Erlent Herflugvél brotlenti í Teheran Herflugvél með áttatíu farþega brotlenti í Tehran, höfuðborg Írans, nú rétt í þessu. Svo virðist sem flugvélin hafi flogið beint á byggingu, en frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu. Erlent 6.12.2005 11:09 Fimmti hver Dani óttast hryðjuverk í háloftunum Fimmti hver Dani óttast að verða fórnarlamb hryðjuverka í flugvélum eða flugstöðvum samkvæmt nýrri könnun sem Flugmálastjórn Danmerkur hefur gert. Þar kemur einnig fram að fjórði hver Dani flýgur sjaldan eða aldrei og það er fólk í þeim hópi sem segist óöruggast í flugi. Erlent 6.12.2005 10:30 Langflestir búa enn í skýlum og búðum Næstum ári eftir að flóðbylgjan skall á löndum við Indlandshaf búa enn langflestir þeirra sem misstu heimili sín í hamförunum í neyðarskýlum eða tjaldbúðum. Þetta er niðurstaða bandarískrar könnunar sem gerð var í Indlandi, á Srí Lanka og norðurhluta Súmötru í Indónesíu sem varð einna verst úti. Erlent 6.12.2005 10:15 Sendiráði Bandaríkjanna á Filipseyjum lokað Bandaríska sendiráðinu í Manila á Filipseyjum hefur verið lokað tímabundið vegna sprengjuhótunar. Þrátt fyrir að oft hafi verið minnst á sendiráðið sem mögulegt skotmark hryðjuverkamanna hefur því sjaldan verið lokað áður. Á Filipseyjum starfar armur af Al-Qaida hóp sem kallast Abu Sayyaf og er hann á skrá hjá Bandaríkjamönnum sem herská samtök. Erlent 6.12.2005 09:45 Bretar tilbúnir að gefa eftir 70 milljarða af endurgreiðslum Bretar eru tilbúnir að gefa eftir rúma sjötíu milljarða króna árlega af endurgreiðslum sínum frá Evrópusambandinu í því augnamiði að sátt náist um nýtt fjárlagafrumvarp sambandsins. Erlent 6.12.2005 08:30 Staðfest samvist á Bretlandseyjum Hundruð samkynhneigðra para streymdu á skráningarskrifstofur á Bretlandseyjum í gær og sóttu um að fá að staðfesta samvist sína. Staðfest samvist mun veita samkynhneigðum pörum sömu réttarstöðu og giftu fólki og er það mikil réttarbót. Þetta er í fyrsta sinn sem samkynhneigðum er heimilt að staðfesta samvist sína á Bretlandseyjum og er búist við að um 22.000 manns muni gera slíkt á næstu fimm árum. Tónlistarmaðurinn Sir Elton John og maki hans til margra ára, David Furnish, voru með þeim fyrstu til að sækja um leyfi til að staðfesta samvist sína. Erlent 6.12.2005 08:00 Bandaríkin illa búin undir aðra árás Bandarísk stjórnvöld hafa staðið sig afleitlega í öryggismálum eftir hryðjuverkin í New York 11. september 2001 að mati nefndar sem skipuð var eftir árásirnar. Nefndin gefur stjórnvöldum lægstu einkunn í mörgum þáttum öryggismála og segir Bandaríkin afar illa undirbúin undir aðra hryðjuverkaárás. Erlent 6.12.2005 07:45 Leynifangelsum lokað fyrir mánuði Aðeins mánuður er síðan bandaríska leyniþjónustan CIA lokaði leynifangelsum sínum í Rúmeníu og Póllandi. Þetta hefur fréttastöðin ABC eftir núverandi og fyrrverandi starfsmönnum leyniþjónustunnar. Þeir segja að bandarísk stjórnvöld hafi lagst á eitt um að koma öllum föngum burt frá Evrópu strax eftir að Washington Post greindi frá leynifangelsunum. Erlent 6.12.2005 07:02 Óljósar fréttir af tjóni Öflugur jarðskjálfti varð í miðri Afríku í gær. Óljóst var af fyrstu fréttum hversu alvarlegt tjón hlaust af. Frá Kongó fréttist að þar hefðu hús hrunið og að minnsta kosti eitt barn týnt lífi. Erlent 6.12.2005 06:15 