Erlent Sarkozy hvetur íbúa Korsíku til að sýna stillingu Innanríkisráðherra Frakklands, Nicolas Sarkozy, skoraði í dag á ungt fólk á Korsíku til þess að hemja sig og snúa baki við ofbeldi en í gær sprungu nokkrar sprengjur á eyjunni, sem vill sjálfstæði frá Frakklandi. Einn lést í árásunum og einn særðist síðan alvarlega þegar sprengja sem þeir voru að koma fyrir sprakk í höndunum á þeim. Erlent 5.1.2007 21:15 Bush skipar nýjan yfirmann leyniþjónustna í Bandaríkjunum George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, skipaði í dag fyrrum flotaforingjann Mike McConnell sem yfirmann bandarískra leyniþjónustna en hann tekur við starfinu af John Negroponte sem verður aðstoðarutanríkisráðherra. McConnell þessi vann áður fyrir stjórn föður Bush og þá var hann helsti aðstoðarmaður Colins Powells. Erlent 5.1.2007 21:00 Bush hvattur til aðgerða gegn Íran Íran er á bakvið hið aukna ofbeldi í Írak og sér uppreisnarmönnum fyrir vopnum og birgðum. Þetta fullyrti einn helsti andstæðingur íranskra stjórnvalda á fundi nefndar um „Stjórnarskipti í Íran“ í kvöld. Maðurinn, sem heitir Alireza Jafarazadeh, hefur áður fullyrt ýmistlegt um Íran og það hefur jafnan reynst satt. Erlent 5.1.2007 20:15 Erkibiskup í Póllandi viðurkennir spillingu Nýskipaður erkibiskup í Varsjá í Póllandi viðurkenndi í dag að hann hefði unnið með leyniþjónustu landsins á þeim tímum sem kommúnistar voru við völd. Hann hafði áður neitað ásökunum þess efnis en þær raddir sem höfðu krafist afsagnar hans gerðust sífellt háværari. Erlent 5.1.2007 20:00 20 þúsund flýja ofbeldi í Tsjad Ofbeldi í austurhluta Tsjad, sem upprunnið er í Darfur héraði í Súdan, hefur neytt 20 þúsund manns til þess að flýja heimili sín undanfarnar tvær vikur en Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna skýrði frá þessu í dag. Erlent 5.1.2007 19:45 Negroponte aðstoðarutanríkisráðherra George Bush Bandaríkjaforseti gagnrýndi í dag hvernig staðið var að aftöku Saddams Hussein en sagði þó einræðisherrann fyrrverandi hafa fengið réttlátan dóm. John Negroponte, yfirmaður leyniþjónustustofnana ríkisins, var í dag tilnefndur í embætti aðstoðarutanríkisráðherra. Erlent 5.1.2007 19:26 Rice varar Norður-Kóreu við Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að ef Norður-Kórea framkvæmdi aðra tilraunasprengingu á kjarnavopnum, væri landið að auka enn á einangrun sína í alþjóðakerfinu. Erlent 5.1.2007 19:14 Offitulyf fyrir hunda komið á markað Matvælaeftirlit Bandaríkjanna hefur leyft offitulyf fyrir hunda en það virkar á þann hátt að það dregur úr matarlyst og upptöku líkamans á fitu. Lyfið, sem heitir Slentrol, á að hjálpa þeim bandarísku hundum sem glíma við offitu en talið er að um fimm prósent þeirra eigi við vandann að stríða. Erlent 5.1.2007 18:12 Litvinenko sakaður um fjárkúgun Alexander Litvinenko, fyrrum njósnari sem var eitrað fyrir í Lundúnum í nóvember síðastliðnum, ætlaði sér að fjárkúga rússneskan auðkýfing sem búsettur er í Lundúnum. Þetta fullyrti vinkona hans í samtali við fréttaþáttinn sextíu mínútur en hann verður sýndur í Bandaríkjunum á sunnudaginn kemur. Erlent 5.1.2007 17:43 Frelsaður eftir sex ár í gíslingu Fyrrum ráðherra í Kólumbíu, sem hefur verið í haldi mannræningja í sex ár, tókst í dag að komast undan þeim eftir björgunaraðgerðir kólumbíska hersins. Talið er að tugir uppreisnarmanna í FARC hafi látið lífið í aðgerðunum. Erlent 