Erlent

Kristilegir hafa betur

Kristilegi demókrataflokkurinn hafði betur í kosningum til þýska sambandsþingsins sem fram fóru í Dresden í Þýskalandi í gær. Kosningunum þar var frestað fyrir tveimur vikum vegna dauðsfalls eins frambjóðanda í borginni.

Erlent

Frakkar leggja niður vinnu

Líklegt er talið að mikill fjöldi fólks muni leggja niður vinnu um allt Frakklandi á þriðjudag til að mótmæla stefnu stjórnvalda í efnahags- og atvinnumálum. Þetta verður fyrsta alvöru barátta ríkisstjórnar Frakka, sem aðeins hefur starfað í fjóra mánuði, við verkalýðsfélög landsins sem þykja oft á tíðum óstýrilátar.

Erlent

Þýsku kosningunum lýkur í dag

Kosið er til þýska sambandsþingsins í borginni Dresden í austurhluta Þýskalands í dag, en kosningum þar var frestað fyrir tveimur vikum vegna dauðsfalls eins frambjóðanda frá borginni. Vonir eru bundnar við að úrslitin í Dresden muni leysa þá stjórnmálakreppu sem ríkt hefur í landinu.

Erlent

Gýs í El Salvador

Eldfjallið Ilamatepec, sem er skammt frá borginni Santa Ana í vesturhluta El Salvadors, byrjaði að gjósa í nótt eftir að hafa legið í dvala í um hundrað ár. Hraun flæðir nú frá fjallinu og reykmökkur hefur náð rúmlega fimmtán kílómetra hæð.

Erlent

Tyrkir bjartsýnir

Stjórnvöld í Tyrklandi eru bjartsýn á aðildarviðræðurnar sem hefjast formlega við Evrópusambandið í Brussel á morgun, þrátt fyrir að mikil andstaða sé við aðildina innan sumra ESB-ríkja.

Erlent

Tveir Malasíumenn grunaðir um ódæðið á Balí í gær

Yfirvöld á Balí á Indónesíu segja ljóst að sprengingarnar sem urðu á Kúta-strönd á Balí í gær, hafi verið sjálfsmorðssprengingar og eru tveir hryðjuverkamenn frá Malasíu grunaðir um verknaðinn. Að minnsta kosti tuttugu og sex menn létu lífið í árásunum, þar af margir ferðamenn, og um hundrað og tuttugu særðust, margir lífshættulega.

Erlent

Fundur fyrirhugaður

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels og Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, hafa samþykkt að funda í fyrsta sinn síðan Ísraelar drógu herlið sitt frá Gasasvæðinu.

Erlent

Um sjálfsmorðsárásir að ræða

Yfirvöld á Balí á Indónesíu segja ljóst að sprengingarnar sem urðu á Kúta-strönd í gær, hafi verið sjálfsmorðssprengingar og eru tveir hryðjuverkamenn frá Malasíu grunaðir um verknaðinn.

Erlent

Giuliani íhugar forsetaframboð

Fyrrverandi borgarstjóri New York, Rudolph Giuliani, upplýsti á ferð sinni um Danmörku nýverið að hann ætlaði að ákveða á næsta ári hvort hann byði sig fram til forseta árið 2008. Hann setti þó þann fyrirvara að þessar hugleiðingar hans um að verða forsetaefni repúblikana gætu að engu orðið.

Erlent

Átök á Gaza

Til skotbardaga kom milli palestínskra lögreglumanna og meðlima samtaka Hamas á Gaza í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem til átaka kemur síðan að Ísraelar létu Gaza í hendur Palestínumanna í síðasta mánuði.

Erlent

Ein og yfirgefin

Fjögurra ára gömul stúlka fannst ein og yfirgefin á náttfötunum úti á götu um miðja nótt í úthverfi New York í Bandaríkjunum. Það var kona sem tók eftir henni út um gluggann hjá sér, og veitti því strax athygli að ekki væri allt með felldu.

Erlent

Eldgos í El Salvador

Eldfjallið Ilamatepec sem er skammt frá borginni Santa Ana í vesturhluta El Salvador byrjaði að gjósa í nótt eftir að hafa legið í dvala í áratugi. Mikið hraun flæðir nú frá fjallinu og reykmökkur hefur náð rúmlega fimmtán kílómetra hæð.

Erlent

Eftirlýstustu menn Suðaustur-Asíu

Talið er að tveir menn frá Suðaustur-Asíu hafi staðið á bakvið sjálfsmorðsárásir á þremur veitingastöðum á eyjunni Balí í Indónesíu á laugardag. 26 manns fórust í árásunum.

