Erlent

Óeirðir í Þýskalandi

Óeirðir brutust út í Þýskalandi í gær eftir 1. maí hátíðarhöld í landinu. Í Kreuzberg í nágrenni Berlínar þar sem fjöldi innflytjenda er hópaðist fjöldi ungmenna út á götur og var með ólæti. Lögreglan reyndi að hafa stjórn á fólkinu en við það æstist leikurinn og var ýmsu lauslegu kastað í lögreglumennina.

Erlent

Vikudvöl töframanns í gullfiskabúri

Bandaríski töframaðurinn David Blaine hóf í gær vikulanga dvöl í tveggja og hálfsmetersháu gullfiskabúri. Blaine fær súrefni og næringu í gegnum tvær slöngur og heldur þannig lífi. Þessu nýjasta uppátæki Blaine hefur verið gefið nafnið drekkt lifandi en búrið er í byggingunni Lincoln Center í New York.

Erlent

Ein milljón manna mótmælti

Yfir ein milljón manna tók þátt í mótmælum gegn nýjum innflytjendalögum í Bandaríkjunum í gær. Innflytjendur ákváðu að nota 1. maí, baráttudag verkalýðsins, til að sýna fram á mikilvægi innflytjenda í bandarísku samfélagi og var yfirskrift mótmælanna dagur án innflytjenda.

Erlent

Samningaviðræðum haldið áfram

Stríðandi fylkingar í Darfur-héraði í Súdan hafa fengið tveggja sólarhringa langan viðbótarfrest til að ná sáttum. Skorað var á bandarísk stjórnvöld að koma á friði í Darfur á fjölmennum útifundi í Washington í gær.

Erlent

Skutu þrjá til bana

Egypskir lögreglumenn skutu þrjá bedúína til bana á Sínaí-skaga í gær. Mennirnir lágu undir grun um að hafa átt aðild að hryðjuverkunum í Dahab í síðustu viku þar sem átján manns létu lífið.

Erlent

Langaði að sjá hvernig eitrið verkaði.

Sautján ára gömul japönsk stúlka sem eitraði fyrir móður sinni og hélt dagbók á Netinu yfir versnandi ástand hennar verður ekki ákærð heldur send á heimavistarskóla. Móðirin féll í dá síðasta sumar eftir að hafa fengið eitrað te um nokkurt skeið frá dóttur sinni.

Erlent

Íslamskir öfgamenn myrtu 22 hindúa

Íslamskir öfgamenn myrtu 22 hindúa og sært fimm til viðbótar í indverska hluta Kasmír í nótt. Vígamennirnir eru sagðir hafa farið inn á heimili hindúana og numið þá á brott og síðan tekið af lífi einn af öðrum.

Erlent

Semja um vopnahlé í Darfur-héraði

Fresturinn sem stríðandi fylkingar í Darfur-héraði fengu til semja um vopnahlé hefur verið framlengdur um 48 klukkustundir. Fulltrúar Afríkubandalagsins hafa leitt viðræðurnar sem fram fara í Abúdja, höfuðborg Nígeríu.

Erlent

Enn fastir í gullnámu

Ástralskar björgunarsveitir tóku í morgun að bora göng ofan í gullnámu á eynni Tasmaníu þar sem tveir verkamenn hafa setið fastir í sex daga . Lítill jarðskjálfti varð til þess að göngin niður í námuna hrundu á þriðjudagskvöldið og var næstu daga á eftir óljóst um afdrif mannanna.

Erlent

1. maí víða haldinn hátíðlegur í dag

Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, er víða haldinn hátíðlegur í dag. Tugþúsundir Moskvubúa voru til dæmis komnir út á götur borgarinnar í morgun til að fagna deginum en þar hefur hann ávallt haft ákveðna sérstöðu.

Erlent

Haglél á stærð við hafnarbolta

Hávaðarok og haglél á stærð við hafnarbolta hafa dunið yfir Texas um helgina. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast í veðurofsanum, en miklar skemmdir hafa orðið á fjölmörgum húsum og vegum.

Erlent

Fráleitt að gera kjarnorkuárás á Íran

Það er fráleitt að íhuga að gera kjarnorkuárásir á Íran segir Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Í sjónvarpsviðtali í gær sagðist Powell jafnframt hafa ráðlagt George Bush að senda fleiri hermenn til Íraks, en á það hafi ekki verið hlustað.

Erlent

Bandaríkjamanninum sleppt

Bandarískum blaðamanni Edward Caraballo, var sleppt úr fangelsi í Afganistan í dag eftir að hafa setið inni meirihluta tveggja ára fangelsisdóms sem hann fékk fyrir að pynta Afgana í fangelsi í Kabúl.

Erlent

Blair óvinsæll

Sextíu og sex prósent Breta finnst að Tony Blair standi sig illa sem forsætisráðherra. Þá segir helmingur þeirra spillingarmál þjaka ríkisstjórn Verkamannaflokksins. Þetta kemur fram í könnun sem Sunday Times birtir í dag. Blair hefur lýst yfir því að hann láti af embætti áður en kjörtímabilinu lýkur. Búist er við því að Gordon Brown fjármálaráðherra taki við af honum.