5.1.2007 17:32 Litla moskan á sléttunni Framleiðendur nýrra gamanþátta fyrir sjónvarp, í Kanada , bíða spenntir eftir að sjá hver viðbrögðin verða við þáttunum. Þáttaröðin heitir "Litla moskan á sléttunni," og fjallar um hóp múslima sem setjast að í kristnum smábæ í Kanada, og samskiptum þessara tveggja hópa. Erlent 5.1.2007 16:45 VRÚÚMMMMM Erlent 5.1.2007 16:00 Bush tilnefnir Negroponte sem varautanríkisráðherra George Bush Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt Mike McConnel, fyrrverandi yfirmann Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, sem nýjan yfirmann leyniþjónustustofnana landsins. Hann tekur við af John Negroponte sem verður varautanríkisráðherra og því staðgengill Condoleezu Rice. Erlent 5.1.2007 15:35 Amazon-geimfar á loft Miljarðamæringurinn Jeff Bezos sem stofnaði Amazon.com hefur skotið geimfari á loft. Geimfarið flaug 85 metra upp í loftið og lenti aftur mjúklega. Erlent 5.1.2007 15:00 Snyrtilegi pissuskálaþjófurinn Breska lögreglan leitar nú að manni sem stal pissuskálinni af Royal Oak pöbbinum í Southampton. Maðurinn kom þar inn, pantaði sér hálfpott af bjór og fór nokkrar ferðir á klósettið. Á öryggismyndavél sést hann svo troða skálinni í bakpoka sinn og fara með hana út. Erlent 5.1.2007 14:32 Höfrungar vernduðu sundmenn fyrir hákarli Höfrungavaða verndaði fjóra sundmenn fyrir stórum hvítum hákarli, undan ströndum Nýja Sjálands, á dögunum. Mennirnir voru strandverðir, sem voru á æfingasundi um eitthundrað metra frá landi, þegar hákarlinn kom aðvífandi. Erlent 5.1.2007 14:25 Erkibiskup Varsjár var njósnari kommúnista Kaþólska kirkjan í Póllandi segir að erkibiskupinn í Varsjá, sem Benedikt páfi skipaði í embætti í síðasta mánuði, hefði um tuttugu ára skeið verið njósnari fyrir leyniþjónustu kommúnistastjórnar landsins. Óvíst er hvort hann verður vígður í embættið, á sunnudag. Erlent 5.1.2007 14:00 Íranskir leyniþjónustumenn í Írak Erlent 5.1.2007 13:37 Krókódílaveiðimaður ekki á netið Erlent 5.1.2007 13:28 Þær berrössuðu unnu Nektardans hefur verið opinberlega viðurkenndur sem listform, í Noregi og fjármálaráðherra landsins er ekki skemmt. Hún ætlar að heimta af þessu skatt, hvað sem það kostar. Erlent 5.1.2007 13:21 Varar við áframhaldandi hættu á fuglaflensufaraldri Margaret Chan, nýr forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, segir fuglaflensu enn vera ógn við mannkyn þrátt fyrir að lítið hafi frést af fuglaflensutilvikum undanfarna mánuði. Erlent 5.1.2007 13:17 Verðlækkanir hérlendis ólíklegar Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðfallið undanfarna daga og hefur ekki verið lægra í hálft annað ár. Talsmenn íslensku olíufélaganna segja ólíklegt að eldsneytisverð lækki hér á landi á næstunni vegna óhagstæðrar gengisþróunar. Erlent 5.1.2007 12:04 Leikjatölva drepur dreng Sjö ára drengur frá Englandi fékk banvænt raflost á laugardaginn þegar hann var að hlaða Game Boy leikjatölvuna sína. Drengurinn var í fríi með foreldrum sínum í Pukhet í Thailandi og hafði fengið leikjatölvuna í jólagjöf. Hann var að taka hana úr sambandi við hleðslutæki sem móðir hans hafði keypt í Thailandi þegar hann fékk straum og lést. Erlent 5.1.2007 11:54 Pyntingarmál í Afganistan skekja dönsk stjórnmál Komið hefur í ljós að pyntingar fóru fram í fangabúðum í Kanadahar í Afganistan þar sem fangar ,sem danskir hermenn afhentu bandarískum starfsbræðrum