Erlent

Næstu ár gætu orðið enn mannskæðari

Meira en eitt hundrað milljónir gætu látist af völdum alnæmis í Afríku einni saman á næstu tuttugu og fimm árum, gangi svartsýnustu spádómar Sameinuðu Þjóðanna eftir. Nú eru liðin tuttugu og fimm ár síðan alnæmi greindist fyrst og síðan þá hafa tuttugu og fimm milljónir látið lífið af völdum sjúkdómsins í heiminum. Margt bendir til að næstu tuttugu og fimm ár gætu orðið enn mannskæðari. Miðað við mannfjöldaspár og útbreiðslu sjúkdómsins gætu meira en þrjátíu milljónir fallið á Indlandi og meira en eitt hundrað milljónir í Afríku einni.

Erlent

Nýjar fjöldagrafir fundnar í Írak

Átján nýjar fjöldagrafir, frá stjórnartíð Saddams Hussein, hafa fundist í Írak. Líklegt er talið að í þeim séu fórnarlömb sjíta-múslima sem Saddam lét myrða. Grafirnar fundust í eyðimörkinni í suðvesturhluta landsins. Talið er að þær séu frá því sjíamúslimar gerðu uppreisn gegn Saddam árið 1991. Í annarri gröfinni hafa fundist líkamsleifar tuttugu og átta karlmanna á aldrinum 20 til 35 ára. Hendur þeirra hafa verið bundnar fyrir aftan bak, og það hefur verið bundið fyrir augu þeirra, áður en þeir voru skotnir. Réttarlæknar sem eru að grafa upp beinagrindurnar hafa einnig fundið mikið magn af skothyklkjum og byssukúlum. Aðeins er búið að grafa upp eina af fjöldagröfunum átján, enn sem komið er. Hinar verða opnaðar ein af annarri, á næstu misserum. Talið er að yfir eitthundrað og áttatíu þúsund shía múslimar hafi verið myrtir árið 1991, þegar þeir gerðu uppreisn gegn forsetanum, í kjölfar fyrra persaflóastríðsins.

Erlent

Andstæðingur Chavez forseti í Perú

Svarinn andstæðingur Hugos Chavez sigraði í forsetakosningum í Perú í gær. Hann segist ætla að bæta fyrir fyrri forsetatíð sína, þegar verðbólga rauk upp og landið rambaði á barmi gjaldþrots.

Erlent

Olíuverð á heimsmarkaði í uppnámi

Heimsmarkaðsverð á hráolíu rauk upp í morgun, eftir að æðsti leiðtogi Írana ýjaði að því í gær að röng nálgun Bandaríkjamanna í kjarnorkudeilunni gæti haft áhrif á olíuframboð. Tunnan af hráolíu var komin yfir sjötíu og þrjá dollara í Bandaríkjunum í morgun.

Erlent

Íranar tilbúnir til viðræðna

Íranar eru tilbúnir til viðræðna um kjarnorkuáætlanir sínar en segja Bandaríkjamenn ekki setja skilyrðin. Forseti landsins segir Írana aldrei munu gefa upp rétt sinn til að auðga úran. Forsetinn sagði þó í gær að Íranar myndu athuga og íhuga vel þau tilboð sem kæmu frá fulltrúm þeirra fimm ríkja sem eiga fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Erlent

Minningarathöfn á Torgi hins himneska friðar

Fjöldi lögreglumanna stóð vaktina á Torgi hins himneska friðar í Peking, höfuðborg Kína í dag. Sautján ár eru síðan herinn lét til skarar skríða gegn námsmönnum á torginu sem kröfðust lýðræðis í landinu. Hundruð, jafnvel þúsundir námsmanna féllu í slagnum.

