Erlent 18 lögreglumenn drepnir í Helmand Átján afganskir lögreglumenn létust og fjórir særðust í fyrirsát uppreisnarmanna í Helmand-héraði í suðurhluta Afganistans í gærkvöld. Ekki hafa borist fregnir af því hvaða hópur uppreisnarmanna stóð að tilræðinu en haft er eftir talsmanni innanríkisráðuneytis Afganistans að til bardaga hafi komið milli lögreglu og uppreisnarmanna í kjölfarið. Engar fregnir hafa borist af mannfalli í þeim átökum. Erlent 11.10.2005 00:01 Ósætti vegna bókmenntaverðlauna Einn af nefndarmönnum í sænsku Nóbelnefndinni sem veitir bókmenntaverðlaunin hefur sagt af sér í mótmælaskyni. Knut Ahnlund er ósáttur við að austurríski rithöfundurinn Elfriede Jelinek skyldi hljóta verðlaunin í fyrra, en Ahnlund segir í grein í Sænska dagblaðinu í dag að verk Jelinek séu gersneydd allri listrænni uppbyggingu og að það hafi valdið óbætanlegum skaða á orðstýr bókmenntaverðlauna Nóbels um ókomna framtíð að hún skyldi hljóta verðlaunin. Erlent 11.10.2005 00:01 Mannskæðar árásir í Írak í morgun Sjálfsmorðssprengjuárás kostaði ekki færri en 25 lífið í Bagdad í morgun. Björgunarlið gat ekki farið á staðinn þar sem stórhætta þótti á frekari árásum á sama stað. Þrjátíu fórust í annarri bílsprengjuárás, í bænum Tal Afar, skammt frá landamærunum við Sýrland. Erlent 11.10.2005 00:01 Fundu fjögur lík í Mexíkó Lík fjögurra manna, þar á meðal 13 ára drengs, fundust á búgarði í borginni Nuevo Laredo í norðurhluta Mexíkós í gær en allir höfðu mennirnir verið skotnir til bana. Lögreglan segir morðin líklega tengd eiturlyfjasölu. Á morðstaðnum voru tæki og tól til viðgerða á dekkjum en þau eru notuð í miklum mæli til að smygla eiturlyfjum frá Mexíkó til Bandaríkjanna. Erlent 11.10.2005 00:01 Forsætisráðherranum stefnt Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur verið stefnt sem fulltrúa ríkisins fyrir að hafa brotið stjórnarskrána með aðild Danmerkur að innrásinni í Írak fyrir um tveimur og hálfu ári. Erlent 11.10.2005 00:01 Handtaka á Balí vegna árásar Lögreglan í Indónesíu handtók í dag mann sem grunaður er um aðild að sprengjuárásunum á Balí fyrr í þessum mánuði. Handtakan fór fram á Austur-Jövu og lögregluyfirvöld á staðnum segja sterkar vísbendingar benda til þess að hann hafi tekið þátt í sprengjuárásunum án þess að rökstyðja það nánar. Erlent 11.10.2005 00:01 Lögreglan fór inn á sautján staði Lögregla fór inn á sautján staði á Íslandi og í Bretlandi í rannsókn sinni á falþjóðlegu peningaþvætti, sem meðal annars tengist íslenskum aðilum. Erlent 11.10.2005 00:01 Segist ekki hafa verið drukkinn Hinn 64 ára gamli Robert Davis, sem í fyrradag var barinn var af lögreglunni í New Orleans, sagði í samtali við fjölmiðla í gær, að hann hafi ekki drukkið í 25 ár og hafi því ekki verið ölvaður eins og lögreglan heldur fram. Þá segir lögreglan hann hafa streist á móti þegar hann var settur í handjárn en myndband sem náðist af atburðinum sýnir þó annað. Erlent 11.10.2005 00:01 Vonin um að finna slasaða dvínar Björgunaraðgerðir í Pakistan stóðu yfir í alla nótt en þrír dagar eru síðan jarðskjálfti upp á 7,6 á Richter reið yfir landið. Höfuðborg landsins, Islamabad, er svo gott sem rústir einar og eru menn vonlitlir