Erlent Yfir 40 milljónir manna hafa greinst með HIV veiruna 4,9 milljónir manna hafa greinst með HIV veiruna það sem af er þessu ári. Þar með er fjöldi HIV-smitaðra kominn upp í 40,3 milljónir um heim allan. Yfir 3,1 milljón manns hafa látist af völdum eyðni á árinu, þar af 570.000 börn. Erlent 21.11.2005 11:13 Sharon segir af sér Ariel Sharon forsætisráðherra Ísraels hefur sagt af sér og krafist þess að þing verði rofið. Þetta gerði hann á fundi með Moshe Katsav, forseta landsins nú í morgun. Erlent 21.11.2005 07:15 Peningafalsarar handteknir í Kólumbíu Kólumbíska lögreglan réðst inn á starfsemi peningafalsara, handtók fimm manns og gerði þrjár milljónir dollara í fölsuðum peningaseðlum upptæka. Handtakan var afleiðing ítarlegrar rannsóknar af hálfu kólumbískra yfirvalda og leyniþjónustu Bandaríkjamanna. Talið er að fjörutíu prósent falsaðra seðla sem eru í gangi í heiminum séu framleiddir í Kólumbíu Erlent 21.11.2005 07:12 Umdeildar kosningar í Kenýa Umdeildar kosningar fara fram í Kenýa í dag, þegar kosið er um nýja stjórnarskrá í landinu sem mun styrkja stöðu forsetans. Forsetinn, Mwai Kibaki, hefur kallað kosningarnar sögulegt tækifæri en stjórnarandstæðingar vilja að forseti deili valdinu með lýðræðislega kjörnum forsætisráðherra. Miklar óeirðir hafa átt sér stað að undanförnu vegna kosninganna þar sem níu manns hafa látist. Erlent 21.11.2005 06:46 Níu manns látnir og tugir slasaðir Minnst níu létust og tugir slösuðust þegar fellibylurinn Gamma gekk yfir Hondúras í fyrrinótt. Honum fylgdi mikið úrhelli og bárust víða að tilkynningar um flóð og skriður og talið líklegt að mun fleiri hafi látist. Erlent 21.11.2005 05:45 Ætlar til Mongólíu í dag Forsetar Bandaríkjanna og Kína hittust í Alþýðuhöllinni í Peking í gær, rétt hjá Torgi hins himneska friðar. George W. Bush skrapp í heimsókn til Kína og lagði hann mikla áherslu á að kínversk stjórnvöld veittu íbúum landsins meira frelsi. Erlent 21.11.2005 04:30 Ísraelsstjórn fellur Ísraelski Verkamannaflokkurinn yfirgaf í gær stjórn Ariels Sharons. Kosningum verður flýtt. Sharon er talinn ætla að stofna nýjan flokk. Erlent 21.11.2005 04:00 Margir Spánverjar þekkja ekki söguna Erlent 21.11.2005 03:45 Lögreglan stóð í kókaínsmygli Eitthvert hlé verður gert á baráttu yfirvalda í Gvatemala gegn sölu og smygli á fíkniefnum. Æðsti yfirmaður stofnunar þar í landi, sem sett var á fót til að sporna við sölu og smygli á fíkniefnum, var handtekinn í Bandaríkjunum nýlega vegna gruns um að hafa ætlað að smygla tvö þúsund kílóum af kókaíni til landsins. Erlent 21.11.2005 02:15 Fílarnir að sálast úr þorsta Fílar hafa drepist unnvörpum úr þorsta í þjóðgörðum Simbabve vegna þess að vatnsveitum er ekki haldið við. Engir fjármunir eru til viðgerða því landið rambar á barmi gjaldþrots. Erlent 21.11.2005 02:00 Storkur fær gervigogg Japanski storkurinn Taisa, sem missti framan af goggnum í fyrra eftir að hann flæktist í vír, fékk í gær sérsmíðaðan gervigogg sem gæslumenn hans festu á hann. Storkurinn hafði horast frá því goggurinn brotnaði þar sem hann átti erfiðara með að éta og leiðir