Ættingjar vilja fá skýr svör Dánardómstjóri í Lundúnum hefur hafið sérstaka rannsókn á dauða 93 Breta sem fórust í flóðbylgjunni í Asíu á öðrum degi jóla í fyrra. Ættingjar og vinir þeirra sem fórust munu verða yfirheyrðir, svo og vísindamenn og lögregluþjónar. Erlent 6.12.2005 06:15 Sektað verður fyrir ruslpóst Dönsk fyrirtæki sem senda fólki óumbeðnar auglýsingar með tölvupósti eða textaskilaboðum eiga von á háum sektum. Ráðherra neytendamála í Danmörku vill sekta fyrirtæki um tíu þúsund krónur fyrir hvern viðtakanda slíkra skilaboða. Erlent 6.12.2005 06:00 Þak sundhallar hrundi saman Þak sundhallar í bænum Chusovoi í Perm-héraði í Úralfjöllum í Rússlandi gaf sig á sunnudaginn með þeim afleiðingum að fjórtán laugargestir biðu bana, þar af tíu börn. Ellefu liggja stórslasaðir á sjúkrahúsi. Laugin var full af fólki sem leitaði skjóls frá frosthörkunum með því að baða sig í ylvolgu vatninu þegar steinsteypa og stálbitar féllu ofan á það. Erlent 6.12.2005 05:30 Búist við sigri Camerons Úrslit í leiðtogakjöri í breska Íhaldsflokknum verða tilkynnt í dag. Er kjörkössunum var lokað í gær spáðu flestir því að hinn 39 ára gamli þingmaður David Cameron myndi hafa betur en hinn sautján árum eldri David Davis. Erlent 6.12.2005 05:15 Rice ver stefnuna í hryðjuverkavörnum Condoleezza Rice segir að allt sem Bandaríkjamenn aðhafist í nafni "stríðsins gegn hryðjuverkum" sé innan ramma laganna. Þeir líði ekki pyntingar á föngum. Við upphaf Evrópuferðar sagði hún þó ekkert um meint leynifangelsi CIA. Erlent 6.12.2005 05:00 Eru nálægt því að smíða vopn Mohamed ElBaradei, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar IAEA, segir að ef Íranar komi kjarnorkuveri sínu í Natanz í gang muni það aðeins taka þá nokkra mánuði að smíða kjarnorkusprengju. Erlent 6.12.2005 03:15 Lögmenn Saddams yfirgáfu dómsalinn Saddam Hussein og fylgdarlið hans létu ófriðlega enn eina ferðina í réttarsalnum í Bagdad. Fresta varð réttarhaldinu þegar verjendurnir gengu á dyr. Vitni greindi frá upplifun sinni á fjöldamorðinu í Dujail þar sem 143 sjíar féllu. Erlent 6.12.2005 03:00 Sænsk kona skaut feðga Kona á sextugsaldri á Skáni í Svíþjóð skaut á dögunum fyrrverandi kærasta sinn, sem er á fimmtugsaldri, og sjötugan föður hans þegar hann kom syni sínum til aðstoðar. Mennirnir eru ekki illa særðir. Konan flúði af vettvangi á bíl en náðist skömmu síðar. Erlent 6.12.2005 02:45 Hofstad-hópurinn fyrir rétt Fjórtán menn eru nú fyrir rétti í Hollandi, ákærðir fyrir aðild að leynifélagi herskárra múslima og samsæri um banatilræði við stjórnmálamenn. Erlent 6.12.2005 02:30 Stórfellt kókaínsmygl Tollyfirvöld í eyríkinu Barbados fundu um borð í flutningaskipi frá Gíneu stærsta eiturlyfjafarm sem náðst hefur í sögu Barbados. Um 120 kíló af kókaíni voru falin um borð, auk þess sem mikill fjöldi marjúanaplantna fannst við leit. Sex Gíneumenn hafa verið kærðir í málinu. Erlent 6.12.2005 02:00 Flokkur Chavez vann stórsigur Stjórnarflokkurinn í Venesúela lýsti yfir sigri í gær í þingkosningunum sem fram fóru á sunnudaginn. Stjórnarandstöðuflokkarnir sniðgengu kosningarnar og einungis fjórðungur kjósenda neytti atkvæðisréttar síns. Flokkur Hugo Chavez forseta er talinn hafa fengið 114 þingsæti af 167 á venesúelska þinginu og flokkar honum hliðhollir eru sagðir