um að finna mikið fleira fólk á lífi. Þó fundust kona og barn í gær í rústum eins hússins þar sem þau höfðu verið föst í yfir 60 klukkustundir. Erlent 11.10.2005 00:01 Fuglaflensa greinist í Kólumbíu Yfirvöld í Kólumbíu hafa staðfest fuglaflensutilfelli í landinu en segja þó að engin alvarleg hætta sé á ferðum. Fuglaflensa fannst á þremur alifuglabæjum í vesturhluta landsins og hafa viðeigandi ráðstafanir verið gerðar til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar, að sögn talsmanns ríkisstjórnarinnar. Erlent 11.10.2005 00:01 Hryllilegt ástand í Pakistan Engin von þykir til þess að nokkur finnist á lífi á hamfarasvæðunum í Suður-Asíu. Þegar björgunarmenn og hjálpargögn tóku loksins að berast þangað fór að rigna, og nú er það vatnsflaumur sem hamlar björgunarstarfinu. Erlent 11.10.2005 00:01 Ný tilskipun um neytendalán Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gefið út nýja tillögu að tilskipun um neytendalán. Evrópusamtök neytenda telja meðal annars að með nýju tillögunni séu ekki settar strangar reglur um ýmis atriði eins og yfirdráttarlán og kreditkort þrátt fyrir að þörf sé á reglum á þessum sviðum. Erlent 11.10.2005 00:01 Búist við dauðadómi Í dag hófust á Balí réttarhöld yfir níu Áströlum sem ákærðir eru fyrir stórfengleg á heróíni. Afbrot þeirra eru litin alvarlegum augum og magnið sem haldlagt var í apríl síðastliðnum, rúm átta kíló, þykir svo mikið að jafnvel er búist við dauðadómi. Erlent 11.10.2005 00:01 Stefna ráðherra vegna Íraksstríðs 24 Danir hafa stefnt Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sem fulltrúa ríkisins fyrir að hafa brotið stjórnarskrána með aðild Danmerkur að innrásinni í Írak fyrir um tveimur og hálfu ári. Erlent 11.10.2005 00:01 Vandræði Merkel strax hafin Angela Merkel er ekki einu sinni orðin kanslari - formlega séð - en vandræðin eru strax byrjuð. Verðandi samstarfsflokkurinn, jafnaðarmannaflokkurinn, grefur undir henni og systurflokkurinn í Bæjaralandi, undir leiðsögn Edmunds Stoiber, gerir slíkt hið sama. Erlent 11.10.2005 00:01 Mikið manntjón í Mið-Ameríku Tæplega 800 manns hafa fundist látnir af völdum náttúruhamfara í kjölfar stormsins Stans í Mið-Ameríku og Mexíkó. Verst er ástandið í Gvatemala, en þar hafa 652 fundist látnir og er óttast að sú tala muni hækka mikið á næstunni. Björgunarsveitir frá Spáni og Gvatemala vinna að björgunarstörfum en eru vonlitlar um að finna fleira fólk á lífi því fimm dagar eru síðan aurskriður féllu frá San Lucas eldfjallinu á bæi í grend við fjallið. Erlent 11.10.2005 00:01 Handteknir fyrir að smygla fólki Breska lögreglan hefur handtekið tíu menn sem eru grunaðir um að hafa rekið gríðarstórt og vel skipulagt smygl á tugþúsundum Tyrkja, fyrst og fremst Kúrdum, til Bretlands. Mennirnir voru fluttir til Bretlands með flutningabílum og í flugi. Mennirnir í glæpagenginu eru sjálfir Kúrdar en þeir höfðu fengið hæli í Bretlandi. Erlent 11.10.2005 00:01 Léstust þegar ekið var á hús Fjórar eldri konur létust þegar bifreið sem þær voru farþegar í hafnaði inni í húsi í Wisconsin í Bandarískjunum um helgina. Svo virðist sem bílstjóri bifreiðarinnar hafi ekki virt stöðvunarskyldu, tekist á loft og hafnað inni í