Erlent Plönturækt í geimnum? Er hægt að rækta grænmeti og plöntur í geimnum? Þessari spurningu reynir nú hópur vísindamanna í Þrándheimi í Noregi að svara. Erlent 2.4.2006 20:30 25 þúsund óbreyttir borgarar hafa hrakist frá heimilum sínum Rósturinn í Írak hefur áhrif á fleiri en beina þátttakendur í stríðinu. Að minnsta kosti 25 þúsund óbreyttir borgarar hafa hrakist frá heimilum sínum í deilum þjóðernishópa undanfarnar vikur. Erlent 2.4.2006 20:00 17 mánaða barn myrt Tveir menn og ein kona eru nú í haldi ítölsku lögreglunnar, grunuð um að hafa rænt 17 mánaða gömlu sveinbarni af heimili þess í síðasta mánuði. Lík barnsins fannst við árbakka á Norður-Ítalíu í gær. Erlent 2.4.2006 19:15 Benedikt páfi minnist hugrekkis forvera síns Benedikt páfi minntist Jóhannesar Páls annars, forvera síns, sem hugrakks manns og verðugs leiðtoga kaþólsku kirkjunnar þegar hann ávarpaði tugþúsundir manna á Péturstorginu í dag, en eitt ár er liðið í dag frá andláti Jóhannesar. Benedikt sagði Jóhannes hafa verið Guðs mann allt fram í andlátið. Erlent 2.4.2006 19:15 Stefnt að því að semja við Írana Stefna bandarískra stjórnvalda er að semja um lausn á kjarnorkudeilunni við Írana en Bandaríkjaforseti hefur þó ekki útilokað aðrar leiðir. Þetta segir Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún segir stöðu mála í deilunni við Írana allt aðra en þegar ákveðið var að ráðst inn Írak. Erlent 2.4.2006 18:45 Ferjan var ekki skemmtiferðaskip Ferja sem fór á hliðina undan strönd Bahrain á fimmtudagskvöldið, með þeim afleiðingum að 58 manns drukknuðu, mátti ekki flytja farþegar um lengri veg. Erlent 2.4.2006 18:30 Snurða hlaupin á þráðinn Talið er að snurða hafi þegar hlaupið á þráðinn í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum Kadima-flokksins og Verkamannaflokksins í Ísrael. Formlega viðræður hefjast ekki fyrr en í lok vikunnar þegar forseti landsins hefur ákveðið hvaða flokkur fær umboð til stjórnarmyndunar. Erlent 2.4.2006 18:15 Komið í veg fyrir sjálfsvígsárás Svo virðist sem ísraelska lögreglan hafið komið í veg fyrir sjálfsvígssprengjuárás í bænum Beit Shean í norðurhluta landsins í dag. Lögregla stöðvaði bílferð tveggja manna og handtók þá eftir að upplýsingar bárust um að árásarmenn með sprengjubelti um sig miðja væru á leið til borgarinnar. Erlent 2.4.2006 18:04 Bandarísk þyrla skotin niður Bandarísk herþyrla er talin hafa verið skotin niður í Írak í gær og eru tveir flugmenn hennar taldir af. Þeir bætast í hóp ríflega 2.300 bandarískra hermanna sem hafa fallið í Írak frá því að ráðist var inn í landið fyrir rétt rúmum þremur árum. Athygli vekur að þessi atburður skuli eiga sér stað einmitt þegar Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er stödd í opinberri heimsókn í Írak. Erlent 2.4.2006 15:05 Sprengjuhótun í Kaupmannahöfn Lögreglan í Kaupmannahöfn girti í gær af svæðið í kringum kaffihúsið Café Rust á Nørrebro eftir nafnlaust símtal þar sem varað var við að sprengja myndi springa á kaffihúsinu klukkan tíu um kvöldið. Eftir ítarlega leit í húsinu þar sem ekkert grunsamlegt fannst var opnað aftur rétt um miðnætti. Ekki er vitað um hver ber ábyrgð á viðvöruninni en það var dönskumælandi maður sem hringdi inn. Erlent 2.4.2006 14:37 Ár frá andláti Jóhannesar Páls páfa