Erlent Fangar líklega fluttir til pyntinga með vitund stjórnvalda í Evrópu Rannsóknarnefnd Evrópuráðsins telur sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að Bandaríkjamenn hafi flutt fanga á milli landa til þess að láta pynta þá. Nefndin telur mjög líklegt að ríkisstjórnir í Evrópuríkjum hafi vitað af þessu. Erlent 24.1.2006 20:23 Ferðum SAS frá Kastrup aflýst fram á fimmtudag SAS í Danmörku tilkynnti fyrr í dag að félagið yrði að aflýsa öllum ferðum frá Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn í dag og á morgun vegna verkfallsaðgerða flugmanna. Erlent 24.1.2006 16:30 Alitalia aflýsir um 250 flugferðum Útlit er fyrir að ítalska flugfélagið Alitalia þurfi að aflýsa á þriðja hundrað flugferðum í dag vegna skyndiverkfalla starfsmanna. Aflýsa þurfti 250 flugferðum í gær. Síðan á fimmtudag hafa starfsmenn mótmælt fyrirhuguðum skipulagsbreytingum hjá félaginu. Erlent 24.1.2006 16:26 Bráðabirgðaskýrsla um fangaflug leyniþjónustu Bandaríkjanna kynnt Dick Marty, þingmaður frá Sviss, kynnti í morgun bráðabirgðaskýrslu sína fyrir Evrópuráðið um fangaflug leyniþjónustu Bandaríkjanna og ólöglega vistun meintra hryðjuverkamanna í leynilegum fangelsum í Evrópu. Erlent 24.1.2006 12:52 Ríkisstjórnin í Kanada fallin Þrettán ára stjórn Frjálslynda flokksins í Kanada er lokið en Íhaldsflokkurinn fór með sigur af hólmi í þingkosningum þar í landi í gær. Erlent 24.1.2006 12:19 Tímabært að refsa Írönum Það er löngu tímabært að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna refsi Írönum vegna kjarnorkuáætlana sinna. Þetta sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í gær. Hún sagði mikilvægt að þjóðir heims stæðu saman í þessu máli. Erlent 24.1.2006 12:16 Eldar geisa nú í fjórum fylkjum í Ástralíu. Tekist hefur að slökkva elda í Suður-Ástralíu, en þeir breiðast enn út um þurrt gróðurlendi í Victoriu, Vestur-Ástralíu og í eyríkinu Tasmaníu. Erlent 24.1.2006 12:12 Tugir flugmanna hjá SAS í Noregi tilkynntu um veikindi í morgun Tugir flugmanna hjá SAS í Noregi tilkynntu um veikindi í morgun og hefur yfir sjötíu brottförum frá Gardermoen-flugvelli verið frestað. Um 150 danskir flugmenn SAS efndu í gær til skyndiverkfalls vegna orðróms um uppsagnir og hugsanlegar kjaraskerðingar. Erlent 24.1.2006 12:10 Eiginkona og börn Pinochets sökuð um skattsvik Eiginkona Augostos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra Chile, Lucia Hiriart, og fjögur börn þeirra voru handtekin í gær, sökuð um skattsvik. Er fjölskyldan öll sökuð um að telja ekki fram miljónir dollara. Erlent 24.1.2006 09:45 Ford fækkar störfum um 25-30.000 Fram til ársins 2012 ætlar Ford Motor, næst stærsti bílaframleiðandi Bandaríkjanna, að fækka störfum um 25-30.000 og hætta rekstri fjórtán verksmiðja. Er þetta liður í endurskipulagningu fyrirtækisins til að stemma stigu við milljarða dollara rekstrartapi í Norður-Ameríku. Erlent 24.1.2006 09:11 Hjúkrurnarkona dæmd fyrir að rífa neglur af sjúklingum Sumir naga neglurnar þegar þeir þjást af spennu eða streitu. Japönsk hjúkrunarkona gekk hins vegar aðeins lengra en hún var í gær dæmd til að dúsa í fangelsi í þrjú ár og átta mánuði fyrir að rífa neglur af fingrum og tám sjúklinga í sinni umsjá. Erlent 24.1.2006 09:09 Áætlunarflug SAS hefst líklega um hádegisbil Horfur eru á að áætlunarflug SAS-flugfélagsins hefjist af fullum krafti um hádegisbil eftir verkfallsaðgerðir flugmanna í gær sem ollu því að fjölmörg flug voru felld niður. Erlent 24.1.2006 08:34 Dauðadóms krafist yfir Ástrala vegna fíkniefnasmygls Dauðadóms er krafist yfir áströlskum manni sem kemur fyrir rétt í Indónesíu í