Erlent Loftárásir á Gaza Ísraelar gerðu í nótt árásir á Gaza ströndinni en áður hafði eldflaugum verið skotið á landnemabyggð í nágrenninu. Í eldflaugaárásinni lést ísraelskur bóndi en að sögn Hamas slösuðust þrír í loftárásunum. Erlent 19.3.2010 08:44 Reynt að koma í veg fyrir verkfall Samningaviðræður hófust á ný í gær á milli yfirmanna British Airways og starfsmanna fyrirtækisins. Viðræðurnar halda áfram í dag en yfirvofandi er verkfall sem gæti lamað félagið að mestu leyti. Erlent 19.3.2010 08:43 Drambið leiddi til dauðarefsingar Morðingin og áhugalögfræðingurinn Paul Powell var tekinn af lífi í Virginíu í Bandaríkjunum í gær. Powell drap unga konu og nauðgaði systur hennar árið 1999. Hann var handtekinn og fór saksóknarinn fram á dauðarefsingu. Dómarinn hafnaði því en dæmdi hann í fangelsi þess í stað. Erlent 19.3.2010 08:20 Bretar taka þátt í hersýningu Rússnesk stjórnvöld hafa boðið breskum, frönskum og bandarískum hermönnum að taka þátt í hátíðahöldum á Rauða torginu í Moskvu 9. maí, þegar 65 ár verða liðin frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Erlent 19.3.2010 03:15 Þrír í fangelsi fyrir skiltisstuld Þrír Pólverjar, sem tóku þátt í að ræna skiltinu af hliði útrýmingarbúða nasista í Auschwitz, hafa verið dæmdir í 18 til 30 mánaða fangelsi. Tveir þeirra eru bræður. Erlent 19.3.2010 03:00 Rekja sýklaslóð í stað fingrafara Innan tíðar gætu glæpamenn átt erfiðara með að fela slóð sína, því þótt fingraför séu þurrkuð út skilur fólk eftir sig sýkla á öllu sem það snertir. Erlent 19.3.2010 00:45 Með lík föðurins í frystikistu Lík sjötugs fjölskylduföður í Kína hefur verið geymt í meira en ár í frystikistu á heimili fjölskyldu hans, sem þorir ekki að láta grafa líkið, þar sem hún telur mikilvægt að geyma það vegna gruns um að maðurinn hafi verið myrtur. Erlent 19.3.2010 00:30 Lokatilraun gerð um helgina Demókratar á Bandaríkjaþingi ætla að gera lokatilraun til að koma frumvarpi sínu um umbætur í heilbrigðistryggingum í gegnum þingið um helgina. Í gær kynntu þeir nýjustu útgáfu fulltrúadeildar þingsins, sem á að kosta ríkissjóð 940 milljarða dala næsta áratug en tryggja 30 milljón manns heilbrigðistryggingar í viðbót við þá sem nú þegar njóta þeirra. Með þessari nýjustu útfærslu á jafnframt að takast að draga úr fjárlagahalla um einn milljarð dala næstu tíu árin. Erlent 19.3.2010 00:15 Sahil kominn heim og getur farið að leika sér með Latabæjarleikföngin Sahil Saeed er kominn heim til Bretlands eftir að hafa verið rænt í Pakistan í byrjun mars. Sahil er fimm ára gamall snáði af pakistönskum uppruna en hann var hjá ömmu sinni þegar honum var rænt. Faðir drengsins greiddi mannræningjunum 110 þúsund pund, eða rúmlega 20 milljónir, til þess að endurheimta drenginn sinn. Erlent 18.3.2010 23:30 Bernie Maddoff var lúbarinn í fangelsinu Heimsins frægasti svikahrappur seinnig tíma, Bernie Maddoff, sem afplánar 150 ára fangelsi fyrir gríðarlega umfangsmikið svindl fyrir kreppu, var lúbarinn af samfanga í desember síðastliðnum. Hann var í raun svo illa laminn að færa þurfti hann á spítala eftir atvikið. Erlent 18.3.2010 23:00 Sjónvarpsstöð greiddi lögmannskostnað barnamorðingja Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hefur verið gagnrýnd fyrir að greiða Casey Anthony tvöhundruð þúsund dollara, eða 25 milljónir