Erlent

Myndin er ekki af Maddý

Ljósmyndin sem farið hefur eins og eldur í sinu um heimsbyggðina er ekki af Madeleine McCann eins og sumir hafa haldið fram. Fréttastofa Sky sjónvarpsstöðvarinnar segist hafa heimildir fyrir því að stúlkan á myndinni sé frá Marokkó.

Erlent

Einn lést í skotárás hersins í Burma

Einn lést og fimm slösuðust þegar herinn í Myanmar skaut byssuskotum að stórum hópi mótmælenda í Yangon í dag. Vitni segja blóðugan líkama munks hafa verið borinn í burtu en ekki er ljóst hvort hann var lífs eða liðinn. Búddamunkar hafa leitt mótmælin í Myanmar sem hófust fyrir mánuði síðan þegar olíuverð hækkaði skyndilega. Þau hafa breiðst út og eru orðin mestu mótmli í landinu í 20 ár.

Erlent

Fjáröflun Guilianis sögð ógeðsleg

Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, sem sækist eftir forsetaembætti Bandaríkjanna hefur verið gagnrýndur harkalega fyrir að misnota ímynd hryðjuverkaárásanna á tvíburaturnana til fjáröflunar. Stuðningsmaður hans býður almenningi að styðja Giuliani fyrir 9,11 dollara á mann.

Erlent

Konur afklæðast í kosningabaráttu

Konur í nýjum stjórnmálaflokki í Póllandi komu fram naktar í umdeildri auglýsingaherferð fyrir þingkosningar í landinu 21. október. Sjö konur skýla sér á bakvið auglýsingaskilti sem á stendur; „Stjórnmálaflokkur kvenna, Pólland er kona.“ Herferðin hefur vakið mikla athygli í landinu sem er að miklum meirihluta kaþólskt og stjórnað af Kaczynski tvíburunum sem eru afar íhaldssamir.

Erlent

Tvö hundruð handteknir í Búrma

Að minnsta kosti tvö hundruð búddamunkar voru handteknir í Rangún, höfuðborg Búrma, í morgun. Hermenn beittu táragasi og kylfum gegn mótmælendum sem höfðu safnast saman í miðborginni og þá skutu þeir einnig viðvörunarskotum yfir höfði mótmælenda.

Erlent

Hætta við að leyfa hjónaband samkynhneigðra

Yfirmenn ensku biskupakirkjunnar í Bandaríkjunum féllu í gær frá þeirri hugmynd að leyfa vígslu samkynhneigðra presta. Fjölmargir meðlimir kirkjunnar höfðu sett sig á móti hugmyndinni og var óttast að kirkjan kynni að klofna í kjölfarið.

Erlent

Handtökur og átök í Búrma

Lögreglan í Búrma beitti í morgun kylfum til að leysa upp mótmæli þar í landi. Tveir leiðtogar andófsmanna voru handteknir í morgun.

Erlent

Neyddi 14 ára gamla stúlku í hjónaband

Leiðtogi sértrúarflokks sem aðhyllist meðal annars fjölkvæni var í Utah fylki í Bandaríkjunum í gær fundinn sekur um að hafa beitt börn kynferðislegu ofbeldi. Maðurinn, Warren Jeffs, neyddi tvær unglingsstúlkur í hjónaband.

Erlent

Gagnrýnir þvinganir Öryggisráðsins

Afskipti annarra þjóða að kjarnorkuáætlun Írans einkennist af hræsni og yfirgangi að mati Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans. Þetta kom fram í ræðu forsetans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær.

Erlent

Bauð samföngum sínum upp á pizzur

Kjell Inge Rökke, norska auðmanninum sem setið hefur í fangelsi í heimalandi sínu í þrjár vikur hefur verið sleppt úr haldi, viku á undan áætlun. Norskir miðlar greina frá því að hann hafi farið rakleiðis í sumarfrí eftir að afplánun lauk. Hann gleymdi þó ekki samföngum sínum því hann lét það verða sitt fyrsta verk utan múra fangelsisins að panta pizzur handa sambýlingum sínum fyrrverandi.