dag en hann var handtekinn ásamt átta öðrum Áströlum á síðasta ári fyrir að ætla að smygla rúmlega átta kílóum af heróíni til heimalandsins. Erlent 24.1.2006 08:31 Maður fannst á lífi í rústunum Maður fannst á lífi, ósærður, í rústum húss sem hrundi til grunna í Nairóbí í Kenýa í gær. Að minnsta kosti sex manns hafa fundist látnir í rústunum og yfir sjötíu eru slasaðir. Erlent 24.1.2006 08:00 Nýr dómari skipaður í réttarhöldunum yfir Saddam Nýr dómari hefur verið skipaður í réttarhöldunum yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, og sjö samverkamönnnum hans. Dómarinn, Raouf Abdul Rahman að nafni, er sextíu og fjögurra ára gamall Kúrdi og hefur ekki komið áður að málinu. Erlent 24.1.2006 08:00 Palestínumaður veginn og tveir særðir Ísraelsher skaut Palestínumann til bana og særði tvo til viðbótar nærri bænum Ramallah á Vesturbakkanum í gærkvöld. Frá þessu greindu palestínskir læknar. Einn hinna særðu er í lífshættu en ekki er vitað hvers vegna hermennirnir skutu á mennina. Erlent 24.1.2006 07:38 Stephen Harper nýr forsætisráðherra Kanada Kanadíski Íhaldsflokkurinn fór með sigur af hólmi í þingkosningunum á mánudag en fékk þó ekki hreinan meirihluta á þingi. Stephen Harper verður því næsti forsætisráðherra landsins og tekur við af vinstri manninum Paul Martin. Erlent 24.1.2006 07:33 30 látast í lestarslysi í Svartfjallalandi Að minnsta kosti þrjátíu manns létust og yfir 150 slösuðust þegar farþegalest fór út af sporinu í Svartfjallalandi í gær. Talið er að lestin hafi farið út af sporinu þegar bremsur hennar biluðu og valt hún þrjátíu metra ofan í gil með fyrrgreindum afleiðingum. Erlent 24.1.2006 07:21 Annarrar kynslóðar innflytjendur fá frekar vinnu Konur í aldurshópnum 30-35 ára, sem eru annarrar kynslóðar innflytjendur í Danmörku eiga mun auðveldara með að fá vinnu en jafnöldrur þeirra sem eru fyrstu kynslóðar innflytjendur. Þetta kemur fram í útreikningum frá samtökum stéttarfélaga í Danmörku, LO. Erlent 24.1.2006 06:59 Æ fleiri nauðgarar virðast nota lyf til að ná fram vilja sínum Æ fleiri konur sem hefur verið nauðgað í Danmörku, telja að sér hafi verið gefin sljóvgandi lyf svo nauðgari þeirra gæti náð fram vilja sínum. Samkvæmt tölum frá athvarfi fyrir fórnarlömb nauðgunar í Kaupmannahöfn taldi 51 kona að sér hafi verið gefið sljóvgandi lyf á síðasta ári en 43 konur árið 2004. Erlent 24.1.2006 06:29 Kosningafundir á Vesturbakkanum og Gasaströndinni Mörg þúsund Palestínumenn tóku þátt í kosningafundum sem Fatah-samtök Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, Hamas-samtökin og samtökin Heilagt stríð boðuðu til á Vesturbakkanum og Gasaströndinni í kvöld. Nú er aðeins rúmur einn og hálfur sólahringur þar til Palestínumenn ganga að kjörborðinu og kjósa sér þing. Erlent 23.1.2006 22:46 Fimmtíu milljarða króna þarf til neyðaraðstoðar til handa konum og börnum árið 2006 Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna UNICEF, þarf um fimmtíu milljarða króna árið 2006 til að hjálpa börnum og konum í aðstæðum sem samtökin skilgreina sem neyðarástand. Fyrirhugað er að rúmur þriðjungur þeirrar upphæðar fari til hjálpar börnum í Súdan en alls segja samtökin neyðarástand ríkja á 29 svæðum í heiminum. Erlent 23.1.2006 22:45 Sprenging í þjóðminjasafninu í Helsinki Miklar skemmdir urðu þegar sprenging varð í finnska þjóðminjasafninu í Helsinki í dag. Engan sakaði. