Erlent

Eiturleðjan komin út í Dóná

Ungverjaland, AP Rauða eiturleðjan sem slapp úr úrgangslóni við súrálverksmiðju í Ungverjalandi hefur borist út í Dóná. Vonast er til að leðjan þynnist nægilega út í vatnsmiklu fljótinu svo skaðinn verði ekki mikill.

Erlent

Samkomulag talið í sjónmáli

Ísrael, AP Palestínumenn hafa fallist á tillögu Bandaríkjanna um að Ísraelar framlengi framkvæmdabann á landtökubyggðum um tvo mánuði, gegn því að þessir tveir mánuðir verði notaðir til þess að komast að samkomulagi um legu landamæra Ísraels og væntanlegs Palestínuríkis.

Erlent

Mannvinur dregur sig í hlé

Desmond Tutu erkibiskup í Suður-Afríku tilkynnti í dag að hann hefði dregið sig í hlé frá opinberu lífi. Hann á 79 ára afmæli í dag.

Erlent

Vilja ekki léttvægar færslur

Algengast er að vinskap á Facebook-samskiptavefnum sé slitið vegna þess að annar aðilinn setur inn ítrekaðar færslur sem hinum þykja ómerkilegar, færslur um stjórnmál eða um trúmál. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar á vinslitum á þessum vinsæla samskiptavef.

Erlent

Styttist óðum í björgunina

Námumennirnir þrjátíu og þrír, sem hírast á 700 metra dýpi niðri í lokuðum námugöngum, fengu ástæðu til að fagna í vikunni þegar yfirvöld í Chile sögðust vongóð um að þeim verði bjargað úr prísundinni strax í lok næstu viku.

Erlent

Mengað til langframa

Óttast er að eitur­leðjan sem lak úr súrálsverksmiðju í Ungverjalandi geti valdið alvarlegri mengun í Dóná og víðar í nágrenninu.

Erlent

Úlfar aftur á veiðilista

Dýraverndarsinnar í Bandaríkjunum eru slegnir yfir því að þingmenn ætla að taka úlfa af lista yfir dýr í útrýmingarhættu.

Erlent

Lúbarði þjón sinn og kyrkti hann

Saudi-Arabiskur prins hefur verið ákærður fyrir að myrða þjón sinn á hóteli í Lundúnum. Þeir áttu í kynferðissambandi. Meðal sönnunargagna var myndband sem tekið var í lyftu hótelsins þar sem prinsinn sést berja þjóninn sundur og saman.

Erlent

Öllum harmdauði

Sígarettu Charlie hefur safnast til feðra sinna, 52 ára að aldri. Charlie var sjimpansi og átti heima í dýragarði í Bloemfontain í Suður-Afríku.

Erlent

Leðjan flæddi yfir þrjú þorp

Neyðarástandi var lýst yfir í þremur sveitar­félögum í Ungverjalandi í gær eftir að rauð og þunnfljótandi báxítmenguð eiturleðja flæddi um stórt svæði úr álverksmiðju.

Erlent

Bretar skera börn og atvinnulausa

Breska ríkisstjórnin ætlar að setja þak á atvinnuleysisbætur og fella niður barnabætur til hálaunafólks. Þetta er liður í uppstokkun á velferðarkerfinu.

Erlent

Ódýr íbúð til sölu í Róm

Íbúð hefur verið auglýst til sölu í Róm. Ásett verð er 7.6 milljónir króna. Sem sýnist fjári gott verð. Þangaðtil þú ferð að lesa smáa letrið.

Erlent