Erlent

Ísbjörn synti 100 km á sólarhring

Vísindamenn hafa nú í fyrsta skipti fylgst með því þegar bjarndýr synti um 100 kílómetra í einni lotu á um það bil sólarhring. Vitað var að birnir ferðast þúsundir kílómetra á ári í fæðuleit en hins vegar var ekki vitað að þeir væru jafn mikilir sundgarpar og raun ber vitni.

Erlent

Leitað að lífsummerkjum

Ómönnuðu könnunargeimfari var á föstudagsmorgun skotið út í geiminn frá Canaveral-höfða í Flórída í Bandaríkjunum. Förinni er heitið til Mars.

Erlent

Bakri fær ekki að snúa aftur

Múslimaklerkurinn Omar Bakri fær ekki aftur að koma til Bretlands þar sem breska ríkisstjórnin telur veru hans í landinu ekki vera lengur "til almannaheilla".

Erlent

Vegsprengjuárásum fjölgar í Írak

Vegsprengjuárásum á bandarískar flutningabílalestir í Írak hefur fölgað um helming á einu ári. Yfirmaður flutningadeildar hersins sagði að vikulega væru gerðar þrjátíu árásir á bílalestar sem flyttu mat, eldsneyti, vatn, skotfæri og aðrar nauðsynjar. Heimatilbúnar sprengjur eru notaðar í langflestum tilvikum og er þeim komið fyrir í vegkanti þar sem trukkarnir fara um.

Erlent

Danir brjóta gegn mannréttindum

Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna úrskurðaði í fyrravetur að brottvísun úgandsks manns frá Danmörku hafi stítt gegn alþjóðasáttmálum. Nefndin hefur nú vísað frá beiðni danskra yfirvalda um að fá málið tekið upp að nýju.

Erlent

Olíutunnan í 66 dollara í dag

Hráolíuverð heldur áfram að hækka og er nú komið upp í 66 dollara á tunnuna á Bandaríkjamarkaði. Þær miklu hækkanir sem átta hafa sér stað á síðustu dögum eru fyrst og fremst raktar til ótta vegna óstöðugleika við Miðjarðarhafið. Þetta hefur jafnframt valdið hækkunum á eldsneytisverði hér heima, en bensínið kostar nú á bilinu 110 til 112 krónur lítinn í sjálfsafgreiðslu en tæpar 120 krónur með fullri þjónustu.

Erlent

Bréfberi í steininn

Eystri-landsréttur hefur dæmt bréfbera í þriggja ára fangelsi fyrir að stela greiðslukortum og lykilnúmerum úr pósti fólks. Hann notaði svo kortin og lykilnúmerin til að ná um átta milljónum króna út af bankareikningum þess.

Erlent

Nýr forseti í Súdan

Salva Kiir Mayardit sór í gær embættiseið sem fyrsti varaforseti Súdans. Við sama tækifæri tók hann við stjórnartaumunum í Suður-Súdan.

Erlent

Skorað á Írana

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin IAEA skoraði í gær á Írana að láta af tilraunum til að auðga úran. Íranar virðast ætla láta áskorunina sem vind um eyru þjóta.

Erlent

Smygli ekki vopnum til Íraks

Írönsk stjórnvöld segja það alrangt að írönskum vopnum sé smyglað yfir landamæri Írans til Íraks eins og Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur haldið fram. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins segir Rumsfeld vera að reyna að breiða yfir mistök Bandaríkjamanna í Írak með þessari yfirlýsingu. Forsætisráðherra Íraks sagði að íröksk öryggisyfirvöld myndu rannsaka ásakanirnar.

Erlent

Drög að ályktun vegna Írana kynnt

Drög að ályktun hafa verið kynnt hjá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni þar sem þess er krafist að Íranar hætti starfsemi í kjarnorkuverum landsins en eitt þeirra var endurræst á ný. Enn fremur er þess krafist að fulltrúar stofnunarinnar gangi úr skugga um að Íranar hlíti tilmælum stofnunarinnar.

