Erlent Jesús elskar Ósama „Jesús elskar Ósama" stendur á skiltum fyrir utan kirkjur í Ástralíu. Þessi fullyrðing hefur vakið reiði hjá sanntrúuðum og kirkjusæknum Áströlum þó að þeir hafi neyðst til að viðurkenna að sennilega sé þetta hárrétt miðað við trúarbókstafinn. Erlent 1.2.2007 11:19 Tortilla-mótmæli í Mexíkó Tugir þúsunda gengu um götur Mexíkóborgar í gær til að mótmæla verðhækkunum á Tortilla-maíspönnukökum. Verðið á þessari algengustu fæðu Mexíkóa hækkaði nýverið um heil 400%. Ástæðan er sögð vera hækkandi verð á maís, meðal annars vegna þess að Bandaríkjamenn bjóða sífellt hærra verð í maísolíu sem er nýtt sem umhverfisvænt eldsneyti. Erlent 1.2.2007 10:46 Þjóðverjar lögsækja 13 útsendara CIA Þjóðverjar vilja handtaka 13 útsendara CIA, bandarísku leyniþjónustunnar fyrir mannrán á þýskum manni af líbönskum uppruna. Þýskur dómstóll gaf í gær út handtökuskipanir á útsendarana. Þetta er stærsta dómsmál sem CIA hefur staðið frammi fyrir til þessa. Erlent 1.2.2007 10:28 Pútín tilnefnir ekki eftirmann Vladímír Pútín Rússlandsforseti ætlar ekki að tilnefna eftirmann sinn, en hann ætlar sér að hætta fyrir kosningar 2008. „Það verður enginn arftaki. Markmið stjórnvalda er að halda lýðræðislegar kosningar", sagði Pútín í morgun á árlegum fréttamannafundi. Erlent 1.2.2007 09:58 Írak: Landamærum lokað og flug stöðvað Stjórnvöld í Írak hafa stöðvað allt flug til Sýrlands og lokað alveg landamærunum við Íran. Þetta var tilkynnt í morgun. Aðgerðirnar eru til þess ætlaðar að bæla ófriðarbálið sem hefur logað í Bagdad og nærliggjandi borgum undanfarið með því að hamla streymi vopna og vígamanna inn í landið. Erlent 1.2.2007 09:33 Bandaríkjamenn vara Írani við Íranir sjá írökskum uppreisnarmönnum fyrir vopnum sem þeir nota til að drepa bandaríska hermenn. Þetta fullyrðir Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna. Burns segir ástandið mjög alvarlegt og skilaboðin frá Bandaríkjastjórn vera skýr; Íranir eiga að hætta öllum stuðningi við uppreisnarmenn í Írak. Erlent 1.2.2007 09:10 Chavez nær einráður Þingið í Venesúela hefur veitt Hugo Chavez forseta landsins völd til að stjórna landinu að vild með tilskipunum næstu átján mánuðina á meðan hann framfylgir áætlun um þjóðnýtingu á stórum hluta atvinnulífs landsins, þ.á.m. orkugeiranum. Chavez tilkynnti nýlega áætlanir sínar um að þjóðnýta einnig fjarskipti í landinu. Erlent 1.2.2007 08:53 Fuglaflensufaraldur í Indónesíu Minnst sex hafa látist úr H5N1, banvænu afbrigði fuglaflensu í Indónesíu það sem af er ári. Stjórnvöld hafa lýst yfir faraldri og tekið ákvörðun um að fara að ganga á varasjóð sem komið var upp til að bregðast við því ef flensan breiddist út. Nú er talið að sýkt fiðurfé sé að finna í nær öllum hlutum landsins. Erlent 1.2.2007 08:26 Engisprettufaraldur í Mexíkó Í héruðunum Tabasco og Campenche í Mexíkó geisar nú engisprettufaraldur en gríðarstórir hópar engisprettna hafa undanfarna daga sett uppskeru, búfénað og fólk úr skorðum í héruðunum. Þúsundir hektara af ræktarlandi eru í hættu vegna faraldursins. Á síðasta ári skemmdust hundruð hektara í svipuðum faraldri en umhverfissérfræðingar segja skordýrin koma til svæðisins til að fjölga sér. Erlent 1.2.2007 08:00 Tveir skotnir á Vesturbakkanum Ísraelskir hermenn skutu tvo palestínska byssumenn til bana í bardaga í borginni Nablus á Vesturbakkanum snemma í morgun. Meira en tugur ísraelskra herjeppa og jarðýta óku inn í gömlu borgina