Erlent Tveir í vörslu lögreglunnar á Balí Lögreglan á Indónesíu hefur tvo aðila í sinni vörslu í tengslum við rannsóknina á sjálfsmorðssprengjuárásinni á Balí síðastliðinn laugardag þar sem nítján létust og meira en hundrað manns særðust. Í gær voru birtar myndir af mönnum sem talið er að séu árásarmennirnir Erlent 4.10.2005 00:01 Fengu Nóbelinn í eðlisfræði Tveir Bandaríkjamenn og Þjóðverji hlutu Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í dag. Verðlaunin fengu þeir fyrir rannsóknir sínar í ljósfræðum, sem leiddu til mikilla framfara í fjarskiptum og geimrannsóknum. Erlent 4.10.2005 00:01 Handtóku háttsettan ETA-liða Franska lögreglan handtók í dag þrjá félaga í aðskilnaðarhreyfingu Baska, ETA, í bænum Aurillac í Mið-Frakklandi. Þar á meðal var næstæðsti maður innan samtakanna, Harriet Agurrie, en hún er m.a. grunuð um að hafa skipulagt morð á varaborgarstjóra á Spáni. Þá lagði lögregla einnig hald á skotvopn við handtökurnar. Erlent 3.10.2005 00:01 Réttarhöld hefjast 19. október Sérstakur dómstóll, sem fjalla á um glæpi Saddams Husseins, fyrrverandi forseta Íraks, staðfesti í dag að réttarhöld í máli hans myndu hefjast 19. október næstkomandi. Réttað verður yfir Husseins og sex meintum samstarfsmönnum hans vegna dauða 143 sjíta sem drepnir voru í þorpinu Dujail árið 1982 eftir að forsetanum var sýnt banatilræði þar. Erlent 3.10.2005 00:01 Tuttugu létust í sjóslysi Tuttugu eldri borgarar létust þegar skemmtiferðabátur fór á hvolf í New York fylki í gær. Atvikið henti svo snöggt að enginn náði að fara í björgunarvesti í tæka tíð. Erlent 3.10.2005 00:01 Deyddu fóstur dóttur sinnar Foreldrar ungrar sænskrar konu í Kongsbacka í Svíþjóð misþyrmdu henni illilega og ollu henni fósturláti eftir að hún hafði tilkynnt þeim að hún væri ófrísk eftir araba. Foreldrarnir réðust einnig á unnusta konunnar og kölluðu hann öllum illum nöfnum með vísan til þjóðernis hans. Erlent 3.10.2005 00:01 Drukknuðu í Lake George Tuttugu eldri borgarar drukknuðu þegar skemmtibáti hvolfdi eftir að alda frá stærri báti skall á honum á Lake George í New York ríki í gær. Rannsókn er hafin á því hvernig þetta gat gerst en bátnum hvolfdi mjög hratt og því höfðu nær fimmtíu farþegar í bátnum, flestir þeirra eldri borgarar, ekki tíma til að fara í björgunarvesti. 28 komust lífs af úr harmleiknum en sjö þeirra liggja þungt haldnir á sjúkrahúsi. Erlent 3.10.2005 00:01 Gasknúin rúta sprakk Tuttugu og einn farþegi í rútu, sem knúin var áfram af gasi, lést þegar rútan lenti í árekstri við aðra rútu í vesturhluta Tadsjikistan, nærri höfuðborginni Dushanbe, í gær. Haft er eftir lögreglu á þessum slóðum að kraftur sprengingarinnar hafi verið slíkur að einungis hafi verið hægt að bera kennsl á fimmtán líkanna. Erlent 3.10.2005 00:01 28 uppreisnarmenn drepnir Afganski herinn drap tuttugu og átta uppreisnarmenn nærri landamærum Pakistans um helgina. Herinn gerði áhlaup á vígi uppreisnarmanna í kjölfar þess að ráðist var á herstöð nærri landamærunum. Erlent 3.10.2005 00:01 Villandi upplýsingar ráðherrans Lars Barfoed, neytendamálaráðherra Danmerkur, hefur orðið uppvís að því að hafa gefið danska þinginu villandi upplýsingar varðandi pólsk hindber sem í maí ollu því að yfir þúsund manns veiktust alvarlega og fimm dóu. Erlent 3.10.2005 00:01 Koma að deilu Tyrkja og ESB Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa nú hlutast í málefni Tyrkja og Evrópusambandsins. Aðeins nokkrum klukkustundum