hafa fengið afgang þingsætanna. Erlent 6.12.2005 01:45 Prinsinn hannar fyrir Apple Sænski prinsinn Karl Filip sýndi hönnunarverk sín opinberlega í hönnunarsamkeppni sem haldin var í samvinnu við Apple-verslunina í Stokkhólmi. Prinsinn, sem nemur grafíska hönnun við Forsbergsskóla, einn virtasta hönnunarskóla Svíþjóðar, tók þátt í keppninni ásamt öðrum nemendum á lokaári í grafískri hönnun. Erlent 6.12.2005 01:30 Erfingi Onassis í hjónaband Aþena Roussel Onassis, einkaerfingi skipakóngsins Aristótelesar Onassis, gekk að eiga brasilíska knapann Alvaro Afonso de Miranda um helgina. Mikil leynd hvíldi yfir brúðkaupinu og var blaðaljósmyndurum haldið í kirfilegri fjarlægð. Erlent 6.12.2005 00:45 Utanríkisráðherra Bandaríkjanna útilokar alfarið Bandaríkin leyfi eða líði pyntingar Utanríkisráðherra Bandaríkjanna útilokar alfarið að Bandaríkin leyfi eða líði pyntingar á föngum undir neinum kringumstæðum. Ráðherrann er í fimm daga för um Evrópu og er tilgangurinn að styrkja tengsl álfunnar og Bandaríkjanna. Erlent 5.12.2005 23:24 Saddam óttast ekki dauðadóm Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, sagði fyrir rétti í Írak í dag að hann óttaðist ekki að vera tekinn af lífi. Aftökur væru enda minna virði en skór íraksks borgara, eins og Saddam orðaði það. Réttað er yfir einræðisherrranum fyrrverandi og sjö samverkamönnum hans fyrir fjöldamorð í stjórnartíð þeirra. Erlent 5.12.2005 19:44 Öflugur skjálfti í Afríku Jarðskjálfti upp á 6,8 á Richter reið yfir Austur-Afríku fyrir rétt um klukkutíma síðan. Upptök skjálftans voru um fimmtíu og fimm kílómetra frá Kongó en ekki er enn vitað hvort mannfall hafi orðið eða miklar skemmdir á mannvirkjum. Erlent 5.12.2005 13:11 Frönskum verkfræðingi rænt í Bagdad Uppreisnarmenn í Írak rændu í morgun frönskum verkfræðingi í Bagdad. Að sögn vitna var maðurinn á leiðinni inn í íbúð sína þegar sjö vopnaðir menn stormuðu út úr tveim bílum og handsömuðu manninn. Undanfarna tíu daga hafa uppreisnarmenn í Írak rænt fimm vesturlandabúum og allir eru þeir enn í haldi. Erlent 5.12.2005 12:15 Réttað yfir hryðjuverkahópi í Hollandi Réttarhöld hófust í dag yfir fjórtán mönnum í Hollandi sem sakaðir eru um að tilheyra róttæku íslömsku hryðjuverkaneti, svokölluðum Hofstad-hópi sem hefur aðsetur í Haag. Meðal hinna ákærðu er Mohammed Bouyeri sem þegar afplánar lífstíðardóm fyrir morðið á hollenska kvikmyndagerðarmanninum Theo van Gogh. Erlent 5.12.2005 11:30 Fjölmenn mótmæli í Hong Kong 250.000 mótmælendur streymdu um götur Hong Kong í gær og kröfðust aukinna lýðræðislegra réttinda. Fjöldahreyfing, sem krefst aukinna lýðræðislegra réttinda, getur skapað mikil vandræði fyrir kínversk yfirvöld, sem hafa sagt það ólöglegt að jafnvel spyrjast fyrir um hvenær lýðræðislegar kosningar munu eiga sér stað. Erlent 5.12.2005 10:45 Sjálfsmorðsárás í verðslunarmiðstöð í Ísrael Að minnsta kosti fjórir létust í sjálfsmorðsárás inni í verslunarmiðstöð í borginni Netanya í Ísrael í morgun. Fjöldi fólks slasaðist í árásinni enda voru margir samankomnir inni í verslunarmiðstöðinni. Erlent 5.12.2005 10:06 Létust þegar þak hrundi á sundhöll í Úralfjöllum Að minnsta kosti 14 manns, þar af nokkur börn, létust í gær þegar þak á sundhöll í Úralfjöllum í Rússlandi hrundi. Erlent 5.12.2005 09:45 « ‹ ›