Erlent

Evrópusambandið aðvarar stjórnvöld í Myanmar

Evrópusambandið varar herforingjastjórnina í Myanmar við því að brjóta á bak aftur mótmælin í landinu. Sambandið hótar að herða refsiaðgerðir sínar gegn stjórnvöldum reyni þau að beita hervaldi til þess að koma í veg fyrir mótmælin.

Erlent

Er Madeleine fundin?

Interpol rannsakar nú mynd sem spænskir ferðamenn tóku nýlega á ferðalagi í Marokkó. Á myndinni sést lítil ljóshærð stúlka borin á baki konu og líkist sú ljóshærða Madeleine McCann töluvert. Madeleine hefur verið saknað síðan 3. maí s.l.

Erlent

Herforingjastjórninni refsað

Bandaríkjaforseti boðar refsiaðgerðir gegn herforingjastjórninni í Myanmar vegna mannréttindabrota. Fjölmenn mótmæli voru í stærstu borg landsins - áttunda daginn í röð - þar sem lýðræðis var krafist.

Erlent

Óttast um öryggi sitt vegna nauðgunarsenu

Tólf ára afganskur aðalleikari í kvikmyndinni Flugdrekahlauparinn vill að nauðgunaratriði verði klippt úr myndinni. Hann óttast um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar vegna þess. Þau verið jafnvel útskúfuð.

Erlent

Danir nálægt lækningu á brjóstkrabbameini

Danskir vísindamenn eru þeir fyrstu í heiminum sem hafa greint frumur er geta verið orsök brjóstkrabbameins. Vonir standa til að þetta muni leiða til þess að lækningin verði fundin gegn meininu. Frumurnar sem hér um ræðir líkjast stofnfrumum en grunur hefur leikið á að slíkar frumur séu undirrót brjóstkrabbameins.

Erlent

Fyrirmyndin að Moe fundin

Bandarískur grínari, Rich Hall, heldur því fram að hann sé fyrirmyndin að bareigandanum Moe í hinum vinsælu þáttum um Simpsons fjölskylduna. Hann segir að honum hafi ætíð fundist að Moe líktist sér töluvert.

Erlent

Ki-moon segir verkefnin krefjandi

Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði í ræðu við upphaf Allsherjarþingsins í dag að leiðtogum heimsins biðu afar krefjandi og niðurdrepandi verkefni. Hann nefndi fátækt, hlýnun jarðar og átökin í Darfur. Þá biðlaði hann einnig til herstjórnarinnar í Burma að halda aftur af sér gagnvart mómælendum sem krefjast lýðræðis.

Erlent

Ekki einkamál stórveldanna

Meirihluti jarðarbúa telur hlýnun jarðar af mannavöldum og nauðsynlegt að ríki heims grípi til aðgerða strax. Utanríkisráðherra Íslands segir að lausn verði að finna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna - stórveldi megi ekki vera einráð í þeim efnum. Breska ríkisútvarpið, BBC, lét gera umfangsmikla könnun um viðhorf jarðarbúa til umhverfismála. Alls tóku 22 þúsund manns í 21 landi þátt í henni. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar telja um 65% aðspurðra að grípa verði strax til stórtækra aðgerða til að bregðast við loftlagsbreytingum. Þá telja um 80% að breytingarnar séu fyrst og fremst af mannanna völdum. Flestir kenna iðnaði og samgöngum um aukna mengun í heiminum. Að mati þeirra sem stóðu að könnuninni benda niðurstöður hennar til mikillar afstöðubreytingar meðal fólks í heiminum gagnvart náttúruvernd. Yfir 70% aðspurðra telja nauðsynlegt að ríki heims geri með sér samkomulag um samdrátt í útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Ennfremur vilja flestir að samkomulagið nái einnig til ríkja þriðja heimsins sem fái í staðinn fjárhagsaðstoð frá auðugri ríkjum. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, boðaði í gær til fundar um loftslagsmál. Hann sóttu fulltrúar hundrað og fimmtíu ríkja - þar á meðal Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sem ávarpaði fundinn. Hún lagði áherslu á að lausn yrði að finna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Stór og voldug ríki heims mættu ekki ein forgansraða í þeim efnum. Málið snerti alla heimsbyggðina.