áður en aðildarviðræður áttu að hefjast milli Tyrkja og Evrópusambandsins er málið allt í hinum mestu ógöngum. Austurríkismenn standa í vegi fyrir viðræðunum, en öll aðildarlöndin tuttugu og fimm þurfa að samþykkja viðræðurammann. Erlent 3.10.2005 00:01 Hætti kjarnorkusamvinnu við Írana Bandaríkjastjórn hefur hvatt öll ríki sem koma að kjarnorkumálaáætlun Írana til þess að hætta allri samvinnu við Írana þar sem þeir hafi ekki sýnt fram á með óyggjandi hætti að ekki stæði til að framleiða kjarnorkuvopn. Erlent 3.10.2005 00:01 Æfðu viðbrögð við hryðjuverkum Miklar tafir urðu á umferð í Róm í morgun þegar yfirvöld æfðu viðbrögð við hugsanlegum hryðjuverkaárásum á borgina. Látið var líta svo út að sjálfsmorðsprengjuárás yrði gerð fyrir utan hringleikahúsið Kólosseum, í neðanjarðarlest og í strætó á háannatíma og viðbrögð yfirvalda og lögreglu æfð. Þá var miðborg Rómar var algjörlega lokuð um tíma vegna æfingarinnar. Erlent 3.10.2005 00:01 Ólögráða í lífstíðarfangelsi Talið er að tæplega tíu þúsund ólögráða einstaklingar afpláni nú lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum. Landið trónir því á toppi lista yfir þá sem hafa flesta unglinga og börn í lífstíðarafplánun. Þetta kemur fram í <em>New York Times</em> í dag. Erlent 3.10.2005 00:01 Tyrkir æfir af reiði Óvíst er hvort Evrópusambandið hefji formlegar aðildarviðræður við Tyrki í dag, eins og áætlað var. Austurríkismenn standa í vegi fyrir því en öll aðildarlöndin 25 þurfa að samþykkja viðræðurammann. Tyrkir eru æfir af reiði yfir þessu og vanda Austurríkismönnum ekki kveðjurnar. Erlent 3.10.2005 00:01 Fá Nóbelinn í læknisfræði Ástralarnir Barry Marshall og Robin Warren hljóta Nóbelsverðlaunin í læknisfræði í ár. Sænska nóbelsnefndin tilkynnti þetta í Stokkhólmi í morgun. Marshall og Warren komust að því árið 1982 að bakterían Helicobacter pylori væri völd að langflestum magasárum. Erlent 3.10.2005 00:01 Nýr Hæstaréttardómari tilnefndur Kona mun að öllum líkindum áfram skipa Hæstarétt Bandaríkjanna. George Bush, Bandaríkjaforseti, hefur tilnefnt Harriet Miers, ráðgjafa í Hvíta húsinu, sem Hæstaréttardómara. Verði tilnefning hennar samþykkt mun hún taka við af Söndru Day O'Connor sem lét af embætti fyrr á árinu sökum aldurs. Erlent 3.10.2005 00:01 Samþykktu viðræður við Tyrki Austurríkismenn gáfu eftir nú undir kvöld og samþykktu að aðildarviðræður Evrópusambandsins við Tyrki gætu hafist. Þeir lýstu því yfir í gær að þeir gætu ekki samþykkt að Tyrkland yrði fullgildur meðlimur - of margir Evrópubúar séu á móti því og nauðsynlegt sé að hlusta á borgarana. Tyrkir brugðust ókvæða við en undirbúningur fyrir viðræðurnar hefur staðið árum saman. Erlent 3.10.2005 00:01 Ekki streita sem veldur magasári Tveir ástralskir læknar fá Nóbelsverðlaunin í læknisfræði í ár fyrir uppgötvun sem hefur gjörbylt lífi milljóna manna. Það er ekki streita sem veldur magasári heldur sýkill. Þetta uppgötvuðu áströlsku læknarnir. Erlent 3.10.2005 00:01 Ruddust í gegnum girðingar Hundruð Afríkubúa brutust í gegnum margra metra háar gaddavírsgirðingar á landamærum Marokkós og spænska landsvæðisins Melilla í morgun, í von um að komast ólöglega til Spánar. Um þrjú hundruð manns tókst ætlunarverkið, en margir voru sárir eftir. Erlent 3.10.2005 00:01 Íraksstríðið spillti fyrir Ofuráhersla á Írak spillti stórlega fyrir björgunaraðgerðum vegna fellibylsins Katrínar, samkvæmt nýrri skýrslu frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu