Erlent Fjölmargar árásir í Írak í morgun Tvær bílsprengjuárásir kostuðu sex lífið í Bagdad í Írak í morgun. 43 særðust. Talið er að hótel, sem erlendir blaðamenn gista á hafi verið skotmark árásarinnar sem talið er að hafi verið sjálfsmorðsárás. Innanríkisráðuneytið er einnig skammt frá. Erlent 18.11.2005 11:17 Bandarískur karlmaður dæmdur fyrir gróf kynferðisbrot gegn ættleiddri dóttur Bandarískur karlmaður sem í fyrra var dæmdur fyrir að setja klámmyndir af ættleiddri rússneskri dóttur sinni á netið var í gær dæmdur í allt að sjötíu ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað og misnotað stúlkuna ítrekað. Erlent 18.11.2005 09:56 Forsætisráðherra Sri Lanka með forskot Forsætisráðherra Sri Lanka hefur nokkurt forskot yfir helsta keppinaut sinn samkvæmt fyrstu tölum í forsetakosningum í landinu. Erlent 18.11.2005 09:55 Sænskir nemar fáfróðir um frjósemi Sænskir nemar við Uppsala háskóla virðast vera fáfróðir um frjósemi kvenna. Þetta kemur fram í rannsókn sem unnin var við háskólann þar sem karlkyns og kvenkyns nemar voru spurðir um barneignir og frjósemi. Erlent 18.11.2005 09:51 Hélt lífi með því að drekka hland Kínverskur námuverkamaður, sem lokaður var inni í námu þar í landi í ellefu daga eftir að jarðvegur hrundi, komst lífs af með því að drekka sitt eigið þvag. Manninum, sem var bjargað úr prísundinni í gær, sagðist aðeins hafa haft smá matarbita og örlítið vatn fyrstu dagana. Erlent 18.11.2005 07:57 Írakar biðla til Írana um hjálp Mowaffaq al-Rubaie, öryggisráðgjafi Írakstjórnar, hefur beðið Írani um að nýta það góða samband sem þeir hafa við Sýrlendinga til að koma í veg fyrir að erlendir uppreisnarmenn streymi yfir sýrlensku landamærin til Írak. Erlent 18.11.2005 00:24 38 farast í bílslysi í Mexíkó 38 létust og 4 lifðu af þegar tankbíll skall inn í strætisvagn í norðvesturhluta Mexíkó á miðvikudag. Við áreksturinn féllu bæði ökutækin fram af brún og 25 tonn af ammóníumklóríði, sem tankbíllinn bar, losnuðu. Flest fórnarlambanna voru með sár eftir efnabruna og eru yfirvöld að skera úr um hvort þau hafi átt þátt í dauða þeirra. Erlent 18.11.2005 00:15 Óeirðirnar í rénun Óeirðirnar í Frakklandi eru í mikilli rénun og talsmenn lögreglunnar sögðu í gærkvöldi að glæpir væru nú engu fleiri en áður en alda óeirða blossaði upp fyrir tæpum þremur vikum. Erlent 17.11.2005 21:15 Áfall fyrir Blair Dregið hefur úr vinsældum Tonys Blairs forsætisráðherra Bretlands líkt og George Bush forseta Bandaríkjanna. Erlent 17.11.2005 20:00 Handtekinn fyrir að afneita helförinni Sagnfræðingurinn breski, David Irving, hefur verið handtekinn í Austurríki fyrir að afneita helförinni. Irving vakti fyrst athygli árið 2000 þegar hann lögsótti Bandaríkjakonuna Deborah Lipstadt fyrir að segja hann afneita helförinni. Hann tapaði málinu og dómarinn sagði hann ekki bara afneita helförinni heldur væri hann gyðingahatari og rasisti og að hann tengdist hægri öfgamönnum sem styðja ný-nasisma. Erlent 17.11.2005 17:17 Leiðtogi stjórnarandstöðu Úganda enn í fangelsi Bandaríkin krefjast skjótra réttarhalda yfir leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Úganda, Dr. Kizza Besigye. Forseti Úganda, Yoweri