króna, fyrir viðtöl. Erlent 18.3.2010 22:00 Jihad Jane lýsti yfir sakleysi sínu Colleen Rose lýsti yfir sakleysi sínu í dag fyrir dómstólum í Fíladelfíu í Bandaríkjunum en hún hefur verið ákærð fyrir að skipuleggja hryðjuverk. Erlent 18.3.2010 21:00 25000 fórust í Dresden Eftir fimm ára rannsóknir hefur sérskipuð nefnd í Þýskalandi komist að þeirri niðurstöðu að um 25 þúsund manns hafi farist í loftárásum bandamanna á þýsku borgina Dresden í síðari heimsstyrjöldinni. Erlent 18.3.2010 16:37 Þetta má ekki heldur Vegna mótmæla Palestínumanna var fjölmennt lögreglulið á staðnum þegar Hurva bænahús Gyðinga var endurvígt í Gyðingahverfinu í gömlu Jerúsalem hinn 15. þessa mánaðar. Erlent 18.3.2010 15:16 Ólíkleg morðkvendi Það hefur vakið nokkra undrun að meðal fólks sem hefur verið handtekið fyrir að ætla að myrða sænskan listamann voru tvær að því er virtist venjulegar bandarískar húsmæður. Erlent 18.3.2010 14:37 Darth Vader yfir Malasíu Tuttugu og tveir loftbelgjaflugmenn frá tíu löndum tóku þátt í árlegri flughátíð yfir Putrajaya í Malasíu í dag. Erlent 18.3.2010 14:02 Kúba sama sæluríkið Hvítklæddu konurnar á Kúbu fóru í mótmælagöngu í gær sem endaði eins og venjulega með því að lögreglan leysti gönguna upp með valdi. Erlent 18.3.2010 13:53 Merkel ýjar að brottrekstri Grikklands Evrópusambandið heldur áfram að vandræðast með Grikkland. Þjóðarleiðtogar þess slá í og úr um hvort landinu verði hjálpað. Erlent 18.3.2010 11:35 Að drepa fyrir frægðina Frönsk félagsfræðitilraun hefur vakið mikla athygli en í tilrauninni var þáttakendum talin trú um að þeir væru að taka þátt í nýjum sjónvarpsþætti. Þátturinn var kallaður "Leikur dauðans" og var þáttakendum talin trú um að þeir væru að taka þátt í fyrsta þættinum og var íburðarmikil sviðsmynd sett upp eins og um alvöru spurningaþátt væri að ræða. Leikurinn gekk út á að spyrja annan þáttakanda, sem bundinn var í stól og var í raun og veru leikari, spurninga. Erlent 18.3.2010 10:28 Ísraelar trampa á Evrópusambandinu Utanríkisráðherra Ísraels notaði heimsókn utanríkis- og öryggismálafulltrúa Evrópusambandsins til þess að verja þá ákvörðun ríkisstjórnar sinnar að byggja 1600 nýjar íbúðir í Austur-Jerúsalem. Erlent 18.3.2010 10:03 Elísabet á pundinu í hálfa öld Í þessari viku er hálf öld liðin frá því fyrstu sterlingspundin með andliti Englandsdrottningar voru prentaðir. Elísabet önnur Englandsdrottning gengur aldrei með reiðufé á sér að því er sagt er en í vikunni er hálf öld liðin frá því seðlar bretaveldis fóru að bera mynd af henni. Erlent 18.3.2010 08:25 Búálfur framdi bankarán Lögreglan í Tennessee í Bandaríkjunum skaut tvo menn til bana í gær, þegar til skotbardaga kom eftir að bankarán sem þeir frömdu fór út um þúfur. Annar mannanna var klæddur sem búálfur að írskum sið en í gær var dagur heilags Patreks haldinn hátíðlegur en hann má kalla þjóðhátíðardag Íra. Erlent 18.3.2010 08:04 María mey birtist í Bosníu Vatikanið í Róm hefur hafið formlega rannsókn í Bosníu en þar virðist sem María mey hafi birst ítrekað í kirkju einni í suðurhluta landsins. Fyrst sást til Maríu á þessum slóðum árið 1981 þegar hópur unglinga sagði frá því að þau hefðu oft séð Maríu í kirkjunni. Erlent 18.3.2010 08:01 Ekkert fararsnið á mótmælendum í Bangkok Stjórnarandstæðingar í Tælandi segjast ætla að halda