húsinu. Ekki er vitað hvað olli slysinu en enginn vitni urðu að því. Bílstjórinn, sem er 89 ára, slasaðist alvarlega en íbúar í húsinu sluppu þó allir ómeiddir. Erlent 11.10.2005 00:01 The Times segir dóminn áfall Þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson hefur lýst því yfir að hann haldi sér til hlés í fjárfestingum á meðan málaferli gegn honum standa yfir er ákvörðun Hæstaréttar Íslands í fyrradag áfall. Þetta segir Lundúnablaðið Times í umfjöllun sinni. Erlent 11.10.2005 00:01 Nýr dýrlingur Benedikt páfi sextándi tók þýska kardinálann Clemens August von Galen í tölu blessaðra í gær. Erlent 9.10.2005 00:01 Tala látinna hækkar Enn berast fregnir af mannfalli í jarðskjálftanum sem reið yfir Pakistan, Indland og Afganistan í fyrrinótt. Nýjustu fregnir herma að mannfallið hafi verið allt að 30 þúsund manns. Erlent 9.10.2005 00:01 Von á lausn í Þýskalandi? Gerhard Schröder, leiðtogi jafnaðarmanna í Þýskalandi og Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra demókrata munu ekki skrifa undir samkomulag um hvort þeirra verði næsti kanslari landsins á fundi sínum í kvöld, eins og búist var við. Erlent 9.10.2005 00:01 Lögregluofbeldi fest á filmu Lögreglumenn í New Orleans börðu 64 ára gamlan mann til óbóta á laugardagskvöldið og einn lögregluþjónn réðst á sjónvarpsfréttamann frá AP fréttastofunni. Erlent 9.10.2005 00:01 Tíu menn handteknir Breska lögreglan framkvæmdi á laugardaginn húsleit í Derby, Wolverhampton og Croydon Erlent 9.10.2005 00:01 Sleppt úr gíslingu Flestum starfsmönnum Afríkusambandsins sem var rænt í Darfurhéraði í Súdan fyrr í dag hefur verið sleppt. Noureddine Mezni, talsmaður Afríkusambandsins, treysti sér þó ekki til að fullyrða að þeim hefði öllum verið sleppt og sagði óvíst hversu margir væru í raun frjálsir ferða sinna. Óstaðfestar fréttir herma að sextán hafi verið sleppt. Erlent 9.10.2005 00:01 Flóðasvæði verða kirkjugarðar Stjórnvöld í Gvatemala velta því fyrir sér hvort ekki sé ráðlegast að líta á flóðasvæðin sem kirkjugarða og leyfa hinum látnu að hvíla undir aurskriðunum Erlent 9.10.2005 00:01 Gagnrýndi stjórn Berlusconis Romano Prodi, leiðtogi ítölsku stjórnarandstöðunnar, gagnrýndi Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, harkalega á fjöldafundi í gær. Prodi sakaði Berlusconi um að nota stjórnvöld til að koma eigin hugðarefnum á framfæri og gagnrýndi fjárlög ríkisstjórnarninnar. Erlent 9.10.2005 00:01 Hægrisveifla í Póllandi Báðir frambjóðendurnir sem flest atkvæði hlutu í fyrri umferð forsetakosninga í Póllandi í gær eru hægrimenn. Flokkar þeirra eru að mynda ríkisstjórn. Pólskir hægrimenn hafa boðað nýtt uppgjör við arftaka kommúnista og lýst stríði á hendur spillingu. Með í kaupunum fylgir ströng „þjóðernis-kaþólska". Erlent 9.10.2005 00:01 Átján teknir í gíslingu Vopnaðir menn tóku átján starfsmenn Afríkusambandsins í gíslingu í Darfur héraði í Súdan. Ekki er vitað hverjir standa að baki gíslatökunni en gíslunum er haldið í bænum Tine á landamærum Súdan og Tsjad. Erlent 9.10.2005 00:01 Eiffel turnin rýmdur Lögregluyfirvöld í París rýmdu Eiffel turnin í gær eftir að lögreglustöð barst nafnlaus sprengjuhótun í gegnum síma > Erlent 9.10.2005 00:01 « ‹ ›
