Erlent

Víglína í átökum við Bandaríkin

Sýrland er vaxandi vandamál að mati utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Tilgangur bandalags Sýrlendinga og Írana er óljós en því er velt upp hvort það sé eins konar víglína í átökum við Bandaríkin.

Erlent

Sharon líklega ekki ákærður

Dómsmálaráðherra Ísraels mun líklega ekki ákæra Ariel Sharon vegna meintrar fjármálaspillingar frá árinu 1999. Þetta sögðu heimildarmenn innan dómsmálaráðuneytis Ísraela í morgun.

Erlent

Meðlimir ETA handteknir

Tveir félagar í aðskilnaðarhreyfingu herskárra Baska, ETA, voru handteknir á Spáni í morgun, skammt frá borginni Valencia. Lögreglan lagði hald á nokkurt magn sprengiefna á sama stað. Talsmaður lögreglunnar greindi frá því að karlmaður og kona væru í haldi og að jafnframt hefðu fundist byssa og skjöl á staðnum.

Erlent

Fengu hundaæðissýkt líffæri

Þrír sjúklingar berjast fyrir lífi sínu í Þýskalandi eftir að í þá voru grædd líffæri úr konu sem reyndist hafa verið með hundaæði. Líffæragjafin lést eftir hjartaáfall á síðasta ári og við rannsókn virtist allt í lagi með líffæri hennar.

Erlent

Sharon ekki ákærður

Engin ákæra verður gefin út á hendur Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, vegna spillingarmáls sem allt leit út fyrir að gæti bundið enda á stjórnmálaferil hans.

Erlent

Fuglaflensan ógnar enn Víetnam

Yfirvöld í Víetnam íhuga nú hvað skuli gera til að stemma stigu við fuglaflensunni sem herjað hefur á landsmenn undanfarið. Þrettán manns hafa látist af völdum flensunnar síðastliðnar vikur. Til tals hefur komið að slátra öllum hænsfuglum sem fyrirfinnast í Víetnam en sú hugmynd hefur ekki fengið góðan hljómgrunn hjá mörgum bóndanum í landinu.

Erlent

Grunaður um aðild að mannráninu

Tuttugu og fjögurra ára karlmaður hefur verið handtekinn í Kaupmannahöfn að beiðni sænsku lögreglunnar þar sem hann er grunaður um aðild á ráninu á Fabian Bengtsson. Lögreglan í Kaupmannahöfn vill ekki gefa upp af hvaða þjóðerni maðurinn er en segir þó að hann sé hvorki Dani né Svíi. Foreldrar hans búa þó í Danmörku.

Erlent

Kjarnorkuvopnaeign helsta ógnin

Kjarnorkuvopnaeign Asíuríkja er meðal helstu ógna sem Bandaríkjamenn þurfa að fylgjast með að mati yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Hryðjuverk eru áfram ofarlega á lista yfir ógnir.

Erlent

Norðmenn sniðgangi skoskt viskí

Norski þingmaðurinn Ivar Kristiansen skorar á norska neytendur að sniðganga skoskt viskí í vínbúðum í mótmælaskyni við aðför skoskra laxeldismanna að norsku laxeldi. Hann segir að Skotarnir beiti Evrópusambandinu fyrir sig til að vernda eigin hagsmuni á kostnað Norðmanna.

Erlent

Vill meiri þrýsting á Sýrlendinga

Sýrlendingar eru úr takt við önnur ríki í Mið-Austurlöndum, sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti þegar hann lýsti því yfir að hann vildi vinna með öðrum ríkjum að því að þrýsta á Sýrlendinga um að hverfa með her sinn frá Líbanon.

Erlent

Bankarán IRA talið upplýst

Írskir lögreglumenn hafa handtekið sjö einstaklinga sem grunaðir eru um bankarán í Belfast og lagt hald á andvirði um 260 milljóna króna. Írska lýðveldishernum hefur verið kennt um bankaránið og það staðið í vegi fyrir friðarsamkomulagi á Norður-Írlandi.

Erlent

Fellur portúgalska ríkisstjórnin?

Portúgalska ríkisstjórnin mun falla í þingkosningunum um næstu helgi ef marka má skoðanakannanir þar í landi. Jafnaðarmannaflokkurinn sem er í stjórnarandstöðu hefur töluvert forskot á sósíaldemókrata, sem leiða ríkisstjórnina, og samkvæmt sumum könnunum myndu jafnaðarmenn ná hreinum meirihluta ef kosið yrði nú.

Erlent

Sprenging í Sómalíu fellir tvo

Tveir féllu í valinn og sex særðust í sprengingu sem varð í höfuðborg Sómalíu í morgun. Embættismenn frá grannríkinu Kenýa segja að flest bendi til þess að hryðjuverkamenn hafi staðið að sprengingunni.

Erlent

Þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna

Írak er orðið að þjálfunarbúðum fyrir hryðjuverkamenn sem geta beitt reynslu sinni þaðan til árása annars staðar. Þetta kom fram í máli Porter Goss, yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar (CIA) þegar hann svaraði bandarískum þingmönnum.

Erlent

Svíi biður umhjálp

Sænskur ríkisborgari, sem haldið er í gíslingu í Írak, bað Karl Gústaf Svíakonung og Jóhannes Pál II páfa um hjálp við að losna lifandi úr gíslingu sinni. Gíslatökumenn tóku hjálparbeiðni mannsins upp á myndband og sendu það til fjölmiðla.