Herflugvél brotlenti í Teheran Herflugvél með áttatíu farþega brotlenti í Tehran, höfuðborg Írans, nú rétt í þessu. Svo virðist sem flugvélin hafi flogið beint á byggingu, en frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu. Erlent 6.12.2005 11:09
Fimmti hver Dani óttast hryðjuverk í háloftunum Fimmti hver Dani óttast að verða fórnarlamb hryðjuverka í flugvélum eða flugstöðvum samkvæmt nýrri könnun sem Flugmálastjórn Danmerkur hefur gert. Þar kemur einnig fram að fjórði hver Dani flýgur sjaldan eða aldrei og það er fólk í þeim hópi sem segist óöruggast í flugi. Erlent 6.12.2005 10:30
Langflestir búa enn í skýlum og búðum Næstum ári eftir að flóðbylgjan skall á löndum við Indlandshaf búa enn langflestir þeirra sem misstu heimili sín í hamförunum í neyðarskýlum eða tjaldbúðum. Þetta er niðurstaða bandarískrar könnunar sem gerð var í Indlandi, á Srí Lanka og norðurhluta Súmötru í Indónesíu sem varð einna verst úti. Erlent 6.12.2005 10:15
Sendiráði Bandaríkjanna á Filipseyjum lokað Bandaríska sendiráðinu í Manila á Filipseyjum hefur verið lokað tímabundið vegna sprengjuhótunar. Þrátt fyrir að oft hafi verið minnst á sendiráðið sem mögulegt skotmark hryðjuverkamanna hefur því sjaldan verið lokað áður. Á Filipseyjum starfar armur af Al-Qaida hóp sem kallast Abu Sayyaf og er hann á skrá hjá Bandaríkjamönnum sem herská samtök. Erlent 6.12.2005 09:45
Bretar tilbúnir að gefa eftir 70 milljarða af endurgreiðslum Bretar eru tilbúnir að gefa eftir rúma sjötíu milljarða króna árlega af endurgreiðslum sínum frá Evrópusambandinu í því augnamiði að sátt náist um nýtt fjárlagafrumvarp sambandsins. Erlent 6.12.2005 08:30
Staðfest samvist á Bretlandseyjum Hundruð samkynhneigðra para streymdu á skráningarskrifstofur á Bretlandseyjum í gær og sóttu um að fá að staðfesta samvist sína. Staðfest samvist mun veita samkynhneigðum pörum sömu réttarstöðu og giftu fólki og er það mikil réttarbót. Þetta er í fyrsta sinn sem samkynhneigðum er heimilt að staðfesta samvist sína á Bretlandseyjum og er búist við að um 22.000 manns muni gera slíkt á næstu fimm árum. Tónlistarmaðurinn Sir Elton John og maki hans til margra ára, David Furnish, voru með þeim fyrstu til að sækja um leyfi til að staðfesta samvist sína. Erlent 6.12.2005 08:00
Bandaríkin illa búin undir aðra árás Bandarísk stjórnvöld hafa staðið sig afleitlega í öryggismálum eftir hryðjuverkin í New York 11. september 2001 að mati nefndar sem skipuð var eftir árásirnar. Nefndin gefur stjórnvöldum lægstu einkunn í mörgum þáttum öryggismála og segir Bandaríkin afar illa undirbúin undir aðra hryðjuverkaárás. Erlent 6.12.2005 07:45
Leynifangelsum lokað fyrir mánuði Aðeins mánuður er síðan bandaríska leyniþjónustan CIA lokaði leynifangelsum sínum í Rúmeníu og Póllandi. Þetta hefur fréttastöðin ABC eftir núverandi og fyrrverandi starfsmönnum leyniþjónustunnar. Þeir segja að bandarísk stjórnvöld hafi lagst á eitt um að koma öllum föngum burt frá Evrópu strax eftir að Washington Post greindi frá leynifangelsunum. Erlent 6.12.2005 07:02
Óljósar fréttir af tjóni Öflugur jarðskjálfti varð í miðri Afríku í gær. Óljóst var af fyrstu fréttum hversu alvarlegt tjón hlaust af. Frá Kongó fréttist að þar hefðu hús hrunið og að minnsta kosti eitt barn týnt lífi. Erlent 6.12.2005 06:15
