Erlent

Ætla að halda kjarnorkuáæltun áfram

Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, sagði í ræðu í morgun að Íran myndi halda starfsemi við kjarnorkuáætlun sína áfram þrátt fyrir refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna. Ahmadinejad sagði refsiaðgerðirnar ekki hafa neitt gildi í augum Írana.

Erlent

Írakar rannsaka myndbönd af Saddam

Íraska ríkisstjórnin ætlar sér að rannsaka það hvernig verðir komust með myndavélasíma inn í aftökuherbergi Saddams Hússeins. Myndband hefur komist í umferð á netinu af aftöku hans þar sem heyra má verðina hrópa móðganir að Saddam en á myndbandinu sem íraska ríkisstjórnin sendi frá sér var ekkert hljóð.

Erlent

Mætir fyrir rétt í Ipswich

Maðurinn, sem var handtekinn fyrir morðið á fimm vændiskonum í Bretlandi þann 19. desember á nýliðnu ári, mun koma fyrir rétt í dag.

Erlent

Bush fjölgar hermönnum í Írak

George W. Bush, Bandaríkjaforseti, ætlar sér að kynna nýja áætlun fyrir Írak á næstu dögum. Helsta stefnubreytingin verður að fjölga bandarískum hermönnum í stað þess að leggja áherslu á að þjálfa íraska hermenn. Fréttavefur BBC skýrði frá þessu í morgun.

Erlent

Flak flugvélar fundið

Björgunarmenn í Indónesíu fundu í morgun flakið af flugvél sem hafði farist í óveðri í gær. Flugvélin var á leið frá Jövu til Súlavesí. Embættismenn skýrðu frá að 90 væru taldir af og að 12 manns hefðu komist lífs af.

Erlent

Synt í ísköldu Atlantshafinu

Hundruð manns í Coney Island í Bandaríkjunum fögnuðu nýja árinu með því stinga sér til sunds í ísköldu Atlantshafinu í gær. Sérstakur sjósundsklúbbur hefur verið starfræktur þar í bæ síðan 1903 og hefur staðið fyrir nýárssundi síðan 1920. Skipuleggjendur atburðarins sögðu að allt að 300 manns hefðu tekið þátt í sundinu þetta árið og að jafnvel enn fleiri hefðu komið að fylgjast með.

Erlent

Ríflegur barnastyrkur í Þýskalandi

Þýskar konur, sem eignuðust börn í gær, voru þær fyrstu í landinu til þessa að njóta góðs af nýjum barnastyrkjum þýsku ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt hinum nýju lögum mun það foreldri, sem er frá vinnu til þess að sjá um barn sitt, fá allt að tvo þriðju af fyrrum launum sínum í styrk frá ríkinu. Ekki mun þurfa að borga skatt af þessari upphæð og hún er líka óháð tekjum.

Erlent

Streyma til landa ESB

Rétt þegar fagnaðarlátum vegna inngöngu Búlgaríu í Evrópusambandið var að ljúka í gær streymdu Búlgarir af stað að leita sér að vinnu í löndum Evrópusambandsins. Fólkið segir að litla sem enga vinnu sé að hafa í Búlgaríu og því verði það að yfirgefa heimahaga sína og gerast farandverkamenn.

Erlent

Þrír fórust í níu sprengingum

Þrír fórust og 38 særðust í níu sprengingum í Bangkok í Taílandi á nýársnótt. Forsætisráðherrann Surayud Chulanont sagði í gær að stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar sem steypt var af stóli fyrir þremur mánuðum stæðu að öllum líkindum bak við árásirnar. Enginn hefur þó lýst sig ábyrgan á þeim.

Erlent

Síðasta vígi íslamista tekið með hervaldi

Hersveitir bráðabirgðastjórnarinnar í Sómalíu náðu þriðju stærstu borg landsins á sitt vald í gær. Forsætisráðherra lofar hermönnum íslamista sakaruppgjöf og boðar afvopnun. Vígamenn hóta skærum í líkingu við óöldina í Írak.

Erlent

Kárahnjúkavirkjun mótmælt í Lundúnum í dag

Kárahnjúkavirkjun var mótmælt með sérstökum hætti í Lundúnum í dag. Mótmælendur frá ýmsum löndum klifruðu upp á Sánkti Pálskirkju þar í borg og Tate Modern listasafnið til að vekja athygli á framkvæmdum á Íslandi.

