Erlent Myndir af Saddam valda fjaðrafoki Bresk og bandarísk dagblöð birtu í gær ljósmyndir af Saddam Hussein í nærfötunum einum klæða, en birting myndanna olli strax miklu fjaðrafoki. Myndirnar kváðu vera teknar fyrir um ári og sýna Íraksleiðtogann fyrrverandi vera að setja plögg af sér í þvottavél þar sem honum er haldið í fangelsi. Erlent 20.5.2005 00:01 Stemma stigu við pýramídastarfsemi Norska ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp gegn allri pýramídastarfsemi sem fær meira en fimmtíu prósent af tekjum sínum með því lokka hópa fólks til starfseminnar, en ekki af vörum og eða þjónustu. Samkvæmt nýju lögunum getur þátttaka í slíku varðað sektum og allt að þriggja ára fangelsi. Erlent 20.5.2005 00:01 Saddam á nærbuxunum Mynd af Saddam Hussein á nærbuxunum birtist á forsíðu breska æsifréttablaðsins <em>Sun</em> í morgun. Í blaðinu segir að menn innan bandaríska hersins hafi afhent blaðinu myndirnar í þeim tilgangi að draga kjarkinn úr uppreisnarmönnum í Írak. Í blaðinu eru einnig myndir af Saddam að handþvo þvott. Erlent 20.5.2005 00:01 27% þreyttu öll samræmd próf Aðeins 27 prósent tíundu bekkinga þreyttu öll sex samræmdu prófin en rúm 40 prósent þreyttu fimm próf. Aðeins tæp tvö prósent tóku ekkert samræmt próf. Yfir 90 prósent nemenda þreyttu próf í íslensku, ensku og stærðfræði en mun færri ákváðu að takast á við náttúrufræði, samfélagsgreinar og dönsku. Um þrjú hundruð nemar í níunda bekk tóku að minnsta kosti eitt samræmt próf. Erlent 19.5.2005 00:01 Biður nágrannana um hjálp Ibrahim al-Jaafari, forsætisráðherra Íraks, skoraði á ríkisstjórnir nágrannalandanna að herða landamæragæslu svo að hryðjuverkamönnum tækist ekki að komast inn í landið. Í það minnsta þrettán manns féllu í árásum í Írak í gær. Erlent 19.5.2005 00:01 Viðvörunarkerfi á Súmötru 2007 Yfirvöld í Indónesíu vonast til að viðvörunarkerfi sem myndi vara við yfirvofandi flóðbylgjum á Súmötru innan fimm mínútna frá jarðskjálfta á hafsbotni verði komið í gagnið í lok næsta árs og kerfi fyrir allt landið ætti að vera orðið virkt eftir fimm ár. Allt að 160 þúsund manns létust í Aceh-héraði á norðanverðri Súmötru í flóðbylgjunni á annan í jólum. Erlent 19.5.2005 00:01 Ákærður fyrir Omagh-tilræði Saksóknari á Norður-Írlandi hefur birt Sean Hoey sem talinn er vera félagi í hinum svonefnda Sanna írska lýðveldisher 61 ákæru fyrir margvísleg afbrot, þar á meðal sprengjutilræði í bænum Omagh árið 1998 sem kostaði 29 mannslíf. Erlent 19.5.2005 00:01 Reyni að svæla fjölmiðla burt Lögfræðingar rússneska auðjöfursins Míkhaíls Khodorkovskís segja að dómararnir séu að reyna að svæla af sér fjölmiðla með því að draga dómsuppkvaðninguna á langinn. Erlent 19.5.2005 00:01 Ók á lögreglumann í hálku Það var enginn skortur á sönnunargögnum þegar ekið var á lögreglumann við skyldustörf í Minnesota í Bandaríkjunum í gær. Myndbandstökuvél í lögreglubílnum var í gangi og náði myndum af því þegar jeppi varð stjórnlaus í hálku og ók á lögreglumanninn á mikilli ferð. Hann hafði numið staðar til að aðstoða konu sem einnig hafði ekið út af í hálkunni. Erlent 19.5.2005 00:01 Reynt að myrða súnnítaleiðtoga Árásum á stjórnmála- og embættismenn í Írak linnir ekki, en í dag réðust uppreisnarmenn á heimili stjórnmálaleiðtoga súnníta í Mósúl í norðurhluta landsins og skutu bílstjóra hans og þrjá öryggisverði. Maðurinn, Fawaz al-Jarba, slapp hins vegar lifandi og náði að kalla til bandarískar hersveitir sem hröktu árásarmennina á brott, en