Erlent

Hægrimenn sigruðu í þingkosningum í Tékklandi

Hægrimenn sigruðu í þingkosningum í Tékklandi sem fram fóru í gær með rúmlega 35 prósent atkvæða. Jafnaðarmannaflokkurinn sem þótti sigurstranglegastur fyrir kosningarnar fékk rúmlega 32 prósent. Þrír aðrir flokkar fengu yfir fimm prósenta fylgi, sem var skilyrði fyrir því að flokkarnir fengju þingmenn.

Erlent

Svartfjallaland orðið sjálfstætt ríki

Svartfellingar lýstu í gærkvöld yfir sjálfstæði landsins eftir að þingið samþykkti samhljóða tillögu þess efnis í samræmi við niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu nýlega. Ranko Krivokapic, forseti svartfellska þingsins, las upp yfirlýsinguna og sagði að með þessu væri ríkjasambandi við Serbíu formlega slitið.

Erlent

Pólskir læknar ráðnir til starfa í Danmörku

Á meðan danskir hjúkrunarfræðingar eru ráðnir á Landspítala-háskólasjúkrahús, þá eru pólskir læknar ráðnir til starfa í Danmörku. Á fréttavef Jyllands Posten er greint frá að pólskir læknar hafi nú verið ráðnir á einkastofur á Norður Jótlandi en í fyrstu voru þeir einkum ráðnir á ríkisreknu sjúkrahúsin. Pólsku læknarnir eru ráðnir samkvæmt dönskum samningum en þeim er frjálst að segja upp samningum hvenær sem er.

Erlent

Danir vilja kalla danska hermenn heim frá Írak

Um helmingur Dana vill kalla heim danskar hersveitir frá Írak samkvæmt nýlegri skoðanna könnun þar í landi. Politiken greinir frá því að stuðningur Dana við þátttöku í Íraksstríðinu sé hverfandi en árið 2004 voru um 72% Dana fylgjandi því að senda danska hermenn til Írak en einungis um 40% nú. Samkvæmt varnarmálaráðherra Danmerkur, Søren Gade, eru þó litlar líkur á að danskir hermenn verði kallaði heim í nánustu framtíð.

Erlent

Serbía lýsir brátt fyrir sjálfstæði

Júgóslavía heyrir sögunni til í næstu viku þegar Serbía, síðast lýðveldanna, lýsir opinberlega yfir sjálfstæði. Aðeins Svartfjallaland og Serbía eru eftir af því lýðveldum sem Júgóslavía eitt sinn var en landið samanstóð af Slóveníu, Bosníu-Herzegovinu, Króatíu, Makedóníu, Albaníu, Svartfjallalandi og Serbíu.

Erlent

Tólf manns slösuðust í sprengingu í Tyrklandi

Alls slösuðust tólf manns þegar sprengja sprakk við verslunarmiðstöð í borginni Mersin um 450 kílómetra suður af höfuðborginni Ankara í morgun. Enginn hefur lýst ódæðinu á hendur sér en kúrdískir hryðjuverkamenn hafa áður notað svipaðar aðferðir. Enginn þeirra slösuðu eru í lífshættu. Þá brotnuðu rúður í nokkrum verslunum í verslunarmiðstöðinni.

Erlent

Maður særðist í aðgerðum hryðjuverkalögreglu

Maður særðist, þó ekki alvarlega, þegar hryðjuverkalögreglan í Bretlandi réðst inn í hús hans í Lundúnum í gær og skaut hann. Talið var að í húsinu væru búin til efnavopn. Yfir 250 lögreglumenn tóku þátt í árásinni og er aðgerð hryðjuverkalögreglunnar þar í landi ein sú umfangsmesta í langan tíma. Maðurinn sem skotinn var er 23 ára. Hann er nú á sjúkrahúsi og á batavegi. Grunsemdir lögreglunnar virtust þó ekki á rökum reistar því engin ummerki um vopnagerð, funndust í húsinu.

Erlent

Fylgdu reglum

Bandaríski herinn segir að ekkert bendi til þess að bandarískir hermenn hafi drepið ellefu óbreytta borgara í húsi í bænum Ishaqi í Írak þann 15. mars síðastliðinn.