18 lögreglumenn drepnir í Helmand Átján afganskir lögreglumenn létust og fjórir særðust í fyrirsát uppreisnarmanna í Helmand-héraði í suðurhluta Afganistans í gærkvöld. Ekki hafa borist fregnir af því hvaða hópur uppreisnarmanna stóð að tilræðinu en haft er eftir talsmanni innanríkisráðuneytis Afganistans að til bardaga hafi komið milli lögreglu og uppreisnarmanna í kjölfarið. Engar fregnir hafa borist af mannfalli í þeim átökum. Erlent 11.10.2005 00:01
Ósætti vegna bókmenntaverðlauna Einn af nefndarmönnum í sænsku Nóbelnefndinni sem veitir bókmenntaverðlaunin hefur sagt af sér í mótmælaskyni. Knut Ahnlund er ósáttur við að austurríski rithöfundurinn Elfriede Jelinek skyldi hljóta verðlaunin í fyrra, en Ahnlund segir í grein í Sænska dagblaðinu í dag að verk Jelinek séu gersneydd allri listrænni uppbyggingu og að það hafi valdið óbætanlegum skaða á orðstýr bókmenntaverðlauna Nóbels um ókomna framtíð að hún skyldi hljóta verðlaunin. Erlent 11.10.2005 00:01
Mannskæðar árásir í Írak í morgun Sjálfsmorðssprengjuárás kostaði ekki færri en 25 lífið í Bagdad í morgun. Björgunarlið gat ekki farið á staðinn þar sem stórhætta þótti á frekari árásum á sama stað. Þrjátíu fórust í annarri bílsprengjuárás, í bænum Tal Afar, skammt frá landamærunum við Sýrland. Erlent 11.10.2005 00:01
Fundu fjögur lík í Mexíkó Lík fjögurra manna, þar á meðal 13 ára drengs, fundust á búgarði í borginni Nuevo Laredo í norðurhluta Mexíkós í gær en allir höfðu mennirnir verið skotnir til bana. Lögreglan segir morðin líklega tengd eiturlyfjasölu. Á morðstaðnum voru tæki og tól til viðgerða á dekkjum en þau eru notuð í miklum mæli til að smygla eiturlyfjum frá Mexíkó til Bandaríkjanna. Erlent 11.10.2005 00:01
Forsætisráðherranum stefnt Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur verið stefnt sem fulltrúa ríkisins fyrir að hafa brotið stjórnarskrána með aðild Danmerkur að innrásinni í Írak fyrir um tveimur og hálfu ári. Erlent 11.10.2005 00:01
Handtaka á Balí vegna árásar Lögreglan í Indónesíu handtók í dag mann sem grunaður er um aðild að sprengjuárásunum á Balí fyrr í þessum mánuði. Handtakan fór fram á Austur-Jövu og lögregluyfirvöld á staðnum segja sterkar vísbendingar benda til þess að hann hafi tekið þátt í sprengjuárásunum án þess að rökstyðja það nánar. Erlent 11.10.2005 00:01
Lögreglan fór inn á sautján staði Lögregla fór inn á sautján staði á Íslandi og í Bretlandi í rannsókn sinni á falþjóðlegu peningaþvætti, sem meðal annars tengist íslenskum aðilum. Erlent 11.10.2005 00:01
Segist ekki hafa verið drukkinn Hinn 64 ára gamli Robert Davis, sem í fyrradag var barinn var af lögreglunni í New Orleans, sagði í samtali við fjölmiðla í gær, að hann hafi ekki drukkið í 25 ár og hafi því ekki verið ölvaður eins og lögreglan heldur fram. Þá segir lögreglan hann hafa streist á móti þegar hann var settur í handjárn en myndband sem náðist af atburðinum sýnir þó annað. Erlent 11.10.2005 00:01
Vonin um að finna slasaða dvínar Björgunaraðgerðir í Pakistan stóðu yfir í alla nótt en þrír dagar eru síðan jarðskjálfti upp á 7,6 á Richter reið yfir landið. Höfuðborg landsins, Islamabad, er svo gott sem rústir einar og eru menn vonlitlir um að finna mikið fleira fólk á lífi. Þó fundust kona og barn í gær í rústum eins hússins þar sem þau höfðu verið föst í yfir 60 klukkustundir. Erlent 11.10.2005 00:01