í Nablus fyrir sólarupprás í morgun að sögn íbúa. Byssubardagi braust þá út á milli hersveita Ísraelsmanna og meðlima í herdeildum Píslarvotta Al Asqa, sem er herskár armur Fatah hreyfingar Mahmoud Abbas forseta Palestínu. Erlent 1.2.2007 07:59 Gróðurhúsaáhrif versnandi Gróðurhúsaáhrif eru vissulega til staðar og þau fara versnandi, og sennilega verður það orðað með enn skýrari hætti þegar Alþjóðleg nefnd um loftlagsbreytingar skilar af sér skýrslu á fundi sem haldinn er um málið í París. Erlent 1.2.2007 07:07 Írak ekki vígvöllur Bandaríkjamanna og Írana Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, er þess fullviss að Íranar standi á bakvið nokkrar af þeim árásum sem gerðar hafa verið á bandaríska hermenn í Írak. Í viðtali sem fréttamaður bandarísku fréttastöðvarinnar CNN tók við hann sagði al-Maliki að hann myndi ekki leyfa það að Írak yrði vígvöllur Bandaríkjamanna og Írana. Erlent 31.1.2007 22:50 Níu manns handteknir í aðgerðum bresku lögreglunnar Níu manns voru handteknir í nótt, í aðgerðum bresku lögreglunnar, grunaðir um undirbúning hryðjuverka í Bretlandi. Íbúar í Birmingham, þar sem handtökurnar fóru fram, eru felmtri slegnir og hissa. Erlent 31.1.2007 18:30 Bara ríkið Þúsundir stúdenta og kennara fóru í mótmælagöngu í Aþenu í dag, til þess að mótmæla endurbótum stjórnvalda á menntakerfinu, sem meðal annars felur í sér að einkareknir háskólar verða leyfðir. Erlent 31.1.2007 16:54 Svörtum íbúum Frakklands misboðið Erlent 31.1.2007 16:44 Bretar safna liði gegn hvalveiðum Erlent 31.1.2007 16:37 Tétsenar heiðra Krúsjoff Tétesenar endurskírðu í dag torg í höfuðborg sinni Grozny, eftir Nikita Krúsjoff, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna. Ástæðan fyrir þessum heiðri er sú að fyrir fimmtíu árum leyfði Krúsjoff Tétsenum að snúa aftur heim til sín úr útlegð. Erlent 31.1.2007 16:23 Mágur Osamas myrtur á Madagaskar Óþekktir byssumenn myrtu í dag mág Ósamas bin Laden, á eynni Madagaskar, sem er undan suðausturströnd Afríku. Jamal Khalifa átti þar demantanámu, og verslaði með eðalsteina. Tíu til tuttugu byssumenn eru sagðir hafa ráðist inn á heimili hans, skotið hann til bana, og stolið ýmsum eigum hans. Erlent 31.1.2007 15:41 Skaðræðisrollur í sælgætisleit Ný umhverfisvæn saltkorn sem notuð eru til að selta hála vegi í Wales í Bretlandi hafa reynst of góð – alla vega hjá kindurm í nágrenninu. Sykur-líkur hjúpur saltsins þykir það bragðgóður hjá sauðunum í Flintshire að þeir flokkast upp á vegina eftir að saltbíllinn hefur farið hjá, og borða saltið upp til agna. Hið umhverfisvæna salt er húðað sykurhlaupi svo það festist betur í hálku í stað þess að renna eða fjúka af veginum. Erlent 31.1.2007 15:26 Steinaldarþorp í grennd við Stonehenge Breskir fornleifafræðingar hafa fundið rústir af stóru þorpi í grennd við Stonehenge, sem talið er að hafi tengst hinum fornu steinhleðslum. Þorpið er þá um 4600 ára gamalt og það stærsta sem fundist hefur í Bretlandi, frá síðari hluta steinaldar. Fornleifafræðingarnir telja sig hafa fundið tuttugu og fimm húsastæði og telja að þau séu mun fleiri. Þá grunar að íbúarnir hafi unnið við að reisa Stonhenge. Erlent 31.1.2007 14:50 Reyktu lyfin þín Bandarískt lyfjafyrirtæki er að þróa lyf sem hægt er að reykja, og hafa því áhrif þegar í stað, rétt eins og nikótín. Öll lyfjafyrirtæki leggja áherslu á að lyf þeirra hafi skjót áhrif, sérstaklega ef um er að ræða lyf við mígreni, verkjum eða