annars Kaþólikkar um allan heim minnsta þess í dag að ár er liðið frá andláti Jóhannesar Páls páfa annars. Pílagrímar hvaðanæva úr heiminum liggja á bæn við grafhvelfingu hans og búa sig undir bænahald á Péturstorginu í Róm í dag og í kvöld. Erlent 2.4.2006 13:30 Elstu skógar Austur-Asíu að hverfa Ef haldið verður áfram að höggva niður tré í Austur-Asíu á þeim hraða sem nú er gert, verða elstu skógar á svæðinu horfnir innan áratugar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Grænfriðunga. Erlent 2.4.2006 13:15 Tælendingar kjósa sér þing Tælendingar gengu að kjörborðinu í morgun og kusu sér þing. Forsætisráðherra landsins boðaði óvænt til kosninga fyrir nokkrum vikum og vildi með þeim reyna að þagga niður í andstæðingum sínum sem hafa krafist afsagnar hans. Erlent 2.4.2006 13:00 Fleiri tilfelli fuglaflensu staðfest í Danmörku Yfirvöld í Danmörku hafa skilgreint 3 km varnarsvæði á Lálandi og í Fåborg á Fjóni þar sem hræ fugla sem voru sýktir af fuglaflensuveiru fundust. Rannsókn á sýnum hefur leitt í ljós að fuglarnir voru sýktir af H5 veiru en ekki liggur fyrir hvort um hið hættulega H5N1 afbrigði er að ræða. Erlent 2.4.2006 12:45 Rice og Straw til Íraks Condoleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir það stefnu bandarískra stjórnvalda að semja um lausn á kjarnorkudeilunni við Írana. Hún segir stöðu mála í Íran aðra en þegar ákveðið var að ráðast inn í Írak. Erlent 2.4.2006 12:30 Svarti kassinn fundinn Búið er að finna lík þeirra nítján sem fórust þegar flugvél þeirra skall utan í fjallshlíð rétt fyrir utan Ríó í Brasilíu í fyrrakvöld. Einnig er búið að finna svarta kassann úr vélinni sem var af gerðinni LET 410 og framleidd í Tékklandi. Sautján farþegar voru í vélinni auk tveggja manna áhafnar þegar hún hrapaði. Nokkuð rigndi á því svæði þar sem slysið varð og nokkur þoka. Björgunarsveitir komu að flaki vélarinnar tæpum tíu klukkustundum eftir slysið en erfiðlega mun hafa gengið að ryðja leið í gegnum þétt skóglendi. Erlent 2.4.2006 12:00 Íslendingar byggja óperuhús í Danmörku Íslenskir auðmenn ætla að láta byggja nýtt óperuhús í Kaupmannahöfn. Þannig hljómaði aprílgabb danska dagblaðsins Berlinske Tidende. Blaðið sagði frá því að íslenski fjárfestingasjóðurinn Saga Fairytales Holding, en þó ekki Group, ætlaði að láta reisa óperhúsið gegnt Óperushúsinu í Hólminum sem nýlega var opnað. Erlent 2.4.2006 11:30 Þingkosningar á Tælandi Tælendingar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér þing. Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra, boðaði óvænt til kosninga fyrir nokkrum vikum en almenningur í landinu hefur gagnrýnt hann harðlega og sakað hann um spillingu og að hafa misbeitt valdi sínu. Erlent 2.4.2006 10:15 Óttast ókyrrð í íslensku fjármálalífi Breskir fjárfestar óttast að ókyrrð í íslensku fjármálalífi leiði til þess að íslenskir fjárfestar selji eigur sínar í Bretlandi. Hlutabréf í félögum þar sem íslendingar hafa fjárfest hafa lækkað í verði vegna þessa ótta á umliðnum dögum. Frá þessu er ítarlega greint í blaðinu Sunday Times í dag. Erlent 2.4.2006 10:00 Eldfimt ástand á Gasa-ströndinni Heimastjórn Palestínumanna, undir forystu Hamas-liða, hvetur herskáa Palestínumenn til að láta af árásum á liðsmenn Fatah-hreyfingar Abbas