Erlent Kynþokkafullir og krúttlegir auðmenn Á meðan bandaríska viðskiptatímaritið Forbes birtir árlegan lista sinn yfir 400 ríkustu Bandaríkjamennina hefur Financial Times tekið saman annars konar lista. Þar er kaupsýslumönnum skipt í hópa eftir ýmsu, þar á meðal fegurð og krúttleika. Samkvæmt listanum eigum við Íslendingar kynþokkafyllsta kaupsýslumanninn. Erlent 24.9.2006 18:45 Biðlisti eftir ofnæmisprófuðum köttum Fyrstu kettlingarnir sem ekki valda ofnæmi hjá mannfólki voru settir á markaðinn á dögunum. Biðlistar eru eftir kettlingum þrátt fyrir að hver köttur kosti hátt í 300 þúsund krónur. Erlent 24.9.2006 17:00 Nylon númer eitt í Bretlandi Íslenska stúlknasveitin Nylon er í fyrsta sæti á breska danstónlistarlistanum sem birtur var í tónlistartímaritinu Musicweek í dag. Það er nýtt lag stúlknanna Sweet dreams sem situr á toppnum. Það kemur út á smáskífu þar í landi ásamt laginu Closer. Erlent 24.9.2006 16:45 Blair neitar að styðja Brown Tony Blair, leiðtogi Verkamannaflokksins breska, neitaði á flokksþingi flokksins, sem hófst í Manchester í dag, að lýsa yfir stuðningi við Gordon Brown, fjármálaráðherra. Þrátt fyrir mikinn þrýsting neitaði Blair að ræða brotthvarf sitt úr formannssætinu en hann hefur lýst því yfir að þetta flokksþing sé hið síðasta sem hann sæki sem formaður. Erlent 24.9.2006 15:16 Time segir bin Laden enn á lífi en fárveikan Franskir og sádiarabískir leyniþjónustumenn og stjórnmálamenn keppast við að neita fréttum um að Osama bin Laden sé látinn eftir að lítið þekkt franskt dagblað hafði þær fréttir eftir franskri leyniskýrslu. Nýútkomið tölublað tímaritsins Time hefur eftir sádiarabískum heimildum að bin Laden sé haldinn sjúkdómi sem gæti dregið hann til dauða. Erlent 24.9.2006 14:18 Hundamúmíur finnast í Perú Meira en 40 hundamúmíur hafa fundist við fornleifauppgröft í Perú. Hundarnir voru grafnir við hlið eigenda sinna með teppi og mat og þykir allt benda til þess að Chiribaya fólkið í Suður-Perú hafi trúað því að gæludýrin ættu framhaldslíf í vændum. Slíkur umbúnaður gæludýra hefur hingað til aðeins þekkst í gröfum Egypta til forna. Erlent 24.9.2006 14:00 Fresta stofnun sjálfsstjórnarsvæða um eitt og hálft ár Íraskir stjórnmálaflokkar hafa samþykkt að fresta stofnun sjálfsstjórnarsvæða í landinu um minnst 18 mánuði. Málefnið hefur ýtt undir ofbeldi í landinu að sögn þingmanna. Stjórnarskrárnefnd verður skipuð á morgun til þess að endurskoða ýmis ákvæði stjórnarskrárinnar að kröfu súnnímúslima sem eru í minnihluta í landinu. Erlent 24.9.2006 13:52 Handtók menn fyrir að hækka verð á brauði Simbabvebúar hafa búið við brauðskort í viku eftir að ríkisstjórnin greip til aðgerða gegn bakaríum út af verðhækkunum, sem orsakast af auknum framleiðslukostnaði. Lögreglan handtók þrjá framkvæmdastjóra stórra matvælafyrirtækja á mánudag fyrir að hækka verð án samþykkis ríkisstjórnarinnar. Brauð er á lista ríkisstjórnarinnar yfir grunnmatvæli sem ríkið stjórnar verðlagi á. Erlent 24.9.2006 13:00 ETA ætlar að berjast áfram fyrir sjálfstæði Baskalands Sex mánuðum eftir að hafa tilkynnt varanlegt vopnahlé, senda aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, frá sér myndbandsyfirlýsingu þar sem þrír grímuklæddir menn segja samtökin munu halda áfram vopnaðri baráttu sinni þar til Baskaland hlýtur sjálfstæði frá Spáni. Erlent 24.9.2006 12:33 Björgólfur Thor kynþokkafyllstur Á meðan bandaríska viðskiptatímaritið Forbes birtir lista sinn yfir ríkustu Bandaríkjamennina hefur