Ættingjar vilja fá skýr svör Dánardómstjóri í Lundúnum hefur hafið sérstaka rannsókn á dauða 93 Breta sem fórust í flóðbylgjunni í Asíu á öðrum degi jóla í fyrra. Ættingjar og vinir þeirra sem fórust munu verða yfirheyrðir, svo og vísindamenn og lögregluþjónar. Erlent 6.12.2005 06:15
Sektað verður fyrir ruslpóst Dönsk fyrirtæki sem senda fólki óumbeðnar auglýsingar með tölvupósti eða textaskilaboðum eiga von á háum sektum. Ráðherra neytendamála í Danmörku vill sekta fyrirtæki um tíu þúsund krónur fyrir hvern viðtakanda slíkra skilaboða. Erlent 6.12.2005 06:00
Þak sundhallar hrundi saman Þak sundhallar í bænum Chusovoi í Perm-héraði í Úralfjöllum í Rússlandi gaf sig á sunnudaginn með þeim afleiðingum að fjórtán laugargestir biðu bana, þar af tíu börn. Ellefu liggja stórslasaðir á sjúkrahúsi. Laugin var full af fólki sem leitaði skjóls frá frosthörkunum með því að baða sig í ylvolgu vatninu þegar steinsteypa og stálbitar féllu ofan á það. Erlent 6.12.2005 05:30
Búist við sigri Camerons Úrslit í leiðtogakjöri í breska Íhaldsflokknum verða tilkynnt í dag. Er kjörkössunum var lokað í gær spáðu flestir því að hinn 39 ára gamli þingmaður David Cameron myndi hafa betur en hinn sautján árum eldri David Davis. Erlent 6.12.2005 05:15
Rice ver stefnuna í hryðjuverkavörnum Condoleezza Rice segir að allt sem Bandaríkjamenn aðhafist í nafni "stríðsins gegn hryðjuverkum" sé innan ramma laganna. Þeir líði ekki pyntingar á föngum. Við upphaf Evrópuferðar sagði hún þó ekkert um meint leynifangelsi CIA. Erlent 6.12.2005 05:00
Eru nálægt því að smíða vopn Mohamed ElBaradei, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar IAEA, segir að ef Íranar komi kjarnorkuveri sínu í Natanz í gang muni það aðeins taka þá nokkra mánuði að smíða kjarnorkusprengju. Erlent 6.12.2005 03:15
Lögmenn Saddams yfirgáfu dómsalinn Saddam Hussein og fylgdarlið hans létu ófriðlega enn eina ferðina í réttarsalnum í Bagdad. Fresta varð réttarhaldinu þegar verjendurnir gengu á dyr. Vitni greindi frá upplifun sinni á fjöldamorðinu í Dujail þar sem 143 sjíar féllu. Erlent 6.12.2005 03:00
Sænsk kona skaut feðga Kona á sextugsaldri á Skáni í Svíþjóð skaut á dögunum fyrrverandi kærasta sinn, sem er á fimmtugsaldri, og sjötugan föður hans þegar hann kom syni sínum til aðstoðar. Mennirnir eru ekki illa særðir. Konan flúði af vettvangi á bíl en náðist skömmu síðar. Erlent 6.12.2005 02:45
Hofstad-hópurinn fyrir rétt Fjórtán menn eru nú fyrir rétti í Hollandi, ákærðir fyrir aðild að leynifélagi herskárra múslima og samsæri um banatilræði við stjórnmálamenn. Erlent 6.12.2005 02:30
Stórfellt kókaínsmygl Tollyfirvöld í eyríkinu Barbados fundu um borð í flutningaskipi frá Gíneu stærsta eiturlyfjafarm sem náðst hefur í sögu Barbados. Um 120 kíló af kókaíni voru falin um borð, auk þess sem mikill fjöldi marjúanaplantna fannst við leit. Sex Gíneumenn hafa verið kærðir í málinu. Erlent 6.12.2005 02:00
Flokkur Chavez vann stórsigur Stjórnarflokkurinn í Venesúela lýsti yfir sigri í gær í þingkosningunum sem fram fóru á sunnudaginn. Stjórnarandstöðuflokkarnir sniðgengu kosningarnar og einungis fjórðungur kjósenda neytti atkvæðisréttar síns. Flokkur Hugo Chavez forseta er talinn hafa fengið 114 þingsæti af 167 á venesúelska þinginu og flokkar honum hliðhollir eru sagðir hafa fengið afgang þingsætanna. Erlent 6.12.2005 01:45
