Erlent

Annað ímyndað hneyksli gerir íhaldsmenn reiða

Blaðamaður götublaðsins New York Post hefur hætt starfi sínu og segir að sér hafi verið skipað að skrifa kolranga frétt. Sú frétt var um að ríkisstjórn Joes Biden væri að útbýta barnabókum Kamölu Harris, varaforseta, og til ólöglegra innflytjenda á barnsaldri.

Erlent

Átta látnir eftir elds­voða í Ríga

Átta manns hið minnsta eru látnir og níu slasaðir eftir að mikill eldur kom upp í húsnæði sem hefur verið lýst sem ólöglegu farfuglaheimili í lettnesku höfuðborginni Ríga í morgun.

Erlent

Rannsaka viðbrögð Bolsonaro við faraldrinum

Brasilíska þingið rannsakar nú viðbrögð ríkisstjórnar Jairs Bolsonaro forseta við kórónuveirufaraldrinum sem hefur orðið að minnsta kosti 391.000 manns að bana í landinu. Bolsonaro segist engar áhyggjur hafa af rannsókninni jafnvel þó að hún gæti leitt til þess að hann yrði sviptur embætti.

Erlent

Bólusettir geti verið grímulausir utandyra

Þeir sem hafa þegar verið fullbólusettir gegn kórónuveirunni þurfa ekki að nota grímur utandyra nema þeir séu í stórum hópi ókunnungs fólks samkvæmt nýjum leiðbeiningum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC). Óbólusettir geta líka sleppt grímum utandyra við ákveðnar aðstæður.

Erlent

Kreml vængstífir samtök Navalní

Samtökum Alexeis Navalní gegn spillingu var bannað að koma upplýsingum á framfæri á netinu eða í gegnum fjölmiðla, skipuleggja viðburði, taka þátt í kosningum eða nota bankareikninga með úrskurði dómstóls í Moskvu í dag. Yfir samtökunum vofir einnig að vera lýst öfgasamtök.

Erlent

Handsprengjan reyndist hjálpartæki ástarlífsins

Þegar ung kona á skokki í skógi nærri borginni Passau í Þýskalandi kíkti í grunsamlegan poka brá henni heldur í brún. Þar sá hún handsprengju sem hún taldi úr seinni heimsstyrjöldinni og dreif hún sig til að hringja í lögregluna.

Erlent

Bretar gera sig breiða og sigla flota um höf Asíu

Bretar munu í næsta mánuði senda herflota á siglingu um Asíu og Kyrrahaf. Um stærsta flota Bretlands í áraraðir er að ræða og verður nýja flugmóðurskipið HMS Queen Elizabeth í flotanum. Það er annað flugmóðurskip Bretlands og stærsta herskip sem ríkið hefur sett á flot.

Erlent

Lífseigu samstarfi í geimnum að ljúka og keppt til tunglsins

Í rúma tvo áratugi hafa geimvísindamenn og geimfarar Rússlands og Bandaríkjanna unnið náið saman, samhliða því að samskipti ríkjanna tveggja hafa beðið verulega hnekki. Þó viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum hafi verið beitt á báða bóga hefur geimurinn verið sér á báti. Sá tími er nú liðinn.

Erlent

„Leyfið líkunum að hrannast upp í þúsundatali!“

Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, sætir nú auknum þrýstingi eftir að breskir miðlar greindu frá því í gær að hann hefði sagt að hann vildi frekar sjá þúsundir líka hrannast upp en að grípa aftur til harðra sóttvarnaðgerða.

Erlent

Koma Indverjum til aðstoðar

Fjöldi ríkja kemur nú Indverjum til aðstoðar en kórónuveirufaraldurinn er í hæstu hæðum í þessu næstfjölmennasta landi heims.

Erlent

Ráðherra fékk hníf með rauðum slettum í pósti

Ferðamálaráðherra Spánar fékk hníf með rauðum slettum sendan í pósti en nokkrir stjórnmála- og embættismenn hafa fengið líflátshótanir undanfarna daga. Stjórnmálaflokkar af öllu pólitíska litrófinu hafa fordæmt hótanirnar sem eru til rannsóknar lögreglu.

Erlent

ESB í mál við AstraZeneca

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sagðist í dag hafa höfðað mál gegn lyfjaframleiðandanum AstraZeneca vegna vanefnda á samningum.

Erlent