Erlent

Loftárás í Írak

Bandarískar orustuþotur gerðu snemma í morgun loftárás á húsaþyrpingu nærri skrifstofu háttsetts stjórnmálamanns súnnía vestur af Bagdad, höfuðborg Íraks. Vitni segja hermenn síðan hafa myrt meðlimi súnní-fjölskyldu í nálægu húsi. Árásin eykur enn á spennu sem hefur magnast í landinu frá aftöku Saddams Hússeins, fyrrverandi forseta, í fyrradag.

Erlent

Nýju ári og ESB aðild fagnað

Flugeldar lýstu upp nýársnóttina víðar en á Íslandi. Skoteldar tóku á móti nýju ári í Lundúnum, Berlín og Búkarest. Á síðastnefnda staðnum var þó einnig verið að fagna inngöngu í Evrópusambandið en á miðnætti urðu Búlgarar og Rúmenar aðilar að bandalaginu og sambandsríkin eru því orðin 27.

Erlent

Leitað að indónesískri flugvél

Leitar- og björgunarmenn hafa verið sendir af stað til að leita að indónesískri farþegavél með 102 innanborðs sem ekki hefur heyrst í síðan klukkan 7 í morgun. Flugvélin var á leiðinni frá Jövu til Manado á Sulawesi-eyju. Flugið ætti ekki að taka nema tvo tíma en á miðri leið tapaðist samband við vélina og hefur ekki heyrst í henni síðan.

Erlent

Óttast um farþegavél með 102 um borð í Indónesíu

Ekkert hefur spurst til indónesískrar farþegavélar síðan klukkan 7 í morgun en hún átti að lenda um átta-leytið í morgun. 96 farþegar eru í vélinni, sem er af gerðinni Boeing 737-400, og 6 áhafnarmeðlimir. Flugumferðarstjórar töpuðu sambandi við hana þegar hún var í 35 þúsund feta hæð á leið til Manado á Sulawesi-eyju.

Erlent

Slysalaus pílagrímsganga

Engin meiri háttar slys hafa orðið í pílagrímsferð múslima í og við Mekka í Sádi-Arabíu. Meira en tvær og hálf milljón múslima taka í dag þátt í lokagrýtingarathöfninni, þar sem 362 pílagrímar létust fyrir tæpu ári síðan. Pílagrímarnir þakka Allah, - og umfangsmiklum öryggisráðstöfunum Sádi-Araba.

Erlent

Nýju ári fagnað víða um heim

Sinn er siður í hverju landi þegar kemur að því að fagna nýju ári. Í New York var ekki brugðið út af hefðinni og tímamótunum fagnað á Times-torgi.

Erlent

Uppreisnarmenn hraktir á flótta

Íslamskir uppreisnarmenn hörkust í morgun frá hafnabroginni Kismayo í suðurhluta Sómalíu. Borgin var síðasta vígi uppreisnarmanna eftir að þeir hröktust frá höfuðborginni Mogadishu fyrir helgi. Forsætisráðherra í bráðabirgðastjórn Sómalíu hefur gefið uppreisnarmönnum þriggja daga frest til að leggja niður vopn. Þeim verði gefnar upp sakir geri þeir það ellegar afvopnaðir með valdi.

Erlent

Samið um gassölu til Hvíta-Rússlands

Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi og fulltrúar frá rússneska orkurisanum Gazprom gerðu snemma í morgun samning sem tryggir Hvít-Rússum gas frá fyrirtækinu næstu fimm árin. Samningurinn var undirritaður örfáum klukkustundum áður en Rússar ætluðu að loka fyrir gas til Hvíta-Rússlands.

Erlent

Gefinn frestur til að leggja niður vopn

Stjórnvöld í Sómalíu hafa heitið því að gefa þeim íslömsku uppreisnarmönnum upp sakir sem leggi niður vopn og hætti bardögum við sómalskar og eþíópískar hersveitir. Ali Mohamed Gedi, forsætisráðherra í bráðabirgðastjórn Sómalíu, hefur gefið þeim þriggja daga frest til að afhenda vopn sín ellegar verði þeir afvopnaðir með valdi.