sínum í mars 2002, dvöldu. Frá þessu er greint á vef Politiken. Erlent 5.1.2007 11:47 Leitarsvæðið stækkað Yfirvöld á Indónesíu hafa stækkað leitarsvæðið í kringum Sulawesi-eyju þar sem leitað er að flugvél sem hvarf í óveðri á nýársdag. Hundrað og tólf manns voru um borð í flugvélinni þegar hún hvarf. Neyðarkall barst frá vélinni en engar vísbendingar eru um að vélarbilun hafi orðið. Erlent 5.1.2007 11:06 Mér var kalt, hikk Bæjarfulltrúi í Nuuk á Grænlandi hefur verið úrskurðuð óverðug þess að sitja í bæjarstjórninni eftir að hún braust inn í hótel í bænum Sisiamiut, í janúar á síðasta ári. Jensína Berthelsen sagði sér til varnar, fyrir rétti, að henni hefði verið kalt, og að hótelið hefði verið læst. Hún hefði því ekki átt annarra kosta völ en að brjótast inn. Erlent 5.1.2007 11:02 Zawahri hvetur hryðjuverkasveitir Eþíópíumanna til baráttu Ayman al-Zawahri, næstráðandi í al-Kaída hryðjuverkanetinu, hvatti í morgun sómalska íslamista til að berjast gegn hersveitum Eþíópíumanna með oddi og egg. Erlent 5.1.2007 10:56 Öryggisfulltrúi drepinn á Gaza Háttsettur palestínskur öryggisfulltrúi var drepinn í gær þegar meðlimir Hamas-samtakanna réðust á hús hans. Öryggisfulltrúinn var tengdur Fatha-hreyfingunni og er dauði hans til marks um þá ólgu sem ríkir á svæðinu. Erlent 5.1.2007 08:28 Fuglaflensan enn ógn Nýr yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar varar við því að fuglaflensan sé enn ógn og að hættan á að hún breiðist út sé til staðar. Erlent 5.1.2007 08:15 Bensínverð mun líklega lækka Bensínverð mun að öllum líkindum lækka á næstunni hér á landi, eftir mikla lækkun á heimsmarkaði. Á tveimur dögum hefur heimsmarkaðsverð á olíu lækkað um níu prósent og er nú 55 til 56 dollarar á tunnu. Erlent 5.1.2007 08:00 « ‹ ›
Sarkozy hvetur íbúa Korsíku til að sýna stillingu Innanríkisráðherra Frakklands, Nicolas Sarkozy, skoraði í dag á ungt fólk á Korsíku til þess að hemja sig og snúa baki við ofbeldi en í gær sprungu nokkrar sprengjur á eyjunni, sem vill sjálfstæði frá Frakklandi. Einn lést í árásunum og einn særðist síðan alvarlega þegar sprengja sem þeir voru að koma fyrir sprakk í höndunum á þeim. Erlent 5.1.2007 21:15
Bush skipar nýjan yfirmann leyniþjónustna í Bandaríkjunum George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, skipaði í dag fyrrum flotaforingjann Mike McConnell sem yfirmann bandarískra leyniþjónustna en hann tekur við starfinu af John Negroponte sem verður aðstoðarutanríkisráðherra. McConnell þessi vann áður fyrir stjórn föður Bush og þá var hann helsti aðstoðarmaður Colins Powells. Erlent 5.1.2007 21:00
Bush hvattur til aðgerða gegn Íran Íran er á bakvið hið aukna ofbeldi í Írak og sér uppreisnarmönnum fyrir vopnum og birgðum. Þetta fullyrti einn helsti andstæðingur íranskra stjórnvalda á fundi nefndar um „Stjórnarskipti í Íran“ í kvöld. Maðurinn, sem heitir Alireza Jafarazadeh, hefur áður fullyrt ýmistlegt um Íran og það hefur jafnan reynst satt. Erlent 5.1.2007 20:15
Erkibiskup í Póllandi viðurkennir spillingu Nýskipaður erkibiskup í Varsjá í Póllandi viðurkenndi í dag að hann hefði unnið með leyniþjónustu landsins á þeim tímum sem kommúnistar voru við völd. Hann hafði áður neitað ásökunum þess efnis en þær raddir sem höfðu krafist afsagnar hans gerðust sífellt háværari. Erlent 5.1.2007 20:00