Museveni, lét handtaka Dr. Besigye, eftir að hann sneri aftur úr fimm ára útlegð sem hann lagðist í eftir að hafa boðið sig fram í forsetakosningum gegn forsetanum. Hann er kærður fyrir landráð og nauðgun. Eiginkona Dr. Besigye, og fyrrum þingkona, Winnie Banyima, segir ákærurnar tilbúning. Dr. Besigye er helsta ógn Museveni í komandi kosningum snemma á næsta ári. Erlent 17.11.2005 17:00 N-Kóreubúar losi sig við kjarnorkuvopn Kjarnorkuvopn í Norður-Kóreu eru óásættanleg segja George W. Bush, forseti Bandaríkjanna og Roh Moo Hyun, forseti Suður-Kóreu. George W. Bush segir að Norður-Kóreubúar muni ekki fá kjarnakljúf sem þeir vilja til orkuframleiðslu fyrr en þeir geti sannað að þeir hafi bæði afvopnast kjarnorkuvopnum og hætt kjarnorkuáætlunum sínum. Erlent 17.11.2005 16:34 Krókódíll veldur usla á flugvallarsvæði í Miami Heldur óvenjulegur gestur komst inn á flugvöll í Miami í Bandaríkjunum í gær. Um var að ræða tæplega tveggja metra krókódíl sem hafði komið sér inn á flugvallarsvæðið og ætt yfir nokkrar af flugbrautunum áður en hann kom sér fyrir á grasflöt á vallarsvæðinu. Erlent 17.11.2005 13:53 Fleiri hyrðjuverkaárásir mjög líklegar í Bretlandi Hver einasta borg í Bretlandi er í hættu, segir yfirmaður lögreglunnar í Lundúnum. Hann segir aðeins tímaspursmál hvenær næsta hryðjuverkaárás verði gerð. Erlent 17.11.2005 12:00 Vilja erlenda fjárfesta til að fjárfesta í Úkraínu Öflug markaðsherferð er hafin í Úkraínu við að fá erlenda viðskiptajöfra til að fjárfesta í landinu. Forseti Úkraínu segir forgangsverkefni að komast inn í Evrópusambandið. Erlent 17.11.2005 11:45 Níu manns hafa látist af völdum malaríu á Haítí Að minnsta kosti níu manns hafa látist af völdum malaríu á Haítí í mánuðinum. Óttast yfirvöld að talan eigi eftir að hækka mikið. Erlent 17.11.2005 11:30 Stjórnarandstaða Kanada vill fella stjórnina Stjórnarandstaðan í Kanada mun að öllum líkindum fella frjálslynda minnihlutastjórn Paul Martin og koma af stað nýjum kosningum. Samkvæmt samkomulagi sem Íhaldsflokkurinn hefur gert við tvo aðra stjórnarandstöðuflokka verður forsætisráðherrann, Paul Martin, beðinn um að leysa upp þingið í janúar og hafa kosningar í febrúar. Verði hann ekki við þessari beiðni mun stjórnarandstaðan lýsa yfir vantrausti á stjórnina. Forsætisráðherrann er ekki andsnúinn kosningum en vill fremur hafa þær í apríl í þeirri von að reiði almennings vegna hneykslis er varðar misnotkun stjórnarflokksins á almannafé hafi rénað. Erlent 17.11.2005 10:45 Vill leyfa norskum lesbíum að gangast undir tæknifjóvgun Jafnréttismálaráðherra Noregs, segir ríkisstjórn landsins verða að leyfa eigi lesbíum að gangast undir tæknifrjóvgun. Skiptar skoðanir eru um málið innan ríkisstjórnarinnar. Erlent 17.11.2005 10:37 Ástandið að batna Innan við eitt hundrað bílar voru brenndir í Frakklandi í nótt og segir lögreglan í landinu ástandið vera að komast í eðlilegt horf á ný. Franska þingið samþykkti í gær að lög um neyðarástand yrðu í gildi í þrjá mánuði, eða þar til um miðjan febrúar. Óeirðirnar undanfarnar þrjár vikur eru þær verstu í Frakklandi í fjóra áratugi en tjón af völdum eyðilegginga er metið á fimmtánda milljarð íslenskra króna. Erlent 