skildu með honum og lífsförunaut hans, að því er Kyodo-fréttastofan hafði eftir starfsmönnum Omoriyama-dýragarðsins í Akita. Erlent 21.11.2005 01:00 Hafa enga stjórn á ástandinu Yfirvöldum á Spáni hefur mistekist að stöðva þann stríða straum ólöglegra innflytjenda frá Afríku og Suður-Ameríku sem kemur til landsins. Tölfræðin sýnir að komist innflytjendur inn á annað borð er nánast ómögulegt að hafa uppi á þeim aftur. Erlent 21.11.2005 01:00 Samþykkt að slíta samstarfi við Likud-bandalagið Miðstjórn Verkamannaflokksins í Ísrael samþykkti í dag að slíta stjórnarsamstarfi við Likud-bandalagið sem Ariel Sharon, forsætisráðherra landsins, fer fyrir. Er þetta í samræmi við yfirlýsingar formanns Verkamannaflokksins, Amirs Peretz, sem bar óvænt sigur af Shimoni Peres í formannskosningunum á dögunum. Erlent 20.11.2005 17:30 Bush hvatti kínversk stjórnvöld til að auka frelsi George Bush, forseti Bandaríkjanna, hvatti í dag kínversk yfirvöld til að auka frelsi á sviði stjórnmála, félagsmála og trúmála, en hann er nú í heimsókn í Kína. Bush ræddi við Hu Jintao, kínverskan starfsbróður sinn, en auk fyrrgreindra mála ræddu þeir viðskipti Kína og Bandaríkjanna. Erlent 20.11.2005 17:15 Schröder kvaddur í Hannover Kveðjuathöfn var haldin fyrir Gerhard Schröder, fráfarandi kanslara Þýskalands, í heimabæ hans Hannover í gærkvöld. Mikið var um dýrðir þar sem bæði hermenn báru kyndla honum til heiðurs og herlúðrasveit lék lög sem eiginkona kanslarans hafði valið. Erlent 20.11.2005 16:10 Íranar hóta aðgerðum ef máli þeirra verður vísað til örygisráðs SÞ Íranska þingið samþykkti í dag að skylda ríkisstjórn landsins til að hætta að leyfa eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna að kanna kjarnorkuver landsins og halda áfram vinnslu úrans ef kjarnorkumálum Írana verður vísað til öryggisráðs SÞ. Erlent 20.11.2005 14:26 Albert formlega tekinn við völdum í Mónakó Albert fursti af Mónako hefur nú formlega tekið við völdum í furstadæminu eftir íburðarmikla krýningarhátíð í gær. Um 800 boðsgestir mættu til hátíðahaldanna, en eini þjóðhöfðinginn sem sá sér fært að fara til Mónakó að samfagna Alberti fursta var Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands. Erlent 20.11.2005 12:45 Vél sem lenti hér notuð til að flytja fanga til pyntingar CIA-vélin sem var í tæpan sólarhring á Reykjavíkurflugvelli hefur meðal annars verið notuð til að flytja Kanadamann til Jórdaníu þar sem hann var pyntaður. Erlent 20.11.2005 12:02 Át 67 hamborgara á átta mínútum Japanskur maður, Takeru Kobayashi, stendur uppi sem heimsmeistari í hamborgaraáti eftir að hafa torgað 67 hamborgurum. Heimsmeistarakeppni í hamborgaraáti fór fram í Chattanooga í Tennessee. Það tók hann átta mínútur að gleypa hamborgarana, en honum tókst þó ekki að slá heimsmetið, sem er 69 hamborgarar, en það á hann raunar sjálfur frá því í fyrra. Erlent 20.11.2005 11:45 Fara á mis við skólagöngu vegna fötlunar Fjöldi barna í Rússlandi fer á mis við skólagöngu vegna fötlunar. Þetta eru börn sem geta lært og vilja læra en skólarnir eru ekki hannaðir til þess að taka við