ofsahræðslu. Staðreyndin er hinsvegar sú að lyfin taka frá fimmtán mínútum og upp í klukkustund, að virka. Erlent 31.1.2007 14:13 Fjórar milljónir hafa flúið í Írak Erlent 31.1.2007 13:55 Fjórir látnir í fjölskylduharmleik í Stafangri Tveir fullorðnir og tvö börn hafa fundist látin í íbúð í Storhaug í Stafangri í Noregi. Frá þessu er greint á vef Stavanger Aftenblad. Haft er eftir lögreglu, sem er nýkomin á staðinn að um fjölskylduharmleik sé að ræða. Erlent 31.1.2007 13:36 Olmert íhugar að víkka aðskilnaðarmúrinn Forsætisráðherra Ísraels er að kanna hvort víkka eigi aðskilnaðarmúrinn á Vesturbakkanum, til þess að hann umljúki tvær landnemabyggðir Gyðinga, sem þar eru. Það myndi hafa í för með sér að tugþúsundir Palestínumanna yrðu girtir af, frá sinni heimabyggð. Hæstiréttur Ísraels hefur oft gripið í taumana þegar þetta hefur verið reynt. Erlent 31.1.2007 13:26 Kenndi börnunum að drekka og reykja Lögreglan í Varsjá hefur yfirheyrt pólskan föður vegna grunsemda um að hann hafi kennt ungum sonum sínum að drekka og reykja. Eiginkona mannsins sýndi lögreglu myndskeið úr farsíma af manninum með fjórum sonum þeirra sem eru á aldrinum tveggja til átta ára. Mariuxz Lechniak, 35 ára frá Varsjá, mun hafa sagt lögreglu að hann vildi vera viss að synir hans yrðu “alvöru menn.” Erlent 31.1.2007 12:50 Dauðum gæludýrum umbreytt í demanta Gæludýraeigendur geta nú breytt dauðum gæludýrum sínum í demanta. Demantarnir eru framleiddir úr kolefni frá ösku dýranna sem fengið er frá dýralíkbrennsluhúsi í Hertfordshire í Bretlandi. Líkbrennslan tekur fyrir frá tæplega þrjú hundruð þúsundum króna upp í tvær milljónir eftir stærð demantsins. Duncan Francis talsmaður fyrirtækisins sagði dagblaðinu Metro að demantur kæmi á eilífri tengingu við gæludýrið og sumum þætti mikil huggun í því. Erlent 31.1.2007 12:09 Aðildarviðræður frestist nema Mladic verði framseldur Yfirsaksóknari glæpamannadómstóls Sameinuðu þjóðanna vegna stríðsglæpa í fyrrum Júgóslavíu skoraði á Evrópusambandið í dag að fresta aðildarviðræðum við Serbíu þar til eftirlýstir stríðsglæpamenn hafa verið framseldir. Erlent 31.1.2007 11:54 Nekt danska umferðarráðsins mest skoðuð á netinu Nekt selur og netið er öflugur miðill. Þessar staðreyndir sönnuðust enn á ný í herferð danska umferðaröryggisráðsins (RFFS) í nóvember sl, þar sem notast var við nútímalegar en jafnframt djarfar aðferðir til að ná niður ökuhraða á dönskum vegum. Markmiðið var að ná til þeirra ökumanna sem mestum skaða valda með hraðakstri: ungra karlkyns bílstjóra. Útbúið var myndskeið með berbrjósta hraðaeftirlitsmönnum og sett í sjálfvirka dreifingu á netinu. Erlent 31.1.2007 11:35 Milljónum dollara sóað í Írak Milljónir dollara sem bandaríkjamenn veittu til enduruppbyggingar í Írak hefur verið sóað, segja bandarískir endurskoðendur í skýrslu til Bandaríkjaþings sem varar við spillingu. Ónotaðar æfingabúðir fyrir lögreglumenn í Baghdad með risasundlaug er eitt af mannvirkjunum sem endurskoðendurnir benda á máli sínu til stuðnings. Milljarður íslenskra króna sem veittur hefur verið til uppbyggingar er enn ónotaður af íröskum stjórnvöldum. Erlent 31.1.2007 11:30 Ísraelskur ráðherra sakfelldur Ísraelskur dómstóll sakfelldi í dag dómsmálaráðherrann fyrrverandi Haim Ramon fyrir kynferðislega áreitni við konu í ísraelska hernum. Ramon sagði af sér í ágúst eftir að ákæra var gefin út á hendur honum. Sakir hans voru að hafa þröngvað konu í hernum til að kyssa sig eftir að hún bað hann um að mynd af þeim saman. Erlent 31.1.2007 11:13 « ‹ ›
