Erlent

Sprenging í hofi á Indlandi

Að minnsta kosti 4 féllu og hátt í 20 særðust í minnst tveimur sprengingum í ferðamannabænum Varanasi á Norður-Indlandi í dag. Önnur sprengingin varð í hofi Hindúa þar í borg en mikið fjölmenni var þar. Hin sprengingin var á lestarstöð.

Erlent

Flugvöllur rýmdur í Svíþjóð

Rýma þurfti Landvetter-flugvöll rétt fyrir utan Gautaborg í Svíþjóð í dag þar sem dularfullur pakki fannst þar eftir að vopnað rán var framið í banka á vellinum skömmu áður.

Erlent

Alþjóðabankinn styrkir Palestínustjórn

Alþjóðabankinn samþykkti í dag að veita palestínsku heimastjórninni fjárstyrk að andvirði 2,8 milljarða króna. Með þessu vill bankinn hlaupa undir bagga með heimastjórninni sem á í miklum fjárhagsvandræðum.

Erlent

NATO tekið við í Afganistan í árslok

Atlantshafsbnadalagið verður búið að taka við aðgerðum í Afghanistan í árslok. Þetta sagði yfirmaður Evrópuherdeildar bandalagsins í gær. Þetta þyrfti þó ekki endilega að þýða að bandarískum hermönnum í landinu yrði fækkað.

Erlent

Vilja að Moussaoui verði tekinn af lífi

Saksóknarar í máli Zacarias Moussaoui, eina mannsins sem hefur verið ákærður fyrir aðild að hryðjuverkaárásunum 11. september 2001, fara fram á að hann verði tekinn af lífi. Við réttarhöldin yfir honum í gær fóru verjendurnir hins vegar fram á að Moussaoui yrði ekki tekinn af lífi, því að slíkt myndi gera hann að píslarvætti.

Erlent

Logar allt í óeirðum

Meira en hundrað uppreisnarmenn úr röðum Talibana og al-Qaeda hafa fallið í átökum við hersveitir í Pakistan undanfarna þrjá daga. Þúsundir íbúa í Wasiristan hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna átakanna og algjört útgöngubann hefur nú tekið þar gildi.

Erlent

4 sprengjuárásir í Hilla

Allt lék á reiðiskjálfi í borginni Hilla í Írak nú fyrir stundu. Svo virðist sem fjórar sprengjuárásir hafi verið gerðar í borginni með skömmu millibili.

Erlent

Fangar enn pyntaðir í Írak

Fangar í Írak hafa ítrekað verið pyntaðir með raflosti og bareflum eftir að Abu Ghraib hneykslið komst í hámæli og Bandaríkjastjórn lofaði bót og betrum í fangelsum í Írak. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Amnesty International, sem byggir á viðtölum við fanga.

Erlent

Eykur vantraust Serba

Serbnesk stjórnvöld telja að dauði Milan Babic muni auka vantraust flestra Serba í garð Stríðsglæpadómsstólsins í Haag.

Erlent

Ný lög í Rússlandi

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, undirritaði í dag lög sem heimila hernum að skjóta niður farþegaflugvélar og ráðast á skip sem eru á valdi ræningja. Árásir hersins á flugvélar eða skip verða leyfðar jafnvel þótt gíslar séu um borð. Báðar deildir rússneska þingsins höfðu samþykkt frumvarp til laganna. Lögin eru sett í kjölfar sífellt fjölgandi hryðjuverka í Rússlandi á undanförnum árum.

Erlent

Niðurstaðna að vænta í vikunni

Íranar hafa aukið framleiðslu á eldflaugum sem geta borið kjarnaodda. Íransstjórn lofar að leggja meiri áherslu á auðgun úrans en áður, ákveði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að beita refsiaðgerðum gegn Íran.

Erlent

Fuglaflensa í Póllandi

Grunur leikur á að hið hættulega H5N1 afbrigði fuglaflensu hefur greinst í Póllandi í fyrsta sinn. Milljónum fugla hefur verið slátrað í Írak til að hefta útbreiðslu veirunnar.

Erlent

Fatah-liðar gengu á dyr

Þingmenn Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, gengu útaf fyrsta þingfundi nýrrar heimastjórnar Palestínumanna í dag. Þingið er nú undir stjórn Hamas-samtakanna og á fundinum ætluðu Hamas-liðar að breyta nýrri löggjöf sem sett var síðasta dag fyrra þings þar sem völd forsetans voru aukin.

Erlent

Íraksþing kemur saman síðar í mánuðinum

Nýkjörið þing Íraks verður kallað saman til síns fyrsta fundar þann 12. mars næstkomandi. Illa hefur gengið að mynda þjóðstjórn í landinu og hafa átök sjía- og súnní-múslima síðustu vikur ekki hjálpað til í þeim efnum. Að minnsta kosti níu féllu í röð sprengjuárása í Bagdad og næsta nágrenni í morgun.