sem breska blaðið<em> Independent</em> hefur komist yfir. Erlent 3.10.2005 00:01 Forskot kristilegra eykst Forskot Kristilegra demókrata eftir þingkosningarnar í Þýskalandi jókst um eitt sæti í gær þegar ljóst varð að þeirra maður hefði sigrað í Dresden. Þó að sigurinn í gær sé aðeins dropi í hafið, og breyti í raun engu, munu Kristilegir demókratar líta á sigurinn sem enn frekari sönnun þess að Angela Merkel, leiðtogi þeirra, eigi að verða næsti kanslari Þýskalands. Erlent 3.10.2005 00:01 Mandela leiðtogi heimsins Nelson Mandela fékk flest atkvæði í könnun BBC á því hverjir ættu að sitja í „heimsríkisstjórninni“, ef slík stjórn væri sett á laggirnar. Hins vegar virðist ekki vera vilji fyrir því að kona sitji í slíkri stjórn. Erlent 3.10.2005 00:01 Dæmd fyrir brot gegn unglingum Fjörutíu og eins árs dönsk kona var í dag dæmd fyrir kynferðisbrot sem hún framdi á þremur 14-16 ára drengjum. Konan vann á unglingaheimili sem frístundaráðgjafi þar sem drengirnir voru vistaðir. Konan var dæmd til bráðavistunar á geðveikrahæli í 3-5 ár þar sem hún á að undirgangast viðundandi meðferð og einnig var hún dæmd til að greiða drengjunum miskabætur að andvirði fimmtán þúsund danskar krónur. Erlent 3.10.2005 00:01 Fyrsti hringmyrkvinn í 200 ár Þúsundir Spánverja og Portúgala söfnuðust saman á götum úti í dag til að fylgjast með sólmyrkva. Skuggi tók að færast yfir Íberíuskagann skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Þessi tegund sólmyrkva, svokallaður hringmyrkvi, hefur ekki sést í löndunum tveimur í tvær aldir og því biðu áhorfendur fullir eftirvæntingar. Erlent 3.10.2005 00:01 Segjast hafa tekið hermenn af lífi Hryðjuverkasamtökin al-Qaida í Írak greindu frá því í dag að þau hefðu tekið tvo hermenn, sem gripnir voru í Vestur-Írak, af lífi. Yfirlýsing þessa efnis birtist á íslamskri vefsíðu í dag en þar kemur einnig fram að þar sem Bandaríkjaher hefði ekki orðið við kröfum að sleppa súnnítakonum úr haldi þá hefðu mennirnir verið drepnir. Erlent 3.10.2005 00:01 Morðtilræði við írakskan ráðherra Olíumálaráðherra Íraks slapp naumlega undan morðtilræði í morgun. Nokkrir menn hófu skothríð á bifreið ráðherrans þegar hann var á leið til vinnu. Þrír lífverðir hans særðust alvarlega. Erlent 3.10.2005 00:01 Samkomulag um aðildarviðræður Tyrkir hafa komist að samkomulagið við Evrópusambandið um að hefja viðræður um aðild þeirra að sambandinu, sagði Abdullah Gul, utanríkisráðherra Tyrklands, eftir stöðug fundahöld. Austurríkismenn, Grikkir og Kýpverjar lögðust gegn því að framkvæmdastjórn ESB hæfi aðildarviðræður við Tyrki vegna þess að Tyrkir viðurkenna ekki stjórnvöld á Kýpur. Erlent 3.10.2005 00:01 12 látnir eftir lestarslys Tólf létust og minnst eitt hundrað eru slasaðir eftir að fjölmenn farþegalest fór út af sporinu í Indlandi í morgun. Lestin stoppaði ekki við eina lestarstöðina og sex vagnar fóru út af teinunum, þar sem alla jafna er gert við lestina og hún þrifin. Talið er að bremsubúnaður lestarinnar hafi bilað. Erlent 3.10.2005 00:01 35 látast í hamförum í Mið-Ameríku Að minnsta kosti 35 hafa látist af völdum flóða og aurskriða í Miða-Ameríku í dag. Hamfarirnar má rekja til hitabeltisstormsins Stan sem gekk yfir Yucatan-skagann í Mexíkó um helgina með tilheyrandi hvassviðri og ofankomu sem leiddi til þess að ár flæddu yfir bakka sína. Þúsundir manna þurftu að yfirgefa heimili sín sem sum hver grófust undir aurskriðum. Erlent 3.10.2005 00:01 « ‹ ›