Prinsinn hannar fyrir Apple Sænski prinsinn Karl Filip sýndi hönnunarverk sín opinberlega í hönnunarsamkeppni sem haldin var í samvinnu við Apple-verslunina í Stokkhólmi. Prinsinn, sem nemur grafíska hönnun við Forsbergsskóla, einn virtasta hönnunarskóla Svíþjóðar, tók þátt í keppninni ásamt öðrum nemendum á lokaári í grafískri hönnun. Erlent 6.12.2005 01:30
Erfingi Onassis í hjónaband Aþena Roussel Onassis, einkaerfingi skipakóngsins Aristótelesar Onassis, gekk að eiga brasilíska knapann Alvaro Afonso de Miranda um helgina. Mikil leynd hvíldi yfir brúðkaupinu og var blaðaljósmyndurum haldið í kirfilegri fjarlægð. Erlent 6.12.2005 00:45
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna útilokar alfarið Bandaríkin leyfi eða líði pyntingar Utanríkisráðherra Bandaríkjanna útilokar alfarið að Bandaríkin leyfi eða líði pyntingar á föngum undir neinum kringumstæðum. Ráðherrann er í fimm daga för um Evrópu og er tilgangurinn að styrkja tengsl álfunnar og Bandaríkjanna. Erlent 5.12.2005 23:24
Saddam óttast ekki dauðadóm Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, sagði fyrir rétti í Írak í dag að hann óttaðist ekki að vera tekinn af lífi. Aftökur væru enda minna virði en skór íraksks borgara, eins og Saddam orðaði það. Réttað er yfir einræðisherrranum fyrrverandi og sjö samverkamönnum hans fyrir fjöldamorð í stjórnartíð þeirra. Erlent 5.12.2005 19:44
Öflugur skjálfti í Afríku Jarðskjálfti upp á 6,8 á Richter reið yfir Austur-Afríku fyrir rétt um klukkutíma síðan. Upptök skjálftans voru um fimmtíu og fimm kílómetra frá Kongó en ekki er enn vitað hvort mannfall hafi orðið eða miklar skemmdir á mannvirkjum. Erlent 5.12.2005 13:11
Frönskum verkfræðingi rænt í Bagdad Uppreisnarmenn í Írak rændu í morgun frönskum verkfræðingi í Bagdad. Að sögn vitna var maðurinn á leiðinni inn í íbúð sína þegar sjö vopnaðir menn stormuðu út úr tveim bílum og handsömuðu manninn. Undanfarna tíu daga hafa uppreisnarmenn í Írak rænt fimm vesturlandabúum og allir eru þeir enn í haldi. Erlent 5.12.2005 12:15
Réttað yfir hryðjuverkahópi í Hollandi Réttarhöld hófust í dag yfir fjórtán mönnum í Hollandi sem sakaðir eru um að tilheyra róttæku íslömsku hryðjuverkaneti, svokölluðum Hofstad-hópi sem hefur aðsetur í Haag. Meðal hinna ákærðu er Mohammed Bouyeri sem þegar afplánar lífstíðardóm fyrir morðið á hollenska kvikmyndagerðarmanninum Theo van Gogh. Erlent 5.12.2005 11:30
Fjölmenn mótmæli í Hong Kong 250.000 mótmælendur streymdu um götur Hong Kong í gær og kröfðust aukinna lýðræðislegra réttinda. Fjöldahreyfing, sem krefst aukinna lýðræðislegra réttinda, getur skapað mikil vandræði fyrir kínversk yfirvöld, sem hafa sagt það ólöglegt að jafnvel spyrjast fyrir um hvenær lýðræðislegar kosningar munu eiga sér stað. Erlent 5.12.2005 10:45
Sjálfsmorðsárás í verðslunarmiðstöð í Ísrael Að minnsta kosti fjórir létust í sjálfsmorðsárás inni í verslunarmiðstöð í borginni Netanya í Ísrael í morgun. Fjöldi fólks slasaðist í árásinni enda voru margir samankomnir inni í verslunarmiðstöðinni. Erlent 5.12.2005 10:06
Létust þegar þak hrundi á sundhöll í Úralfjöllum Að minnsta kosti 14 manns, þar af nokkur börn, létust í gær þegar þak á sundhöll í Úralfjöllum í Rússlandi hrundi. Erlent 5.12.2005 09:45