Erlent

Beckham á leið frá Real Madrid

Predrag Mijatovic, íþróttastjóri spænska stórliðsins Real Madrid, greindi frá því í dag í ítölsku sjónvarpi að samningurinn við enska knattspyrnumanninn David Beckham yrði ekki endurnýjaður en hann rennur út í vor.

Erlent

Sprengjutilræði í suðurhluta Filippseyja

Tvær sprengjur hafa sprungið í dag á eyjunni Mindanao sem tilheyrir Filippseyjum. Sex létust og 23 særðust þegar sprengja sprakk á markaði í borginni General Santos og nokkrum stundum síðar sprakk önnur sprengja í höfuðborg eyjunnar, Kidapawan. Engar fregnir hafa borist af manntjóni þar.

Erlent

Flugvélar leitað á hafsbotni

Hafrannsóknarskip bandaríska flotans sem aðstoðar við leit að indónesisku farþegaþotunni sem fórst fyrir níu dögum, ætti að geta varpað ljósi á hvort málmhlutir sem fundist hafa á hafsbotni, séu flak vélarinnar.

Erlent

Rússar og Hvítrússar semja um olíu

Hvíta Rússland segir að samkomulag hafi náðst um að hefja aftur útflutning á Rússneskri olíu til vestur Evrópu, en hann hefur legið niðri í þrjá daga vegna deilu Rússlands og Hvíta Rússlands um verð á olíu frá fyrrnefnda landinu til þess síðarnefnda.

Erlent

Kaþólska kirkjan þolir ekki grínþátt

Leiðtogi kaþólsku kirkjunnar í Litháen segir að kirkjan muni höfða mál á hendur sjónvarpsstöðinni MTV-Litháen vegna teiknimyndaflokksins "Páfabær" sem hann segir að hæðist að páfanum og öllum kaþólskum Litháum.

Erlent

Vel innréttaðir pyntingaklefar

Til sölu: nokkur hundruð herbergja kastali frá fjórtándu öld, með blóði drifna sögu. Engin upphitun, en vel innréttaðir pyntingaklefar. Hellingur af veinandi draugum. Verð um þrír milljarðar króna.

Erlent

Reynt að draga úr gróðurhúsaáhrifum

Evrópusambandið ætlar í dag að kynna nýjar tillögur sambandsins sem lúta að orkumálum og loftlagsbreytingum. Tillögunum er ætlað að reyna að draga úr gróðurhúsaáhrifum og háu orkuverði.

Erlent

Bandaríkjamenn gera nýjar árásir í Sómalíu

Bandaríkjamenn gerðu aftur í morgun loftárásir á þorp í suðurhluta Sómalíu þar sem talið er að al-Kaídaliðar hafist við. Stjórnvöld í Sómalíu hafa staðfest að loftárásir hafi verið gerðar en ekki viljað tjá sig um málið að öðru leyti.

Erlent

Olíuverð lækkar allstaðar nema á Íslandi

Olíuverð hélt áfram að lækka á heimsmarkaði í gær og góðar veðurhorfur á þeim landssvæðum, þar sem mest er notað af olíu til húshitunar, benda til þess að að hún kunni enn að lækka.

Erlent

Ný hernaðaráætlun Bush

Bush ætlar í dag að kynna nýja hernaðaráætlun Bandaríkjahers í Írak. Talið er að á meðal þess sem Bush tilkynnir í dag sé fjölgun hermanna um tuttugu þúsund í herliði Bandaríkjamanna í Írak. Þannig hafa hermenn á Fort Riley herstöðinni í Kansas verið þjálfaðir undanfarna daga, til Íraksfarar.

Erlent

ETA lýsti yfir ábyrgð í gær

Aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, lýstu yfir ábyrgð á sprengjutilræðinu í Madrid 30. desember sem varð tveim mönnum að bana og slasaði 26 manns.

Erlent

Bandaríkin gera loftárásir á Sómalíu

Mikið mannfall varð í hörðum loftárásum Bandaríkjanna á skæruliða íslamista í Sómalíu. Meðal fallinna eru tugir óbreyttra borgara. Tilgangurinn mun að hafa uppi á grunuðum hryðjuverkamönnum.

Erlent

Boðar nýtt þjóðnýtingarátak

Við upphaf nýs sex ára kjörtímabils síns sem forseti Venesúela kynnti Hugo Chavez í gær áform um að þjóðnýta raforku- og fjarskiptafyrirtæki landsins og fleiri róttækar aðgerðir til að gera landið að hrein-sósíalísku hagkerfi.

Erlent

Sexburar litu dagsins ljós

Sexburar komu í heiminn í Kanada síðastliðna helgi, eftir aðeins sex mánaða dvöl í legi móður sinnar. Börnin vega aðeins 700 til 800 grömm og eru ekki mikið stærri en svo að þeir rúmast í lófa. Fyrsti sexburinn fæddist á laugardagskvöld og hinir fimm fylgdu í kjölfarið á sunnudagsmorgun.

Erlent

Hörð afstaða Pútíns í olíudeilu

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fyrirskipaði ríkisstjórn sinni í gær að draga úr olíuframleiðslu vegna olíudeilunnar við Hvíta-Rússland sem gæti því dregist á langinn.