Tveir í vörslu lögreglunnar á Balí Lögreglan á Indónesíu hefur tvo aðila í sinni vörslu í tengslum við rannsóknina á sjálfsmorðssprengjuárásinni á Balí síðastliðinn laugardag þar sem nítján létust og meira en hundrað manns særðust. Í gær voru birtar myndir af mönnum sem talið er að séu árásarmennirnir Erlent 4.10.2005 00:01
Fengu Nóbelinn í eðlisfræði Tveir Bandaríkjamenn og Þjóðverji hlutu Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í dag. Verðlaunin fengu þeir fyrir rannsóknir sínar í ljósfræðum, sem leiddu til mikilla framfara í fjarskiptum og geimrannsóknum. Erlent 4.10.2005 00:01
Handtóku háttsettan ETA-liða Franska lögreglan handtók í dag þrjá félaga í aðskilnaðarhreyfingu Baska, ETA, í bænum Aurillac í Mið-Frakklandi. Þar á meðal var næstæðsti maður innan samtakanna, Harriet Agurrie, en hún er m.a. grunuð um að hafa skipulagt morð á varaborgarstjóra á Spáni. Þá lagði lögregla einnig hald á skotvopn við handtökurnar. Erlent 3.10.2005 00:01
Réttarhöld hefjast 19. október Sérstakur dómstóll, sem fjalla á um glæpi Saddams Husseins, fyrrverandi forseta Íraks, staðfesti í dag að réttarhöld í máli hans myndu hefjast 19. október næstkomandi. Réttað verður yfir Husseins og sex meintum samstarfsmönnum hans vegna dauða 143 sjíta sem drepnir voru í þorpinu Dujail árið 1982 eftir að forsetanum var sýnt banatilræði þar. Erlent 3.10.2005 00:01
Tuttugu létust í sjóslysi Tuttugu eldri borgarar létust þegar skemmtiferðabátur fór á hvolf í New York fylki í gær. Atvikið henti svo snöggt að enginn náði að fara í björgunarvesti í tæka tíð. Erlent 3.10.2005 00:01
Deyddu fóstur dóttur sinnar Foreldrar ungrar sænskrar konu í Kongsbacka í Svíþjóð misþyrmdu henni illilega og ollu henni fósturláti eftir að hún hafði tilkynnt þeim að hún væri ófrísk eftir araba. Foreldrarnir réðust einnig á unnusta konunnar og kölluðu hann öllum illum nöfnum með vísan til þjóðernis hans. Erlent 3.10.2005 00:01
Drukknuðu í Lake George Tuttugu eldri borgarar drukknuðu þegar skemmtibáti hvolfdi eftir að alda frá stærri báti skall á honum á Lake George í New York ríki í gær. Rannsókn er hafin á því hvernig þetta gat gerst en bátnum hvolfdi mjög hratt og því höfðu nær fimmtíu farþegar í bátnum, flestir þeirra eldri borgarar, ekki tíma til að fara í björgunarvesti. 28 komust lífs af úr harmleiknum en sjö þeirra liggja þungt haldnir á sjúkrahúsi. Erlent 3.10.2005 00:01
Gasknúin rúta sprakk Tuttugu og einn farþegi í rútu, sem knúin var áfram af gasi, lést þegar rútan lenti í árekstri við aðra rútu í vesturhluta Tadsjikistan, nærri höfuðborginni Dushanbe, í gær. Haft er eftir lögreglu á þessum slóðum að kraftur sprengingarinnar hafi verið slíkur að einungis hafi verið hægt að bera kennsl á fimmtán líkanna. Erlent 3.10.2005 00:01
28 uppreisnarmenn drepnir Afganski herinn drap tuttugu og átta uppreisnarmenn nærri landamærum Pakistans um helgina. Herinn gerði áhlaup á vígi uppreisnarmanna í kjölfar þess að ráðist var á herstöð nærri landamærunum. Erlent 3.10.2005 00:01
Villandi upplýsingar ráðherrans Lars Barfoed, neytendamálaráðherra Danmerkur, hefur orðið uppvís að því að hafa gefið danska þinginu villandi upplýsingar varðandi pólsk hindber sem í maí ollu því að yfir þúsund manns veiktust alvarlega og fimm dóu. Erlent 3.10.2005 00:01
