Erlent

Íranar skoða nýjar tillögur ESB

Evrópusambandið hefur lagt fram nýjar tilllögur til þess að reyna að fá Írana til þess að leggja kjarnorkuáætlun sína á hilluna. Í tillögunum, sem hafa ekki verið gerðar opinberar, er réttur Írana til framleiðslu kjarnorku viðurkenndur og auknu samstarfi ESB og Írans á sviði efnahagsmála heitið ásamt því sem Rússar og ESB bjóðast til að útvega Írönum orku.

Erlent

Vill aukin úrræði fyrir ráðherra

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, vill að völd heimavarnaráðherra landsins verði aukin. Þetta kemur í kjölfar hótana eins æðsta yfirmanns al-Qaida samtakanna um frekari hryðjuverkaárásir á London. Blair vill að heimavarnaráðherrann fái aukin völd til að vísa erlendum mönnum, sem ekki eru taldir vinna að þjóðarhag, úr landi. Blair mun halda fréttamannafund í dag um málið áður en hann heldur i sumarfrí.

Erlent

Snúið af leið vegna hættu

Ísraelsk yfirvöld skipuðu í dag fjórum skemmtiferðaskipum á leið til Tyrklands að snúa af leið af öryggisástæðum. Skipin voru öll á leið til hafnarinnar Alanya í Tyrklandi en samkvæmt ísraelsku útvarpi er bárust yfirvöldum vísbendingar um einhvers konar hættu þar og því var ákveðið að stefna skipunum annað, en alls eru um 3500 Ísraelar í skipunum fjórum.

Erlent

Fólin eykur fæðingarþyngd

Inntaka fólínsýru á meðgöngu dregur úr hættunni á of lágri fæðingarþyngd, samkvæmt nýrri rannsókn sem birt er í breska næringarfræðiblaðinu.

Erlent

Mikið af kókaínleifum í Pó

Undrun sætir hversu mikið af kókaínleifum er í ánni Pó á Ítalíu. Vísindamenn hafa kannað vatnið í ánni og mælt efni sem finnst í þvagi þeirra sem neyta kókaíns. Niðurstöðurnar benda til þess að þær fimm milljónir íbúa sem búa á svæðinu neyti fjörutíu þúsund kókaínskammta dag hvern, sem er miklum mun meira en áður hefur verið talið.

Erlent

Óttast súrefnisskort í kafbáti

Óttast er að áhöfn rússnesks kafbáts, sem situr fastur á hafsbotni 70 kílómetra úti fyrir Kyrrahafsströnd Rússlands, hafi einungis súrefni sem endist þeim í sólarhring. Björgunarskip eru á leið á slysstað.

Erlent

Viðvaranir mannréttindahópa

Talsmenn mannréttinahópa í Bretlandi tóku í gær ekki vel í tilkynningu Blairs um hertar aðgerðir gegn hryðjuverkum. Shami Chakrabarti, framkvæmdastjóri mannréttindahópsins Liberty, sagði að ekki væri hægt að samþykkja hugmyndir Blairs um að senda fólk til ríkja þar sem það á hættu að verða pyntað.

Erlent

Sjö kafbátasjómenn í lífshættu

Sjö rússneskir kafbátasjómenn voru í lífshættu í gærkvöldi eftir að kafbáturinn þeirra festi skrúfuna í netadræsu og sökk til botns á um 190 metra dýpi út af Kamtjaska-skaga í gær.

Erlent

Deilt um ákvarðanir fyrir flugslys

Hart er deilt um hver hafi tekið þá ákvörðun að þota flugfélagsins Air France skyldi lenda í Toronto á þriðjudag þrátt fyrir gífurlegt óveður, úrhelli og þrumuveður. Segja Kanadamenn að það hafi verið flugstjóri vélarinnar sem hafi tekið endanlega ákvörðun en Air France bendir á flugumferðarstjóra í Toronto. Flugritar vélarinnar eru nú til rannsóknar og er búist við niðurstöðum í næstu viku.

Erlent

Bóluefni sem dugar alla ævi

Vísindamenn vinna nú að þróun bóluefnis sem gæti gefið ævilanga vörn gegn hvers kyns flensu. Einungis eina sprautu þarf þá til.

Erlent

Tilræðismaður yfirheyrður í Róm

Breskir lögreglumenn halda til Rómar á þriðjudaginn kemur til að yfirheyra Hamdi Issac, einn fjórmenninganna sem sagðir eru hafa staðið á bak við í misheppnaðar sprengjuárásir í Lundúnum 21. júlí. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildarmanni innan dómskerfis Ítalíu.

Erlent

Ákærður fyrir að hóta ríkisstjórn

Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur ákært Fadi Abdullatif, talsmann íslamska stjórnmálaflokksins Hizb-ut-tahrir í Danmörku, fyrir hótanir gegn dönsku ríkisstjórninni. Abdullatif dreifði miðum við mosku í Valby í fyrrahaust og þegar texti seðilsins hafði verið þýddur á dönsku þótti ríkissaksóknara að hann mætti túlka sem hótanir gegn ríkisstjórninni.

Erlent

Verði brottræk fyrir öfgaskoðanir

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, boðar viðamiklar breytingar á mannréttindalögum sem heimila að mönnum sé vísað úr landi vegna öfgafullra skoðana.

Erlent

Í tímaþröng með kafbát

Unnið er í kapp við tímann við að koma björgunarbúnaði að rússneska kafbátnum, sem situr fastur á hafsbotni, um 75 kílómetra úti fyrir Kyrrahafsströnd Rússlands. Áhöfnin hefur einungis súrefni sem endist þeim í sólarhring.