17.11.2005 09:59 Hótar hryðjuverkaárásum Maður sem talinn er vera einn alræmdasti hryðjuverkamaður í Asíu, segir á myndbandi sem hann sendi frá sér í gær að Ástralía, Bandaríkin og Bretland verði skotmörkin í næstu árásum Jemaah Islamiya samtökunum, sem tengjast Al Qaida. Erlent 17.11.2005 09:45 Boðað til kosninga í febrúar Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels hefur tilkynnt Amir Peretz, leiðtoga verkamannaflokksins, að hann styðji að boðað verði til nýrra kosninga í landinu. Erlent 17.11.2005 09:42 Kastró með Parkinson-veiki? Leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hefur dregið þá ályktun að Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, sé með Parkinsons-veikina. Erlent 17.11.2005 09:40 Bretar framselja fanga Stjórnvöld í Bretlandi hafa heimilað að breskur ríkisborgari, Babar Ahmad, verði framseldur til Bandaríkjanna. Babar Ahmed, sem er tölvunarfræðingur, er ákærður fyrir peningaþvætti og að reka vefsíður sem styðja hryðjuverk og hvetja múslima til að fara í heilagt stríð. Erlent 17.11.2005 09:00 Forsetakosningar í Sri Lanka Í dag eru forsetakosningar á Sri Lanka. Kosið er milli tveggja ólíkra frambjóðenda. Annars vegar er það hinn vinstri sinnaði forsætisráðherra Mahinda Rajapakse sem vill taka hart á frelsissveitum Tamil-tígranna. Hins vegar er það fyrrum forsætisráðherrann og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Ranil Wickremesinghe, sem kom á friði eftir langa borgarastyrjöld árið 2002 og er sáttarfúsari gagnvart tamílska minnihlutanum. Erlent 17.11.2005 08:15 Nýr seðlabankastjóri í Bandaríkjunum Ben Bernanke, hefur verið tilnefndur af bankaráði Seðlabanka Bandaríkjanna, sem næsti seðlabankastjóri landsins en Bernanke hefur verið helsti ráðgjafi Bandaríkjaforseta í efnahagsmálum. Erlent 17.11.2005 07:59 Fimm bandarískir hermenn féllu í bardaga í Írak í gær Að minnsta kosti fimm bandarískir hermenn féllu í bardaga við uppreisnarmenn í Vestur-Írak í gær, skammt frá landamærum við Sýrlands. Þá felldi bandaríski herinn 16 manns í átökunum. Erlent 17.11.2005 07:57 Geðlæknar yfirheyra fanga í Guantanamo Bandarískir læknar segja þátttöku geðlækna og sálfræðinga við yfirheyrslur fanga í Guantanamo fangelsinu vekja upp alvarlegar siðferðilegar spurningar. Siðanefnd bandaríska læknafélagsins skoðar hvort geðlæknar, sem tekið hafa þátt í yfirheyrslum fanga, hafi brotið gegn Hippókratesar-eið sínum. Erlent 17.11.2005 07:30 Ísraelar voru varaðir við árásunum Hópi Ísraela sem dvaldi á Radisson SAS hótelinu í Amman, höfuðborg Jórdaníu, virðist hafa verið forðað út af hótelinu skömmu áður en sprengja sprakk þar fyrir viku. Alls létust 57 manns í árásum á þrjú hótel í borginni að kvöldi 9. nóvember. Erlent 17.11.2005 06:45 Dæmdur fyrir fíkniefnasmygl Gísli Ingi Gunnarsson var nú í vikunni dæmdur í tveggja ára og eins mánaðar fangelsi fyrir þjófnað, innflutning og sölu á eiturlyfjum í Finnlandi. Erlent 17.11.2005 06:15 Svartur listi yfir flugfélög Sé öryggi ábótavant í flugvélum sem um Evrópu fljúga í framtíðinni verður viðkomandi flugfélagi bannað að fljúga til eða frá álfunni. Evrópuþingið samþykkti ályktun þess efnis í vikunni. Erlent 17.11.2005 06:15 « ‹ ›