Koma að deilu Tyrkja og ESB Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa nú hlutast í málefni Tyrkja og Evrópusambandsins. Aðeins nokkrum klukkustundum áður en aðildarviðræður áttu að hefjast milli Tyrkja og Evrópusambandsins er málið allt í hinum mestu ógöngum. Austurríkismenn standa í vegi fyrir viðræðunum, en öll aðildarlöndin tuttugu og fimm þurfa að samþykkja viðræðurammann. Erlent 3.10.2005 00:01
Hætti kjarnorkusamvinnu við Írana Bandaríkjastjórn hefur hvatt öll ríki sem koma að kjarnorkumálaáætlun Írana til þess að hætta allri samvinnu við Írana þar sem þeir hafi ekki sýnt fram á með óyggjandi hætti að ekki stæði til að framleiða kjarnorkuvopn. Erlent 3.10.2005 00:01
Æfðu viðbrögð við hryðjuverkum Miklar tafir urðu á umferð í Róm í morgun þegar yfirvöld æfðu viðbrögð við hugsanlegum hryðjuverkaárásum á borgina. Látið var líta svo út að sjálfsmorðsprengjuárás yrði gerð fyrir utan hringleikahúsið Kólosseum, í neðanjarðarlest og í strætó á háannatíma og viðbrögð yfirvalda og lögreglu æfð. Þá var miðborg Rómar var algjörlega lokuð um tíma vegna æfingarinnar. Erlent 3.10.2005 00:01
Ólögráða í lífstíðarfangelsi Talið er að tæplega tíu þúsund ólögráða einstaklingar afpláni nú lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum. Landið trónir því á toppi lista yfir þá sem hafa flesta unglinga og börn í lífstíðarafplánun. Þetta kemur fram í <em>New York Times</em> í dag. Erlent 3.10.2005 00:01
Tyrkir æfir af reiði Óvíst er hvort Evrópusambandið hefji formlegar aðildarviðræður við Tyrki í dag, eins og áætlað var. Austurríkismenn standa í vegi fyrir því en öll aðildarlöndin 25 þurfa að samþykkja viðræðurammann. Tyrkir eru æfir af reiði yfir þessu og vanda Austurríkismönnum ekki kveðjurnar. Erlent 3.10.2005 00:01
Fá Nóbelinn í læknisfræði Ástralarnir Barry Marshall og Robin Warren hljóta Nóbelsverðlaunin í læknisfræði í ár. Sænska nóbelsnefndin tilkynnti þetta í Stokkhólmi í morgun. Marshall og Warren komust að því árið 1982 að bakterían Helicobacter pylori væri völd að langflestum magasárum. Erlent 3.10.2005 00:01
Nýr Hæstaréttardómari tilnefndur Kona mun að öllum líkindum áfram skipa Hæstarétt Bandaríkjanna. George Bush, Bandaríkjaforseti, hefur tilnefnt Harriet Miers, ráðgjafa í Hvíta húsinu, sem Hæstaréttardómara. Verði tilnefning hennar samþykkt mun hún taka við af Söndru Day O'Connor sem lét af embætti fyrr á árinu sökum aldurs. Erlent 3.10.2005 00:01
Samþykktu viðræður við Tyrki Austurríkismenn gáfu eftir nú undir kvöld og samþykktu að aðildarviðræður Evrópusambandsins við Tyrki gætu hafist. Þeir lýstu því yfir í gær að þeir gætu ekki samþykkt að Tyrkland yrði fullgildur meðlimur - of margir Evrópubúar séu á móti því og nauðsynlegt sé að hlusta á borgarana. Tyrkir brugðust ókvæða við en undirbúningur fyrir viðræðurnar hefur staðið árum saman. Erlent 3.10.2005 00:01
Ekki streita sem veldur magasári Tveir ástralskir læknar fá Nóbelsverðlaunin í læknisfræði í ár fyrir uppgötvun sem hefur gjörbylt lífi milljóna manna. Það er ekki streita sem veldur magasári heldur sýkill. Þetta uppgötvuðu áströlsku læknarnir. Erlent 3.10.2005 00:01
Ruddust í gegnum girðingar Hundruð Afríkubúa brutust í gegnum margra metra háar gaddavírsgirðingar á landamærum Marokkós og spænska landsvæðisins Melilla í morgun, í von um að komast ólöglega til Spánar. Um þrjú hundruð manns tókst ætlunarverkið, en margir voru sárir eftir. Erlent 3.10.2005 00:01
Íraksstríðið spillti fyrir Ofuráhersla á Írak spillti stórlega fyrir björgunaraðgerðum vegna fellibylsins Katrínar, samkvæmt nýrri skýrslu frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu sem breska blaðið<em> Independent</em> hefur komist yfir. Erlent 3.10.2005 00:01