fötluðum. Erlent 20.11.2005 11:30 Björguðu konu af syllu eftir langa dvöl Björgunarmenn í Kaliforníu náðu konu af klettasyllu í gær þar sem talið er að hún hafi verið í þrjá til fjóra daga. Konan var afar máttfarin og illa lemstruð eftir sextíu metra fjall af bjargbrún. Maður sem var á göngu á ströndinni fyrir neðan kom auga á konuna. Hann gerði lögreglu viðvart, sem kallaði á þyrlusveit til að ná konunni úr bjarginu. Erlent 20.11.2005 10:45 Lögreglumenn pynta og drepa með rafmagnsbor Írakskir lögreglumenn hafa drepið að minnsta kosti tvo menn og pyntað fjölda annarra með rafmagnsbor. Þessu er haldið fram í breska dagblaðinu Independent on Sunday í dag. Erlent 20.11.2005 10:01 Grunaður um kynferðisglæp Breski glysrokkarinn Gary Glitter var handtekinn á flugvelli í Ho Chi Minh borg í Víetnam í gær vegna gruns um ósæmilegt athæfi með barni. Glitter ætlaði um borð í flugvél á leið til Bangkok á Taílandi þegar hann var handtekinn. Erlent 20.11.2005 08:00 Líkfylgd varð fyrir sjálfsmorðsárás Enn ein ofbeldishrinan virðist hafin í Írak en í gær létust að minnsta kosti 33 í tveimur hryðjuverkaárásum. Til ósættis kom á ráðstefnu Arababandalagsins um frið í Írak sem fram fer í Kaíró. Erlent 20.11.2005 06:30 Íhuga rannsókn á Halliburton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tekur senn ákvörðun um hvort rannsaka eigi ásakanir um að fyrirtækið Halliburton, sem Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna stýrði eitt sinn, hafi fengið hagstæða samninga í Írak með vafasömum hætti. Erlent 20.11.2005 06:15 Alvarlega slasaður eftir bílslys Forsætisráðherrann í bílslysi Sergei Abramov, forsætisráðherra Tsjetsjeníu, slasaðist alvarlega í bílslysi í gær. Í fyrstu var talið að um hryðjuverk hefði verið að ræða en að sögn Interfax-fréttastofunnar leiddi rannsókn í ljós að aðgæsluleysi bílstjóra hefði verið orsök slyssins. Erlent 20.11.2005 06:00 ESB boðar nýtt umferðarkerfi Evrópusambandið hyggst koma upp nýju samhæfðu flugumferðarstjórnarkerfi í aðildarríkjunum til að bregðast við þeirri stórauknu flugumferð sem spáð er í álfunni á næstu árum. Gert er ráð fyrir að umferðin um helstu flugleiðir í Evrópu muni tvöfaldast á næstu 15 árum. Erlent 20.11.2005 04:45 Leiðbeiningar um hryðjuverk Lögregla í Indónesíu hefur lokað vefsíðu þar sem birtar eru ítarlegar leiðbeiningar um hvernig best sé að ráða útlendinga af dögum. Hún er talin runnin undan rifjum hryðjuverkamanna sem tengjast al-Kaída. Erlent 20.11.2005 04:15 Vélarnar hafa flogið til Guantanamo Hinar svokölluðu fangavélar bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sem flogið hafa um danska lofthelgi, hafa meðal annars flogið til og frá fangelsi Bandaríkjahers á Guantanamo á Kúbu. Þetta kemur fram í Politiken í dag. Erlent 20.11.2005 00:00 Vinsældir Chiracs dvína eftir óeirðir Vinsældir Jacques Chiracs, forseta Frakklands, hafa dvínað nokkuð eftir að til óeirða kom í landinu ef marka má niðurstöðu skoðanakannanar sem gerð var fyri dagblaðið Le Journal du Dimance. Samkvæmt henni eru 35 prósent ánægð með störf forsetans nú en 38 prósent voru það í síðasta mánuði. Erlent 19.11.2005 17:50 « ‹ ›