Erlent

Óeirðalögreglumenn gegn munkum

Svo virðist sem herforingjastjórnin í Myanmar, áður Búrma, ætli að mæta mótmælum Búddamunka af hörku. Reuters fréttastofan hefur eftir sjónarvottum að vopnaðir óeirðalögreglumenn hefðu verið fluttir til Yangon - stærstu borgar landsins - í morgun. Þar hafa munkarnir mótmælt dag hvern frá því í síðustu viku.

Erlent

Kastaði upp í beinni útsendingu

Sænskur sjónvarpsþáttastjórnandi fær mesta áhorfið á YouTube um þessar mundir. Eva Nazemson var að stýra spurningaþætti í beinni á TV4 sjónvarpsstöðinni þegar hún kastaði skyndilega upp. Karlkyns þátttakandi hafði hringt inn og var að leysa orðaþraut þegar Eva sneri sér óvænt til hliðar og ældi.

Erlent

Eftirvænting eftir ræðu Ahmadinejad

Árlegur fundur Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna hefst í New York í dag. Leiðtogar munu þá ávarpa þingið og er beðið með nokkurri eftirvæntingu eftir ræðu Bandaríkjamanna og Írana. Gert er ráð fyrir að Bush Bandaríkjaforseti ræði um mannréttindi og frelsi. Mahmoud Ahmadinejad forseti Íran mun líklega endurtaka yfirlýsingu um að kjarnorkuáætlun landsins sé einungis í friðsamlegum tilgangi.

Erlent

Amman hittir lestarstöðvarstúlkuna

Kínversk amma stúlkunnar sem skilin var eftir á lestarstöð í Ástralíu í síðustu viku er komin til Nýja Sjálands til að sækja Qian Xun Xue og skipuleggja jarðaför dóttur sinnar. Xue Naiyin faðir stúlkunnar er grunaður um að hafa myrt móðurina og skilið stúlkuna eftir á lestarstöð í Melbourne í Ástralíu. Málið hefur vakið gríðarlega athygli um heim allan.

Erlent

Herforingjastjórn Burma á neyðarfundi

Herforingjastjórnin í Burma hélt í dag neyðarfund til að ákveða viðbrögð við stærstu mótmælum gegn stjórninni í 20 ár. Engar upplýsingar hafa fengist af fundinum. Uppreisnarmenn segja að 22. herdeild stjórnarinnar hafi verið send til Yangon þar sem mótmælin fara fram. Herdeildin er fræg fyrir að hafa brotið á bak aftur mótmælin árið1988 þar sem þrjú þúsund manns letust.

Erlent

Orð Kate þungamiðja rannsóknarinnar

Breska blaðið Daily Mail greinir í dag frá fyrstu viðbrögðum Kate McCann eftir að Madeleine hvarf. Fyrsta vitnið af viðbrögðunum hefur nú komið fram í fjölmiðlum. Charlotte Pennington barnfóstra, segir að Kate hafi öskrað: „Þeir hafa tekið hana, þeir hafa tekið hana.“

Erlent

Nauðgaði tíu ára gamalli stúlku

Danska lögreglan handtók í morgun karlmann á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa nauðgað tíu ára gamalli stúlku í Sonderborg í gær. Maðurinn nam stúlkuna á brott og nauðgaði henni tvisvar áður en hann lét sig hverfa.

Erlent

Vilja aðgerðir gegn loftlagsbreytingum

Meirihluti jarðarbúa telur nauðsynlegt að ríki í heiminum grípi strax til stórtækra aðgerða til að bregðast við loftlagsbreytingum. Þetta kemur fram í könnun sem breska ríkisútvarpið, BBC, stóð að.

Erlent

Fukuda kosinn forsætisráðherra Japans

Japanska þingið kaus í morgun Yasuo Fukuda til að gegna embætti forsætisráðherra. Fukuda er 71 árs, sonur fyrrverandi forsætisráðherra Japans en hann var kosinn formaður Frjálslynda demókrataflokksins, stjórnarflokks Japans, um síðustu helgi.

Erlent

Hyggjast beita refsiaðgerðum gegn Búrma

Bandaríkjamenn hyggjast beita refsiaðgerðum gegn herforingjastjórninni í Búrma til stuðnings mótmælendum þar í landi. Allt að hundrað þúsund manns tóku þátt í mótmælagöngu í Rangún, höfuðborg landsins, í gær.

Erlent