mótmælum undanfarinna daga áfram uns kallað verði til kosninga. Fjórir dagar eru nú liðnir frá því mótmælin hófust og hefur heldur fækkað í hópnum sem taldi um 100 þúsund manns í fyrstu. Erlent 18.3.2010 08:00 Ashton heimsækir Gaza Yfirmaður utanríkismála hjá Evrópusambandinu, barónessan Catherine Ashton, heimsækir í dag Gaza-ströndina í Palestínu og verður hún þar með einn hæst setti vestræni stjórnmálamaðurinn sem þangað kemur frá því Hamas samtökin náðu þar völdum fyrir nokkrum árum. Erlent 18.3.2010 07:55 Lögregluþjónn kveikti í húsum Danskur lögregluþjónn hefur verið ákærður fyrir að hafa undanfarnar vikur kveikt að minnsta kosti átta sinnum í húsum, bílskúrum og bifreiðum í Silkiborg, fjörutíu þúsund manna bæ á Jótlandi, skammt frá Árósum. Erlent 18.3.2010 04:30 Evrópuríki selja pyntingartól Mannréttindasamtökin Amnesty International hvetja Evrópusambandið til að loka öllum lagalegum smugum sem evrópsk fyrirtæki hafa notað til að selja pyntingartól til ríkja sem líkleg þykja til að nota slíkan búnað. Erlent 18.3.2010 00:45 Blóði hellt á hús og vinnustað Abhisits Mótmælendur í Taílandi héldu áfram að skvetta blóði til að leggja áherslur á kröfur sínar um að stjórn landsins segi af sér. Erlent 18.3.2010 00:30 Segir bin Laden aldrei nást á lífi Eric H. Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist sannfærður um að Osama bin Laden verði aldrei dreginn fyrir bandarískan dómstól. Erlent 18.3.2010 00:30 Lárviðarljóð um hásin Beckhams Lárviðarskáld Bretlands Carol Ann Duffy hefur gert hásin Davids Beckham ódauðlega með því að yrkja um hana ljóð. Á ensku heitir hásinin Achilles tendon. Erlent 17.3.2010 16:59 « ‹ ›
Loftárásir á Gaza Ísraelar gerðu í nótt árásir á Gaza ströndinni en áður hafði eldflaugum verið skotið á landnemabyggð í nágrenninu. Í eldflaugaárásinni lést ísraelskur bóndi en að sögn Hamas slösuðust þrír í loftárásunum. Erlent 19.3.2010 08:44
Reynt að koma í veg fyrir verkfall Samningaviðræður hófust á ný í gær á milli yfirmanna British Airways og starfsmanna fyrirtækisins. Viðræðurnar halda áfram í dag en yfirvofandi er verkfall sem gæti lamað félagið að mestu leyti. Erlent 19.3.2010 08:43
Drambið leiddi til dauðarefsingar Morðingin og áhugalögfræðingurinn Paul Powell var tekinn af lífi í Virginíu í Bandaríkjunum í gær. Powell drap unga konu og nauðgaði systur hennar árið 1999. Hann var handtekinn og fór saksóknarinn fram á dauðarefsingu. Dómarinn hafnaði því en dæmdi hann í fangelsi þess í stað. Erlent 19.3.2010 08:20
Bretar taka þátt í hersýningu Rússnesk stjórnvöld hafa boðið breskum, frönskum og bandarískum hermönnum að taka þátt í hátíðahöldum á Rauða torginu í Moskvu 9. maí, þegar 65 ár verða liðin frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Erlent 19.3.2010 03:15
Þrír í fangelsi fyrir skiltisstuld Þrír Pólverjar, sem tóku þátt í að ræna skiltinu af hliði útrýmingarbúða nasista í Auschwitz, hafa verið dæmdir í 18 til 30 mánaða fangelsi. Tveir þeirra eru bræður. Erlent 19.3.2010 03:00
Rekja sýklaslóð í stað fingrafara Innan tíðar gætu glæpamenn átt erfiðara með að fela slóð sína, því þótt fingraför séu þurrkuð út skilur fólk eftir sig sýkla á öllu sem það snertir. Erlent 19.3.2010 00:45