Fjölmargar árásir í Írak í morgun Tvær bílsprengjuárásir kostuðu sex lífið í Bagdad í Írak í morgun. 43 særðust. Talið er að hótel, sem erlendir blaðamenn gista á hafi verið skotmark árásarinnar sem talið er að hafi verið sjálfsmorðsárás. Innanríkisráðuneytið er einnig skammt frá. Erlent 18.11.2005 11:17
Bandarískur karlmaður dæmdur fyrir gróf kynferðisbrot gegn ættleiddri dóttur Bandarískur karlmaður sem í fyrra var dæmdur fyrir að setja klámmyndir af ættleiddri rússneskri dóttur sinni á netið var í gær dæmdur í allt að sjötíu ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað og misnotað stúlkuna ítrekað. Erlent 18.11.2005 09:56
Forsætisráðherra Sri Lanka með forskot Forsætisráðherra Sri Lanka hefur nokkurt forskot yfir helsta keppinaut sinn samkvæmt fyrstu tölum í forsetakosningum í landinu. Erlent 18.11.2005 09:55
Sænskir nemar fáfróðir um frjósemi Sænskir nemar við Uppsala háskóla virðast vera fáfróðir um frjósemi kvenna. Þetta kemur fram í rannsókn sem unnin var við háskólann þar sem karlkyns og kvenkyns nemar voru spurðir um barneignir og frjósemi. Erlent 18.11.2005 09:51
Hélt lífi með því að drekka hland Kínverskur námuverkamaður, sem lokaður var inni í námu þar í landi í ellefu daga eftir að jarðvegur hrundi, komst lífs af með því að drekka sitt eigið þvag. Manninum, sem var bjargað úr prísundinni í gær, sagðist aðeins hafa haft smá matarbita og örlítið vatn fyrstu dagana. Erlent 18.11.2005 07:57
Írakar biðla til Írana um hjálp Mowaffaq al-Rubaie, öryggisráðgjafi Írakstjórnar, hefur beðið Írani um að nýta það góða samband sem þeir hafa við Sýrlendinga til að koma í veg fyrir að erlendir uppreisnarmenn streymi yfir sýrlensku landamærin til Írak. Erlent 18.11.2005 00:24
38 farast í bílslysi í Mexíkó 38 létust og 4 lifðu af þegar tankbíll skall inn í strætisvagn í norðvesturhluta Mexíkó á miðvikudag. Við áreksturinn féllu bæði ökutækin fram af brún og 25 tonn af ammóníumklóríði, sem tankbíllinn bar, losnuðu. Flest fórnarlambanna voru með sár eftir efnabruna og eru yfirvöld að skera úr um hvort þau hafi átt þátt í dauða þeirra. Erlent 18.11.2005 00:15
Óeirðirnar í rénun Óeirðirnar í Frakklandi eru í mikilli rénun og talsmenn lögreglunnar sögðu í gærkvöldi að glæpir væru nú engu fleiri en áður en alda óeirða blossaði upp fyrir tæpum þremur vikum. Erlent 17.11.2005 21:15
Áfall fyrir Blair Dregið hefur úr vinsældum Tonys Blairs forsætisráðherra Bretlands líkt og George Bush forseta Bandaríkjanna. Erlent 17.11.2005 20:00
Handtekinn fyrir að afneita helförinni Sagnfræðingurinn breski, David Irving, hefur verið handtekinn í Austurríki fyrir að afneita helförinni. Irving vakti fyrst athygli árið 2000 þegar hann lögsótti Bandaríkjakonuna Deborah Lipstadt fyrir að segja hann afneita helförinni. Hann tapaði málinu og dómarinn sagði hann ekki bara afneita helförinni heldur væri hann gyðingahatari og rasisti og að hann tengdist hægri öfgamönnum sem styðja ný-nasisma. Erlent 17.11.2005 17:17