Yfir 40 milljónir manna hafa greinst með HIV veiruna 4,9 milljónir manna hafa greinst með HIV veiruna það sem af er þessu ári. Þar með er fjöldi HIV-smitaðra kominn upp í 40,3 milljónir um heim allan. Yfir 3,1 milljón manns hafa látist af völdum eyðni á árinu, þar af 570.000 börn. Erlent 21.11.2005 11:13
Sharon segir af sér Ariel Sharon forsætisráðherra Ísraels hefur sagt af sér og krafist þess að þing verði rofið. Þetta gerði hann á fundi með Moshe Katsav, forseta landsins nú í morgun. Erlent 21.11.2005 07:15
Peningafalsarar handteknir í Kólumbíu Kólumbíska lögreglan réðst inn á starfsemi peningafalsara, handtók fimm manns og gerði þrjár milljónir dollara í fölsuðum peningaseðlum upptæka. Handtakan var afleiðing ítarlegrar rannsóknar af hálfu kólumbískra yfirvalda og leyniþjónustu Bandaríkjamanna. Talið er að fjörutíu prósent falsaðra seðla sem eru í gangi í heiminum séu framleiddir í Kólumbíu Erlent 21.11.2005 07:12
Umdeildar kosningar í Kenýa Umdeildar kosningar fara fram í Kenýa í dag, þegar kosið er um nýja stjórnarskrá í landinu sem mun styrkja stöðu forsetans. Forsetinn, Mwai Kibaki, hefur kallað kosningarnar sögulegt tækifæri en stjórnarandstæðingar vilja að forseti deili valdinu með lýðræðislega kjörnum forsætisráðherra. Miklar óeirðir hafa átt sér stað að undanförnu vegna kosninganna þar sem níu manns hafa látist. Erlent 21.11.2005 06:46
Níu manns látnir og tugir slasaðir Minnst níu létust og tugir slösuðust þegar fellibylurinn Gamma gekk yfir Hondúras í fyrrinótt. Honum fylgdi mikið úrhelli og bárust víða að tilkynningar um flóð og skriður og talið líklegt að mun fleiri hafi látist. Erlent 21.11.2005 05:45
Ætlar til Mongólíu í dag Forsetar Bandaríkjanna og Kína hittust í Alþýðuhöllinni í Peking í gær, rétt hjá Torgi hins himneska friðar. George W. Bush skrapp í heimsókn til Kína og lagði hann mikla áherslu á að kínversk stjórnvöld veittu íbúum landsins meira frelsi. Erlent 21.11.2005 04:30
Ísraelsstjórn fellur Ísraelski Verkamannaflokkurinn yfirgaf í gær stjórn Ariels Sharons. Kosningum verður flýtt. Sharon er talinn ætla að stofna nýjan flokk. Erlent 21.11.2005 04:00
Lögreglan stóð í kókaínsmygli Eitthvert hlé verður gert á baráttu yfirvalda í Gvatemala gegn sölu og smygli á fíkniefnum. Æðsti yfirmaður stofnunar þar í landi, sem sett var á fót til að sporna við sölu og smygli á fíkniefnum, var handtekinn í Bandaríkjunum nýlega vegna gruns um að hafa ætlað að smygla tvö þúsund kílóum af kókaíni til landsins. Erlent 21.11.2005 02:15
Fílarnir að sálast úr þorsta Fílar hafa drepist unnvörpum úr þorsta í þjóðgörðum Simbabve vegna þess að vatnsveitum er ekki haldið við. Engir fjármunir eru til viðgerða því landið rambar á barmi gjaldþrots. Erlent 21.11.2005 02:00
Storkur fær gervigogg Japanski storkurinn Taisa, sem missti framan af goggnum í fyrra eftir að hann flæktist í vír, fékk í gær sérsmíðaðan gervigogg sem gæslumenn hans festu á hann. Storkurinn hafði horast frá því goggurinn brotnaði þar sem hann átti erfiðara með að éta og leiðir skildu með honum og lífsförunaut hans, að því er Kyodo-fréttastofan hafði eftir starfsmönnum Omoriyama-dýragarðsins í Akita. Erlent 21.11.2005 01:00