Financial Times tekið saman annars konar lista. Þar er kaupsýslumönnum skipt í hópa eftir fegurð og gælni. Á þessu lista er Björgólfur Thor Björgólfsson sagður bera af þegar kemur að kynþokka. Erlent 24.9.2006 12:30 Íraksstríðið sagt hafa aukið hættuna á hryðjuverkum Íraksstríðið hefur aukið hryðjuverkahættuna í heiminum og auðveldað róttækum múslimum að afla stuðnings. Þetta kemur fram í nýrri bandarískri leyniskýrslu sem dagblaðið New York Times vitnar til í morgun. Erlent 24.9.2006 12:15 Mótmæla forsætisráðherranum með hvítu Þrýstingur eykst enn á forsætisráðherra Ungverjalands að hann segi af sér eftir að hafa logið að þjóðinni. Milli 20 og 50 þúsund manns mótmæltu á torginu fyrir framan þinghúsið í Búdapest í gærkvöldi en allt virðist hafa farið friðsamlega fram. Hvítt er orðinn einkennislitur mótmælendanna sem vilja með því vísa í sannleika og frið. Erlent 24.9.2006 12:00 Óhugnarlegt myndband birt Hryðjuverkasmatök sem sögð eru tengd al-Kaída birtu í morgun á vef sínum óhugnarlegt myndband sem sýnir illa meðferð á líkum bandarískra hermanna í Írak. Erlent 24.9.2006 11:30 Vongóður um skipan þjóðstjórnar Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, sagðist í morgun vongóður um skipan þjóðstjórnar Hamas- og Fatah-liða. Þar með vísaði hann á bug ummælum Abbas forseta frá í gær um að viðræður væru aftur komnar á byrjunarreit. Haniyeh segir viðræðum framhaldið og þeim miði í rétta átt. Erlent 24.9.2006 11:00 Dregur fréttir af andláti bin Ladens í efa Sendiherra Pakistana í Bandaríkjunum dregur í efa fréttir fransks blaðs frá í gær um að Osama bin Laden, leiðtogi al-Kaída hryðjuverkasamtakanna, sé allur. Blaðið vitnaði í leynilega skýrslu frönsku leyniþjónustunnar þar sem sagði að hann hefði dáið úr taugaveiki í Pakistan í síðasta mánuði. Erlent 24.9.2006 10:48 Bandaríkjamenn biðja stjórnvöld í Venesúela afsökunar Bandarísk yfirvöld hafa beðið stjórnvöld í Venesúela afsökunar á því að utanríkisráðherra landsins, Nicolas Madura, hafi verið í haldi öryggisvarða á Kennedyflugvelli í New York í eina og hálfa klukkustund í gær. Madura sótti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem haldið er þar í borg. Erlent 24.9.2006 10:15 Börnin þrjú fundin Þrjú börn, sem íbúar í Saint Louis í Bandaríkjunum hafa leitað síðustu daga, fundust myrt þar í borg í gærkvöldi. Nokkru áður hafði 26 ára kona verið ákærð fyrir að hafa myrt móður barnanna og skorið fóstur úr kvið hennar. Erlent 24.9.2006 10:01 Leita forsætisráðherra Herforingjastjórnin í Taílandi fundaði um helgina um möguleg forsætisráðherraefni. Talið er að þeir muni láta konung Taílands, Bhumibol Adulyadej, fá lista yfir þá einstaklinga sem þeir telja hæfa og verður lokaákvörðunin í höndum konungsins. Erlent 24.9.2006 05:00 Endurkoma í desember Utanríkisráðherra Kúbu, Felipe Perez Roque, lýsti því yfir opinberlega að hann væri þess fullviss að Fidel Castro myndi snúa aftur til valda í desember. Castro hefur ekki komið fram opinberlega síðan 26. júlí en á síðustu vikum hafa birst myndir af honum í náttfötum á fundum með bæði Kofi Annan, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, og Hugo Chavez, forseta Venesúela. Erlent 24.9.2006 04:45 Múslimar fasta Ramadan er byrjaður í flestum ríkjum múslima í Mið-Austurlöndum en mánuðurinn hefst þegar nýtt tungl rís í níunda mánuði ársins samkvæmt Hijri-dagatalinu. Erlent 24.9.2006 04:45 Bara milljarðamæringa á Forbes listanum 400 ríkustu menn Bandaríkjanna eru samanlagt metnir