Erlent

Gætu strandað á demókrötum

Daginn áður en George W. Bush Bandaríkjaforseti kynnir breyttar áherslur í Írak lagði Ted Kennedy, öldungadeildarþingmaður demókrata, fram lagafrumvarp sem meinar forsetanum um aukafjárveitingar til að hrinda tillögum sínum í framkvæmd. Demókratar ráða meirihlutanum á þingi .

Erlent

Sagt lækna eiturlyfjafíkn

Galdralyf bjargar fíklum frá fíkninni, eða svo er sagt. Í sænska blaðinu Aftonbladet er sagt frá stúlku, Júlíu frá Botkyrka í Svíþjóð, sem hafði verið háð eiturlyfjum í fimmtán ár þegar hún fór í meðferð til Prag þar sem hún var „læknuð“ af fíkninni með náttúrulyfinu Ibogain frá Mið-Afríku.

Erlent

Obasanjo sýnir mátt sinn

Leynilögreglan í Nígeríu, SSS, handtók í dag ritstjóra og framkvæmdastjóra dagblaðs í Abuja, höfuðborg Nígeríu. Alls komu 15 lögreglumenn inn á skrifstofu blaðsins til þess að grafast fyrir um heimildarmenn greinar sem að deildi á einn af stuðningsmönnum forseta Nígeríu. Þegar ritstjórinn vildi ekkert gefa upp voru hann og framkvæmdastjóri blaðsins handteknir.

Erlent

Bretar styðja framboð Japans til öryggisráðs

Bretar og Japanir samþykktu í dag að vinna saman að því að draga úr spennu í Asíu vegna kjarnorkuógnar Norður-Kóreu og Íran. Tony Blair og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, áttu fund í dag og sagði Blair að hann myndi styðja framboð Japans til varanlegrar setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en Japan telur það vera nauðsynlegt skref til þess að vernda hagsmuni sína gegn Norður-Kóreu.

Erlent

Fjárfestar flýja frá Venesúela

Fjárfestar losuðu sig við eignir og hlutabréf í Venesúela í dag vegna yfirlýsingar Hugo Chavez í gær um að hann ætlaði sér að þjóðvæða hluta efnahagslífsins. Hlutabréfaverð hrundi og gjaldeyrir landsins lækkaði mikið í dag út af þessu. Fjármálamarkaðir voru nálægt því að hrynja þar sem Chavez lofaði því að binda endi á sjálfstæði seðlabanka ríkisins.

Erlent

20 þúsund hermenn til Íraks

Áætlun George W. Bush Bandaríkjaforseta varðandi nýja stefnu í stríðinu í Írak þykir ekki boða miklar breytingar. 20 þúsund hermenn í viðbót verða sendir til Íraks og Írakar eiga að taka við öryggisgæslu í öllum héruðum fyrir lok nóvember. Meirihluti hermanna á að fara til Bagdad en 4 þúsund verða sendir til Anbar héraðsins.

Erlent

50 vígamenn láta lífið í Írak

Íraskar hersveitir, með stuðningi bandarískra hersveita, bönuðu í dag allt að 50 manns við Haifa götuna í miðborg Bagdad. Bardagar hafa geisað þar í grennd í um fjóra daga. Íraskir embættismenn segja að allt að því 130 manns hafi látið lífið í átökunum síðan á laugardaginn var.

Erlent

Búist við dýrustu forsetakosningum í sögu USA

Búist er við því að forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári verði þær dýrustu í sögu Bandaríkjanna. Fréttaskýrendur benda hins vegar á að kostnaðurinn eigi eftir að skilja að þá hæfu og þá óhæfu mjög fljótlega. Þegar hafa tíu manns lýst því yfir að þau ætli að bjóða sig fram og eru fjáraflanir þegar hafnar hjá sumum þeirra.

Erlent

Engin áform um þjóðvæðingu

Helsti aðstoðarmaður Daniels Ortega, verðandi forseta Níkaragúa, sagði í dag að engar áætlanir væru uppi um að þjóðvæða fyrirtæki líkt og Hugo Chavez, forseti Venesúela og náinn samstarfsmaður Ortega, ætlar sér að gera. Ortega kemur þó til með að njóta efnahagsaðstoðar frá Venesúela til þess að berjast gegn hinni gríðarlegu fátækt í landinu.

Erlent

Fjögur kíló af sprengiefni gerð upptæk í París.

Franskir lögreglumenn handtóku í dag tvo serbneska menn grunaða um að reyna að flytja sprengiefni til Frakklands. Lögreglumenn fundu fjögur kíló af hinu kraftmikla sprengiefni pentrite og eru mennirnir tveir grunaðir um að hafa ætlað að selja efnið til glæpahópa í Frakklandi. Annar hinna grunuðu var rútubílstjóri sem keyrði reglulega frá Belgrad til París.

Erlent

Visa og Nokia í samstarf

Visa, eitt stærsta kreditkortafyrirtæki í heimi, hefur hleypt af stokkunum nýju greiðslukerfi sem mun umbreyta þartilgerðum Nokia farsímum í nokkurs konar greiðslukort. Notendur munu geta greitt fyrir matvörur í verslunum með því að renna símanum yfir skanna í afgreiðsluborðinu og því næst ýta á hnapp til þess að staðfesta greiðsluna.

Erlent