20 þúsund flýja ofbeldi í Tsjad Ofbeldi í austurhluta Tsjad, sem upprunnið er í Darfur héraði í Súdan, hefur neytt 20 þúsund manns til þess að flýja heimili sín undanfarnar tvær vikur en Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna skýrði frá þessu í dag. Erlent 5.1.2007 19:45
Negroponte aðstoðarutanríkisráðherra George Bush Bandaríkjaforseti gagnrýndi í dag hvernig staðið var að aftöku Saddams Hussein en sagði þó einræðisherrann fyrrverandi hafa fengið réttlátan dóm. John Negroponte, yfirmaður leyniþjónustustofnana ríkisins, var í dag tilnefndur í embætti aðstoðarutanríkisráðherra. Erlent 5.1.2007 19:26
Rice varar Norður-Kóreu við Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að ef Norður-Kórea framkvæmdi aðra tilraunasprengingu á kjarnavopnum, væri landið að auka enn á einangrun sína í alþjóðakerfinu. Erlent 5.1.2007 19:14
Offitulyf fyrir hunda komið á markað Matvælaeftirlit Bandaríkjanna hefur leyft offitulyf fyrir hunda en það virkar á þann hátt að það dregur úr matarlyst og upptöku líkamans á fitu. Lyfið, sem heitir Slentrol, á að hjálpa þeim bandarísku hundum sem glíma við offitu en talið er að um fimm prósent þeirra eigi við vandann að stríða. Erlent 5.1.2007 18:12
Litvinenko sakaður um fjárkúgun Alexander Litvinenko, fyrrum njósnari sem var eitrað fyrir í Lundúnum í nóvember síðastliðnum, ætlaði sér að fjárkúga rússneskan auðkýfing sem búsettur er í Lundúnum. Þetta fullyrti vinkona hans í samtali við fréttaþáttinn sextíu mínútur en hann verður sýndur í Bandaríkjunum á sunnudaginn kemur. Erlent 5.1.2007 17:43
Frelsaður eftir sex ár í gíslingu Fyrrum ráðherra í Kólumbíu, sem hefur verið í haldi mannræningja í sex ár, tókst í dag að komast undan þeim eftir björgunaraðgerðir kólumbíska hersins. Talið er að tugir uppreisnarmanna í FARC hafi látið lífið í aðgerðunum. Erlent 5.1.2007 17:32
Litla moskan á sléttunni Framleiðendur nýrra gamanþátta fyrir sjónvarp, í Kanada , bíða spenntir eftir að sjá hver viðbrögðin verða við þáttunum. Þáttaröðin heitir "Litla moskan á sléttunni," og fjallar um hóp múslima sem setjast að í kristnum smábæ í Kanada, og samskiptum þessara tveggja hópa. Erlent 5.1.2007 16:45
Bush tilnefnir Negroponte sem varautanríkisráðherra George Bush Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt Mike McConnel, fyrrverandi yfirmann Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, sem nýjan yfirmann leyniþjónustustofnana landsins. Hann tekur við af John Negroponte sem verður varautanríkisráðherra og því staðgengill Condoleezu Rice. Erlent 5.1.2007 15:35
Amazon-geimfar á loft Miljarðamæringurinn Jeff Bezos sem stofnaði Amazon.com hefur skotið geimfari á loft. Geimfarið flaug 85 metra upp í loftið og lenti aftur mjúklega. Erlent 5.1.2007 15:00
Snyrtilegi pissuskálaþjófurinn Breska lögreglan leitar nú að manni sem stal pissuskálinni af Royal Oak pöbbinum í Southampton. Maðurinn kom þar inn, pantaði sér hálfpott af bjór og fór nokkrar ferðir á klósettið. Á öryggismyndavél sést hann svo troða skálinni í bakpoka sinn og fara með hana út. Erlent 5.1.2007 14:32
Höfrungar vernduðu sundmenn fyrir hákarli Höfrungavaða verndaði fjóra sundmenn fyrir stórum hvítum hákarli, undan ströndum Nýja Sjálands, á dögunum. Mennirnir voru strandverðir, sem voru á æfingasundi um eitthundrað metra frá landi, þegar hákarlinn kom aðvífandi. Erlent 5.1.2007 14:25