á jafnvirði tæplega 90 þúsund milljarða króna. Bandaríska viðskiptatímaritið Forbes hefur birt lista sinn yfir 400 ríkustu Bandaríkjamennina þetta árið og í fyrsta sinn dugir ekki að vera milljónamæringur til að komast á blað. Erlent 23.9.2006 19:45 23 létust í lestarslysi Nú er vitað að 23 týndu lífi í lestarslysi í Þýskalandi í gær. Lest, sem knúin er með segulafli, fór þá af sporinu þegar hún skall á viðgerðarvagni. Áætlað er að á fjórða tug farþega hafi verið um borð í lestinni en engan farþegalista er að finna þar sem um tilraunaferð var að ræða. Erlent 23.9.2006 19:00 Taugaveiki sögð hafa dregið bin Laden til dauða Franskt blað fullyrðir í dag að Osama bin Laden, leiðtogi al-Kaída hryðjuverkasamtakanna, sé allur. Hann hafi dáið úr taugaveiki í Pakistan í síðasta mánuði. Ekki hefur verið hægt að staðfesta fréttir blaðsins. Erlent 23.9.2006 18:45 Einn til viðbótar handtekinn fyrir dagheimilisbruna Einn Svíi til viðbótar hefur verið handtekinn vegna rannsóknar á fimm íkveikjum í dagheimilum í sænska bænum Skövde undanfarnar vikur. Þrír voru handteknir á fimmtudagskvöldið en einum þeirra var sleppt um hádegisbilið í dag. Sænska lögreglan telur sig vera að þrengja hringinn en vill ekki gefa nánari upplýsingar um hina grunuðu. Erlent 23.9.2006 16:30 Einungis milljarðamæringar á Forbes listanum Bandaríska viðskiptatímaritið Forbes hefur nú byrt árlegan lista sinn í 400 ríkustu menn og konur Bandaríkjanna og að þessu sinni eru einvörðungu milljarðamæringar á listanum. Höfundur listans segir þetta í fyrsta sinn sem auður hvers og eins á listanum er að lágmarki einn milljarður bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 70 milljarða íslenskra króna. Erlent 23.9.2006 12:30 Fóstur skorið úr kvið látinnar konu Lögregla í Saint Louis í Bandaríkjunum leitar nú þriggja barna sem hafa verið týnd síðan á mánudaginn. Þau eru eins, tveggja og sjö ára. Móðir þeirra fannst myrt í gær og hafði fóstur verið skorið úr kvið hennar. Lögregla telur sig hafa fundið fóstrið en það hefur ekki verið staðfest. 26 ára kona, sem sást í fylgd barnanna skömmu áður en þau hurfu, er nú í haldi lögreglu. Erlent 23.9.2006 12:15 Mannskæð sprengjuárás við upphaf föstumánaðar Írakar í Bagdad flykktust í verslanir og á götumarkaði í borginni í morgun til að kaupa inn fyrir Ramadan föstumánuðinn. Súnníar byrjuðu að fasta í dag en sjíar byrja á morgun eða á mánudaginn. Þrátt fyrir að þessi heilagi tími sé að hefjast var mannskæð sprengjuárás gerð í Sadr-hverfi sjía í Bagdad í morgun. Erlent 23.9.2006 12:13 Bin Laden sagður hafa látist úr taugaveiki Yfirvöld í Pakistan segjast ekki hafa fengið fréttir af því að Osama bin Laden, leiðtogi al Kaída hryðjuverkasamtakanna, hafi látist úr taugaveiki þar í landi. Franskt dagblað fullyrðir það í dag og vitnar þar til leyniskýrslu sem var lekið í blaðamann. Erlent 23.9.2006 12:06 23 létust í lestarslysi 23 týndu lífi og 10 slösuðust þegar hraðlest, sem knúin er áfram af segulafli, fór af sporinu í norð-vestur Þýskalandi í gær. Lestin skall á faratæki viðgerðarmanna á upphækkaðri tilraunabraut og fór útaf sporinu. Erlent 23.9.2006 10:30 Leiðtogi íraskra hryðjuverkasamtaka handtekinn Írösk yfirvöld segjast hafa handtekið leiðtoga stærstu andspyrnusamtakanna þar í landi. Um er að ræða Ansar al-Sunna samtök súnnímúslima en liðsmenn þeirra eru sagðir bera ábyrgð á fjölmörgum sjálfsvígsárásum í Írak. Samtökin eru sögð nátengd al-Kaída hryðjuverkasamtökunum. Erlent 23.9.2006 10:15 « ‹ ›