Erlent

Krefjast brottreksturs forsetans

Foreldrar barna sem létu lífið þegar rússneskir hermenn réðust gegn gíslatökumönnum í skóla í Beslan krefjast þess að forseti Norður-Ossetíu verði rekinn. Þau skrifuðu Vladimír Pútín Rússlandsforseta bréf og báðu hann um að reka Alexander Dzasokhov úr embætti forseta Norður-Ossetíu.

Erlent

Dýrt spaug ef flug tefst

Það getur verið þreytandi að bíða tímunum saman á flugvöllum eða jafnvel í flugvélum vegna tafa, en framvegis verður það líka dýrt spaug - fyrir flugfélögin. Nýjar Evrópureglur tóku í dag gildi sem gera ráð fyrir mun hærri greiðslum til farþega sem verða fyrir töfum.

Erlent

Ekki vitað um 30 kíló af plútóníum

Stjórnendur kjarnorkuendurvinnslustöðvarinnar í Sellafield í Bretlandi geta ekki gert grein fyrir því hvað varð af 30 kílóum af plútóníum sem koma ekki fram í tölum um birgðahald. Umhverfisráðherra hefur óskað upplýsinga frá breskum stjórnvöldum.

Erlent

Bið eftir stjórnarmyndun

Íraska kjörstjórnin kynnti í gær staðfest úrslit í þingkosningunum en talið er að nokkrar vikur líði áður en ný ríkisstjórn tekur við völdum. Ástæðan er sú að flokkarnir sem sæti eiga á þingi hafa enn ekki komið sér saman um hver verði næsti forsætisráðherra.

Erlent

Vilja afsögn ríkisstjórnarinnar

Vaxandi þrýstingur hefur verið á ríkisstjórn Líbanons um að segja af sér. Stjórnin nýtur stuðnings stjórnvalda í Sýrlandi og hefur óánægja í garð hennar aukist eftir að fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Rafik Hariri, var ráðinn af dögum.

Erlent

4 látnir í sprengingu í Taílandi

Að minnsta kosti fjórir eru látnir og 40 særðir, sumir lífshættulega, eftir að sprengja sprakk í fjölfarinni götu, nærri vinsælu hóteli, í ferðamannabænum Sungai Kolok í Taílandi fyrir stundu. Forsætisráðherra Taílands var staddur í bænum fyrr í dag en samkvæmt Reuters-fréttastofunni var hann farinn frá Sungai Kolok þegar sprengingin varð.

Erlent

Meiri réttur flugfarþega

Flugfarþegar eiga rétt á tugþúsunda króna greiðslum verði þeir af flugi fyrir verknað flugfélagsins sem þeir eiga bókað flug með. Þetta er hluti af nýjum reglum Evrópusambandsins um réttindi flugfarþega sem tóku gildi í gær.

Erlent

Kínverjar stærstu neytendurnir

Kínverjar hafa tekið við af Bandaríkjamönnum sem stærstu neytendur landbúnaðar- og iðnaðarvarnings í veröldinni. Kínverjar kaupa inn meira af kornvörum, kjöti, kolum og stáli en Bandaríkjamenn. Þeir eiga einnig fleiri sjónvörp, ísskápa og farsíma en Bandaríkjamenn hafa enn vinninginn þegar kemur að olíu.

Erlent

ESB-baráttan að hefjast

Baráttan fyrir því að fá stjórnarskrá Evrópusambandsins samþykkta er að hefjast fyrir alvöru. Á sunnudaginn kjósa Spánverjar um stjórnarskrána, fyrstir allra Evrópuþjóða. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, heimsótti Spán í gær til þess að hvetja þarlenda stjórnmálamenn til dáða í báráttunni fyrir að fá stjórnarskrána samþykkta. 

Erlent

Vatíkanið kennir andasæringar

Háskóli Vatíkansins er farinn að bjóða upp á nýtt námskeið. Hér eftir geta rómversk-kaþólskir klerkar lært hvernig á að særa illa anda úr andsetnu fólki, að því er BBC greindi frá.

Erlent

Al-Kaída mun nota gereyðingarvopn

Óöldin í Írak eykur líkurnar á því að uppreisnarmenn láti til skarar skríða í öðrum löndum að mati Porters Goss, yfirmanns bandarísku leyniþjónustunar CIA. Hann segir aðeins tímaspursmál hvenær hryðjuverkahópur eins og Al-Kaída muni reyna árásir með gereyðingarvopnum.

Erlent

Sýrlensk yfirvöld grunuð um morðið

Þúsundir manna fylgdu Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, til grafar í morgun. Líkfylgdin var skipulagslaus og róstusöm og stór hluti syrgjenda hrópaði ókvæðisorð um yfirvöld í Sýrlandi sem eru grunuð um að hafa staðið að baki morðárásinni.

Erlent

Blóði drifin saga

Mikill þrýstingur er nú á Sýrlendingum um að draga hersveitir sínar til baka frá Líbanon og hætta afskiptum af innanríkismálum landsins eftir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra. Ítök Sýrlendinga í stjórn Líbanon eru margslungin og þau eiga sér langa sögu

Erlent

Sagði af sér vegna gúmmítékka

Henriette Kjær, ráðherra fjölskyldu- og neytendamála í dönsku ríkisstjórninni, sagði af sér embætti eftir að upp komst að hún og eiginmaður hennar voru í tvígang dæmd fyrir að greiða ekki fyrir húsgögn sem þau keyptu.

Erlent