Erkibiskup Varsjár var njósnari kommúnista Kaþólska kirkjan í Póllandi segir að erkibiskupinn í Varsjá, sem Benedikt páfi skipaði í embætti í síðasta mánuði, hefði um tuttugu ára skeið verið njósnari fyrir leyniþjónustu kommúnistastjórnar landsins. Óvíst er hvort hann verður vígður í embættið, á sunnudag. Erlent 5.1.2007 14:00
Þær berrössuðu unnu Nektardans hefur verið opinberlega viðurkenndur sem listform, í Noregi og fjármálaráðherra landsins er ekki skemmt. Hún ætlar að heimta af þessu skatt, hvað sem það kostar. Erlent 5.1.2007 13:21
Varar við áframhaldandi hættu á fuglaflensufaraldri Margaret Chan, nýr forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, segir fuglaflensu enn vera ógn við mannkyn þrátt fyrir að lítið hafi frést af fuglaflensutilvikum undanfarna mánuði. Erlent 5.1.2007 13:17
Verðlækkanir hérlendis ólíklegar Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðfallið undanfarna daga og hefur ekki verið lægra í hálft annað ár. Talsmenn íslensku olíufélaganna segja ólíklegt að eldsneytisverð lækki hér á landi á næstunni vegna óhagstæðrar gengisþróunar. Erlent 5.1.2007 12:04
Leikjatölva drepur dreng Sjö ára drengur frá Englandi fékk banvænt raflost á laugardaginn þegar hann var að hlaða Game Boy leikjatölvuna sína. Drengurinn var í fríi með foreldrum sínum í Pukhet í Thailandi og hafði fengið leikjatölvuna í jólagjöf. Hann var að taka hana úr sambandi við hleðslutæki sem móðir hans hafði keypt í Thailandi þegar hann fékk straum og lést. Erlent 5.1.2007 11:54
Pyntingarmál í Afganistan skekja dönsk stjórnmál Komið hefur í ljós að pyntingar fóru fram í fangabúðum í Kanadahar í Afganistan þar sem fangar ,sem danskir hermenn afhentu bandarískum starfsbræðrum sínum í mars 2002, dvöldu. Frá þessu er greint á vef Politiken. Erlent 5.1.2007 11:47
Leitarsvæðið stækkað Yfirvöld á Indónesíu hafa stækkað leitarsvæðið í kringum Sulawesi-eyju þar sem leitað er að flugvél sem hvarf í óveðri á nýársdag. Hundrað og tólf manns voru um borð í flugvélinni þegar hún hvarf. Neyðarkall barst frá vélinni en engar vísbendingar eru um að vélarbilun hafi orðið. Erlent 5.1.2007 11:06
Mér var kalt, hikk Bæjarfulltrúi í Nuuk á Grænlandi hefur verið úrskurðuð óverðug þess að sitja í bæjarstjórninni eftir að hún braust inn í hótel í bænum Sisiamiut, í janúar á síðasta ári. Jensína Berthelsen sagði sér til varnar, fyrir rétti, að henni hefði verið kalt, og að hótelið hefði verið læst. Hún hefði því ekki átt annarra kosta völ en að brjótast inn. Erlent 5.1.2007 11:02
Zawahri hvetur hryðjuverkasveitir Eþíópíumanna til baráttu Ayman al-Zawahri, næstráðandi í al-Kaída hryðjuverkanetinu, hvatti í morgun sómalska íslamista til að berjast gegn hersveitum Eþíópíumanna með oddi og egg. Erlent 5.1.2007 10:56
Öryggisfulltrúi drepinn á Gaza Háttsettur palestínskur öryggisfulltrúi var drepinn í gær þegar meðlimir Hamas-samtakanna réðust á hús hans. Öryggisfulltrúinn var tengdur Fatha-hreyfingunni og er dauði hans til marks um þá ólgu sem ríkir á svæðinu. Erlent 5.1.2007 08:28
Fuglaflensan enn ógn Nýr yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar varar við því að fuglaflensan sé enn ógn og að hættan á að hún breiðist út sé til staðar. Erlent 5.1.2007 08:15
Bensínverð mun líklega lækka Bensínverð mun að öllum líkindum lækka á næstunni hér á landi, eftir mikla lækkun á heimsmarkaði. Á tveimur dögum hefur heimsmarkaðsverð á olíu lækkað um níu prósent og er nú 55 til 56 dollarar á tunnu. Erlent 5.1.2007 08:00