alls létust sjö manns í þessum átökum. Erlent 19.5.2005 00:01 Heimsfaraldur tímaspursmál Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að aðeins sé tímaspursmál hvenær fuglaflensan breiðist út um allan heim. Veiran er talin geta smitast á milli manna en þó er hún ekki talin bráðsmitandi ennþá. Erlent 19.5.2005 00:01 Nötraði eins og kirkjuklukka Jarðskjálftinn mikli á annað dag jóla er sá stærsti sem mælst hefur í rúm fjörutíu ár, allt að 9,3 stig. Jarðvísindamenn segja nýjar mælingar sýna að jarðskorpan hafi hrist eins og hún lagði sig og vikum síðar hafi hún enn nötrað, ekki ósvipað og kirkjuklukka. Erlent 19.5.2005 00:01 Fuglaflensuveira sé að breytast Tíðni fuglaflensutilfella í Víetnam á þessu ári bendir til að veiran sé að breytast þannig hún geti smitast á milli manna. Við það eykst hætta á alheimsfaraldri sem getur kostað milljónir manna lífið. Erlent 19.5.2005 00:01 Hugsanlega ákærður fyrir manndráp Lögreglumaður sem skaut Víetnama til bana í Larvik í Noregi í gær gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Víetnaminn, sem var liðlega þrítugur, var vopnaður hnífi og kjötöxi og var samkvæmt vitnum ógnandi og neitaði að láta vopnin af hendi. Þegar hann síðan gekk í átt að lögreglumönnunum var hann skotinn og sagði lögreglumaðurinn sem skaut hann að það hefði verið gert í nauðvörn. Erlent 19.5.2005 00:01 Ræddust við aftur eftir mánaða hlé Bandarísk og norðurkóresk yfirvöld ræddust við á föstudaginn og þar hvöttu Bandaríkjamenn Norður-Kóreumenn til að hefja aftur viðræður við fimm ríki, þar á meðal Bandaríkin, um kjarnorkuvopnaáætlun sína. Frá þessu greindi einn talsmanna Hvíta hússins í dag. Viðræðurnar voru óformlegar og fóru fram í New York en slíkar viðræður hafa ekki farið fram síðan í desember. Erlent 19.5.2005 00:01 Embættismaður skotinn til bana Háttsettur embættismaður í olíumálráðuneyti Íraks var skotinn til bana í Bagdad í morgun. Atburðurinn átti sér stað þegar maðurinn var að ganga út af heimili sínu og á leið í vinnuna. Engin samtök hafa lýst verknaðinum á hendur sér en unnið er að rannsókn málsins. Erlent 19.5.2005 00:01 Segja margnota bleiur ekki betri 400 þúsund tonn eru notuð af einnota bleium á ári hverju. Rannsókn breskra umhverfissamtaka hefur þó leitt í ljós að það er ekki endilega umhverfisvænna að nota margnota bleiur. Orkan sem fer í að þvo þær og þurrka auk þvottaefnisins sem fer út í náttúruna gerir það að verkum að samtökin telja það hafa álíka slæm áhrif á umhverfið og einnota bleiurnar. Erlent 19.5.2005 00:01 Segja þúsund manns hafa farist Mannréttindasamtök telja að úsbeskir stjórnarhermenn hafi drepið allt að eitt þúsund óbreytta borgara í átökum um helgina. Herinn handtók í gær leiðtoga herskárra múslima sem í fyrradag lýsti yfir íslamskri byltingu í bænum Korasuv. Erlent 19.5.2005 00:01 Harðari aðgerðir gegn veiðiþjófum Indversk stjórnvöld verða að grípa til harðari aðgerða til þess að stemma stigu við tígrisdýradrápum í landinu. Þetta segir nefnd sem skipuð var til þess að kanna ástand tígrisdýrastofnsins í landinu. Fréttir bárust af því í mars að veiðiþjófar hefðu hugsanlega drepið öll tígrisdýrin, eða 16-18 dýr, á verndarsvæði í vesturhluta landsins og var í kjölfarið skipuð nefnd til að fara yfir málið. Erlent 19.5.2005 00:01 Frekari andspyrna barin niður Stjórnarherinn í Úsbekistan hertók síðastliðna nótt smáþorpið Korasuv og barði niður alla andspyrnu þar. Ekki er vitað um mannfall. Erlent 19.5.2005 00:01 Snarpur skjálfti