Jesús elskar Ósama „Jesús elskar Ósama" stendur á skiltum fyrir utan kirkjur í Ástralíu. Þessi fullyrðing hefur vakið reiði hjá sanntrúuðum og kirkjusæknum Áströlum þó að þeir hafi neyðst til að viðurkenna að sennilega sé þetta hárrétt miðað við trúarbókstafinn. Erlent 1.2.2007 11:19
Tortilla-mótmæli í Mexíkó Tugir þúsunda gengu um götur Mexíkóborgar í gær til að mótmæla verðhækkunum á Tortilla-maíspönnukökum. Verðið á þessari algengustu fæðu Mexíkóa hækkaði nýverið um heil 400%. Ástæðan er sögð vera hækkandi verð á maís, meðal annars vegna þess að Bandaríkjamenn bjóða sífellt hærra verð í maísolíu sem er nýtt sem umhverfisvænt eldsneyti. Erlent 1.2.2007 10:46
Þjóðverjar lögsækja 13 útsendara CIA Þjóðverjar vilja handtaka 13 útsendara CIA, bandarísku leyniþjónustunnar fyrir mannrán á þýskum manni af líbönskum uppruna. Þýskur dómstóll gaf í gær út handtökuskipanir á útsendarana. Þetta er stærsta dómsmál sem CIA hefur staðið frammi fyrir til þessa. Erlent 1.2.2007 10:28
Pútín tilnefnir ekki eftirmann Vladímír Pútín Rússlandsforseti ætlar ekki að tilnefna eftirmann sinn, en hann ætlar sér að hætta fyrir kosningar 2008. „Það verður enginn arftaki. Markmið stjórnvalda er að halda lýðræðislegar kosningar", sagði Pútín í morgun á árlegum fréttamannafundi. Erlent 1.2.2007 09:58
Írak: Landamærum lokað og flug stöðvað Stjórnvöld í Írak hafa stöðvað allt flug til Sýrlands og lokað alveg landamærunum við Íran. Þetta var tilkynnt í morgun. Aðgerðirnar eru til þess ætlaðar að bæla ófriðarbálið sem hefur logað í Bagdad og nærliggjandi borgum undanfarið með því að hamla streymi vopna og vígamanna inn í landið. Erlent 1.2.2007 09:33
Bandaríkjamenn vara Írani við Íranir sjá írökskum uppreisnarmönnum fyrir vopnum sem þeir nota til að drepa bandaríska hermenn. Þetta fullyrðir Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna. Burns segir ástandið mjög alvarlegt og skilaboðin frá Bandaríkjastjórn vera skýr; Íranir eiga að hætta öllum stuðningi við uppreisnarmenn í Írak. Erlent 1.2.2007 09:10
Chavez nær einráður Þingið í Venesúela hefur veitt Hugo Chavez forseta landsins völd til að stjórna landinu að vild með tilskipunum næstu átján mánuðina á meðan hann framfylgir áætlun um þjóðnýtingu á stórum hluta atvinnulífs landsins, þ.á.m. orkugeiranum. Chavez tilkynnti nýlega áætlanir sínar um að þjóðnýta einnig fjarskipti í landinu. Erlent 1.2.2007 08:53
Fuglaflensufaraldur í Indónesíu Minnst sex hafa látist úr H5N1, banvænu afbrigði fuglaflensu í Indónesíu það sem af er ári. Stjórnvöld hafa lýst yfir faraldri og tekið ákvörðun um að fara að ganga á varasjóð sem komið var upp til að bregðast við því ef flensan breiddist út. Nú er talið að sýkt fiðurfé sé að finna í nær öllum hlutum landsins. Erlent 1.2.2007 08:26
Engisprettufaraldur í Mexíkó Í héruðunum Tabasco og Campenche í Mexíkó geisar nú engisprettufaraldur en gríðarstórir hópar engisprettna hafa undanfarna daga sett uppskeru, búfénað og fólk úr skorðum í héruðunum. Þúsundir hektara af ræktarlandi eru í hættu vegna faraldursins. Á síðasta ári skemmdust hundruð hektara í svipuðum faraldri en umhverfissérfræðingar segja skordýrin koma til svæðisins til að fjölga sér. Erlent 1.2.2007 08:00
