Erlent

Hollingshorst fékk Booker verðlaun

Booker-verðlaunin, einhver þekktustu bókmenntaverðlaun Bretlands, hlýtur í ár rithöfundurinn Alan Hollingshorst fyrir bókina The Line of Beauty. Hún fjallar um samkynhneigðan lífsnautnasegg á stjórnarárum Margret Thatcher í Bretlandi. Í einu atriða bókarinnar dansar söguhetjan meira að segja við Thatcher uppfullur af eiturlyfjum og gjörsamlega út úr heiminum.

Erlent

Börðu dóttur sína og systur

Írakskir feðgar voru handsamaðir í Ósló í gær þar sem þeir höfðu beitt tólf ára gamla stúlku ofbeldi. Feðgarnir, sem eru 36 og 20 ára gamlir og eru faðir og bróðir stúlkunnar, sættu sig ekki við að hún ætti orð við norska jafnaldra sína af gagnstæðu kyni. Þeir hugðust taka hana með sér til Íraks þar sem þeir höfðu fundið mannsefni fyrir hana.

Erlent

Clinton til í slaginn

Bill Clinton er orðinn nægilega heill heilsu til að taka þátt í kosningabaráttu Johns Kerry. Ákveðið hefur verið að Clinton verði með Kerry á fundi í Philadelphiu næsta mánudag og einnig stendur til að hann ferðist um og hvetji fólk til að kjósa Kerry.

Erlent

Kjósendur svartsýnir á efnahaginn

Bandaríkjamenn eru svartsýnni á efnahagsástandi nú, tæpum tveimur vikum fyrir kosningar, en þeir voru fyrir mánuði síðan, samkvæmt skoðanakönnun Gallups sem birt var í fréttum CNN-sjónvarpsstöðvarinnar.

Erlent

Danskur þingmaður í gæsluvarðhald

Danskur þingmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir kynferðislega misnotkun á þrettán ára dreng. Þingmaðurinn er talinn hafa reynt margoft að tæla til sín unga drengi gegn borgun. </font /></b />

Erlent

Írakar skamma Sameinuðu þjóðirnar

Sameinuðu þjóðirnar standa ekki undir væntingum þegar kemur að aðstoð við undirbúning kosninganna í Írak sem fram eiga að fara í janúar. Þetta sagði Hoshyar Zebari, utanríkisráðherra í írösku bráðabirgðastjórninni.

Erlent

Fleiri vélmenni inn á heimilin

Sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum búast við því að sala á vélmennum til heimilisnota muni sjöfaldast fyrir árið 2007. Heimili í Bandaríkjunum nýta sér nú í auknum mæli þjónustu vélmenna við ýmis misvinsæl heimilisstörf. Vinsælast er að kaupa vélmenni sem sjá um að slá blettinn.

Erlent

Kúluspil heiti ekki Hitler

Japönsk einkaleyfisstofa hefur bannað fyrirtæki að kalla kúluspil eftir Adolf Hitler, Móses og öðrum sögufrægum persónum.

Erlent

Falla fyrir peningum og völdum

Konur virðast liggja kylliflatar fyrir völdum og peningum þó að femínistar reyni að neita þeim þráláta áburði. Samkvæmt könnun, sem gerð var í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi og Nettavisen greinir frá, hafði önnur hver kona sem svaraði átt í kynferðislegu sambandi við yfirboðara sinn og 28% prósent sögðust beinlínis vera til í það með æðsta yfirmanninum.

Erlent

Geðsjúks morðingja leitað

Geðsjúks morðingja er leitað í Linköping í Svíþjóð. Maðurinn, sem er um tvítugt, réðist á konu á sextugsaldri í gærmorgun og stakk hana til bana, eftir því sem talið er að ástæðulausu. Átta ára gamall drengur var skammt hjá og kallaði hann þegar í stað á hjálp. Morðinginn vatt sér því næst að drengnum og drap hann.

Erlent

Bill mætir til leiks

Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun líklega þátt í kosningafundi fyrir John Kerry, forsetaframbjóðanda Demókrata, í Philadelphiu í næstu viku. Ekki er ljóst hvort Kerry sjálfur verður á fundinum, en Clinton hefur ákveðið að heiðra viðstadda með nærveru sinni.

Erlent

Hætta á hryllilegri hungursneyð

Hætta er á hungursneyð í Darfur í Súdan, sem gæti orðið mun verri en nokkur hungursneyð sem sést hefur á undanförnum áratugum. Þetta er mat sérfræðinga alþjóða Rauða krossins. Talsmenn barnaverndarsjóðs Sameinuðu þjóðanna greindu jafnframt frá því að öryggi í Darfur væri ennþá mjög ábótavant. 

Erlent

Höfum jafn mörg gen og ormar

Maðurinn er ekki flóknari lífvera en ormur eða lítið blóm ef aðeins er miðað við fjölda gena sem hver lífvera býr yfir. "Við virðumst ekkert sérlega merkileg í þessari samkeppni," sagði Francis Collins, einn höfunda nýrrar greiningar á þeim fjölda gena sem mynda manninn, en hann telur þau mun færri en áður var talið.

Erlent

Viðurkennir samband en neitar öðru

Danski þingmaðurinn, sem var handtekinn í gær, viðurkennir ad hafa haft samband vid þrettán ára dreng á Internetinu, en neitar að hafa stundað kynlíf med honum. Danska lögreglan, sem nú yfirheyrir þingmanninn, telur ad hann hafi áður reynt ad setja sig í samband vid fleiri unga drengi og boðið þeim greiðslu fyrir kynlíf.