á Súmötru Snarpur skjálfti upp á 6,8 á Richter varð á eyjunni Súmötru í Indónesíu í morgun. Mikil hræðsla greip um sig á eyjunni Nias, sem er skammt frá, og þyrptist fólk út á götur af hræðslu við að jarðskjálftinn ylli flóðbylgju, en skjálfti upp á 8,7 á Richter varð við eyjuna í mars síðastliðnum og biðu þá hundruð bana. Engar fréttir hafa borist af mannfalli eða skemmdum að þessu sinni. Erlent 19.5.2005 00:01 Vill aðgerðir gegn herskáum mönnum Shaul Mofaz, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur fyrirskipað hernum að gera allt sem þarf til þess að taka úr umferð Palestínumenn sem hafa skotið eldflaugum á landnemabyggðir gyðinga á Gaza-svæðinu. Átök á svæðinu undanfarna daga hafa stefnt þriggja mánaða gömlu vopnahléi Ísraels og Palestínumanna í hættu. Erlent 19.5.2005 00:01 Hættir að niðurgreiða umskurð Norska ríkið hefur hætt þáttöku í kostnaði við umskurð á múslímadrengjum. Umboðsmaður sjúklinga þar í landi óttast að það kunni að leiða til óvandaðra vinnubragða. Fram til þessa hafa múslímar aðeins þurft að greiða sem svarar 750 krónum fyrir að láta umskera syni sína. Nú þegar ríkið hefur hætt þátttöku í kostnaðinum þurfa þeir að greiða 100 þúsund krónur. Erlent 19.5.2005 00:01 Neitar aðild að blóðbaði Nur-Pashi Kulayev, 24 ára gamall tsjetsjenskur smiður, neitaði í dag að eiga sök á blóðbaðinu í barnaskólanum í Beslan í Suður-Rússlandi í fyrra. Kulayev er sá eini árásarmannanna 30 sem hertóku barnaskólann sem náðist á lífi, en 330 manns dóu í skólanum, flestir í sprengingum árásarmannanna. Þar af var helmingurinn skólabörn. Erlent 19.5.2005 00:01 Hjálparstarfsmenn myrtir við Kabúl Sex afganskir hjálparstarfsmenn létust í árás uppreisnarmanna nærri höfuðborginni Kabúl. Uppreisnarmennirnir hófu skothríð á bifreið hjálparstarfsmannana, sem var merkt Sameinuðu þjóðunum, en það hefur ekki fengist staðfest að mennirnir hafi starfað á þeirra vegum. Erlent 19.5.2005 00:01 Flugskeytum skotið á landnemabyggð Palestínskir uppreisnarmenn skutu í morgun þremur flugskeytum að íbúabyggð Ísraelsmanna við Gaza-ströndina. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast í árásunum. Í gær var einn Palestínumaður drepinn við Gaza og í kjölfarið skutu palestínskir uppreisnarmenn nokkrum sprengjum að byggðum gyðinga. Erlent 19.5.2005 00:01 Regnskógar við Amason hverfa hratt Regnskógarnir við Amasonfljótið minnka nú hraðar en nokkru sinni fyrr. Frá ágúst 2003 til sama mánaðar árið 2004 voru alls 26 þúsund ferkílómetrar af skóglendi höggnir niður. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá ríkisstjórn Brasilíu. Alls er nú búið að höggva fimmtung af öllu skóglendi við fljótið. Erlent 19.5.2005 00:01 Chirac fær liðsstyrk Leiðtogar Þýskalands og Póllands hvöttu í gær franska kjósendur að leggja blessun sína yfir stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins. Erlent 19.5.2005 00:01 Hundruða saknað eftir sjóslys Ekkert lát er á sjóslysum í Bangaldess en í gær varð þriðja mannskæða slysið á einni viku. Erlent 19.5.2005 00:01 Fékk alvarlegt hjartaáfall Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, fékk alvarlegt hjartaáfall í dag og var fluttur á sjúkrahús. Þetta hefur Reuters-fréttastofun eftir heimildarmanni sem er nátengdur fjölskyldu Pinochets. Einræðisherrann fyrrverandi hefur sætt ákærum fyrir grimmdarverk í stjórnartíð sinni, 1973-1990, en hann hefur verið heilsuveill undanfarin ár og fengið nokkur minni háttar hjartaáföll. Erlent 19.5.2005 00:01 « ‹ ›