Erlent

Mikill viðbúnaður

Mikill viðbúnaður er í höfuðborg Indónesíu, Djakarta, vegna sprengjutilræðanna á Kúta-ströndinni á Balí, í gær. Þrjátíu manns létu lífið í árásunum og um hundrað og tuttugu eru slasaðir, margir lífshættulega.

Erlent

Sprengjutilræði á Balí

Minnst þrjátíu manns létu lífið og um hundrað særðust í tveimur sprengjutilræðum á Kuta-ströndinni á ferðamannaeynni Balí í Indónesíu í dag. Meðal þeirra sem létust voru vestrænir ferðamenn.

Erlent

Heimferðin er ekki tryggð

Bandaríski milljónamæringurinn Gregory Olsen varð í gær þriðji maðurinn sem kaupir sér far út í geiminn. Hann var um borð í rússnesku Soyuz-geimfari sem skotið var út í himingeiminn frá geimferðastöðinni í Baikonur í Kasakstan.

Erlent

Kosið í Dresden í dag

Íbúar Dresden í Þýskalandi ganga loks að kjörborðinu í dag og er búist við að úrslitin þar geti ráðið miklu um hvort Angela Merkel, leiðtogi kristilegra demókrata, eða Gerhard Schröder, leiðtogi jafnaðarmanna, muni hreppa kanslarastólinn.

Erlent

Vikuferð út í geim fyrir milljarð

Bandarískur kaupsýslumaður er ásamt tveimur geimförum um borð í rússnesku Soyuz geimfari á leið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, en þeim var skotið á loft frá Kasakstan í morgun. Olsen er þriðji maðurinn sem fær að ferðast út í geim gegn greiðslu.

Erlent

Sprengjuárás á Balí

Að minnsta kosti þrjátíu vestrænir ferðamenn létu lífið eða særðust þegar tvær sprengjur sprungu á tveimur kaffihúsum á Kúta-strönd á eynni Balí í Indónesíu í dag. Sjónvarpsstöð á Balí greindi frá því að þrjár sprengjur hefðu sprungið, en það hefur ekki verið staðfest.

Erlent

Venesúela flytur gjaldeyrisforðann

Venesúela fært gjaldeyrisforða landsins í sjóði í Evrópu og öðrum löndum. Forseti landsins, Hugo Chavez tilkynnti um þetta en hingað til hefur gjaldeyrisforði landsins verið í bandarískum ríkisskuldabréfum.

Erlent

Baugur í Berlingske Tidende

Dagblaðið Berlingske Tidende gerði Baugsmálinu góð skil í lok síðustu viku. Blaðið ræðir umfjöllun fjölmiðla um málið en einnig bendir það á tengsl Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, við framvinduna.

Erlent

Keypti far út í geim

Bandarískur kaupsýslumaður greiddi einn komma tvo milljarða króna fyrir að láta skjóta sér út í geiminn frá Kasakstan í dag, ásamt tveimur geimförum. Hann er þriðji maðurinn sem borgar fyrir að fara út í geiminn.

Erlent

Herinn verður í Írak segir Rice

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að ekki komi til greina að senda bandaríska herinn frá Írak. Hún telur að það geti haft skelfilegar afleiðingar að yfirgefa landið og láta þannig stjórn landsins í hendur samviskulausra morðingja.

Erlent

Fjórða hvert barn í hættu

Eitt af hverjum fjórum fæddum börnum í heiminum er í hættu vegna sjúkdóma sem hægt væri að koma í veg fyrir með einfaldri bólusetningu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.

Erlent

Saka hvort annað um óhæfi

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands og leiðtogi Jafnaðarmanna, og Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra demókrata, eru enn langt frá því að leysa ágreining sinn um það hvort þeirra skuli leiða stjórnarmyndunarviðræður í landinu. Í dag sökuðu þau hvort annað um að vera óhæf til að leiða landið.

Erlent

Sprengja á Bali

Í það minnsta 25 biðu bana í tvöföldu sprengjutilræði á veitingahúsum á eynni Balí á Indónesíu um kvöldmatarleytið í gær. 51 slasaðist alvarlega. Enn er ekki búið að bera kennsl á líkin en talið er að þau séu bæði af innfæddum og útlendingum.

Erlent

Átu milliveggi

New Jersey ríki hefur verið dæmt til að greiða fjórum ungum bræðrum jafnvirði 760 milljóna króna í skaðabætur en starfsmönnum félagsmálayfirvalda yfirsást að fósturforeldrar þeirra höfðu svelt þá árum saman.

Erlent

Varar við brottflutingi frá Írak

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varar við því að bandaríski herinn verði sendur frá Írak. Hún telur það geta haft skelfilegar afleiðingar að yfirgefa landið og láta þannig stjórn þess í hendur samviskulausra morðingja.

Erlent