Hafa enga stjórn á ástandinu Yfirvöldum á Spáni hefur mistekist að stöðva þann stríða straum ólöglegra innflytjenda frá Afríku og Suður-Ameríku sem kemur til landsins. Tölfræðin sýnir að komist innflytjendur inn á annað borð er nánast ómögulegt að hafa uppi á þeim aftur. Erlent 21.11.2005 01:00
Samþykkt að slíta samstarfi við Likud-bandalagið Miðstjórn Verkamannaflokksins í Ísrael samþykkti í dag að slíta stjórnarsamstarfi við Likud-bandalagið sem Ariel Sharon, forsætisráðherra landsins, fer fyrir. Er þetta í samræmi við yfirlýsingar formanns Verkamannaflokksins, Amirs Peretz, sem bar óvænt sigur af Shimoni Peres í formannskosningunum á dögunum. Erlent 20.11.2005 17:30
Bush hvatti kínversk stjórnvöld til að auka frelsi George Bush, forseti Bandaríkjanna, hvatti í dag kínversk yfirvöld til að auka frelsi á sviði stjórnmála, félagsmála og trúmála, en hann er nú í heimsókn í Kína. Bush ræddi við Hu Jintao, kínverskan starfsbróður sinn, en auk fyrrgreindra mála ræddu þeir viðskipti Kína og Bandaríkjanna. Erlent 20.11.2005 17:15
Schröder kvaddur í Hannover Kveðjuathöfn var haldin fyrir Gerhard Schröder, fráfarandi kanslara Þýskalands, í heimabæ hans Hannover í gærkvöld. Mikið var um dýrðir þar sem bæði hermenn báru kyndla honum til heiðurs og herlúðrasveit lék lög sem eiginkona kanslarans hafði valið. Erlent 20.11.2005 16:10
Íranar hóta aðgerðum ef máli þeirra verður vísað til örygisráðs SÞ Íranska þingið samþykkti í dag að skylda ríkisstjórn landsins til að hætta að leyfa eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna að kanna kjarnorkuver landsins og halda áfram vinnslu úrans ef kjarnorkumálum Írana verður vísað til öryggisráðs SÞ. Erlent 20.11.2005 14:26
Albert formlega tekinn við völdum í Mónakó Albert fursti af Mónako hefur nú formlega tekið við völdum í furstadæminu eftir íburðarmikla krýningarhátíð í gær. Um 800 boðsgestir mættu til hátíðahaldanna, en eini þjóðhöfðinginn sem sá sér fært að fara til Mónakó að samfagna Alberti fursta var Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands. Erlent 20.11.2005 12:45
Vél sem lenti hér notuð til að flytja fanga til pyntingar CIA-vélin sem var í tæpan sólarhring á Reykjavíkurflugvelli hefur meðal annars verið notuð til að flytja Kanadamann til Jórdaníu þar sem hann var pyntaður. Erlent 20.11.2005 12:02
Át 67 hamborgara á átta mínútum Japanskur maður, Takeru Kobayashi, stendur uppi sem heimsmeistari í hamborgaraáti eftir að hafa torgað 67 hamborgurum. Heimsmeistarakeppni í hamborgaraáti fór fram í Chattanooga í Tennessee. Það tók hann átta mínútur að gleypa hamborgarana, en honum tókst þó ekki að slá heimsmetið, sem er 69 hamborgarar, en það á hann raunar sjálfur frá því í fyrra. Erlent 20.11.2005 11:45
Fara á mis við skólagöngu vegna fötlunar Fjöldi barna í Rússlandi fer á mis við skólagöngu vegna fötlunar. Þetta eru börn sem geta lært og vilja læra en skólarnir eru ekki hannaðir til þess að taka við fötluðum. Erlent 20.11.2005 11:30