Myndir af Saddam valda fjaðrafoki Bresk og bandarísk dagblöð birtu í gær ljósmyndir af Saddam Hussein í nærfötunum einum klæða, en birting myndanna olli strax miklu fjaðrafoki. Myndirnar kváðu vera teknar fyrir um ári og sýna Íraksleiðtogann fyrrverandi vera að setja plögg af sér í þvottavél þar sem honum er haldið í fangelsi. Erlent 20.5.2005 00:01
Stemma stigu við pýramídastarfsemi Norska ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp gegn allri pýramídastarfsemi sem fær meira en fimmtíu prósent af tekjum sínum með því lokka hópa fólks til starfseminnar, en ekki af vörum og eða þjónustu. Samkvæmt nýju lögunum getur þátttaka í slíku varðað sektum og allt að þriggja ára fangelsi. Erlent 20.5.2005 00:01
Saddam á nærbuxunum Mynd af Saddam Hussein á nærbuxunum birtist á forsíðu breska æsifréttablaðsins <em>Sun</em> í morgun. Í blaðinu segir að menn innan bandaríska hersins hafi afhent blaðinu myndirnar í þeim tilgangi að draga kjarkinn úr uppreisnarmönnum í Írak. Í blaðinu eru einnig myndir af Saddam að handþvo þvott. Erlent 20.5.2005 00:01
27% þreyttu öll samræmd próf Aðeins 27 prósent tíundu bekkinga þreyttu öll sex samræmdu prófin en rúm 40 prósent þreyttu fimm próf. Aðeins tæp tvö prósent tóku ekkert samræmt próf. Yfir 90 prósent nemenda þreyttu próf í íslensku, ensku og stærðfræði en mun færri ákváðu að takast á við náttúrufræði, samfélagsgreinar og dönsku. Um þrjú hundruð nemar í níunda bekk tóku að minnsta kosti eitt samræmt próf. Erlent 19.5.2005 00:01
Biður nágrannana um hjálp Ibrahim al-Jaafari, forsætisráðherra Íraks, skoraði á ríkisstjórnir nágrannalandanna að herða landamæragæslu svo að hryðjuverkamönnum tækist ekki að komast inn í landið. Í það minnsta þrettán manns féllu í árásum í Írak í gær. Erlent 19.5.2005 00:01
Viðvörunarkerfi á Súmötru 2007 Yfirvöld í Indónesíu vonast til að viðvörunarkerfi sem myndi vara við yfirvofandi flóðbylgjum á Súmötru innan fimm mínútna frá jarðskjálfta á hafsbotni verði komið í gagnið í lok næsta árs og kerfi fyrir allt landið ætti að vera orðið virkt eftir fimm ár. Allt að 160 þúsund manns létust í Aceh-héraði á norðanverðri Súmötru í flóðbylgjunni á annan í jólum. Erlent 19.5.2005 00:01
Ákærður fyrir Omagh-tilræði Saksóknari á Norður-Írlandi hefur birt Sean Hoey sem talinn er vera félagi í hinum svonefnda Sanna írska lýðveldisher 61 ákæru fyrir margvísleg afbrot, þar á meðal sprengjutilræði í bænum Omagh árið 1998 sem kostaði 29 mannslíf. Erlent 19.5.2005 00:01
Reyni að svæla fjölmiðla burt Lögfræðingar rússneska auðjöfursins Míkhaíls Khodorkovskís segja að dómararnir séu að reyna að svæla af sér fjölmiðla með því að draga dómsuppkvaðninguna á langinn. Erlent 19.5.2005 00:01
Ók á lögreglumann í hálku Það var enginn skortur á sönnunargögnum þegar ekið var á lögreglumann við skyldustörf í Minnesota í Bandaríkjunum í gær. Myndbandstökuvél í lögreglubílnum var í gangi og náði myndum af því þegar jeppi varð stjórnlaus í hálku og ók á lögreglumanninn á mikilli ferð. Hann hafði numið staðar til að aðstoða konu sem einnig hafði ekið út af í hálkunni. Erlent 19.5.2005 00:01
Reynt að myrða súnnítaleiðtoga Árásum á stjórnmála- og embættismenn í Írak linnir ekki, en í dag réðust uppreisnarmenn á heimili stjórnmálaleiðtoga súnníta í Mósúl í norðurhluta landsins og skutu bílstjóra hans og þrjá öryggisverði. Maðurinn, Fawaz al-Jarba, slapp hins vegar lifandi og náði að kalla til bandarískar hersveitir sem hröktu árásarmennina á brott, en alls létust sjö manns í þessum átökum. Erlent 19.5.2005 00:01