Erlent

Vilja slíta tengsl við Ísrael

Stjórnarandstöðuflokkarnir í Máritaníu þrýsta nú á herforingjana sem rændu völdum í vikunni að slíta öll formleg tengsl við Ísrael. Fyrrverandi forseti landins sem hrakinn var frá völdum kom á stjórnmálasambandi við Ísraelsríki fyrir nokkrum árum við lítinn fögnuð margra íslamskra hópa í landinu.

Erlent

Búa til lista yfir öfgamenn

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, boðar lagabreytingar sem gera yfirvöldum kleift að vísa útlendingum úr landi vegna skoðana þeirra. Gerður verður listi yfir þá sem teljast tengjast íslömskum öfgamönnum og hryðjuverkahópum.

Erlent

Kafbátur fastur á hafsbotni

Rússneskur kafbátur með sjö sjóliða innanborðs situr fastur á hafsbotni um 70 kílómetra úti við Kyrrahafsströnd Rússlands. Svo virðist sem kafbáturinn, sem er smár, hafi flækst í neti og þannig dregist niður á um 200 metra dýpi. Áætlað er að senda annan bát af svipaðri stærð til björgunaraðgerða.

Erlent

Blaðamaður ákærður fyrir njósnir

Kínversk yfirvöld hafa ákært blaðamanninn Ching Cheong frá Hong Kong fyrir að njósna fyrir Taívan. Cheong, sem starfaði fyrir Singapore Straits Times í Kína, hefur verið í haldi frá því síðla aprílmánaðar, en hann er sakaður um að hafa keypt viðkvæmar upplýsingar um Kína fyrir taívönsku leyniþjónustuna frá árinu 2000 þar til í mars á þessu ári.

Erlent

Yfir þúsund hafa látist

Ráðamenn í suðvesturhluta Indlands segja að yfir þúsund hafi látist í flóðum og aurskriðum á svæðinu undanfarnar vikur. Monsúnrigningarnar geisa nú og hefur úrkoma mest mælst 940 millimetrar á einum sólarhring, með þeim afleiðingum að götur borga og bæja hafa breyst í beljandi stórfljót og engi í stöðuvötn.

Erlent

Hótar frekari hryðjuverkum

Síðdegis var birt myndbandsupptaka frá næstráðanda al-Qaida, Ayman al-Zawahri, þar sem hann hótar frekari hryðjuverkum í Lundúnum. Hann sagði líka Bandaríkjamenn verða að búa sig undir tugþúsunda mannfall í Írak kalli þeir ekki sveitir sínar þaðan þegar í stað.

Erlent

Rangt að reyna lendingu?

Átti flugstjóri vélar Air France sem brotlenti í Toronto að reyna að lenda þegar ljóst var hvernig veðrið væri? Það er spurningin sem rannsóknarmenn reyna að svara.

Erlent

Miklir skógareldar í Portúgal

Yfir 1600 slökkviliðsmenn berjast nú við skógarelda á 20 stöðum í Portúgal en miklir þurrkar hafa verið í landinu að undanförnu. Á að minnsta kosti tveimur stöðum eru heimili í hættu vegna eldanna. Alls eru um 450 slökkviliðsbílar notaðir og yfir 20 þyrlur og flugvélar í björgunarstarfinu.

Erlent

Tyrkir og Svisslendingar deila

Tyrkir hafa hætt við að bjóða Joseph Deiss, ráðherra efnahagsmála í Sviss, í opinbera heimsókn til Tyrklands, en missætti hefur lengi ríkt milli landanna tveggja.

Erlent

Fuglaflensu vart víðar í Rússlandi

Fuglaflensa virðist nú breiðast um héruð Rússlands, en í dag tilkynntu yfirvöld að hún hefði greinst í tveimur héruðum til viðbótar við þau þrjú þar sem vitað var af veikinni. Þó hefur afbrigði veikinnar, sem borist getur í menn og hefur dregið 50 manns í Asíu til dauða á síðustu tveimur árum, aðeins fundist í einu héraði en í hinum fjórum héruðunum er um önnur afbrigði að ræða.

Erlent

Allt með kyrrum kjörum í London

Allt hefur verið með kyrrum kjörum í Lundúnum í morgun. Öryggisyfirvöld höfðu pata af því að hryðjuverkamenn hyggðu á árásir í dag en í dag eru nákvæmlega fjórar vikur síðan yfir fimmtíu manns létust í árásum á borgina.

Erlent

Skaut þrjá strætisvagnafarþega

Þrír eru látnir eftir að maður í búningi ísraelska hersins hóf skothríð um borð í strætisvagni í bænum Shfaram í Ísrael í dag. Lögregla segist hafa handtekið manninn á vettvangi.

Erlent

Frekari viðgerðir ekki nauðsyn

Ákveðið hefur verið að ekki sé nauðsynlegt að fara út í enn eina geimgönguna til að gera við hitateppi, undir glugga flugstjórnanda geimferjunnar Discovery, sem rifnaði þegar flauginni var skotið frá jörðu.

Erlent

Flugstjóranum að kenna?

Rannsókn flugslyssins í Toronto gæti tekið mörg ár að mati þeirra sem vinna að henni. Slysið var flugstjóranum að kenna, segir samgönguráðherra Kanada. 

Erlent

NATO tekur við að ári

Alþjóðleg hersveit undir stjórn NATO verður reiðubúin að taka við stjórn öryggismála í Afganistan á næsta ári, að sögn Gerhard Back hershöfðingja.

Erlent