Erlent

Frelsaði eiginmann úr fangelsi

Hjón voru handtekin í Bandaríkjunum í gær eftir að eiginkonan frelsaði eiginmanninn úr haldi yfirvalda á þriðjudag. Konan skaut einn fangavarðanna sem lét lífið. Fólkið var handtekið á hóteli í Ohio einum og hálfum sólarhring eftir að það lagði á flótta.

Erlent

Mótmæli harðlínumanna halda áfram

Ísraelskir harðlínumenn hafa í dag haldið áfram að mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi landnema af Gasasvæðinu, en þúsundir þeirra söfnuðust saman á götum Tel Aviv. Þar kröfðust þeir að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hyrfi strax frá brottflutningnum, en hann er liður í samkomulagi við Palestínumenn.

Erlent

Teknir vegna ógnar við öryggi

Lögreglufyrivöld á Bretlandi hafa handtekið 10 erlenda ríkisborgara þar sem breska innanríkisráðuneytið telur þá vera ógn við þjóðaröryggi landsins. Talið er að jórdanski klerkurinn Abu Qatada sé þeirra á meðal en eftir á að ákveða hvort fólkið verði sent úr landi. Charles Clarke, innanríkisráðherra Bretlands, vildi ekki staðfesta hvort Abu Qatada væri á meðal hinna handteknu.

Erlent

Verkfalli í gulliðnaði aflýst

Verkfalli í gulliðnaði í Suður-Afríku, sem staðið hefur síðan á sunnudag, lauk í dag eftir að stærsta verkalýðsfélag námuverkamanna í landinu náði samkomulagi við gullframleiðendur um hærri laun til handa verkamönnunum. Alls lögðu um 100 þúsund námuverkamenn niður vinnu til að knýja á um betri kjör og við það lamaðist gullframleiðsla í landinu nánast algjörlega, en Suður-Afríka er stærsti framleiðandi gullstanga í heiminum.

Erlent

Enn eitt metið slegið

Ekkert lát er á hækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu en í gær fór verðið á fatinu í fyrsta sinn yfir 65 dali. Fellibyljir í suðurhöfum og kjarnorkuáætlun Írana eru á meðal orsaka hækkananna, að ógleymdri hryðjuverkaógninni.

Erlent

Besti bjórinn búinn til í klaustri

Besti bjór í heimi er framleiddur í klaustri í Belgíu ef marka má niðurstöðu skoðanakönnunar sem gerð var á heimasíðunni ratebeer.com. Þúsundir bjóráhugamanna frá 65 löndum tóku þátt í könnuninni og flestir voru á því að Westvleteren 12 væri sá allra besti. Bjórinn framleiða 30 munkar í klaustri heilags Sixtusar af Westvleteren í vesturhluta Belgíu á milli þess sem þeir biðjast fyrir og sinna almennum rekstri klaustursins.

Erlent

Felldu uppreisnarmenn í Kólumbíu

Um 30 uppreisnarmenn létust þegar kólumbískar hersveitir gerðu loftárás á herbúðir þeirra í norðvesturhluta landsins í gær. Mennirnir tilheyrðu samtökum vinstri sinnaðra uppreisnarmanna sem stjórnvöld hafa barist við í meira en fjóra áratugi. Um þrjú þúsund manns láta lífið á ári hverju í átökum uppreisnarmanna og lögreglu í Kólumbíu, aðallega óbreyttir borgarar.

Erlent

Stoltenberg vísar gagnrýni á bug

Jens Stoltenberg, leiðtogi norska Verkamannaflokksins, vísar á bug skoðun Ingu Lønning, þingmanns Íhaldsflokksins, um að vinstriflokkarnir gætu aldrei komið sér saman um ríkisstjórnarsamstarf vegna ágreinings um utanríkismál.

Erlent

Geðlyfjaneysla mest í Köben

Íbúar Kaupmannahafnar nota helmingi meira af svefn- og geðlyfjum en íbúar Borgundarhólms og danskar konur neyta helmingi meira af sömu lyfjum en karlar. Þetta sýnar tölur Apótekarafélags Danmerkur, en greint er frá þeim í danska blaðinu <em>Politiken</em>.