Erlent

Sambúð getur af sér drengi

Pör sem búa undir sama þaki á þeim tíma þegar barn er getið eru líklegri til að eignast stráka en pör sem ekki búa saman. Þetta kemur fram í nýrri bandarískri könnun sem virðist ótvírætt sýna að umhverfisaðstæður við getnað geti að einhverju leyti ákvarðað kyn barnsins.

Erlent

Meiri launamunur en talið var

Launamunur kynjanna er meiri í Bretlandi en áður hefur verið talið, samkvæmt nýrri könnun sem birt var í gær. Laun kvenna eru fimmtungi lægri en laun karla, hálfu öðru prósenti meira en samkvæmt könnun sem gerð var í fyrra. Útreikningar hafa breyst í millitíðinni og teljast nýju útreikningarnir lýsa veruleikanum betur en þeir gömlu.

Erlent

Fjölga lífvörðum ráðamanna

Aldrei áður hafa jafn margir lífverðir gætt ísraelsks forsætisráðherra og nú. Öryggisgæslan um ísraelska ráðherra og þingmenn hefur verið aukin vegna hættu sem leyniþjónustan telur að kunni að steðja að ráðamönnum vegna atkvæðagreiðslu um brotthvarf frá Gaza.

Erlent

Lítil spilling á Íslandi

Ísland lendir enn og aftur á lista með þeim löndum heims sem þykja til fyrirmyndar hvað varðar heiðarleika og gagnsæi í stjórnkerfinu. Ísland og Danmörk deila þriðja til fjórða sætinu sem minnst spilltu lönd heims.

Erlent

Mest spilling í olíuríkjum

Mikið samhengi er á milli olíuauðs og spillingar í viðkomandi löndum að sögn Peters Eigen, formanns Transparency International, sem hefur tekið saman árlegan lista sinn um hversu mikil spillingin er í 146 löndum heims.

Erlent

2 í gæsluvarðhald vegna morðs

Tveir menn á fertugsaldri hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Danmörku til 11. nóvember, vegna morðs á leigubílstjóra á sunnudagskvöld. Við yfirheyrslur yfir mönnunum tveimur í gær kom fram að þeir verða í einangrun til annars nóvember.

Erlent

Tígrisdýr drepast úr fuglaflensu

Tuttugu og þrjú tígrisdýr í dýragarði í Taílandi hafa látist af völdum fuglaflensu undanfarna daga. Dýrin veiktust af flensunni eftir að þeim var gefið smitað kjúklingakjöt. 

Erlent

Coke semur sig frá sektum

Margra ára langri deilu Evrópusambandsins og Coca Cola fyrirtækisins lauk með samkomulagi sem kynnt var í gær. Samkvæmt því þarf fyrirtækið ekki að greiða sektir en verður þess í stað að draga úr þeirri starfsemi sem er talin hamla samkeppni.

Erlent

Fellibylur gengur yfir Japan

Fellibylurinn Tokage gekk yfir Okinawa í Japan í morgun með úrhellisrigningu og kraftmiklum vindhviðum, allt að 48 metrum á sekúndu. Sex slösuðust í Okinawa en Tokage stefnir nú hraðbyri á meginland Japans. Þrjú hundruð flugferðir hafa verið felldar niður sem og ferjusiglingar.

Erlent

Yfirmanni góðgerðasamtaka rænt

Mannræningjar rændu yfirmanni alþjóðlegu góðgerðasamtakanna Care International í Írak í dag. Margaret Hassan hefur búið í Írak í þrjá áratugi en ekki er vitað hvar hún er nú niðurkomin.

Erlent

Forsætisráðherra í stofufangelsi

Herforingjastjórnin í Mjanmar, sem áður gekk undir nafninu Burma, skipti í gær um forsætisráðherra. Herforinginn Soe Win, sem er talinn mikill harðlínumaður tók þá við embættinu af Khin Nyunt, herforingja og yfirmanni leyniþjónustunnar.

Erlent

Breytti nafninu í Keikóborgara

Ungur Norðmaður hefur látið breyta nafni sínu í Keikoburger, eða Keikóborgara upp á íslensku. Hann segir þetta frábært því nú geti hann fengið útgefið vegabréf og ökuskírteini með einstæðu nafni.

Erlent

Forsætisráðherrann í stofufangelsi

Forsætisráðherra Burma hefur verið vikið úr embætti sínu vegna meintrar spillingar og hann situr nú í stofufangelsi. Íhaldssöm öfl innan hersins standa að aðgerðunum og standa nú vörð um hús hans.

Erlent

Hersetuliðið í 5 ár til viðbótar

Engin leið er að kalla hersetuliðið í Írak heim innan fimm ára að mati virtustu sérfræðinga Bretlands í hermálum. Fyrst þá er nokkur von til þess að írakskar öryggissveitir geti tryggt lágmarksöryggi borgara landsins.

Erlent

Fékk ekki að heita @

Kínverskur maður hefur fengið synjun frá kínverskum stjórnvöldum vegna beiðnar um að láta son sinn heita @. Maðurinn hélt því fram að táknið sem notað er í öllum tölvupósti og fyrirfinnst á öllum lyklaborðum sé svo algengt að það væri gjaldgengt sem mannsnafn.

Erlent