forseta. Ástandið á Gasa-ströndinni hefur verið eldfimt frá því leiðtogi herskárra Palestínumanna féll í árás Ísraela í gær. Erlent 1.4.2006 19:15 Rice segir mistök hafa verið gerð í Írak Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir ýmis mistök hafa verið gerð í tengslum við innrásina í Írak og eftirmála hennar en í grunninn hafi verið rétt að koma Saddam Hússein, fyrrverandi forseta, frá völdum. Ráðherrann er staddur í heimsókn á Bretlandi, þar sem mótmælendur hafa fylgt henni eftir við hvert fótmál. Erlent 1.4.2006 18:45 Íranar gera tilraunir með ný flugskeyti Íransher gerði í gær tilraunir með nýja gerð af flugskeytum sem talið er að hægt verði að skjóta á skotmörk í Ísrael og herstöðvar Bandaríkjamanna við Persaflóann. Fregnir þess efnis valda nú Bandaríkjamönnum áhyggjum í ljósi kjarnorkudeilunnar við Írana sem enn er í hnút. Erlent 1.4.2006 18:00 Fólk flutt nauðugt af flóðasvæðum Björgunarsveitarmenn og íbúar í bænum Wildberg í Þýskalandi búa sig undir það versta, en vatnshæð í ánni Saxelfur hefur aukist töluvert síðustu klukkustundirnar. Svo gæti farið að 19 fjölskyldu í Dresden verði fluttar nauðungar frá heimilum sínum í dag sökum flóðahættu. Erlent 1.4.2006 17:54 Ákvörðun Frakklandsforseta fordæmd Verkalýðsfélög og stúdentar fordæma þá ákvörðun Chiracs Frakklandsforseta að staðfesta umdeilda vinnulöggjöf sem mótmælt hefur verið víða um Frakkland síðustu vikur. Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar ætla áfram að stefna á allsherjarverkfall í landinu í næstu viku. Erlent 1.4.2006 13:20 Fyrsti geimfari Brasilíu kominn í Alþjóðlegu geimstöðina Fyrsti geimfari Brasilíu gekk um borð í Alþjóðlegu geimstöðina í nótt þegar Sojus geimhylki hans lagði að stöðinni hlaðið birgðum og búnaði. Tveir dagar eru síðan hylkinu var skotið á loft. Erlent 1.4.2006 10:45 Eldflaugaárásir í Gasa-borg Ísrelsher gerði í morgun eldflaugaárás á knattspyrnuvöll í Gasa-borg. Eldflaugum var einnig skotið á garð í miðri borginni. Ekki liggur fyrir hvort einhverjir hafi fallið í árásunum. Erlent 1.4.2006 10:30 Skipstjórinn yfirheyrður Lögreglan í Bahrain yfirheyrir nú skipstjóra snekkju sem fór á hliðina í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að fimmtíu og sjö manns drukknðu. Tveggja er enn saknað. Saksóknari í Bahrain segir skipstjórann ekki hafa nauðsynleg leyfi og því sé hann í haldi. Erlent 1.4.2006 10:15 Frakklandsforseti ætlar að staðfesta vinnulöggjöf Chirac Frakklandsforseti ætlar að staðfesta umdeilda vinnulöggjöf þrátt fyrir mikil mótmæli á götum Frakklands síðustu vikur. Hann heitir því þó að tveimur umdeildum ákvæðum verði breytt. Erlent 31.3.2006 22:30 Svíar taka út fangelsi stríðsglæpadómstólsins Sænskum yfirvöldum hefur verið falið að gera úttekt á fangelsinu sem hýsti Slobodan Milosevic, fyrrverandi Júgóslavíuforseta, meðan réttað var yfir honum fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag í Hollandi. Forsetinn lést þar fyrr í þessum mánuði. Erlent 31.3.2006 22:07 Ár flæða yfir bakka sína í Evrópu Ár flæða nú yfir bakka sína í sex ríkjum Mið- og Austur-Evrópu og valda miklum skemmdum. Minnst fjórir hafa farist í flóðunum. Vatn flæðir um götur og inn í hús og hefur þurft að flytja mörg þúsund manns frá heimilum sínum. Erlent 31.3.2006 22:02 « ‹ ›