Kynþokkafullir og krúttlegir auðmenn Á meðan bandaríska viðskiptatímaritið Forbes birtir árlegan lista sinn yfir 400 ríkustu Bandaríkjamennina hefur Financial Times tekið saman annars konar lista. Þar er kaupsýslumönnum skipt í hópa eftir ýmsu, þar á meðal fegurð og krúttleika. Samkvæmt listanum eigum við Íslendingar kynþokkafyllsta kaupsýslumanninn. Erlent 24.9.2006 18:45
Biðlisti eftir ofnæmisprófuðum köttum Fyrstu kettlingarnir sem ekki valda ofnæmi hjá mannfólki voru settir á markaðinn á dögunum. Biðlistar eru eftir kettlingum þrátt fyrir að hver köttur kosti hátt í 300 þúsund krónur. Erlent 24.9.2006 17:00
Nylon númer eitt í Bretlandi Íslenska stúlknasveitin Nylon er í fyrsta sæti á breska danstónlistarlistanum sem birtur var í tónlistartímaritinu Musicweek í dag. Það er nýtt lag stúlknanna Sweet dreams sem situr á toppnum. Það kemur út á smáskífu þar í landi ásamt laginu Closer. Erlent 24.9.2006 16:45
Blair neitar að styðja Brown Tony Blair, leiðtogi Verkamannaflokksins breska, neitaði á flokksþingi flokksins, sem hófst í Manchester í dag, að lýsa yfir stuðningi við Gordon Brown, fjármálaráðherra. Þrátt fyrir mikinn þrýsting neitaði Blair að ræða brotthvarf sitt úr formannssætinu en hann hefur lýst því yfir að þetta flokksþing sé hið síðasta sem hann sæki sem formaður. Erlent 24.9.2006 15:16
Time segir bin Laden enn á lífi en fárveikan Franskir og sádiarabískir leyniþjónustumenn og stjórnmálamenn keppast við að neita fréttum um að Osama bin Laden sé látinn eftir að lítið þekkt franskt dagblað hafði þær fréttir eftir franskri leyniskýrslu. Nýútkomið tölublað tímaritsins Time hefur eftir sádiarabískum heimildum að bin Laden sé haldinn sjúkdómi sem gæti dregið hann til dauða. Erlent 24.9.2006 14:18
Hundamúmíur finnast í Perú Meira en 40 hundamúmíur hafa fundist við fornleifauppgröft í Perú. Hundarnir voru grafnir við hlið eigenda sinna með teppi og mat og þykir allt benda til þess að Chiribaya fólkið í Suður-Perú hafi trúað því að gæludýrin ættu framhaldslíf í vændum. Slíkur umbúnaður gæludýra hefur hingað til aðeins þekkst í gröfum Egypta til forna. Erlent 24.9.2006 14:00
Fresta stofnun sjálfsstjórnarsvæða um eitt og hálft ár Íraskir stjórnmálaflokkar hafa samþykkt að fresta stofnun sjálfsstjórnarsvæða í landinu um minnst 18 mánuði. Málefnið hefur ýtt undir ofbeldi í landinu að sögn þingmanna. Stjórnarskrárnefnd verður skipuð á morgun til þess að endurskoða ýmis ákvæði stjórnarskrárinnar að kröfu súnnímúslima sem eru í minnihluta í landinu. Erlent 24.9.2006 13:52
Handtók menn fyrir að hækka verð á brauði Simbabvebúar hafa búið við brauðskort í viku eftir að ríkisstjórnin greip til aðgerða gegn bakaríum út af verðhækkunum, sem orsakast af auknum framleiðslukostnaði. Lögreglan handtók þrjá framkvæmdastjóra stórra matvælafyrirtækja á mánudag fyrir að hækka verð án samþykkis ríkisstjórnarinnar. Brauð er á lista ríkisstjórnarinnar yfir grunnmatvæli sem ríkið stjórnar verðlagi á. Erlent 24.9.2006 13:00
ETA ætlar að berjast áfram fyrir sjálfstæði Baskalands Sex mánuðum eftir að hafa tilkynnt varanlegt vopnahlé, senda aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, frá sér myndbandsyfirlýsingu þar sem þrír grímuklæddir menn segja samtökin munu halda áfram vopnaðri baráttu sinni þar til Baskaland hlýtur sjálfstæði frá Spáni. Erlent 24.9.2006 12:33