Björguðu konu af syllu eftir langa dvöl Björgunarmenn í Kaliforníu náðu konu af klettasyllu í gær þar sem talið er að hún hafi verið í þrjá til fjóra daga. Konan var afar máttfarin og illa lemstruð eftir sextíu metra fjall af bjargbrún. Maður sem var á göngu á ströndinni fyrir neðan kom auga á konuna. Hann gerði lögreglu viðvart, sem kallaði á þyrlusveit til að ná konunni úr bjarginu. Erlent 20.11.2005 10:45
Lögreglumenn pynta og drepa með rafmagnsbor Írakskir lögreglumenn hafa drepið að minnsta kosti tvo menn og pyntað fjölda annarra með rafmagnsbor. Þessu er haldið fram í breska dagblaðinu Independent on Sunday í dag. Erlent 20.11.2005 10:01
Grunaður um kynferðisglæp Breski glysrokkarinn Gary Glitter var handtekinn á flugvelli í Ho Chi Minh borg í Víetnam í gær vegna gruns um ósæmilegt athæfi með barni. Glitter ætlaði um borð í flugvél á leið til Bangkok á Taílandi þegar hann var handtekinn. Erlent 20.11.2005 08:00
Líkfylgd varð fyrir sjálfsmorðsárás Enn ein ofbeldishrinan virðist hafin í Írak en í gær létust að minnsta kosti 33 í tveimur hryðjuverkaárásum. Til ósættis kom á ráðstefnu Arababandalagsins um frið í Írak sem fram fer í Kaíró. Erlent 20.11.2005 06:30
Íhuga rannsókn á Halliburton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tekur senn ákvörðun um hvort rannsaka eigi ásakanir um að fyrirtækið Halliburton, sem Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna stýrði eitt sinn, hafi fengið hagstæða samninga í Írak með vafasömum hætti. Erlent 20.11.2005 06:15
Alvarlega slasaður eftir bílslys Forsætisráðherrann í bílslysi Sergei Abramov, forsætisráðherra Tsjetsjeníu, slasaðist alvarlega í bílslysi í gær. Í fyrstu var talið að um hryðjuverk hefði verið að ræða en að sögn Interfax-fréttastofunnar leiddi rannsókn í ljós að aðgæsluleysi bílstjóra hefði verið orsök slyssins. Erlent 20.11.2005 06:00
ESB boðar nýtt umferðarkerfi Evrópusambandið hyggst koma upp nýju samhæfðu flugumferðarstjórnarkerfi í aðildarríkjunum til að bregðast við þeirri stórauknu flugumferð sem spáð er í álfunni á næstu árum. Gert er ráð fyrir að umferðin um helstu flugleiðir í Evrópu muni tvöfaldast á næstu 15 árum. Erlent 20.11.2005 04:45
Leiðbeiningar um hryðjuverk Lögregla í Indónesíu hefur lokað vefsíðu þar sem birtar eru ítarlegar leiðbeiningar um hvernig best sé að ráða útlendinga af dögum. Hún er talin runnin undan rifjum hryðjuverkamanna sem tengjast al-Kaída. Erlent 20.11.2005 04:15
Vélarnar hafa flogið til Guantanamo Hinar svokölluðu fangavélar bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sem flogið hafa um danska lofthelgi, hafa meðal annars flogið til og frá fangelsi Bandaríkjahers á Guantanamo á Kúbu. Þetta kemur fram í Politiken í dag. Erlent 20.11.2005 00:00
Vinsældir Chiracs dvína eftir óeirðir Vinsældir Jacques Chiracs, forseta Frakklands, hafa dvínað nokkuð eftir að til óeirða kom í landinu ef marka má niðurstöðu skoðanakannanar sem gerð var fyri dagblaðið Le Journal du Dimance. Samkvæmt henni eru 35 prósent ánægð með störf forsetans nú en 38 prósent voru það í síðasta mánuði. Erlent 19.11.2005 17:50