Plönturækt í geimnum? Er hægt að rækta grænmeti og plöntur í geimnum? Þessari spurningu reynir nú hópur vísindamanna í Þrándheimi í Noregi að svara. Erlent 2.4.2006 20:30
25 þúsund óbreyttir borgarar hafa hrakist frá heimilum sínum Rósturinn í Írak hefur áhrif á fleiri en beina þátttakendur í stríðinu. Að minnsta kosti 25 þúsund óbreyttir borgarar hafa hrakist frá heimilum sínum í deilum þjóðernishópa undanfarnar vikur. Erlent 2.4.2006 20:00
17 mánaða barn myrt Tveir menn og ein kona eru nú í haldi ítölsku lögreglunnar, grunuð um að hafa rænt 17 mánaða gömlu sveinbarni af heimili þess í síðasta mánuði. Lík barnsins fannst við árbakka á Norður-Ítalíu í gær. Erlent 2.4.2006 19:15
Benedikt páfi minnist hugrekkis forvera síns Benedikt páfi minntist Jóhannesar Páls annars, forvera síns, sem hugrakks manns og verðugs leiðtoga kaþólsku kirkjunnar þegar hann ávarpaði tugþúsundir manna á Péturstorginu í dag, en eitt ár er liðið í dag frá andláti Jóhannesar. Benedikt sagði Jóhannes hafa verið Guðs mann allt fram í andlátið. Erlent 2.4.2006 19:15
Stefnt að því að semja við Írana Stefna bandarískra stjórnvalda er að semja um lausn á kjarnorkudeilunni við Írana en Bandaríkjaforseti hefur þó ekki útilokað aðrar leiðir. Þetta segir Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún segir stöðu mála í deilunni við Írana allt aðra en þegar ákveðið var að ráðst inn Írak. Erlent 2.4.2006 18:45
Ferjan var ekki skemmtiferðaskip Ferja sem fór á hliðina undan strönd Bahrain á fimmtudagskvöldið, með þeim afleiðingum að 58 manns drukknuðu, mátti ekki flytja farþegar um lengri veg. Erlent 2.4.2006 18:30
Snurða hlaupin á þráðinn Talið er að snurða hafi þegar hlaupið á þráðinn í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum Kadima-flokksins og Verkamannaflokksins í Ísrael. Formlega viðræður hefjast ekki fyrr en í lok vikunnar þegar forseti landsins hefur ákveðið hvaða flokkur fær umboð til stjórnarmyndunar. Erlent 2.4.2006 18:15
Komið í veg fyrir sjálfsvígsárás Svo virðist sem ísraelska lögreglan hafið komið í veg fyrir sjálfsvígssprengjuárás í bænum Beit Shean í norðurhluta landsins í dag. Lögregla stöðvaði bílferð tveggja manna og handtók þá eftir að upplýsingar bárust um að árásarmenn með sprengjubelti um sig miðja væru á leið til borgarinnar. Erlent 2.4.2006 18:04
Bandarísk þyrla skotin niður Bandarísk herþyrla er talin hafa verið skotin niður í Írak í gær og eru tveir flugmenn hennar taldir af. Þeir bætast í hóp ríflega 2.300 bandarískra hermanna sem hafa fallið í Írak frá því að ráðist var inn í landið fyrir rétt rúmum þremur árum. Athygli vekur að þessi atburður skuli eiga sér stað einmitt þegar Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er stödd í opinberri heimsókn í Írak. Erlent 2.4.2006 15:05
Sprengjuhótun í Kaupmannahöfn Lögreglan í Kaupmannahöfn girti í gær af svæðið í kringum kaffihúsið Café Rust á Nørrebro eftir nafnlaust símtal þar sem varað var við að sprengja myndi springa á kaffihúsinu klukkan tíu um kvöldið. Eftir ítarlega leit í húsinu þar sem ekkert grunsamlegt fannst var opnað aftur rétt um miðnætti. Ekki er vitað um hver ber ábyrgð á viðvöruninni en það var dönskumælandi maður sem hringdi inn. Erlent 2.4.2006 14:37