Björgólfur Thor kynþokkafyllstur Á meðan bandaríska viðskiptatímaritið Forbes birtir lista sinn yfir ríkustu Bandaríkjamennina hefur Financial Times tekið saman annars konar lista. Þar er kaupsýslumönnum skipt í hópa eftir fegurð og gælni. Á þessu lista er Björgólfur Thor Björgólfsson sagður bera af þegar kemur að kynþokka. Erlent 24.9.2006 12:30
Íraksstríðið sagt hafa aukið hættuna á hryðjuverkum Íraksstríðið hefur aukið hryðjuverkahættuna í heiminum og auðveldað róttækum múslimum að afla stuðnings. Þetta kemur fram í nýrri bandarískri leyniskýrslu sem dagblaðið New York Times vitnar til í morgun. Erlent 24.9.2006 12:15
Mótmæla forsætisráðherranum með hvítu Þrýstingur eykst enn á forsætisráðherra Ungverjalands að hann segi af sér eftir að hafa logið að þjóðinni. Milli 20 og 50 þúsund manns mótmæltu á torginu fyrir framan þinghúsið í Búdapest í gærkvöldi en allt virðist hafa farið friðsamlega fram. Hvítt er orðinn einkennislitur mótmælendanna sem vilja með því vísa í sannleika og frið. Erlent 24.9.2006 12:00
Óhugnarlegt myndband birt Hryðjuverkasmatök sem sögð eru tengd al-Kaída birtu í morgun á vef sínum óhugnarlegt myndband sem sýnir illa meðferð á líkum bandarískra hermanna í Írak. Erlent 24.9.2006 11:30
Vongóður um skipan þjóðstjórnar Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, sagðist í morgun vongóður um skipan þjóðstjórnar Hamas- og Fatah-liða. Þar með vísaði hann á bug ummælum Abbas forseta frá í gær um að viðræður væru aftur komnar á byrjunarreit. Haniyeh segir viðræðum framhaldið og þeim miði í rétta átt. Erlent 24.9.2006 11:00
Dregur fréttir af andláti bin Ladens í efa Sendiherra Pakistana í Bandaríkjunum dregur í efa fréttir fransks blaðs frá í gær um að Osama bin Laden, leiðtogi al-Kaída hryðjuverkasamtakanna, sé allur. Blaðið vitnaði í leynilega skýrslu frönsku leyniþjónustunnar þar sem sagði að hann hefði dáið úr taugaveiki í Pakistan í síðasta mánuði. Erlent 24.9.2006 10:48
Bandaríkjamenn biðja stjórnvöld í Venesúela afsökunar Bandarísk yfirvöld hafa beðið stjórnvöld í Venesúela afsökunar á því að utanríkisráðherra landsins, Nicolas Madura, hafi verið í haldi öryggisvarða á Kennedyflugvelli í New York í eina og hálfa klukkustund í gær. Madura sótti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem haldið er þar í borg. Erlent 24.9.2006 10:15
Börnin þrjú fundin Þrjú börn, sem íbúar í Saint Louis í Bandaríkjunum hafa leitað síðustu daga, fundust myrt þar í borg í gærkvöldi. Nokkru áður hafði 26 ára kona verið ákærð fyrir að hafa myrt móður barnanna og skorið fóstur úr kvið hennar. Erlent 24.9.2006 10:01
Leita forsætisráðherra Herforingjastjórnin í Taílandi fundaði um helgina um möguleg forsætisráðherraefni. Talið er að þeir muni láta konung Taílands, Bhumibol Adulyadej, fá lista yfir þá einstaklinga sem þeir telja hæfa og verður lokaákvörðunin í höndum konungsins. Erlent 24.9.2006 05:00
Endurkoma í desember Utanríkisráðherra Kúbu, Felipe Perez Roque, lýsti því yfir opinberlega að hann væri þess fullviss að Fidel Castro myndi snúa aftur til valda í desember. Castro hefur ekki komið fram opinberlega síðan 26. júlí en á síðustu vikum hafa birst myndir af honum í náttfötum á fundum með bæði Kofi Annan, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, og Hugo Chavez, forseta Venesúela. Erlent 24.9.2006 04:45
Múslimar fasta Ramadan er byrjaður í flestum ríkjum múslima í Mið-Austurlöndum en mánuðurinn hefst þegar nýtt tungl rís í níunda mánuði ársins samkvæmt Hijri-dagatalinu. Erlent 24.9.2006 04:45