Leiðtogi stjórnarandstöðu Úganda enn í fangelsi Bandaríkin krefjast skjótra réttarhalda yfir leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Úganda, Dr. Kizza Besigye. Forseti Úganda, Yoweri Museveni, lét handtaka Dr. Besigye, eftir að hann sneri aftur úr fimm ára útlegð sem hann lagðist í eftir að hafa boðið sig fram í forsetakosningum gegn forsetanum. Hann er kærður fyrir landráð og nauðgun. Eiginkona Dr. Besigye, og fyrrum þingkona, Winnie Banyima, segir ákærurnar tilbúning. Dr. Besigye er helsta ógn Museveni í komandi kosningum snemma á næsta ári. Erlent 17.11.2005 17:00
N-Kóreubúar losi sig við kjarnorkuvopn Kjarnorkuvopn í Norður-Kóreu eru óásættanleg segja George W. Bush, forseti Bandaríkjanna og Roh Moo Hyun, forseti Suður-Kóreu. George W. Bush segir að Norður-Kóreubúar muni ekki fá kjarnakljúf sem þeir vilja til orkuframleiðslu fyrr en þeir geti sannað að þeir hafi bæði afvopnast kjarnorkuvopnum og hætt kjarnorkuáætlunum sínum. Erlent 17.11.2005 16:34
Krókódíll veldur usla á flugvallarsvæði í Miami Heldur óvenjulegur gestur komst inn á flugvöll í Miami í Bandaríkjunum í gær. Um var að ræða tæplega tveggja metra krókódíl sem hafði komið sér inn á flugvallarsvæðið og ætt yfir nokkrar af flugbrautunum áður en hann kom sér fyrir á grasflöt á vallarsvæðinu. Erlent 17.11.2005 13:53
Fleiri hyrðjuverkaárásir mjög líklegar í Bretlandi Hver einasta borg í Bretlandi er í hættu, segir yfirmaður lögreglunnar í Lundúnum. Hann segir aðeins tímaspursmál hvenær næsta hryðjuverkaárás verði gerð. Erlent 17.11.2005 12:00
Vilja erlenda fjárfesta til að fjárfesta í Úkraínu Öflug markaðsherferð er hafin í Úkraínu við að fá erlenda viðskiptajöfra til að fjárfesta í landinu. Forseti Úkraínu segir forgangsverkefni að komast inn í Evrópusambandið. Erlent 17.11.2005 11:45
Níu manns hafa látist af völdum malaríu á Haítí Að minnsta kosti níu manns hafa látist af völdum malaríu á Haítí í mánuðinum. Óttast yfirvöld að talan eigi eftir að hækka mikið. Erlent 17.11.2005 11:30
Stjórnarandstaða Kanada vill fella stjórnina Stjórnarandstaðan í Kanada mun að öllum líkindum fella frjálslynda minnihlutastjórn Paul Martin og koma af stað nýjum kosningum. Samkvæmt samkomulagi sem Íhaldsflokkurinn hefur gert við tvo aðra stjórnarandstöðuflokka verður forsætisráðherrann, Paul Martin, beðinn um að leysa upp þingið í janúar og hafa kosningar í febrúar. Verði hann ekki við þessari beiðni mun stjórnarandstaðan lýsa yfir vantrausti á stjórnina. Forsætisráðherrann er ekki andsnúinn kosningum en vill fremur hafa þær í apríl í þeirri von að reiði almennings vegna hneykslis er varðar misnotkun stjórnarflokksins á almannafé hafi rénað. Erlent 17.11.2005 10:45
Vill leyfa norskum lesbíum að gangast undir tæknifjóvgun Jafnréttismálaráðherra Noregs, segir ríkisstjórn landsins verða að leyfa eigi lesbíum að gangast undir tæknifrjóvgun. Skiptar skoðanir eru um málið innan ríkisstjórnarinnar. Erlent 17.11.2005 10:37
Ástandið að batna Innan við eitt hundrað bílar voru brenndir í Frakklandi í nótt og segir lögreglan í landinu ástandið vera að komast í eðlilegt horf á ný. Franska þingið samþykkti í gær að lög um neyðarástand yrðu í gildi í þrjá mánuði, eða þar til um miðjan febrúar. Óeirðirnar undanfarnar þrjár vikur eru þær verstu í Frakklandi í fjóra áratugi en tjón af völdum eyðilegginga er metið á fimmtánda milljarð íslenskra króna. Erlent 17.11.2005 09:59