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað olli sprengingunni. Erlent 23.1.2006 22:44 Jarðskjálfti upp á 6 á Richter í Kólumbíu Jarðskjálfti upp á sex Richter skók vesturströnd Kólumbíu í kvöld. Skjálftamiðjan var 255 kílómetra vest-norð-vestur af borginni Madellin á 26 kílómetra dýpi. Erlent 23.1.2006 22:43 Ferðaáætlun 20 þúsund farþega SAS-flugfélagsins í Danmörku og Noregi hefur raskast í dag þar sem flugmenn félagsins í báðum löndum hafa ýmist lagt niður vinnu eða tilkynnt sig veika. Flugmenn vilja með þessum aðgerðum mótmæla niðurskurði hjá félaginu. Erlent 23.1.2006 21:09 Stjórnarskipti í Kanada? Útlit er fyrir að 13 ára valdatíð Frjálslynda flokksins í Kanada sé á enda en þingkosningar standa nú yfir í landinu. Erlent 23.1.2006 21:06 Breskir njósnarar? Útvarpssendir í grjóthnullungi sem varpar rússneskum ríkisleyndarmálum til breskra sendiráðsstarfsmanna. Nei, þetta er ekki atriði úr kvikmynd um njósnara hennar hátignar heldur raunverulegar ásakanir rússneskra stjórnvalda á hendur Bretum. Erlent 23.1.2006 20:45 Tekist á um örlög fjögurra ára telpu Örlög fjögurra ára norskrar telpu sem liggur í dauðadái eru nú bitbein lækna og ástvina hennar. Málið hefur vakið mikla athygli í Noregi, ekki síst eftir að Björgvinjarbiskup skarst í leikinn. Erlent 23.1.2006 20:25 Hamas-samtökunum spáð góðu gengi í þingkosningum Utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir palestínsku þingkosningarnar lýkur í dag. Palestínumenn ganga síðan að kjörborðinu á miðvikudag. Skoðanakannanir benda til þess að Hamas-samtökin verði ráðandi afl í palestínskum stjórnmálum eftir kosningarnar og er þeim spáð 31% atkvæða. Erlent 23.1.2006 17:18 Um 280 manns urðu undir þegar bygging hrundi til grunna Að minnsta kosti tíu manns fórust og um fimmtíu manns voru fluttir á sjúkrahús þegar fimm hæða bygging hrundi til grunna í Nairóbí, höfuðborg Kenía í dag. Um 280 manns voru í húsinu þegar það hrundi en fjölmargir reyndu að koma fólkinu til bjargar og grafa það upp úr rústunum. Erlent 23.1.2006 13:30 « ‹ ›
Fangar líklega fluttir til pyntinga með vitund stjórnvalda í Evrópu Rannsóknarnefnd Evrópuráðsins telur sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að Bandaríkjamenn hafi flutt fanga á milli landa til þess að láta pynta þá. Nefndin telur mjög líklegt að ríkisstjórnir í Evrópuríkjum hafi vitað af þessu. Erlent 24.1.2006 20:23
Ferðum SAS frá Kastrup aflýst fram á fimmtudag SAS í Danmörku tilkynnti fyrr í dag að félagið yrði að aflýsa öllum ferðum frá Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn í dag og á morgun vegna verkfallsaðgerða flugmanna. Erlent 24.1.2006 16:30
Alitalia aflýsir um 250 flugferðum Útlit er fyrir að ítalska flugfélagið Alitalia þurfi að aflýsa á þriðja hundrað flugferðum í dag vegna skyndiverkfalla starfsmanna. Aflýsa þurfti 250 flugferðum í gær. Síðan á fimmtudag hafa starfsmenn mótmælt fyrirhuguðum skipulagsbreytingum hjá félaginu. Erlent 24.1.2006 16:26
Bráðabirgðaskýrsla um fangaflug leyniþjónustu Bandaríkjanna kynnt Dick Marty, þingmaður frá Sviss, kynnti í morgun bráðabirgðaskýrslu sína fyrir Evrópuráðið um fangaflug leyniþjónustu Bandaríkjanna og ólöglega vistun meintra hryðjuverkamanna í leynilegum fangelsum í Evrópu. Erlent 24.1.2006 12:52
Ríkisstjórnin í Kanada fallin Þrettán ára stjórn Frjálslynda flokksins í Kanada er lokið en Íhaldsflokkurinn fór með sigur af hólmi í þingkosningum þar í landi í gær. Erlent 24.1.2006 12:19
Tímabært að refsa Írönum Það er löngu tímabært að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna refsi Írönum vegna kjarnorkuáætlana sinna. Þetta sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í gær. Hún sagði mikilvægt að þjóðir heims stæðu saman í þessu máli. Erlent 24.1.2006 12:16