Bara milljarðamæringa á Forbes listanum 400 ríkustu menn Bandaríkjanna eru samanlagt metnir á jafnvirði tæplega 90 þúsund milljarða króna. Bandaríska viðskiptatímaritið Forbes hefur birt lista sinn yfir 400 ríkustu Bandaríkjamennina þetta árið og í fyrsta sinn dugir ekki að vera milljónamæringur til að komast á blað. Erlent 23.9.2006 19:45
23 létust í lestarslysi Nú er vitað að 23 týndu lífi í lestarslysi í Þýskalandi í gær. Lest, sem knúin er með segulafli, fór þá af sporinu þegar hún skall á viðgerðarvagni. Áætlað er að á fjórða tug farþega hafi verið um borð í lestinni en engan farþegalista er að finna þar sem um tilraunaferð var að ræða. Erlent 23.9.2006 19:00
Taugaveiki sögð hafa dregið bin Laden til dauða Franskt blað fullyrðir í dag að Osama bin Laden, leiðtogi al-Kaída hryðjuverkasamtakanna, sé allur. Hann hafi dáið úr taugaveiki í Pakistan í síðasta mánuði. Ekki hefur verið hægt að staðfesta fréttir blaðsins. Erlent 23.9.2006 18:45
Einn til viðbótar handtekinn fyrir dagheimilisbruna Einn Svíi til viðbótar hefur verið handtekinn vegna rannsóknar á fimm íkveikjum í dagheimilum í sænska bænum Skövde undanfarnar vikur. Þrír voru handteknir á fimmtudagskvöldið en einum þeirra var sleppt um hádegisbilið í dag. Sænska lögreglan telur sig vera að þrengja hringinn en vill ekki gefa nánari upplýsingar um hina grunuðu. Erlent 23.9.2006 16:30
Einungis milljarðamæringar á Forbes listanum Bandaríska viðskiptatímaritið Forbes hefur nú byrt árlegan lista sinn í 400 ríkustu menn og konur Bandaríkjanna og að þessu sinni eru einvörðungu milljarðamæringar á listanum. Höfundur listans segir þetta í fyrsta sinn sem auður hvers og eins á listanum er að lágmarki einn milljarður bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 70 milljarða íslenskra króna. Erlent 23.9.2006 12:30
Fóstur skorið úr kvið látinnar konu Lögregla í Saint Louis í Bandaríkjunum leitar nú þriggja barna sem hafa verið týnd síðan á mánudaginn. Þau eru eins, tveggja og sjö ára. Móðir þeirra fannst myrt í gær og hafði fóstur verið skorið úr kvið hennar. Lögregla telur sig hafa fundið fóstrið en það hefur ekki verið staðfest. 26 ára kona, sem sást í fylgd barnanna skömmu áður en þau hurfu, er nú í haldi lögreglu. Erlent 23.9.2006 12:15
Mannskæð sprengjuárás við upphaf föstumánaðar Írakar í Bagdad flykktust í verslanir og á götumarkaði í borginni í morgun til að kaupa inn fyrir Ramadan föstumánuðinn. Súnníar byrjuðu að fasta í dag en sjíar byrja á morgun eða á mánudaginn. Þrátt fyrir að þessi heilagi tími sé að hefjast var mannskæð sprengjuárás gerð í Sadr-hverfi sjía í Bagdad í morgun. Erlent 23.9.2006 12:13
Bin Laden sagður hafa látist úr taugaveiki Yfirvöld í Pakistan segjast ekki hafa fengið fréttir af því að Osama bin Laden, leiðtogi al Kaída hryðjuverkasamtakanna, hafi látist úr taugaveiki þar í landi. Franskt dagblað fullyrðir það í dag og vitnar þar til leyniskýrslu sem var lekið í blaðamann. Erlent 23.9.2006 12:06
23 létust í lestarslysi 23 týndu lífi og 10 slösuðust þegar hraðlest, sem knúin er áfram af segulafli, fór af sporinu í norð-vestur Þýskalandi í gær. Lestin skall á faratæki viðgerðarmanna á upphækkaðri tilraunabraut og fór útaf sporinu. Erlent 23.9.2006 10:30
Leiðtogi íraskra hryðjuverkasamtaka handtekinn Írösk yfirvöld segjast hafa handtekið leiðtoga stærstu andspyrnusamtakanna þar í landi. Um er að ræða Ansar al-Sunna samtök súnnímúslima en liðsmenn þeirra eru sagðir bera ábyrgð á fjölmörgum sjálfsvígsárásum í Írak. Samtökin eru sögð nátengd al-Kaída hryðjuverkasamtökunum. Erlent 23.9.2006 10:15