Forskot kristilegra eykst Forskot Kristilegra demókrata eftir þingkosningarnar í Þýskalandi jókst um eitt sæti í gær þegar ljóst varð að þeirra maður hefði sigrað í Dresden. Þó að sigurinn í gær sé aðeins dropi í hafið, og breyti í raun engu, munu Kristilegir demókratar líta á sigurinn sem enn frekari sönnun þess að Angela Merkel, leiðtogi þeirra, eigi að verða næsti kanslari Þýskalands. Erlent 3.10.2005 00:01
Mandela leiðtogi heimsins Nelson Mandela fékk flest atkvæði í könnun BBC á því hverjir ættu að sitja í „heimsríkisstjórninni“, ef slík stjórn væri sett á laggirnar. Hins vegar virðist ekki vera vilji fyrir því að kona sitji í slíkri stjórn. Erlent 3.10.2005 00:01
Dæmd fyrir brot gegn unglingum Fjörutíu og eins árs dönsk kona var í dag dæmd fyrir kynferðisbrot sem hún framdi á þremur 14-16 ára drengjum. Konan vann á unglingaheimili sem frístundaráðgjafi þar sem drengirnir voru vistaðir. Konan var dæmd til bráðavistunar á geðveikrahæli í 3-5 ár þar sem hún á að undirgangast viðundandi meðferð og einnig var hún dæmd til að greiða drengjunum miskabætur að andvirði fimmtán þúsund danskar krónur. Erlent 3.10.2005 00:01
Fyrsti hringmyrkvinn í 200 ár Þúsundir Spánverja og Portúgala söfnuðust saman á götum úti í dag til að fylgjast með sólmyrkva. Skuggi tók að færast yfir Íberíuskagann skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Þessi tegund sólmyrkva, svokallaður hringmyrkvi, hefur ekki sést í löndunum tveimur í tvær aldir og því biðu áhorfendur fullir eftirvæntingar. Erlent 3.10.2005 00:01
Segjast hafa tekið hermenn af lífi Hryðjuverkasamtökin al-Qaida í Írak greindu frá því í dag að þau hefðu tekið tvo hermenn, sem gripnir voru í Vestur-Írak, af lífi. Yfirlýsing þessa efnis birtist á íslamskri vefsíðu í dag en þar kemur einnig fram að þar sem Bandaríkjaher hefði ekki orðið við kröfum að sleppa súnnítakonum úr haldi þá hefðu mennirnir verið drepnir. Erlent 3.10.2005 00:01
Morðtilræði við írakskan ráðherra Olíumálaráðherra Íraks slapp naumlega undan morðtilræði í morgun. Nokkrir menn hófu skothríð á bifreið ráðherrans þegar hann var á leið til vinnu. Þrír lífverðir hans særðust alvarlega. Erlent 3.10.2005 00:01
Samkomulag um aðildarviðræður Tyrkir hafa komist að samkomulagið við Evrópusambandið um að hefja viðræður um aðild þeirra að sambandinu, sagði Abdullah Gul, utanríkisráðherra Tyrklands, eftir stöðug fundahöld. Austurríkismenn, Grikkir og Kýpverjar lögðust gegn því að framkvæmdastjórn ESB hæfi aðildarviðræður við Tyrki vegna þess að Tyrkir viðurkenna ekki stjórnvöld á Kýpur. Erlent 3.10.2005 00:01
12 látnir eftir lestarslys Tólf létust og minnst eitt hundrað eru slasaðir eftir að fjölmenn farþegalest fór út af sporinu í Indlandi í morgun. Lestin stoppaði ekki við eina lestarstöðina og sex vagnar fóru út af teinunum, þar sem alla jafna er gert við lestina og hún þrifin. Talið er að bremsubúnaður lestarinnar hafi bilað. Erlent 3.10.2005 00:01
35 látast í hamförum í Mið-Ameríku Að minnsta kosti 35 hafa látist af völdum flóða og aurskriða í Miða-Ameríku í dag. Hamfarirnar má rekja til hitabeltisstormsins Stan sem gekk yfir Yucatan-skagann í Mexíkó um helgina með tilheyrandi hvassviðri og ofankomu sem leiddi til þess að ár flæddu yfir bakka sína. Þúsundir manna þurftu að yfirgefa heimili sín sem sum hver grófust undir aurskriðum. Erlent 3.10.2005 00:01