Ár frá andláti Jóhannesar Páls páfa annars Kaþólikkar um allan heim minnsta þess í dag að ár er liðið frá andláti Jóhannesar Páls páfa annars. Pílagrímar hvaðanæva úr heiminum liggja á bæn við grafhvelfingu hans og búa sig undir bænahald á Péturstorginu í Róm í dag og í kvöld. Erlent 2.4.2006 13:30
Elstu skógar Austur-Asíu að hverfa Ef haldið verður áfram að höggva niður tré í Austur-Asíu á þeim hraða sem nú er gert, verða elstu skógar á svæðinu horfnir innan áratugar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Grænfriðunga. Erlent 2.4.2006 13:15
Tælendingar kjósa sér þing Tælendingar gengu að kjörborðinu í morgun og kusu sér þing. Forsætisráðherra landsins boðaði óvænt til kosninga fyrir nokkrum vikum og vildi með þeim reyna að þagga niður í andstæðingum sínum sem hafa krafist afsagnar hans. Erlent 2.4.2006 13:00
Fleiri tilfelli fuglaflensu staðfest í Danmörku Yfirvöld í Danmörku hafa skilgreint 3 km varnarsvæði á Lálandi og í Fåborg á Fjóni þar sem hræ fugla sem voru sýktir af fuglaflensuveiru fundust. Rannsókn á sýnum hefur leitt í ljós að fuglarnir voru sýktir af H5 veiru en ekki liggur fyrir hvort um hið hættulega H5N1 afbrigði er að ræða. Erlent 2.4.2006 12:45
Rice og Straw til Íraks Condoleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir það stefnu bandarískra stjórnvalda að semja um lausn á kjarnorkudeilunni við Írana. Hún segir stöðu mála í Íran aðra en þegar ákveðið var að ráðast inn í Írak. Erlent 2.4.2006 12:30
Svarti kassinn fundinn Búið er að finna lík þeirra nítján sem fórust þegar flugvél þeirra skall utan í fjallshlíð rétt fyrir utan Ríó í Brasilíu í fyrrakvöld. Einnig er búið að finna svarta kassann úr vélinni sem var af gerðinni LET 410 og framleidd í Tékklandi. Sautján farþegar voru í vélinni auk tveggja manna áhafnar þegar hún hrapaði. Nokkuð rigndi á því svæði þar sem slysið varð og nokkur þoka. Björgunarsveitir komu að flaki vélarinnar tæpum tíu klukkustundum eftir slysið en erfiðlega mun hafa gengið að ryðja leið í gegnum þétt skóglendi. Erlent 2.4.2006 12:00
Íslendingar byggja óperuhús í Danmörku Íslenskir auðmenn ætla að láta byggja nýtt óperuhús í Kaupmannahöfn. Þannig hljómaði aprílgabb danska dagblaðsins Berlinske Tidende. Blaðið sagði frá því að íslenski fjárfestingasjóðurinn Saga Fairytales Holding, en þó ekki Group, ætlaði að láta reisa óperhúsið gegnt Óperushúsinu í Hólminum sem nýlega var opnað. Erlent 2.4.2006 11:30
Þingkosningar á Tælandi Tælendingar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér þing. Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra, boðaði óvænt til kosninga fyrir nokkrum vikum en almenningur í landinu hefur gagnrýnt hann harðlega og sakað hann um spillingu og að hafa misbeitt valdi sínu. Erlent 2.4.2006 10:15
Óttast ókyrrð í íslensku fjármálalífi Breskir fjárfestar óttast að ókyrrð í íslensku fjármálalífi leiði til þess að íslenskir fjárfestar selji eigur sínar í Bretlandi. Hlutabréf í félögum þar sem íslendingar hafa fjárfest hafa lækkað í verði vegna þessa ótta á umliðnum dögum. Frá þessu er ítarlega greint í blaðinu Sunday Times í dag. Erlent 2.4.2006 10:00
Eldfimt ástand á Gasa-ströndinni Heimastjórn Palestínumanna, undir forystu Hamas-liða, hvetur herskáa Palestínumenn til að láta af árásum á liðsmenn Fatah-hreyfingar Abbas forseta. Ástandið á Gasa-ströndinni hefur verið eldfimt frá því leiðtogi herskárra Palestínumanna féll í árás Ísraela í gær. Erlent 1.4.2006 19:15