Fuglaflensa greinist í Kólumbíu Yfirvöld í Kólumbíu hafa staðfest fuglaflensutilfelli í landinu en segja þó að engin alvarleg hætta sé á ferðum. Fuglaflensa fannst á þremur alifuglabæjum í vesturhluta landsins og hafa viðeigandi ráðstafanir verið gerðar til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar, að sögn talsmanns ríkisstjórnarinnar. Erlent 11.10.2005 00:01
Hryllilegt ástand í Pakistan Engin von þykir til þess að nokkur finnist á lífi á hamfarasvæðunum í Suður-Asíu. Þegar björgunarmenn og hjálpargögn tóku loksins að berast þangað fór að rigna, og nú er það vatnsflaumur sem hamlar björgunarstarfinu. Erlent 11.10.2005 00:01
Ný tilskipun um neytendalán Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gefið út nýja tillögu að tilskipun um neytendalán. Evrópusamtök neytenda telja meðal annars að með nýju tillögunni séu ekki settar strangar reglur um ýmis atriði eins og yfirdráttarlán og kreditkort þrátt fyrir að þörf sé á reglum á þessum sviðum. Erlent 11.10.2005 00:01
Búist við dauðadómi Í dag hófust á Balí réttarhöld yfir níu Áströlum sem ákærðir eru fyrir stórfengleg á heróíni. Afbrot þeirra eru litin alvarlegum augum og magnið sem haldlagt var í apríl síðastliðnum, rúm átta kíló, þykir svo mikið að jafnvel er búist við dauðadómi. Erlent 11.10.2005 00:01
Stefna ráðherra vegna Íraksstríðs 24 Danir hafa stefnt Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sem fulltrúa ríkisins fyrir að hafa brotið stjórnarskrána með aðild Danmerkur að innrásinni í Írak fyrir um tveimur og hálfu ári. Erlent 11.10.2005 00:01
Vandræði Merkel strax hafin Angela Merkel er ekki einu sinni orðin kanslari - formlega séð - en vandræðin eru strax byrjuð. Verðandi samstarfsflokkurinn, jafnaðarmannaflokkurinn, grefur undir henni og systurflokkurinn í Bæjaralandi, undir leiðsögn Edmunds Stoiber, gerir slíkt hið sama. Erlent 11.10.2005 00:01
Mikið manntjón í Mið-Ameríku Tæplega 800 manns hafa fundist látnir af völdum náttúruhamfara í kjölfar stormsins Stans í Mið-Ameríku og Mexíkó. Verst er ástandið í Gvatemala, en þar hafa 652 fundist látnir og er óttast að sú tala muni hækka mikið á næstunni. Björgunarsveitir frá Spáni og Gvatemala vinna að björgunarstörfum en eru vonlitlar um að finna fleira fólk á lífi því fimm dagar eru síðan aurskriður féllu frá San Lucas eldfjallinu á bæi í grend við fjallið. Erlent 11.10.2005 00:01
Handteknir fyrir að smygla fólki Breska lögreglan hefur handtekið tíu menn sem eru grunaðir um að hafa rekið gríðarstórt og vel skipulagt smygl á tugþúsundum Tyrkja, fyrst og fremst Kúrdum, til Bretlands. Mennirnir voru fluttir til Bretlands með flutningabílum og í flugi. Mennirnir í glæpagenginu eru sjálfir Kúrdar en þeir höfðu fengið hæli í Bretlandi. Erlent 11.10.2005 00:01
Léstust þegar ekið var á hús Fjórar eldri konur létust þegar bifreið sem þær voru farþegar í hafnaði inni í húsi í Wisconsin í Bandarískjunum um helgina. Svo virðist sem bílstjóri bifreiðarinnar hafi ekki virt stöðvunarskyldu, tekist á loft og hafnað inni í húsinu. Ekki er vitað hvað olli slysinu en enginn vitni urðu að því. Bílstjórinn, sem er 89 ára, slasaðist alvarlega en íbúar í húsinu sluppu þó allir ómeiddir. Erlent 11.10.2005 00:01
