Landspítalanum í Fossvogi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef spítalans þar sem fólk er beðið um að hringja fyrst í 1700 sé það ekki í bráðri hættu.

Innlent

Björguðu Ás­dísi ofan af þaki ráð­hússins

Rýming bæjarskrifstofa Kópavogsbæjar á Digranesvegi vegna elds og reyks var æfð í morgun. Samhliða fór fram björgunaræfing þar sem Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra var bjargað af þaki byggingarinnar og í körfubíl.

Innlent

Mun fleiri konur en karlar færa fórnir til að brúa bilið

Ný könnun Vörðu sýnir að mun hærra hlutfall kvenna en karla lengir fæðingarlof og hættir í vinnu til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Framkvæmdastjóri Vörðu segir að afleiðingar ójafnrar ábyrgðar kynjanna á umönnun barna fylgi konum út ævina, til að mynda með lægri lífeyrisgreiðslum.

Innlent

Var á ó­venju hraðskreiðri snjóþotu þegar hann lést

Nítján ára karlmaður sem lést eftir að ekið var á hann við Framhaldsskólann á Laugum í febrúar 2022 var að renna sér á hraðskreiðari snjóþotu en almennt var notuð við skólann. Áratugalöng hefð er fyrir því að nemendur renni sér á rassasnjóþotum niður brekku við skólann.

Innlent

Hefja vinnslu á ný í Grinda­vík

Stefnt er að því að byrja að pakka saltfiski á ný í vinnslu sjávarútvegsfyrirtækisins Þorbjarnar í Grindavík í dag og er starfsfólk mætt á staðinn. Fyrirtækjum í Grindavík hefur nú verið auðveldað að hefja starfsemi aftur eftir að reglur um viðveru í bænum voru rýmkaðar.

Innlent