Erlent

Ásakanir um fleiri fjöldamorð

Nýjar ásakanir eru komnar fram um að bandarískir hermenn hafi myrt íraska borgara með köldu blóði, að þessu sinni í bænum Ishaqi í mars síðastliðnum, þar sem ellefu manns lágu í valnum. Fyrrverandi yfirmaður Abu Ghraib-fangelsisins dregur í efa að fjöldamorðin þar og í Haditha séu einsdæmi.

Erlent

Áhlaup á hús í Lundúnum

Einn maður særðist í skotbardaga þegar breska lögreglan gerði áhlaup á hús í austurhluta Lundúna í morgun. Maðurinn mun ekki vera í lífshættu og var þegar fluttur á nærliggjandi sjúkrahús.

Erlent

Skógareldar í Kína slökktir

Slökkviliðsmönnum tókst í nótt að slökkva elda sem hafa logað í 11 daga í skóglendi í Hei-long-jang-kantónu í Kína. Um það bil 11 þúsund slökkviliðs- og lögreglumenn, auk skógarvarða, tóku þátt í baráttunni við eldana. Talið er að um 50 þúsund hektara svæði hafi orðið eldunum að bráð.

Erlent

Sátt um tillögur

Sátt náðist um tillögur í fyrirhuguðum viðræðum við Írana um kjarnorkumál þeirra á fundi utanríkisráðherra stórveldanna fimm sem sæti eiga í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, auk Þýskalands, í Vín í Austurríki í gær.

Erlent

Grunur um fleiri fjöldamorð

Grunur leikur á að bandarískir hermenn hafi framið fjöldamorð á 11 óbreyttum borgurum í bænum Ishaqi í Írak í mars. Ásakanir um fjöldamorð landgönguliða á óbreyttum borgurum í bænum Haditha í nóvember í fyrra eru í rannsókn og forsætisráðherra Íraks ætlar að óska eftir gögnum Bandaríkjamanna um málið.

Erlent

Albert prins gengst við 14 ára dóttur

Albert, prins af Mónakó, á 14 ára gamla dóttur sem býr í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Lögmaður hans staðfesti þetta í viðtali við franska blaðið Le Figaro í gær.

Erlent

Tíu fórust þegar sprenging varð í kolanámu

Að minnsta kosti níu námuverkamenn biðu bana þegar sprenging varð í kolanámu í Tyrklandi í gær. Fjölmargir til viðbótar eru lokaðir inni í námunni en óvíst er hversu margir námuverkamenn það eru, og hvort þeir eru lífs eða liðnir. Að sögn tyrkneskra stjórnvalda varð sprenging þegar meþangas lak í námunni, um 150 metra undir yfirborði jarðar, en náman er í þorpinu Odakoy í vesturhluta landsins.

Erlent

Ísraelskir hermenn skutu tvo vopnaða menn

Ísraelskir hermenn skutu tvo vopnaða menn til bana við landamæri Ísraels og Egyptalands í morgun. Að sögn talsmanna Ísraelshers voru mennirnir í egypskum hershöfðingjabúningum en ekki þykir víst að þeir hafi í raun verið hershöfðingjar. Þriðji maðurinn sem var með í för flúði aftur yfir landamærin.

Erlent

Eldvirkni hefur þrefaldast í Merapi eldfjallinu

Íbúar við rætur eldfjallsins Merapi á indónesísku eyjunni Jövu framkvæmdum reyndu í nótt að friða guði fjallsins með helgiathöfn sem ekki hefur farið fram í áratug. Glóandi hraun hefur flætt úr fjallinu síðustu daga og hefur eldvirkni í Merapi þrefaldast síðan mikill jarðskjálfti reið yfir eyjuna fyrir tæpri viku og varð rúmlega sex þúsund manns að bana.

Erlent