Erlent

Fleiri ákærðir vegna árása

28 ára gamall Lundúnarbúi hefur verið ákærður vegna tengsla við misheppnaðar hryðjuverkaárásir í borginni þann 21. júlí. Honum er gefið að sök að hafa leynt upplýsingum um Hussain Osman sem sagður er hafa ætlað að sprengja upp neðanjarðarlest í vesturhluta Lundúna. Osman var handtekinn á Ítalíu eftir að hafa flúið frá Englandi og hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 1. ágúst.

Erlent

Vísa tíu meintum öfgamönnum burt

Útlendingar í Bretlandi sem hvetja til hryðjuverka og dásama hryðjuverkamenn verða sendir til síns heima. Bresk yfirvöld starfa nú eftir þessari reglu en mannréttindasamtökum lýst ekki vel á hana.

Erlent

Tafir á Heathrow vegna verkfalls

Talsverð seinkun hefur orðið á flugi frá Heathrow-flugvelli í Lundúnum í dag vegna verkfalls starfsmanna British Airways. Tæplega 700 starfsmönnum fyrirtækisins Gate Gourmet sem sér um flugeldhúsin á Heathrow-flugvelli var sagt upp í gær og lögðu starfmenn British Airways niður vinnu í dag til að sína þeim stuðning.

Erlent

Færeyingar vilja aðild að EFTA

Færeyingar vilja sækja um að aðild að Norðurlandaráði og EFTA en Færeyingar lúta enn yfirráðum Dana og hafa aðeins sjálfsstjórn og utanríkismál landsins eru í höndum Dana.

Erlent

Mikil loftmengun í Malasíu

Yfirvöld í Malasíu hafa lýst yfir neyðarástandi á tveimur svæðum í landinu vegna mikillar loftmengunar sem rekja má til reykjarmakkar sem stígur frá brennandi skógum á Súmötru í Indónesíu. Svæðin sem um ræðir eru nærri höfuðborginni Kúala Lúmpúr og eru mjög þéttbýl.

Erlent

Abu Qatada meðal hinna handteknu

Jórdanski klerkurinn Abu Qatada, sem starfað hefur á Bretlandi og hefur verið undir lögreglueftirliti, er á meðal þeirra tíu manna sem handteknir voru í Bretlandi í morgun þar sem þeir eru taldir ógna öryggi þjóðarinnar. Lögfræðingur Qatada staðfestir þetta við <em>Reuters</em>-fréttastofuna.

Erlent

Fresta aftur för könnunarfars

Vandræðagangur bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, virðist engan endi ætla að taka því í dag var ákveðið að fersta flugtaki könnunarfars sem ætlað er að fara til Mars. Ástæðan fyrir frestuninni er bilun í skynjurum á eldflaug sem sér um að koma geimfarinu á loft. Er þetta í annað sinn á tveimur dögum sem flugtakinu er frestað.

Erlent

Aðeins kröfur en ekki hótanir

Evrópusambandið krefst þess að Íranar hætti starfsemi í kjarnorkuverum landsins en eitt þeirra var endurræst í gær. Engu er hins vegar hótað verði ekki brugðist við kröfunum.

Erlent

Mannskætt umferðarslys í Mexíkó

Að minnsta kosti 10 manns fórust og 14 slösuðust þegar strætisvagn og vörubifreið skullu saman í miðhluta Mexíkó í gær. Slysið varð eftir að vörubíllinn varð bremsulaus í brattri brekku og rann hann því niður á gríðarmiklum hraða á strætisvagninn með fyrrgreindum afleiðingum. Níu farþegar í strætisvagninum létust auk bílstjóra vörubílsins. Slysið átti sér stað 275 kílómetra norðvestur af Mexíkóborg.

Erlent

Sagðir ógnun við öryggi landsins

Breska lögreglan hefur handtekið tíu útlendinga sem taldir eru ógna öryggi landsins. Þeim verður að líkindum vísað úr landi og framseldir til heimalanda sinna, þar sem þeir eru flestir eftirlýstir.

Erlent