Með lík föðurins í frystikistu Lík sjötugs fjölskylduföður í Kína hefur verið geymt í meira en ár í frystikistu á heimili fjölskyldu hans, sem þorir ekki að láta grafa líkið, þar sem hún telur mikilvægt að geyma það vegna gruns um að maðurinn hafi verið myrtur. Erlent 19.3.2010 00:30
Lokatilraun gerð um helgina Demókratar á Bandaríkjaþingi ætla að gera lokatilraun til að koma frumvarpi sínu um umbætur í heilbrigðistryggingum í gegnum þingið um helgina. Í gær kynntu þeir nýjustu útgáfu fulltrúadeildar þingsins, sem á að kosta ríkissjóð 940 milljarða dala næsta áratug en tryggja 30 milljón manns heilbrigðistryggingar í viðbót við þá sem nú þegar njóta þeirra. Með þessari nýjustu útfærslu á jafnframt að takast að draga úr fjárlagahalla um einn milljarð dala næstu tíu árin. Erlent 19.3.2010 00:15
Sahil kominn heim og getur farið að leika sér með Latabæjarleikföngin Sahil Saeed er kominn heim til Bretlands eftir að hafa verið rænt í Pakistan í byrjun mars. Sahil er fimm ára gamall snáði af pakistönskum uppruna en hann var hjá ömmu sinni þegar honum var rænt. Faðir drengsins greiddi mannræningjunum 110 þúsund pund, eða rúmlega 20 milljónir, til þess að endurheimta drenginn sinn. Erlent 18.3.2010 23:30
Bernie Maddoff var lúbarinn í fangelsinu Heimsins frægasti svikahrappur seinnig tíma, Bernie Maddoff, sem afplánar 150 ára fangelsi fyrir gríðarlega umfangsmikið svindl fyrir kreppu, var lúbarinn af samfanga í desember síðastliðnum. Hann var í raun svo illa laminn að færa þurfti hann á spítala eftir atvikið. Erlent 18.3.2010 23:00
Sjónvarpsstöð greiddi lögmannskostnað barnamorðingja Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hefur verið gagnrýnd fyrir að greiða Casey Anthony tvöhundruð þúsund dollara, eða 25 milljónir króna, fyrir viðtöl. Erlent 18.3.2010 22:00
Jihad Jane lýsti yfir sakleysi sínu Colleen Rose lýsti yfir sakleysi sínu í dag fyrir dómstólum í Fíladelfíu í Bandaríkjunum en hún hefur verið ákærð fyrir að skipuleggja hryðjuverk. Erlent 18.3.2010 21:00
25000 fórust í Dresden Eftir fimm ára rannsóknir hefur sérskipuð nefnd í Þýskalandi komist að þeirri niðurstöðu að um 25 þúsund manns hafi farist í loftárásum bandamanna á þýsku borgina Dresden í síðari heimsstyrjöldinni. Erlent 18.3.2010 16:37
Þetta má ekki heldur Vegna mótmæla Palestínumanna var fjölmennt lögreglulið á staðnum þegar Hurva bænahús Gyðinga var endurvígt í Gyðingahverfinu í gömlu Jerúsalem hinn 15. þessa mánaðar. Erlent 18.3.2010 15:16
Ólíkleg morðkvendi Það hefur vakið nokkra undrun að meðal fólks sem hefur verið handtekið fyrir að ætla að myrða sænskan listamann voru tvær að því er virtist venjulegar bandarískar húsmæður. Erlent 18.3.2010 14:37
Darth Vader yfir Malasíu Tuttugu og tveir loftbelgjaflugmenn frá tíu löndum tóku þátt í árlegri flughátíð yfir Putrajaya í Malasíu í dag. Erlent 18.3.2010 14:02
Kúba sama sæluríkið Hvítklæddu konurnar á Kúbu fóru í mótmælagöngu í gær sem endaði eins og venjulega með því að lögreglan leysti gönguna upp með valdi. Erlent 18.3.2010 13:53
Merkel ýjar að brottrekstri Grikklands Evrópusambandið heldur áfram að vandræðast með Grikkland. Þjóðarleiðtogar þess slá í og úr um hvort landinu verði hjálpað. Erlent 18.3.2010 11:35