Eldar geisa nú í fjórum fylkjum í Ástralíu. Tekist hefur að slökkva elda í Suður-Ástralíu, en þeir breiðast enn út um þurrt gróðurlendi í Victoriu, Vestur-Ástralíu og í eyríkinu Tasmaníu. Erlent 24.1.2006 12:12
Tugir flugmanna hjá SAS í Noregi tilkynntu um veikindi í morgun Tugir flugmanna hjá SAS í Noregi tilkynntu um veikindi í morgun og hefur yfir sjötíu brottförum frá Gardermoen-flugvelli verið frestað. Um 150 danskir flugmenn SAS efndu í gær til skyndiverkfalls vegna orðróms um uppsagnir og hugsanlegar kjaraskerðingar. Erlent 24.1.2006 12:10
Eiginkona og börn Pinochets sökuð um skattsvik Eiginkona Augostos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra Chile, Lucia Hiriart, og fjögur börn þeirra voru handtekin í gær, sökuð um skattsvik. Er fjölskyldan öll sökuð um að telja ekki fram miljónir dollara. Erlent 24.1.2006 09:45
Ford fækkar störfum um 25-30.000 Fram til ársins 2012 ætlar Ford Motor, næst stærsti bílaframleiðandi Bandaríkjanna, að fækka störfum um 25-30.000 og hætta rekstri fjórtán verksmiðja. Er þetta liður í endurskipulagningu fyrirtækisins til að stemma stigu við milljarða dollara rekstrartapi í Norður-Ameríku. Erlent 24.1.2006 09:11
Hjúkrurnarkona dæmd fyrir að rífa neglur af sjúklingum Sumir naga neglurnar þegar þeir þjást af spennu eða streitu. Japönsk hjúkrunarkona gekk hins vegar aðeins lengra en hún var í gær dæmd til að dúsa í fangelsi í þrjú ár og átta mánuði fyrir að rífa neglur af fingrum og tám sjúklinga í sinni umsjá. Erlent 24.1.2006 09:09
Áætlunarflug SAS hefst líklega um hádegisbil Horfur eru á að áætlunarflug SAS-flugfélagsins hefjist af fullum krafti um hádegisbil eftir verkfallsaðgerðir flugmanna í gær sem ollu því að fjölmörg flug voru felld niður. Erlent 24.1.2006 08:34
Dauðadóms krafist yfir Ástrala vegna fíkniefnasmygls Dauðadóms er krafist yfir áströlskum manni sem kemur fyrir rétt í Indónesíu í dag en hann var handtekinn ásamt átta öðrum Áströlum á síðasta ári fyrir að ætla að smygla rúmlega átta kílóum af heróíni til heimalandsins. Erlent 24.1.2006 08:31
Maður fannst á lífi í rústunum Maður fannst á lífi, ósærður, í rústum húss sem hrundi til grunna í Nairóbí í Kenýa í gær. Að minnsta kosti sex manns hafa fundist látnir í rústunum og yfir sjötíu eru slasaðir. Erlent 24.1.2006 08:00
Nýr dómari skipaður í réttarhöldunum yfir Saddam Nýr dómari hefur verið skipaður í réttarhöldunum yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, og sjö samverkamönnnum hans. Dómarinn, Raouf Abdul Rahman að nafni, er sextíu og fjögurra ára gamall Kúrdi og hefur ekki komið áður að málinu. Erlent 24.1.2006 08:00
Palestínumaður veginn og tveir særðir Ísraelsher skaut Palestínumann til bana og særði tvo til viðbótar nærri bænum Ramallah á Vesturbakkanum í gærkvöld. Frá þessu greindu palestínskir læknar. Einn hinna særðu er í lífshættu en ekki er vitað hvers vegna hermennirnir skutu á mennina. Erlent 24.1.2006 07:38
Stephen Harper nýr forsætisráðherra Kanada Kanadíski Íhaldsflokkurinn fór með sigur af hólmi í þingkosningunum á mánudag en fékk þó ekki hreinan meirihluta á þingi. Stephen Harper verður því næsti forsætisráðherra landsins og tekur við af vinstri manninum Paul Martin. Erlent 24.1.2006 07:33
30 látast í lestarslysi í Svartfjallalandi Að minnsta kosti þrjátíu manns létust og yfir 150 slösuðust þegar farþegalest fór út af sporinu í Svartfjallalandi í gær. Talið er að lestin hafi farið út af sporinu þegar bremsur hennar biluðu og valt hún þrjátíu metra ofan í gil með fyrrgreindum afleiðingum. Erlent 24.1.2006 07:21