Erlent

Stjórnarandstæðingum kennt um

Þrír týndu lífi og tæplega fjörutíu særðust þegar átta sprengjur sprungu í Bangkok, höfuðborg Taílands, síðdegis í gær. Hinir látnu voru allir Taílendingar en sex úr hópi særðra voru erlendir ferðamenn frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Ungverjalandi og Serbíu. Enginn hefur lýst árásunum á hendur sér en forsætisráðherra landsins telur víst að þar hafi andstæðingar stjórnvalda verið að verki.

Erlent

Fjölgar í ESB

Búlgarar og Rúmenar gengu í Evrópusambandið á miðnætti nótt og var áfanganum fangnað kröftuglega í höfuðborgunum Búkarest og Sófíu. Þar með eiga 27 ríki aðild að sambandinu eða um hálfur milljarður manna.

Erlent

Nýju ári fagnað

Nýju ári var fagnað víða um heim og gerði hver þjóð það með sínum hætti. Fjölmennt var á Times Sqare í New York og þar sem rúmlega milljón manns tóku á móti árinu 2007. Á Copacabana strönd í Brasilíu fögnuðu innfæddir sem og aðkomumenn með söng og dansi.

Erlent

Samningar náðust um gassölu til Hvítarússlands

Stjórnvöld í Hvítarússlandi tilkynntu í nótt að þau hefðu skrifað undir samkomulag við Gazprom olíufyrirtækið rússneska og þar með komið í veg fyrir að skrúfað yrði fyrir gassölu frá Rússlandi. Forstjóri Gazprom segir að samkomulagið geri ráð fyrir rúmlega að verð á gasi hækki úr 46 dollurum fyrir þúsund rúmmetra í 100 dolllara, sem er rúmlega tvöföldun.

Erlent

Veður hamlar björgunaraðgerðum við Jövu

Slæmt veður kemur í veg fyrir að indónesískar björgunarsveitir geti komið fólki sem komst lífs af þegar ferja sökk undan ströndum Jövu í gær til aðstoðar. Flogið hefur verið yfir svæðið þar sem ferjan sökk og segjast talsmenn Indónesíuhers hafa komið auga á að minnsta kosti 10 björgunarbáta með fólki í.

Erlent

Sarkozy verður forsetaefni UMP

Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra Frakklands, verður frambjóðandi ríkisstjórnarflokksins UMP í forsetakosningum í Frakklandi í vor. Þetta varð ljóst í dag þegar fresturinn til að bjóða sig fram sem forsetaefni UMP rann út.

Erlent

Tveir látnir eftir tilræði í Bangkok

Nú er ljóst að tveir létust og yfir 20 særðust í röð sprengjuárása í Bangkok, höfuðborg Taílands, fyrr í dag. Sex sprengjur sprungu í borginni á um klukkustund um svipað leyti og fólk fór að safnast saman til að fagna nýju ári.

Erlent

67 ára móðir í Barcelona

67 ára gömul spænsk kona eignaðist í gær tvíbura og er þar með orðin elsta móðir í heimi. Eftir því sem fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins varð konan ófrísk eftir að hafa gengist undir frjósemismeðferð í Suður-Ameríku en þetta voru fyrstu börn konunnar.

Erlent

Nýju ári fagnað í Ástralíu

Þótt enn séu nokkrir tímar eftir að árinu 2006 hér á landi eru íbúar annars staðar í heiminum þegar farnir að fagna nýju ári, þar á meðal í Sydney í Ástralíu. Þar eru talið að um milljón manns hafi safnast saman til þess að berja augum hina árlegu flugeldasýningu á hafnarbrúnni í þessari stærstu borg Ástralíu þegar árið 2007 var hringt inn klukkan eitt að íslenskum tíma.

Erlent

Fékk sendan geitshaus vegna slaks gengis Palermo

Íþróttastjóra ítalska knattspyrnuliðsins Palermo á Sikiley hefur væntanlega brugðið á aðfangadag þegar pósturinn kom með pakka heim til hans. Í honum reyndist haus af geit og telja yfirvöld líklegt að um hótun sé að ræða þar sem Palermo hefur ekki gengið vel að undanförnu.

Erlent