Að drepa fyrir frægðina Frönsk félagsfræðitilraun hefur vakið mikla athygli en í tilrauninni var þáttakendum talin trú um að þeir væru að taka þátt í nýjum sjónvarpsþætti. Þátturinn var kallaður "Leikur dauðans" og var þáttakendum talin trú um að þeir væru að taka þátt í fyrsta þættinum og var íburðarmikil sviðsmynd sett upp eins og um alvöru spurningaþátt væri að ræða. Leikurinn gekk út á að spyrja annan þáttakanda, sem bundinn var í stól og var í raun og veru leikari, spurninga. Erlent 18.3.2010 10:28
Ísraelar trampa á Evrópusambandinu Utanríkisráðherra Ísraels notaði heimsókn utanríkis- og öryggismálafulltrúa Evrópusambandsins til þess að verja þá ákvörðun ríkisstjórnar sinnar að byggja 1600 nýjar íbúðir í Austur-Jerúsalem. Erlent 18.3.2010 10:03
Elísabet á pundinu í hálfa öld Í þessari viku er hálf öld liðin frá því fyrstu sterlingspundin með andliti Englandsdrottningar voru prentaðir. Elísabet önnur Englandsdrottning gengur aldrei með reiðufé á sér að því er sagt er en í vikunni er hálf öld liðin frá því seðlar bretaveldis fóru að bera mynd af henni. Erlent 18.3.2010 08:25
Búálfur framdi bankarán Lögreglan í Tennessee í Bandaríkjunum skaut tvo menn til bana í gær, þegar til skotbardaga kom eftir að bankarán sem þeir frömdu fór út um þúfur. Annar mannanna var klæddur sem búálfur að írskum sið en í gær var dagur heilags Patreks haldinn hátíðlegur en hann má kalla þjóðhátíðardag Íra. Erlent 18.3.2010 08:04
María mey birtist í Bosníu Vatikanið í Róm hefur hafið formlega rannsókn í Bosníu en þar virðist sem María mey hafi birst ítrekað í kirkju einni í suðurhluta landsins. Fyrst sást til Maríu á þessum slóðum árið 1981 þegar hópur unglinga sagði frá því að þau hefðu oft séð Maríu í kirkjunni. Erlent 18.3.2010 08:01
Ekkert fararsnið á mótmælendum í Bangkok Stjórnarandstæðingar í Tælandi segjast ætla að halda mótmælum undanfarinna daga áfram uns kallað verði til kosninga. Fjórir dagar eru nú liðnir frá því mótmælin hófust og hefur heldur fækkað í hópnum sem taldi um 100 þúsund manns í fyrstu. Erlent 18.3.2010 08:00
Ashton heimsækir Gaza Yfirmaður utanríkismála hjá Evrópusambandinu, barónessan Catherine Ashton, heimsækir í dag Gaza-ströndina í Palestínu og verður hún þar með einn hæst setti vestræni stjórnmálamaðurinn sem þangað kemur frá því Hamas samtökin náðu þar völdum fyrir nokkrum árum. Erlent 18.3.2010 07:55
Lögregluþjónn kveikti í húsum Danskur lögregluþjónn hefur verið ákærður fyrir að hafa undanfarnar vikur kveikt að minnsta kosti átta sinnum í húsum, bílskúrum og bifreiðum í Silkiborg, fjörutíu þúsund manna bæ á Jótlandi, skammt frá Árósum. Erlent 18.3.2010 04:30
Evrópuríki selja pyntingartól Mannréttindasamtökin Amnesty International hvetja Evrópusambandið til að loka öllum lagalegum smugum sem evrópsk fyrirtæki hafa notað til að selja pyntingartól til ríkja sem líkleg þykja til að nota slíkan búnað. Erlent 18.3.2010 00:45
Blóði hellt á hús og vinnustað Abhisits Mótmælendur í Taílandi héldu áfram að skvetta blóði til að leggja áherslur á kröfur sínar um að stjórn landsins segi af sér. Erlent 18.3.2010 00:30
Segir bin Laden aldrei nást á lífi Eric H. Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist sannfærður um að Osama bin Laden verði aldrei dreginn fyrir bandarískan dómstól. Erlent 18.3.2010 00:30
Lárviðarljóð um hásin Beckhams Lárviðarskáld Bretlands Carol Ann Duffy hefur gert hásin Davids Beckham ódauðlega með því að yrkja um hana ljóð. Á ensku heitir hásinin Achilles tendon. Erlent 17.3.2010 16:59