Heimsfaraldur tímaspursmál Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að aðeins sé tímaspursmál hvenær fuglaflensan breiðist út um allan heim. Veiran er talin geta smitast á milli manna en þó er hún ekki talin bráðsmitandi ennþá. Erlent 19.5.2005 00:01
Nötraði eins og kirkjuklukka Jarðskjálftinn mikli á annað dag jóla er sá stærsti sem mælst hefur í rúm fjörutíu ár, allt að 9,3 stig. Jarðvísindamenn segja nýjar mælingar sýna að jarðskorpan hafi hrist eins og hún lagði sig og vikum síðar hafi hún enn nötrað, ekki ósvipað og kirkjuklukka. Erlent 19.5.2005 00:01
Fuglaflensuveira sé að breytast Tíðni fuglaflensutilfella í Víetnam á þessu ári bendir til að veiran sé að breytast þannig hún geti smitast á milli manna. Við það eykst hætta á alheimsfaraldri sem getur kostað milljónir manna lífið. Erlent 19.5.2005 00:01
Hugsanlega ákærður fyrir manndráp Lögreglumaður sem skaut Víetnama til bana í Larvik í Noregi í gær gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Víetnaminn, sem var liðlega þrítugur, var vopnaður hnífi og kjötöxi og var samkvæmt vitnum ógnandi og neitaði að láta vopnin af hendi. Þegar hann síðan gekk í átt að lögreglumönnunum var hann skotinn og sagði lögreglumaðurinn sem skaut hann að það hefði verið gert í nauðvörn. Erlent 19.5.2005 00:01
Ræddust við aftur eftir mánaða hlé Bandarísk og norðurkóresk yfirvöld ræddust við á föstudaginn og þar hvöttu Bandaríkjamenn Norður-Kóreumenn til að hefja aftur viðræður við fimm ríki, þar á meðal Bandaríkin, um kjarnorkuvopnaáætlun sína. Frá þessu greindi einn talsmanna Hvíta hússins í dag. Viðræðurnar voru óformlegar og fóru fram í New York en slíkar viðræður hafa ekki farið fram síðan í desember. Erlent 19.5.2005 00:01
Embættismaður skotinn til bana Háttsettur embættismaður í olíumálráðuneyti Íraks var skotinn til bana í Bagdad í morgun. Atburðurinn átti sér stað þegar maðurinn var að ganga út af heimili sínu og á leið í vinnuna. Engin samtök hafa lýst verknaðinum á hendur sér en unnið er að rannsókn málsins. Erlent 19.5.2005 00:01
Segja margnota bleiur ekki betri 400 þúsund tonn eru notuð af einnota bleium á ári hverju. Rannsókn breskra umhverfissamtaka hefur þó leitt í ljós að það er ekki endilega umhverfisvænna að nota margnota bleiur. Orkan sem fer í að þvo þær og þurrka auk þvottaefnisins sem fer út í náttúruna gerir það að verkum að samtökin telja það hafa álíka slæm áhrif á umhverfið og einnota bleiurnar. Erlent 19.5.2005 00:01
Segja þúsund manns hafa farist Mannréttindasamtök telja að úsbeskir stjórnarhermenn hafi drepið allt að eitt þúsund óbreytta borgara í átökum um helgina. Herinn handtók í gær leiðtoga herskárra múslima sem í fyrradag lýsti yfir íslamskri byltingu í bænum Korasuv. Erlent 19.5.2005 00:01
Harðari aðgerðir gegn veiðiþjófum Indversk stjórnvöld verða að grípa til harðari aðgerða til þess að stemma stigu við tígrisdýradrápum í landinu. Þetta segir nefnd sem skipuð var til þess að kanna ástand tígrisdýrastofnsins í landinu. Fréttir bárust af því í mars að veiðiþjófar hefðu hugsanlega drepið öll tígrisdýrin, eða 16-18 dýr, á verndarsvæði í vesturhluta landsins og var í kjölfarið skipuð nefnd til að fara yfir málið. Erlent 19.5.2005 00:01
Frekari andspyrna barin niður Stjórnarherinn í Úsbekistan hertók síðastliðna nótt smáþorpið Korasuv og barði niður alla andspyrnu þar. Ekki er vitað um mannfall. Erlent 19.5.2005 00:01