Erlent

Vilja framlengja neyðarlög gegn hryðjuverkum

Egypska lögreglan skaut mann til bana og handsamaði fjóra aðra snemma í morgun í aðgerðum vegna hryðjuverkanna í Dahab. Ríkisstjórn landsins hefur krafist þess að neyðarlög vegna hryðjuverka verði framlengd.

Erlent

90.000 manns hafa flúið heimili sín

90.000 manns hafa neyðst til þess að yfirgefa heimili sín í Írak undanfarið vegna átaka á milli Sjía og Súnnía. Bandarískar hersveitir hafa drepið og handsamað nærri eitt hundrað árásarmenn undanfarnar vikur.

Erlent

Súkkulaðihátíð í Belgíu

Súkkulaðifíklar ættu að reyna að ná næstu vél til Belgíu. Nú stendur yfir hin fullkomna súkkulaðihátíð í hinni sögufrægu borg Brugge. Þar gefur að líta allt það helsta frá frægustu súkkulaðigerðarmönnum og -fyrirtækjum heimsins í dag.

Erlent

Segir Íransforseta minna á Hitler

Forseti Írans er siðblindingi sem minnir á Adolf Hitler. Þetta segir Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels, sem biður til guðs að Íranar komi sér ekki upp kjarnorkuvopnum.

Erlent

Sjötíu hafa fallið í apríl

Bandaríkjamenn verða að búa sig undir frekari fórnir og erfiðleika í Írak sagði George Bush Bandaríkjaforseti í útvarpsávarpi í gær. Meira en sjötíu bandarískir hermenn hafa fallið í Írak í apríl og hafa ekki fleiri hermenn fallið í einum mánuði á þessu ári.

Erlent

Súkkúlaðihátíð í Belgíu

Súkkúlaðifíklar ættu að reyna að ná næstu vél til Belgíu. Nú stendur yfir hin fullkomna súkkúlaðihátíð í hinni sögufrægu borg Brugge. Þar gefur að líta allt það helsta frá frægustu súkkulaðigerðarmönnum og -fyrirtækjum heimsins í dag.

Erlent

Sex ára í háskólakennslu

Sex ára undrabarn frá Mexíkó heldur fyrirlestra um beinþynningu fyrir læknisfræðinema á háskólastigi. Sjálfur neitar drengurinn því að hann sé snillingur og segist bara venjulegur strákur sem hafi gaman af að læra.

Erlent

Ætla ekki að hætta auðgun úrans

Íranar ætla ekki að hætta auðgun úrans sama hvað tautar og raular. Þeir eru hins vegar tilbúnir að hleypa eftirlitsmönnum Sameinuðu Þjóðanna aftur inn í landið ef öryggisráðið hættir að fjalla um kjarnorkuþróun landsins. Þrjár þjóðir í öryggisráðinu vilja refsa Írönum þegar í stað.

Erlent

Mannfall, hörmungar og ógæfa

Bandaríkjamenn hafa ekkert uppskorið nema mannfall, hörmungar og ógæfu af innrásinni í Írak. Þetta segir Ayman al-Zawari, næstráðandi al-Kæda í landinu. Fyrrverandi yfirmaður við Abu Ghraib fangelsið hefur verið ákærður vegna pyntinga og annarra mannréttindabrota við fangelsið.

Erlent

Ákærður vegna pyntinga

Fyrrverandi yfirmaður við Abu Ghraib fangelsið hefur verið ákærður vegna pyntinga og annarra mannréttindabrota við fangelsið. Steve Jordan, sem lengi vel fór fyrir yfirheyrslum við fangelsið, er æðsti embættismaðurinn sem hefur verið ákærður vegna mannréttindabrotanna. Tíu fyrrverandi undirmenn hans hafa auk þess verið ákærðir fyrir illa meðferð á föngum við Abu Ghraib.

Erlent

Tilbúnir að hleypa þeim inn

Íranar segjast reiðubúnir að hleypa eftirlitsmönnum Sameinuðu Þjóðanna aftur inn í landið, gegn því að kjarnorkumál landsins verði tekin af borði öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. Aðstoðar kjarnorkumála ráðherra landsins segir hins vegar að það komi ekki til greina að hætta auðgun úrans. Það er það sem vestræn ríki, með Bandaríkjamenn í broddi fylkingar, hafa lagt ofuráherslu á og því ekkert útlit fyrir annað en að deilan haldi áfram.

Erlent

Chavez hótar stjórnvöldum í Perú

Hugo Chavez, forseti Venesúela, hótar því að hætta öllum samskiptum við Perú ef Alan Garcia verði kjörinn forseti landsins. Chavez lét hafa þetta eftir sér í kjölfar þess að Garcia gagnrýndi hann opinberlega. Chavez hefur styður andstæðing Garcia í annarri umferð kosninganna.

Erlent