Tveir skotnir á Vesturbakkanum Ísraelskir hermenn skutu tvo palestínska byssumenn til bana í bardaga í borginni Nablus á Vesturbakkanum snemma í morgun. Meira en tugur ísraelskra herjeppa og jarðýta óku inn í gömlu borgina í Nablus fyrir sólarupprás í morgun að sögn íbúa. Byssubardagi braust þá út á milli hersveita Ísraelsmanna og meðlima í herdeildum Píslarvotta Al Asqa, sem er herskár armur Fatah hreyfingar Mahmoud Abbas forseta Palestínu. Erlent 1.2.2007 07:59
Gróðurhúsaáhrif versnandi Gróðurhúsaáhrif eru vissulega til staðar og þau fara versnandi, og sennilega verður það orðað með enn skýrari hætti þegar Alþjóðleg nefnd um loftlagsbreytingar skilar af sér skýrslu á fundi sem haldinn er um málið í París. Erlent 1.2.2007 07:07
Írak ekki vígvöllur Bandaríkjamanna og Írana Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, er þess fullviss að Íranar standi á bakvið nokkrar af þeim árásum sem gerðar hafa verið á bandaríska hermenn í Írak. Í viðtali sem fréttamaður bandarísku fréttastöðvarinnar CNN tók við hann sagði al-Maliki að hann myndi ekki leyfa það að Írak yrði vígvöllur Bandaríkjamanna og Írana. Erlent 31.1.2007 22:50
Níu manns handteknir í aðgerðum bresku lögreglunnar Níu manns voru handteknir í nótt, í aðgerðum bresku lögreglunnar, grunaðir um undirbúning hryðjuverka í Bretlandi. Íbúar í Birmingham, þar sem handtökurnar fóru fram, eru felmtri slegnir og hissa. Erlent 31.1.2007 18:30
Bara ríkið Þúsundir stúdenta og kennara fóru í mótmælagöngu í Aþenu í dag, til þess að mótmæla endurbótum stjórnvalda á menntakerfinu, sem meðal annars felur í sér að einkareknir háskólar verða leyfðir. Erlent 31.1.2007 16:54
Tétsenar heiðra Krúsjoff Tétesenar endurskírðu í dag torg í höfuðborg sinni Grozny, eftir Nikita Krúsjoff, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna. Ástæðan fyrir þessum heiðri er sú að fyrir fimmtíu árum leyfði Krúsjoff Tétsenum að snúa aftur heim til sín úr útlegð. Erlent 31.1.2007 16:23
Mágur Osamas myrtur á Madagaskar Óþekktir byssumenn myrtu í dag mág Ósamas bin Laden, á eynni Madagaskar, sem er undan suðausturströnd Afríku. Jamal Khalifa átti þar demantanámu, og verslaði með eðalsteina. Tíu til tuttugu byssumenn eru sagðir hafa ráðist inn á heimili hans, skotið hann til bana, og stolið ýmsum eigum hans. Erlent 31.1.2007 15:41
Skaðræðisrollur í sælgætisleit Ný umhverfisvæn saltkorn sem notuð eru til að selta hála vegi í Wales í Bretlandi hafa reynst of góð – alla vega hjá kindurm í nágrenninu. Sykur-líkur hjúpur saltsins þykir það bragðgóður hjá sauðunum í Flintshire að þeir flokkast upp á vegina eftir að saltbíllinn hefur farið hjá, og borða saltið upp til agna. Hið umhverfisvæna salt er húðað sykurhlaupi svo það festist betur í hálku í stað þess að renna eða fjúka af veginum. Erlent 31.1.2007 15:26
Steinaldarþorp í grennd við Stonehenge Breskir fornleifafræðingar hafa fundið rústir af stóru þorpi í grennd við Stonehenge, sem talið er að hafi tengst hinum fornu steinhleðslum. Þorpið er þá um 4600 ára gamalt og það stærsta sem fundist hefur í Bretlandi, frá síðari hluta steinaldar. Fornleifafræðingarnir telja sig hafa fundið tuttugu og fimm húsastæði og telja að þau séu mun fleiri. Þá grunar að íbúarnir hafi unnið við að reisa Stonhenge. Erlent 31.1.2007 14:50
Reyktu lyfin þín Bandarískt lyfjafyrirtæki er að þróa lyf sem hægt er að reykja, og hafa því áhrif þegar í stað, rétt eins og nikótín. Öll lyfjafyrirtæki leggja áherslu á að lyf þeirra hafi skjót áhrif, sérstaklega ef um er að ræða lyf við mígreni, verkjum eða ofsahræðslu. Staðreyndin er hinsvegar sú að lyfin taka frá fimmtán mínútum og upp í klukkustund, að virka. Erlent 31.1.2007 14:13