Rice segir mistök hafa verið gerð í Írak Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir ýmis mistök hafa verið gerð í tengslum við innrásina í Írak og eftirmála hennar en í grunninn hafi verið rétt að koma Saddam Hússein, fyrrverandi forseta, frá völdum. Ráðherrann er staddur í heimsókn á Bretlandi, þar sem mótmælendur hafa fylgt henni eftir við hvert fótmál. Erlent 1.4.2006 18:45
Íranar gera tilraunir með ný flugskeyti Íransher gerði í gær tilraunir með nýja gerð af flugskeytum sem talið er að hægt verði að skjóta á skotmörk í Ísrael og herstöðvar Bandaríkjamanna við Persaflóann. Fregnir þess efnis valda nú Bandaríkjamönnum áhyggjum í ljósi kjarnorkudeilunnar við Írana sem enn er í hnút. Erlent 1.4.2006 18:00
Fólk flutt nauðugt af flóðasvæðum Björgunarsveitarmenn og íbúar í bænum Wildberg í Þýskalandi búa sig undir það versta, en vatnshæð í ánni Saxelfur hefur aukist töluvert síðustu klukkustundirnar. Svo gæti farið að 19 fjölskyldu í Dresden verði fluttar nauðungar frá heimilum sínum í dag sökum flóðahættu. Erlent 1.4.2006 17:54
Ákvörðun Frakklandsforseta fordæmd Verkalýðsfélög og stúdentar fordæma þá ákvörðun Chiracs Frakklandsforseta að staðfesta umdeilda vinnulöggjöf sem mótmælt hefur verið víða um Frakkland síðustu vikur. Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar ætla áfram að stefna á allsherjarverkfall í landinu í næstu viku. Erlent 1.4.2006 13:20
Fyrsti geimfari Brasilíu kominn í Alþjóðlegu geimstöðina Fyrsti geimfari Brasilíu gekk um borð í Alþjóðlegu geimstöðina í nótt þegar Sojus geimhylki hans lagði að stöðinni hlaðið birgðum og búnaði. Tveir dagar eru síðan hylkinu var skotið á loft. Erlent 1.4.2006 10:45
Eldflaugaárásir í Gasa-borg Ísrelsher gerði í morgun eldflaugaárás á knattspyrnuvöll í Gasa-borg. Eldflaugum var einnig skotið á garð í miðri borginni. Ekki liggur fyrir hvort einhverjir hafi fallið í árásunum. Erlent 1.4.2006 10:30
Skipstjórinn yfirheyrður Lögreglan í Bahrain yfirheyrir nú skipstjóra snekkju sem fór á hliðina í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að fimmtíu og sjö manns drukknðu. Tveggja er enn saknað. Saksóknari í Bahrain segir skipstjórann ekki hafa nauðsynleg leyfi og því sé hann í haldi. Erlent 1.4.2006 10:15
Frakklandsforseti ætlar að staðfesta vinnulöggjöf Chirac Frakklandsforseti ætlar að staðfesta umdeilda vinnulöggjöf þrátt fyrir mikil mótmæli á götum Frakklands síðustu vikur. Hann heitir því þó að tveimur umdeildum ákvæðum verði breytt. Erlent 31.3.2006 22:30
Svíar taka út fangelsi stríðsglæpadómstólsins Sænskum yfirvöldum hefur verið falið að gera úttekt á fangelsinu sem hýsti Slobodan Milosevic, fyrrverandi Júgóslavíuforseta, meðan réttað var yfir honum fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag í Hollandi. Forsetinn lést þar fyrr í þessum mánuði. Erlent 31.3.2006 22:07
Ár flæða yfir bakka sína í Evrópu Ár flæða nú yfir bakka sína í sex ríkjum Mið- og Austur-Evrópu og valda miklum skemmdum. Minnst fjórir hafa farist í flóðunum. Vatn flæðir um götur og inn í hús og hefur þurft að flytja mörg þúsund manns frá heimilum sínum. Erlent 31.3.2006 22:02