Hótar hryðjuverkaárásum Maður sem talinn er vera einn alræmdasti hryðjuverkamaður í Asíu, segir á myndbandi sem hann sendi frá sér í gær að Ástralía, Bandaríkin og Bretland verði skotmörkin í næstu árásum Jemaah Islamiya samtökunum, sem tengjast Al Qaida. Erlent 17.11.2005 09:45
Boðað til kosninga í febrúar Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels hefur tilkynnt Amir Peretz, leiðtoga verkamannaflokksins, að hann styðji að boðað verði til nýrra kosninga í landinu. Erlent 17.11.2005 09:42
Kastró með Parkinson-veiki? Leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hefur dregið þá ályktun að Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, sé með Parkinsons-veikina. Erlent 17.11.2005 09:40
Bretar framselja fanga Stjórnvöld í Bretlandi hafa heimilað að breskur ríkisborgari, Babar Ahmad, verði framseldur til Bandaríkjanna. Babar Ahmed, sem er tölvunarfræðingur, er ákærður fyrir peningaþvætti og að reka vefsíður sem styðja hryðjuverk og hvetja múslima til að fara í heilagt stríð. Erlent 17.11.2005 09:00
Forsetakosningar í Sri Lanka Í dag eru forsetakosningar á Sri Lanka. Kosið er milli tveggja ólíkra frambjóðenda. Annars vegar er það hinn vinstri sinnaði forsætisráðherra Mahinda Rajapakse sem vill taka hart á frelsissveitum Tamil-tígranna. Hins vegar er það fyrrum forsætisráðherrann og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Ranil Wickremesinghe, sem kom á friði eftir langa borgarastyrjöld árið 2002 og er sáttarfúsari gagnvart tamílska minnihlutanum. Erlent 17.11.2005 08:15
Nýr seðlabankastjóri í Bandaríkjunum Ben Bernanke, hefur verið tilnefndur af bankaráði Seðlabanka Bandaríkjanna, sem næsti seðlabankastjóri landsins en Bernanke hefur verið helsti ráðgjafi Bandaríkjaforseta í efnahagsmálum. Erlent 17.11.2005 07:59
Fimm bandarískir hermenn féllu í bardaga í Írak í gær Að minnsta kosti fimm bandarískir hermenn féllu í bardaga við uppreisnarmenn í Vestur-Írak í gær, skammt frá landamærum við Sýrlands. Þá felldi bandaríski herinn 16 manns í átökunum. Erlent 17.11.2005 07:57
Geðlæknar yfirheyra fanga í Guantanamo Bandarískir læknar segja þátttöku geðlækna og sálfræðinga við yfirheyrslur fanga í Guantanamo fangelsinu vekja upp alvarlegar siðferðilegar spurningar. Siðanefnd bandaríska læknafélagsins skoðar hvort geðlæknar, sem tekið hafa þátt í yfirheyrslum fanga, hafi brotið gegn Hippókratesar-eið sínum. Erlent 17.11.2005 07:30
Ísraelar voru varaðir við árásunum Hópi Ísraela sem dvaldi á Radisson SAS hótelinu í Amman, höfuðborg Jórdaníu, virðist hafa verið forðað út af hótelinu skömmu áður en sprengja sprakk þar fyrir viku. Alls létust 57 manns í árásum á þrjú hótel í borginni að kvöldi 9. nóvember. Erlent 17.11.2005 06:45
Dæmdur fyrir fíkniefnasmygl Gísli Ingi Gunnarsson var nú í vikunni dæmdur í tveggja ára og eins mánaðar fangelsi fyrir þjófnað, innflutning og sölu á eiturlyfjum í Finnlandi. Erlent 17.11.2005 06:15
Svartur listi yfir flugfélög Sé öryggi ábótavant í flugvélum sem um Evrópu fljúga í framtíðinni verður viðkomandi flugfélagi bannað að fljúga til eða frá álfunni. Evrópuþingið samþykkti ályktun þess efnis í vikunni. Erlent 17.11.2005 06:15