Annarrar kynslóðar innflytjendur fá frekar vinnu Konur í aldurshópnum 30-35 ára, sem eru annarrar kynslóðar innflytjendur í Danmörku eiga mun auðveldara með að fá vinnu en jafnöldrur þeirra sem eru fyrstu kynslóðar innflytjendur. Þetta kemur fram í útreikningum frá samtökum stéttarfélaga í Danmörku, LO. Erlent 24.1.2006 06:59
Æ fleiri nauðgarar virðast nota lyf til að ná fram vilja sínum Æ fleiri konur sem hefur verið nauðgað í Danmörku, telja að sér hafi verið gefin sljóvgandi lyf svo nauðgari þeirra gæti náð fram vilja sínum. Samkvæmt tölum frá athvarfi fyrir fórnarlömb nauðgunar í Kaupmannahöfn taldi 51 kona að sér hafi verið gefið sljóvgandi lyf á síðasta ári en 43 konur árið 2004. Erlent 24.1.2006 06:29
Kosningafundir á Vesturbakkanum og Gasaströndinni Mörg þúsund Palestínumenn tóku þátt í kosningafundum sem Fatah-samtök Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, Hamas-samtökin og samtökin Heilagt stríð boðuðu til á Vesturbakkanum og Gasaströndinni í kvöld. Nú er aðeins rúmur einn og hálfur sólahringur þar til Palestínumenn ganga að kjörborðinu og kjósa sér þing. Erlent 23.1.2006 22:46
Fimmtíu milljarða króna þarf til neyðaraðstoðar til handa konum og börnum árið 2006 Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna UNICEF, þarf um fimmtíu milljarða króna árið 2006 til að hjálpa börnum og konum í aðstæðum sem samtökin skilgreina sem neyðarástand. Fyrirhugað er að rúmur þriðjungur þeirrar upphæðar fari til hjálpar börnum í Súdan en alls segja samtökin neyðarástand ríkja á 29 svæðum í heiminum. Erlent 23.1.2006 22:45
Sprenging í þjóðminjasafninu í Helsinki Miklar skemmdir urðu þegar sprenging varð í finnska þjóðminjasafninu í Helsinki í dag. Engan sakaði. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað olli sprengingunni. Erlent 23.1.2006 22:44
Jarðskjálfti upp á 6 á Richter í Kólumbíu Jarðskjálfti upp á sex Richter skók vesturströnd Kólumbíu í kvöld. Skjálftamiðjan var 255 kílómetra vest-norð-vestur af borginni Madellin á 26 kílómetra dýpi. Erlent 23.1.2006 22:43
Ferðaáætlun 20 þúsund farþega SAS-flugfélagsins í Danmörku og Noregi hefur raskast í dag þar sem flugmenn félagsins í báðum löndum hafa ýmist lagt niður vinnu eða tilkynnt sig veika. Flugmenn vilja með þessum aðgerðum mótmæla niðurskurði hjá félaginu. Erlent 23.1.2006 21:09
Stjórnarskipti í Kanada? Útlit er fyrir að 13 ára valdatíð Frjálslynda flokksins í Kanada sé á enda en þingkosningar standa nú yfir í landinu. Erlent 23.1.2006 21:06
Breskir njósnarar? Útvarpssendir í grjóthnullungi sem varpar rússneskum ríkisleyndarmálum til breskra sendiráðsstarfsmanna. Nei, þetta er ekki atriði úr kvikmynd um njósnara hennar hátignar heldur raunverulegar ásakanir rússneskra stjórnvalda á hendur Bretum. Erlent 23.1.2006 20:45
Tekist á um örlög fjögurra ára telpu Örlög fjögurra ára norskrar telpu sem liggur í dauðadái eru nú bitbein lækna og ástvina hennar. Málið hefur vakið mikla athygli í Noregi, ekki síst eftir að Björgvinjarbiskup skarst í leikinn. Erlent 23.1.2006 20:25
Hamas-samtökunum spáð góðu gengi í þingkosningum Utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir palestínsku þingkosningarnar lýkur í dag. Palestínumenn ganga síðan að kjörborðinu á miðvikudag. Skoðanakannanir benda til þess að Hamas-samtökin verði ráðandi afl í palestínskum stjórnmálum eftir kosningarnar og er þeim spáð 31% atkvæða. Erlent 23.1.2006 17:18
Um 280 manns urðu undir þegar bygging hrundi til grunna Að minnsta kosti tíu manns fórust og um fimmtíu manns voru fluttir á sjúkrahús þegar fimm hæða bygging hrundi til grunna í Nairóbí, höfuðborg Kenía í dag. Um 280 manns voru í húsinu þegar það hrundi en fjölmargir reyndu að koma fólkinu til bjargar og grafa það upp úr rústunum. Erlent 23.1.2006 13:30