Snarpur skjálfti á Súmötru Snarpur skjálfti upp á 6,8 á Richter varð á eyjunni Súmötru í Indónesíu í morgun. Mikil hræðsla greip um sig á eyjunni Nias, sem er skammt frá, og þyrptist fólk út á götur af hræðslu við að jarðskjálftinn ylli flóðbylgju, en skjálfti upp á 8,7 á Richter varð við eyjuna í mars síðastliðnum og biðu þá hundruð bana. Engar fréttir hafa borist af mannfalli eða skemmdum að þessu sinni. Erlent 19.5.2005 00:01
Vill aðgerðir gegn herskáum mönnum Shaul Mofaz, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur fyrirskipað hernum að gera allt sem þarf til þess að taka úr umferð Palestínumenn sem hafa skotið eldflaugum á landnemabyggðir gyðinga á Gaza-svæðinu. Átök á svæðinu undanfarna daga hafa stefnt þriggja mánaða gömlu vopnahléi Ísraels og Palestínumanna í hættu. Erlent 19.5.2005 00:01
Hættir að niðurgreiða umskurð Norska ríkið hefur hætt þáttöku í kostnaði við umskurð á múslímadrengjum. Umboðsmaður sjúklinga þar í landi óttast að það kunni að leiða til óvandaðra vinnubragða. Fram til þessa hafa múslímar aðeins þurft að greiða sem svarar 750 krónum fyrir að láta umskera syni sína. Nú þegar ríkið hefur hætt þátttöku í kostnaðinum þurfa þeir að greiða 100 þúsund krónur. Erlent 19.5.2005 00:01
Neitar aðild að blóðbaði Nur-Pashi Kulayev, 24 ára gamall tsjetsjenskur smiður, neitaði í dag að eiga sök á blóðbaðinu í barnaskólanum í Beslan í Suður-Rússlandi í fyrra. Kulayev er sá eini árásarmannanna 30 sem hertóku barnaskólann sem náðist á lífi, en 330 manns dóu í skólanum, flestir í sprengingum árásarmannanna. Þar af var helmingurinn skólabörn. Erlent 19.5.2005 00:01
Hjálparstarfsmenn myrtir við Kabúl Sex afganskir hjálparstarfsmenn létust í árás uppreisnarmanna nærri höfuðborginni Kabúl. Uppreisnarmennirnir hófu skothríð á bifreið hjálparstarfsmannana, sem var merkt Sameinuðu þjóðunum, en það hefur ekki fengist staðfest að mennirnir hafi starfað á þeirra vegum. Erlent 19.5.2005 00:01
Flugskeytum skotið á landnemabyggð Palestínskir uppreisnarmenn skutu í morgun þremur flugskeytum að íbúabyggð Ísraelsmanna við Gaza-ströndina. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast í árásunum. Í gær var einn Palestínumaður drepinn við Gaza og í kjölfarið skutu palestínskir uppreisnarmenn nokkrum sprengjum að byggðum gyðinga. Erlent 19.5.2005 00:01
Regnskógar við Amason hverfa hratt Regnskógarnir við Amasonfljótið minnka nú hraðar en nokkru sinni fyrr. Frá ágúst 2003 til sama mánaðar árið 2004 voru alls 26 þúsund ferkílómetrar af skóglendi höggnir niður. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá ríkisstjórn Brasilíu. Alls er nú búið að höggva fimmtung af öllu skóglendi við fljótið. Erlent 19.5.2005 00:01
Chirac fær liðsstyrk Leiðtogar Þýskalands og Póllands hvöttu í gær franska kjósendur að leggja blessun sína yfir stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins. Erlent 19.5.2005 00:01
Hundruða saknað eftir sjóslys Ekkert lát er á sjóslysum í Bangaldess en í gær varð þriðja mannskæða slysið á einni viku. Erlent 19.5.2005 00:01
Fékk alvarlegt hjartaáfall Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, fékk alvarlegt hjartaáfall í dag og var fluttur á sjúkrahús. Þetta hefur Reuters-fréttastofun eftir heimildarmanni sem er nátengdur fjölskyldu Pinochets. Einræðisherrann fyrrverandi hefur sætt ákærum fyrir grimmdarverk í stjórnartíð sinni, 1973-1990, en hann hefur verið heilsuveill undanfarin ár og fengið nokkur minni háttar hjartaáföll. Erlent 19.5.2005 00:01