Fjórir látnir í fjölskylduharmleik í Stafangri Tveir fullorðnir og tvö börn hafa fundist látin í íbúð í Storhaug í Stafangri í Noregi. Frá þessu er greint á vef Stavanger Aftenblad. Haft er eftir lögreglu, sem er nýkomin á staðinn að um fjölskylduharmleik sé að ræða. Erlent 31.1.2007 13:36
Olmert íhugar að víkka aðskilnaðarmúrinn Forsætisráðherra Ísraels er að kanna hvort víkka eigi aðskilnaðarmúrinn á Vesturbakkanum, til þess að hann umljúki tvær landnemabyggðir Gyðinga, sem þar eru. Það myndi hafa í för með sér að tugþúsundir Palestínumanna yrðu girtir af, frá sinni heimabyggð. Hæstiréttur Ísraels hefur oft gripið í taumana þegar þetta hefur verið reynt. Erlent 31.1.2007 13:26
Kenndi börnunum að drekka og reykja Lögreglan í Varsjá hefur yfirheyrt pólskan föður vegna grunsemda um að hann hafi kennt ungum sonum sínum að drekka og reykja. Eiginkona mannsins sýndi lögreglu myndskeið úr farsíma af manninum með fjórum sonum þeirra sem eru á aldrinum tveggja til átta ára. Mariuxz Lechniak, 35 ára frá Varsjá, mun hafa sagt lögreglu að hann vildi vera viss að synir hans yrðu “alvöru menn.” Erlent 31.1.2007 12:50
Dauðum gæludýrum umbreytt í demanta Gæludýraeigendur geta nú breytt dauðum gæludýrum sínum í demanta. Demantarnir eru framleiddir úr kolefni frá ösku dýranna sem fengið er frá dýralíkbrennsluhúsi í Hertfordshire í Bretlandi. Líkbrennslan tekur fyrir frá tæplega þrjú hundruð þúsundum króna upp í tvær milljónir eftir stærð demantsins. Duncan Francis talsmaður fyrirtækisins sagði dagblaðinu Metro að demantur kæmi á eilífri tengingu við gæludýrið og sumum þætti mikil huggun í því. Erlent 31.1.2007 12:09
Aðildarviðræður frestist nema Mladic verði framseldur Yfirsaksóknari glæpamannadómstóls Sameinuðu þjóðanna vegna stríðsglæpa í fyrrum Júgóslavíu skoraði á Evrópusambandið í dag að fresta aðildarviðræðum við Serbíu þar til eftirlýstir stríðsglæpamenn hafa verið framseldir. Erlent 31.1.2007 11:54
Nekt danska umferðarráðsins mest skoðuð á netinu Nekt selur og netið er öflugur miðill. Þessar staðreyndir sönnuðust enn á ný í herferð danska umferðaröryggisráðsins (RFFS) í nóvember sl, þar sem notast var við nútímalegar en jafnframt djarfar aðferðir til að ná niður ökuhraða á dönskum vegum. Markmiðið var að ná til þeirra ökumanna sem mestum skaða valda með hraðakstri: ungra karlkyns bílstjóra. Útbúið var myndskeið með berbrjósta hraðaeftirlitsmönnum og sett í sjálfvirka dreifingu á netinu. Erlent 31.1.2007 11:35
Milljónum dollara sóað í Írak Milljónir dollara sem bandaríkjamenn veittu til enduruppbyggingar í Írak hefur verið sóað, segja bandarískir endurskoðendur í skýrslu til Bandaríkjaþings sem varar við spillingu. Ónotaðar æfingabúðir fyrir lögreglumenn í Baghdad með risasundlaug er eitt af mannvirkjunum sem endurskoðendurnir benda á máli sínu til stuðnings. Milljarður íslenskra króna sem veittur hefur verið til uppbyggingar er enn ónotaður af íröskum stjórnvöldum. Erlent 31.1.2007 11:30
Ísraelskur ráðherra sakfelldur Ísraelskur dómstóll sakfelldi í dag dómsmálaráðherrann fyrrverandi Haim Ramon fyrir kynferðislega áreitni við konu í ísraelska hernum. Ramon sagði af sér í ágúst eftir að ákæra var gefin út á hendur honum. Sakir hans voru að hafa þröngvað konu í hernum til að kyssa sig eftir að hún bað hann um að mynd af þeim saman. Erlent 31.1.2007 11:13