Erlent

Babic svipti sig lífi

Milan Babic, fyrrverandi leiðtogi Króatíu-Serba, svipti sig lífi í morgun. Babic var í fangelsi í Haag í Hollandi en stríðsglæpadómstóllinn þar í borg hafði sakfellt hann fyrir glæpi gegn mannkyninu og dæmt hann í 13 ára fangelsi.

Erlent

Ákveðið í dag hvort Öryggisráð SÞ tekur á málinu

Alþjóða kjarnorkumálastofnunin ákveður í dag hvort kjarnorkuþróun Írana verður vísað fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Ríkisstjórn Írans hótar enn frekari auðgun úrans ef ákveðið verður að vísa málinu fyrir ráðið. Mohamed El Baradei, yfirmaður stofnunarinnar, segist gera sér vonir um að hægt verði að semja við Írana um kjarnorkuáætlun þeirra áður en vikan er úti.

Erlent

Amnesty segir fanga í Írak ekki fá rétta meðferð

Mörg þúsund föngum í haldi alþjóðaherliðsins í Írak er enn neitað um grundvallar réttindi að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu samtakanna þar sem segir að þúsundir Íraka séu í haldi herliðsins án þess að þeim sé birt ákæra. Amensty byggir niðurstöður sínar á viðtölum við fanga sem hafa verið látnir lausir.

Erlent

Enga lifandi fugla frá meginlandi Kína til Hong Kong

Kínverjar hafa hætt sölu á lifandi fuglum til Hong Kong í þrjár vikur. Þetta var gert eftir að kínverska heilbrigðisráðuneytið greindi frá því að maður hefði látist af völdum H5N1 afbrigðis fuglaflensu í Guangdong-héraði í Kína. Þar með hafa níu látist þar í landi af völdum flensunnar en fimmtán sýkst.

Erlent

H5N1 í Póllandi

Tveir dauðir svanir sem fundust í Norður-Póllandi á dögunum voru sýktir af hinu hættulega H5N1 afbrigði fuglaflensu. Pólskir fjölmiðlar greindu frá þessu í morgun og hefur eftir starfsmönnum rannsóknarstofu sem greindu sýni úr fuglunum.

Erlent

Síðasti bærinn hreppti ekki hnossið

Íslenska stuttmyndin Síðasti bærinn eftir Rúnar Rúnarsson hreppti ekki hnossið á Óskarsverðlaunahátíðinni í Los Angeles í nótt. Engin ein mynd sópaði til sín verðlaunum á hátíðinni. Fjórar myndir fengu þrenn verðlaun og engin fleiri styttur en það. Öllum að óvöru var myndin Crash valin sú besta á síðasta ári.

Erlent

Ísinn á Suðurskautslandinu bráðnar hratt

Íshellan á Suðurskautslandinu hefur minnkað umtalsvert vegna bráðnunar á síðastliðnum árum, þvert á fyrri spár vísindamanna. Merkjanleg hækkun hefur orðið á yfirborði heimshafanna beinlínis af þessum völdum.

Erlent

Matarbirgðir SÞ í Kenía senn á þrotum

Matarbirgðir Matvælahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Kenía eru senn á þrotum. Þrjár komma fimm milljónir Keníumanna reiða sig alfarið á stofnunina en miklir þurrkar hafa gert það að verkum að uppskera í landinu hefur brugðist aftur og aftur.

Erlent

Herirnir sagðir á heimleið

Innan árs verða allar breskar og bandarískar hersveitir kallaðar heim frá Írak að því er breska blaðið Sunday Telegraph hermir. Sveitirnar eru sagðar vera helsta ljónið á vegi til friðar í landinu.

Erlent

Ræddi um kjarnorku og lék krikket

Asíuheimsókn George Bush Bandaríkjaforseta er lokið en hann hélt heim frá Pakistan í gær. Bush ræddi kjarnorkumál við pakistanskan starfsbróður sinn og lék krikket við heimamenn.

Erlent

Óháðrar rannsóknar krafist

Danska stjórnarandstaðan krefst þess að fram fari óháð rannsókn á hvernig ríkisstjórnin tók á Múhameðsmyndamálinu svonefnda.

Erlent

Zawahri hvetur enn til hryðjuverka

Í hljóðupptöku sem birt var á internetinu í gær hvetur Ayman al-Zawahri, næstráðandi al-Kaída hryðjuverkanetsins, múslíma til fremja hryðjuverk á Vesturlöndum sem aldrei fyrr.

Erlent

Geimstöðvar á tunglinu í bígerð

Bandaríska geimferðastofnunin áformar að reisa geimstöð á tunglinu þar sem geimfarar geta dvalið vikum og jafnvel mánuðum saman. Vísindamenn vonast til að ný jarðvegssýni frá tunglinu geti varpað ljósi á hvernig jörðin varð til.

Erlent

Ísraelskir arabar mótmæla

Mikill kurr er á meðal araba sem búsettir eru í Ísrael eftir að flugeldar voru sprengdir í Boðunarkirkjunni í Nasaret, einum helgasta stað kristinna manna.

Erlent