The Times segir dóminn áfall Þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson hefur lýst því yfir að hann haldi sér til hlés í fjárfestingum á meðan málaferli gegn honum standa yfir er ákvörðun Hæstaréttar Íslands í fyrradag áfall. Þetta segir Lundúnablaðið Times í umfjöllun sinni. Erlent 11.10.2005 00:01
Nýr dýrlingur Benedikt páfi sextándi tók þýska kardinálann Clemens August von Galen í tölu blessaðra í gær. Erlent 9.10.2005 00:01
Tala látinna hækkar Enn berast fregnir af mannfalli í jarðskjálftanum sem reið yfir Pakistan, Indland og Afganistan í fyrrinótt. Nýjustu fregnir herma að mannfallið hafi verið allt að 30 þúsund manns. Erlent 9.10.2005 00:01
Von á lausn í Þýskalandi? Gerhard Schröder, leiðtogi jafnaðarmanna í Þýskalandi og Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra demókrata munu ekki skrifa undir samkomulag um hvort þeirra verði næsti kanslari landsins á fundi sínum í kvöld, eins og búist var við. Erlent 9.10.2005 00:01
Lögregluofbeldi fest á filmu Lögreglumenn í New Orleans börðu 64 ára gamlan mann til óbóta á laugardagskvöldið og einn lögregluþjónn réðst á sjónvarpsfréttamann frá AP fréttastofunni. Erlent 9.10.2005 00:01
Tíu menn handteknir Breska lögreglan framkvæmdi á laugardaginn húsleit í Derby, Wolverhampton og Croydon Erlent 9.10.2005 00:01
Sleppt úr gíslingu Flestum starfsmönnum Afríkusambandsins sem var rænt í Darfurhéraði í Súdan fyrr í dag hefur verið sleppt. Noureddine Mezni, talsmaður Afríkusambandsins, treysti sér þó ekki til að fullyrða að þeim hefði öllum verið sleppt og sagði óvíst hversu margir væru í raun frjálsir ferða sinna. Óstaðfestar fréttir herma að sextán hafi verið sleppt. Erlent 9.10.2005 00:01
Flóðasvæði verða kirkjugarðar Stjórnvöld í Gvatemala velta því fyrir sér hvort ekki sé ráðlegast að líta á flóðasvæðin sem kirkjugarða og leyfa hinum látnu að hvíla undir aurskriðunum Erlent 9.10.2005 00:01
Gagnrýndi stjórn Berlusconis Romano Prodi, leiðtogi ítölsku stjórnarandstöðunnar, gagnrýndi Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, harkalega á fjöldafundi í gær. Prodi sakaði Berlusconi um að nota stjórnvöld til að koma eigin hugðarefnum á framfæri og gagnrýndi fjárlög ríkisstjórnarninnar. Erlent 9.10.2005 00:01
Hægrisveifla í Póllandi Báðir frambjóðendurnir sem flest atkvæði hlutu í fyrri umferð forsetakosninga í Póllandi í gær eru hægrimenn. Flokkar þeirra eru að mynda ríkisstjórn. Pólskir hægrimenn hafa boðað nýtt uppgjör við arftaka kommúnista og lýst stríði á hendur spillingu. Með í kaupunum fylgir ströng „þjóðernis-kaþólska". Erlent 9.10.2005 00:01
Átján teknir í gíslingu Vopnaðir menn tóku átján starfsmenn Afríkusambandsins í gíslingu í Darfur héraði í Súdan. Ekki er vitað hverjir standa að baki gíslatökunni en gíslunum er haldið í bænum Tine á landamærum Súdan og Tsjad. Erlent 9.10.2005 00:01
Eiffel turnin rýmdur Lögregluyfirvöld í París rýmdu Eiffel turnin í gær eftir að lögreglustöð barst nafnlaus sprengjuhótun í gegnum síma > Erlent 9.10.2005 00:01